Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 27

Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 27 Smábátaeigendur reiðir og óánægðir með kvótann Sjávarútvegsráðherra telur lítið svigrúm til leiðréttinga FÉLÖG smábátaeigenda á Reykjanesi, Hafnafirði og Reykjavík héldu fund með Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra og fulltrúum þingflokka síðdegis í fyrradag. Smábátaeigendur, gagnrýndu sjávarút- vegsráðherra og ráðuneyti hans harðlega fyrir að ætla trillukörlum lítinn aflahlut. Ráðherrann gaf fundarmönnum lítil eða engin fyrir- heit um úrlausn. Fundurinn í fyrradag var haldinn í veislusal Skútunnar í Hafnafirði, um 240-50 manns munu hafa sótt fundinn. Auk sjávarútvegsráðherra og trillukarla mættu fulltrúar þing- flokka. Fulltrúi Alþýðubandalagsins forfallaðist. í upphafi fundar bar Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda fram ályktun um að Alþingismenn og þingflokkar þeirra beiti sér fyrir því að: a) farið verið eftir lögum um stjórn fiskveiða, þar sem ákvæði til bráða- birgða í kafla II, annarri og fimmtu málsgrein, kveði skýrt á um að afla- hlutdeild báta sem veiðileyfi fá í fyrsta sinn eftir 31. desember 1989, án þess að sambærilegir bátar hafi horfið varanlega úr rekstri í þeirra stað, hafi ekki áhrif á úthlutun afla- hlutdeildar þeirra smábáta sem fyrir voru. ■as*b) efnd verði fastmæli sjávarútvegs- ráðuneytis og Landssambands smá- bátaeigenda um það, að búin verði til aukaaflahlutdeild handa c) efnd verði fastmæli sjávarútvegsráðu- neytisins og Landssambands smá- bátaeigenda um það, að smábátaeig- endur fái rétt hlutfall af þeim kvóta sem til skipta kemur við afnám sókn- armarksins. Það kom m.a. fram í máli Arnars ALMANNATRYGGIIMGAR, helstu bótaflokkar 1. janúar 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 11.497 ’/z hjónalífeyrir 10.347 Full tekjutrygging 21.154 Heimilisuppbót 7.191 Sérstök heimilisuppbót 4.946 Barnalífeyrir v/1 barns 7.042 Meðlag v/1 barns 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.412 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 11.562 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbæturémánaða 14.406 Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða 10.802 Fullurekkjulífeyrir 11.497 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 14.406 Fæðingarstyrkur 23.398 Vasapeningarvistmanna 7.089 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 981,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 490,70 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri . 133,15 Slysadagpeningareinstaklings 620,80 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 133,15 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 7. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 136,00 100,00 110,52 5,479 605.544 Þorskursmár 90,00 79,00 83,96 0,839 70.439 Ýsa 156,00 142,00 149,93 ' 0,754 113.045 Karfi 51,00 50,00 50,65 0,046 2.355 Ufsi 45,00 45,00 45,00 0,011 495 Steinbítur 78,00 78,00 78,00 0,6561 50.817 Hlýri 72,00 72,00 72,00 0,063 4.536 Langa 80,00 80,00 80,00 0,100 8.000 Lúða 445,00 355,00 422,12 0,232 97.931 Steinbítur(ósL) 85,00 85,00 85,00 0,102 8.670 Koli 99,00 99,00 99,00 0,025 2.475 Keila 40,00 - 40,00 40,00 0,063 2.520 Hrogn 345,00 300,00 300,00 0,108 32.400 Langa (ósl.) 82,00 82,00 82,00 0,070 5.740 Keila (ósl.) 29,00 29,00 29,00 ■ 0,604 17.516 Gellur 300,00 300,00 300,00 0,014 4.830 Samtals 112,13 9,162 1.027.313 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur (ósl.) 129,00 81,00 104,81 0,324 3.597.673 Þorskur (sl.) 101,00 101,00 '101,00 0,258 26.058 Ýsa 166,00 • 128,00 160,56 0,499 240.672 Karfi 61,00 61,00 61,00 0,025 1.525 Lúða 500,00 430,00 442,73 0,055 24.350 Undirm. fiskur 80,00 80,00 80,00 0,376 30.080 Síld 9,04 8,04 8,87 107,662 954.876 Blandað 33,00 12,00 14,38 0,159 2.286 Skata 100,00 100,00 100,00 0,012 1.200 Lýsa 55,00 55,00 55,00 0,051 2.805 Steinbítur 74,00 69,00 70,77 2,180 154.349 Hlýri/Steinb. 42,00 42,00 42,00 0,024 1.008 Langa 67,00 56,00 66,75 0,870 58.070 Keila 42,00 35,00 41,87 3,856 161.434 Ufsi 50,00 39,00 '42,97 0,898 38.584 Samtals 34,78 152,250 5.294.961 Pálssonar að smábátaeigendum hafi komið það í opna skjöldu hversu mikil skerðing varð á aflaheimildum þeirra við tilraunaúthlutun sjávarút- vegsráðuneytisins á kvóta til smá- báta í bytjun síðastliðins desember- mánaðar. Smábátaeigendur vildu knýja á um að sá lagatexti sem nú lægi fyrir væri að öllu leyti rétt túlk- aður, sérstaklega hvað varðaði afla- hlutdeild og aflaúthlutun. Einnig var bent á að Samtök smábátaeigenda hefðu lengi haft áhyggjur af fjölgun smábáta meðan ekki kæmu til aukn- ar aflaheimildir. í tilraunaúthlutun Sjávarútvegsfáðuneytisins væri gert ráð fyrir að afli nýrra báta sem komu inn á síðasta ári og voru komnir með haffærniskírteini fyrir 18. ágúst væri milli þijú til fjögur þúsund tonn og væri ráð fyrir því gert að aðrir smábátar legðu þar til 13% (390-520 tonn). Leitað hafi verið álits glöggra aðila og teidu þeir að lagaákvæði um meðalaflahlutdeild smábáta sem fengju leyfi í fyrsta sinn ættu ekki að hafa áhrif á aflahlutdeild annarra smábáta. Vaxandi hlutdeild í heildarafla Halldór Ágrímsson sjávarútvegs- ráðherra taldi að hlutur smábátaeig- enda hefði ekki verið fyrir borð bor- inn. Hlutur smábáta í heildarafla hefði vaxið stöðugt og væri gert ráð fyrir að hlutdeild þeiyra í heildarþor- skafla væri 12,91% að viðbættri hlut- deild þeirra skipa hefðu komið inn á árinu 1990 og þar að auki væri sú hlutdeild tekin af heildinni en ekki einungis af hlut þeirra smábáta sem fyrir væru. Ráðherrann sagði það sjálfsagt að farið yrði að lögum um stjórnun fiskveiða og túlkun laga- greina ættu sér m.a. stoð í nefndará- liti og umræðum á Alþingi og öðrum umræðum við undirbúning málsins. Talað hefði verið við fulltrúa Lands- sambands smábátaeigenda og hefðu þeir kannast við þau sjónarmið sem hefðu verið uppi í undirbúningsstarf- inu. Ráðherra kannaðist ekki við að aukin aflahlutdeild hefði verið fast- mælum bundin. Sjávarútvegsráðherra taldi erfitt að útdeilda aukakvóta-til smábáta; lögin væru skýr um hver væri hlut- deild smábáta í heildaraflanum. Það svigrúm sem myndaðist við afnám sóknarmarksins væri nýtt til handa þeim skipum sem hefðu haft mögu- leika til að velja það í gegnum tíðina. Mörg þessara skipa yrðu fyrir mik- illi skerðingu og fengju nokkrar bætur á móti. Ef þetta svigrúm væri nýtt til handa smábátum væri jafn- framt verið að taka ákvörðun um að auka hlutdeild smábáta í heildar- aflanum. Fulltrúi sjálfstæðismanna, Krist- inn Pétursson, sagði að lögin um stjórnun fiskveiða hefðu verið af- greidd í miklum flýti síðastliðið vor og árangurinn eftir því. Hann hefði lagt til að málinu yrði frestað og tíminn notaður til að athuga það betur. Um fiskveiðar yrðu að vera einfaldar almennar reglur, það væri óframkvæmanlegt að hafa 2.000 trillu dagheimili í sjávarútvegráðu- neytinu. Frá því að kvótalög voru fyrst sett árið 1984 hafi sífellt verið að hringla með reglurnar. Kristinn sagði einnig að tæpast væri unnt að ræða stjórnun fiskveiða án þess að ræða um leið stjórnmálalegt siðferði. Ræðumaður var þess fullviss að lög- Morgunblaðið/Sverrir Það var þungt yfir trillukörlum í Hafnarfirði á sunnudag. in um stjórnun fiskveiða brytu í bága við 69. grein stjórnarskrárinnar um takmörkun atvinnufrelsis og einnig brytu þau 67. grein um friðhelgi eignarréttarins og j afnréttisregluna. Framtíð margra byggðar- laga í hættu Anna Ólafsdóttir Björnsson full- trúi Kvennalistans taldi að lítil hlutur smábáta stefndi framtíð margra byggðarlaga í hættu. Saga kvóta- kerfisins væri saga kvótabrasks. En fiskurinn í sjónum nægði ekki öllum, Anna reifaði hugmyndir Kvennalist- ans um byggðakvóta, taldi að heima- mönnum væri betur treystandi til að ráðstafa kvóta, en „miðstýrðu batt- eríi“ í sjávarútvegsráðuneytinu. Ræðumaður rakti kosti smábátaút- gerðar; smábátar nýttu aflann betur og lönduðu aflanum heima þannig að fiskverkunarfólk fengi starfa. Einnig taldi Anna naumar úthlutanir til smábáta geta orðið að hreinum lífsháska; naumur kvóti hvetti menn til að sækja sjóinn einir á báti og kynni þá illa að fara. Guðmundi Ágústssyni, fulltrúa Borgaraflokksins, og Jóni Sigurð- syni, fulltrúa Alþýðuflokksins, þótti að í flestu hefði verið vel á þessu máli tekið en sögðu að hér væri fjall- að um lífsafkomu manna og það væri gjarnan viðkvæmt og tilfinn- ingaþrungið umræðuefni. Jóni Sig- urðssyni sýndist að þessir erfiðleikar vera umþóttunarvandamál, erfítt væri að semja sig að nýjum háttum. Gæta yrði réttlætis og ekki mætti skerða athafnafrelsi manna meira en brýna nauðsyn bæri til, en það þyrftu að vera nokkrar einfaldar út- hlutunarreglur og það væri mikil- vægt að samstarfsnefnd sú sem fjall- aði um málefni smábáta fjallaði um álitamál um úthlutanir og túlkun reglna. Slátrun trillukalla og smáfiska Smábátaeigendum þótti mismikið til um ræður stjórnmálamannanna. Um lögin um stjórnun fiskveiða — kvótalögin — var fátt eða ekkert gott sagt, um tilraunaúthlutun sjáv- arútvegs margt illt. Sigurgeir Jónasson sagði það verst við kvótalögin að þar stæði ekkert um uppbyggingu fiskstofnanna og lagði fram ályktun um að forsætis- ráðherra yrði falið að vinna að því máli. Kristinn Gunnarsson frá Garði greindi frá því að kvótinn í Sand- gerði og Vogum hefði verið skertur um 50% og 60% Hann sagði erfitt fyrir smábátaeigendur að afla sér upplýsinga, á þá væri skellt bæði símtólum og hurðum. Kristinn hafði aflað sér upplýsinga um aukaúthlut- anir til stærri báta vegna niðurfell- ingar sóknarmarksins hann greindi frá úthlutun til skipa sem hefðu ekki verið á veiðum um árabil, jafnvel ekki á skrá. Ræðumanni þótti lítið um þann möguleika að fara á svo- nefndar „krókaveiðar“ það væri gálgafrestur, þeir sem á þær veiðar færu, væru líka í snörunni, eftir tvö Olíuverö á Rotterdam-markaði, síöustu tíu vikur, 26. okt. - 4. jan., dollarar hvert tonn POTUELDSNEYTI 26.0 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J GASOLIA 425“ 400- 375“ 350“ 325 300 225- 200“ 175- 244/ -242 H--1—I—I—I—I—I—I—I—I—I— 26.02.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.0- SVARTOLIA H—I—I—I—I—I—I I -I—h-+- -26.0 2.N 9. 16 23 30 7.D 14. 21,- 28 4J ár yrði þeim grundvelli kippt undan fótum þeirra, þeim „slátrað“. Krist- inn gagnrýndi nokkuð veiðar stærri skipa sem þyrfti að hafa eftirlit með, kannski væri ætlunin að ráða til þess eftirlitsstarfa trillukalla sem búið væri að setja á hausinn. Bjarni Óiafsson frá Vogum sagði það heiðarlegra að ganga hreint til verks ef menn vildu leggja niður trilluveiðar og hreinlega kaupa út- gerðina upp en ekki vinna að þessu eins og rottur á kindaskrokk; naga smárn saman af aflanum. Bjarni taldi hlut raunvei-ulegra smábáta minni en 12,91% þegar til þess væri litið að margir þessara svokölluðu 9,9 tonna báta fengu dtjúgan hlut og þetta væru í raun miklu stærri og afkastameiri skip en skráningin gæfi til kynna. Árni Vilhjálmsson frá Keflavík sagði kvótakerfið gjörsam- lega hafa brugðist, kvótinn hefði minnkað ár frá ári. Árni Tryggvason leikari — sem á kvótalausa trillu í Hrísey — bar sig karlmannlega en sagði smáþorp víða um land í stór- hættu ef trilluútgerð legðist af með þeim afleiðingum að allur landslýður flyttist suður. Árni taldi minni skaða af fískadrápi trillukarla en veiðum dragnótabáta „í bláfjörum". Eyjójfur Bjarnason frá Hafnarfirði taldi Ámi hafa vanmælt, dragnótabátarnir veiddu í kálgörðunum. Skjöldur Þorgrímsson, Skarphéðinn Árnason, Eiríkur Bjarnason og Jón Ármann Héðinsson gagnrýndu kvótakerfið og kvótann. Réttlæti sjávarútvegsráðu- neytisins sýndist ranglætinu verra. Kvótakerfið væri í grundvallaratrið- um rangt, einstaklingar fengu ekki að njóta sín í þessu haftakerfi. Af- kastamikil veiðarfæri stærri báta voru tíunduð, Jóni Ármanni Héðins- syni ofbauð t.a.m. drápskraftur flot- trollsins. Veiðidagar Eftir þessar almennu umræður héldu fulltrúar stjórnmálaflokkanna lokaræðurnar, íttrekuðu þeir mest- megnis fyrri málflutning. Eyjólfur Konráð Jónsson talaði fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í síðari umferð. Eyjólfur viðurkenndi nokkra ábyrgð á kvótakerfinu, hann hefði hleypt því í gegn á sínum tíma; þá hefði líf ríkis- stjórnar legið við. Ræðumaður taldi kvótakerfið ekki á vetur setjandi; það væri óréttlát, óframkvæmanlegt, og stuðlaði að smáfiskadrápi. Kvóta- kerfið væri ofstjórnarkerfi. Nú væri verið að leggja niður ofstjórnar- og haftakerfi í Austur-Evrópu. Eyjólfur Konráð taldi vænlegra að stýra fisk- veiðunum með takmörkunum veiði- daga. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra minnti fundarmenn á að ^ aldrei yrði svo gert að öllum líkaði;. á þessum fundi væri samstaða um aukinn hlut smábáta en hann hefði setið aðra fundi þar sem ríkjandi skoðun væri að smábátum væri sýnd ofrausn. í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að hann taldi nauðsynlegt að skipta aflanum milli skipa. Sjávarút- vegsráðherra sagði um þau dæmi sem rakin höfðu verið um úthlutanir til stærri skipa sem ekki væru að veiðum, að ekki væru heimildir til að taka veiðirétt af skipum og ef fækka ætti fiskiskipum yrði að vera heimild til að færa kvóta milli skipa. Ráherra taldi einnig gæta misskiln- ings varðandi þau skip sem hefðu verið færð af sóknarmarki og fengið aukaúthlutanir. Það væri ljóst að mörg þeirra yrðu fyrir verulegr skerðingu. Halldór Ágrímsson gaf fundar- mönnum tæpast fyrirheit um að þeirra hlutur yrði verulega aukinn. • í fundarlok var ályktun fundar- _-jboð_enda_ _samþykkt nær einróma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.