Morgunblaðið - 08.01.1991, Qupperneq 30
Stöð 2 náðist ekki:
Um 2.300 myndbönd
leigð út á einu kvöldi
REIKNA má með að um 2.300 myndbönd hafi verið leigð út í mynd-
bandaleigunum á Akureyri á laugardagskvöld, en það kvöld náðist
útsending Stöðvar 2 ekki á Akureyri og ekkert hljóð fylgdi útsend-
ingu Ríkissjónvarpsins.
Ekki þurfti að hella niður mikilli mjólk í rafmagnsleysinu:
Sumir geymdu mjólk í
brúsum í snjósköflum
MJÓLKURBILAR mjólkurstöðvanna á Norðurlandi voru stöðugt á
ferðinni óveðursdagana í síðustu viku og fóru þeir mun fleíri ferðir
en venja er til. Með því móti var hægt að ná í meirihluta þeirrar
mjólkur er til féll, en einhverri mjólk helitu bændur niður. Gripið
var til þess ráðs í mörgum tilfellum að setja mjólk í brúsa og geyma
þá í snjóskafli þar til mjólkurbílar komu. í samtölum við mjólkursam-
lagsstjóra á Norðurlandi kom fram nokkur ótti við að nyt detti nið-
ur tímabundið eða jafnvel varanlega í kjölfar þess að kýr voru liand-
mjólkaðar.
Akureyringar flykktust í mynd-
bandaleigurnar á laugardagskvöld-
ið og sagði Stefán Þengilsson eig-
andi Vidíóvers að tæplega eitt þús-
und myndbönd hefðu verið leigð út
það kvöld hjá sér. „Við leigðum út
myndbönd fyrir um 300 þúsund
krónur á laugardagkvöldið og það
verður að teljast ansi gott, það var
löng biðröð við borðið allt kvöldið
og þrír afgreiðslumenn höfðu ekki
undan að afgreiða viðskiptavini,“
sagði Stefán.
Hjá Vidíólandi fengust þær upp-
lýsingar að um 500 myndir hefðu
Morgunblaðið/JB
Freyr Gauti
íþrótta-
maðurKA
Freyr Gauti Sigmundsson
júdómaður var kjörinn íþrótta-
maður KA í hófi sem haldið var
í KA-heimilinu á sunnudag. í
öðru sæti var Valdimar Valdi-
marsson, skíðamaður og Orm-
arr Örlygsson knattspyrnumað-
ur í því þriðja. íþróttamennirnir
hlutu allir bikara til eignar og
auk þess varðveitir Freyr Gauti
farandgrip í eitt ár sem KA-
klúbburinn í Reykjavík gaf a
sextíu ára afmæli félagsins í
janúar 1988. Þetta er í þriðja
sinn sem kjör íþróttamanns KA
fer fram, en áður hafa Guð-
laugur Halldórsson og Erlingur
Kristjánsson verið kjömir.
Skammt er stórra högga milli.
Margir hafa kvatt samferðamenn
sína á síðasta ári.
Á Þorláksmessukvöld lést Krist-
ján Jóhannsson á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund. Þar dvaldi
hann síðustu fimm ár ævi sinnar
og þakkir skulu færðar starfs'liði
og hjúkrunaraðilum, sem reyndust
honum vel uns yfir lauk.
Kristján átti heima, ásamt fjöl-
skyldu sinni, í Grunnavík. Móðir
Kristjáns Iést að Faxastöðum 17.
febrúar 1941. Þar var stórt högg
reitt, er móðirin og húsmóðir hvarf
á braut. Mikill söknuður ríkti hjá
eftirlifandi fjölskylduaðilum.
Eftir lát Unnar Jakobínu, móður
verið leigðar út og einnig vorú leigð-
ar um 500 myndir út hjá Mynd-
bandahöllinni, en þar sagði af-
greiðslumaður að á þokkalegu
kvöldi væru leigðar út um 120
myndir. Hjá Vídíó Evu var einnig
mikið að gera og hillur nánast
tæmdar. Þar voru leigðar út tæp-
lega 300 myndir og sagði Maríanna
Bernharðsdóttir að mikið hefði
komið af fólki sem að jafnaði sést
ekki á myndbandaleigunni. „Það
var stöðugt hópur fólks hér inni
allt kvöldið og ég held það hafi aldr-
ei verið jafn mikið að gera.“
Rafmagnsleysið:
Sleitulaust
unnið að
viðgerðum
UNNIÐ var við að koma raf-
magni á þau svæði sem enn voru
rafmagnslaus í gær, en íbúar í
Höfðahverfi, hluta Fnjóskadals
og á fremstu bæjum í Eyjafjarð-
arsveit bjuggu enn við rafmagns-
leysi síðdegis í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá Rafmagnsveit-
um ríkisins á Akureyri átti að
reyna að koma rafmagni á alls
staðar þar sem þess naut ekki.
Allt frá því 2. janúar hefur verið
unnið sleitulaust að viðgerðum og
170 til 200 manns verið að störfum
auk þess sem bændur hafa lagt
hönd á plóg við að berja ísingu af
línum. Hafa starfsmenn tekið sér
5-6 tíma hvíld á milli lota.
Síðdegis í gær var verið að reyna
að koma á rafmagni á Ilöfðahverf-
ið. Tókst mönnum að koma raf-
magninu á að hluta í Fnjó'skadal,
en þar voru enn nokkrir bæir án
rafmagns seinnipartinn, þá hafði
verið komið upp díselrafstöð á bæn-
um Arnarfelli í Eyjafjarðarsveit og
þjónaði hún bæjum í kring, en
fremstu bæirnir í sveitinni voru enn
án rafmagns undir kvöldið. Þar
hefur verið rafmagnslaust frá því á
fimmtudag í síðustu viku. Þá komst
rafmagn einnig á hluta Svalbarðs-
strandar, frá Brúarlandi að Víkur-
skarði, skömmu eftir hádegi í gær.
Kristjáns, fluttu faðir hans, Jóhann
Jakob Jóhannsson, synir og dóttir
að Oddsflöt í Grunnavík. Dóttirin,
Hólmfríður Guðbjörg, fór snemma
að heiman, og réðst til vinnu utan
heimabyggðar. Árið 1943 eignaðist
Hólmfríður telpu, sem fæddist 15.
júlí 1943. Telpan hlaut nafnið Unn-
ur Petra Siguijónsdóttir. Unnur
Petra var hjá afa sínum að Odds-
flöt og þeim bræðrum Stefáni
Ágústi, þegar sá hörmulegi atburð-
ur gerðist að þann 26. febrúar 1948,
voru hún, Unnur Petra, og afi henn-
ar á ferð niður að Sútarbúðum, sem
er næsti bær við Oddsflöt, að Unn-
ur Petra sté á óöruggan ís á bæjar-
læknum, féll gegnum ísinn og
drukknaði. Þetta slys setti mörk sín
á ijölskylduna, og bar hún þess aldr-
ei bætur.
Þórarinn E. Sveinsson mjólkur-
samlagsstjóri á Akureyri sagði að
mjólkurbílar hefðu.verið í stöðugum
ferðum og jafnvel var farið á suma
bæi tvisvar á dag ef svo bar undir.
Með því móti hefði verið hægt að
ná í mestalla mjólkina og bændur
því ekki þurft/að hella miklu niður.
Innvegið mjólkurmagn til samlags-
ins var svipað óveðursdagana og í
Kristján var hinn síðsti sem lifði,
og lést hann eins og fyrr er sagt
þann 23. desember sl.
Kristján flutti til Isafjarðar árið
1950 og gerðist þá heimilisfastur
hjá hjónunum Björgu Jónsdóttur
og Hinriki Einarssyni.
Þar undi Kristján vel hag sínum.
Þakkir skulu færðar Björgu fyrir
alla þá alúð, umhyggju, og kærleika
sem hún lét í ljós með sinni hjálp-
semi og alúð, sem hún sýndi Krist-
jáni og hans fjölskyldu.
Kristján var barngóður og reynd-
ist dóttursonum Bjargar sem og
öðrum börnum góður.
Elsku Björgvin og Helgi, þið
misstuð mikið.
Ég votta öllum sem að skyldleika
og frændleika stóðu innilega sam-
úð.-
Sem Grunnvíkingur, vil ég þakka
kynni þau, sem ég átti af fjölskyldu
Kristjáns, Grunnvíkingar munu
hugsa til hans á skilnaðarstund.
Drottinn gefi dánum ró
hinum líkn sem lifa.
Guðrún Hansdóttir
venjulegri viku. „Það kemur fyrst
og fremst til af því að bílarnir vorii
stöðugt úti, ferðirnar voru að vísu
seinfarnar, en þetta nuddaðist allt
sarnan," sagði Þórarinn.
Páll Svavarsstfn mjólkursamlags-
stjóri á Blönduósi sagði að ástandið
hefði verið mjög slæmt óveðursdag-
ana í síðustu viku, margir bændur
hefðu þurft að handmjólka, setja
mjólk í brúsa upp á gamla mátann
og kæla úti í skafli. Þá voru mjólk-
urbílar mikið á ferðinni og náðu í
mjólkina jafnóðum á bæina. „Það
sem verst var meðan á þessu gekk
var að síminn var í ólagi og hvorki
við hér né bændur vissum hvernig
ástand og horfur voru,“ sagði Páll.
„Það er síðan spurning hvernig
framhaldið verður í kjölfar þess að
kýrnar hafa verið handmjólkaðar
um tíma og ástandið í fjósinu
breyttist. Getur það haft áhrif á
nytina, jafnvel varanlega þannig að
erfitt getur verið að ná henni upp
aftur,“ sagði Páll.
„Það er enn ekki komið í ljós
hversu mikið tjón er um að ræða,
en við vitum að það er mikið,“ sagði
Snorri Evertsson mjólkursamlags-
stjóri á Sauðárkróki. Þar voru
mjólkurbílar einnig í stöðugum
ferðum að sækja mjólk og sagði
hann að áfallalaust hefði gengið þó
svo mjög seinfarið hefði verið yfir.
Á nokkrum bæjum í Fljótum var
enn ekki komið rafmagn í gær og
tók Snorri í sama streng og Páll,
kvaðst óttast að nyt dytti niður um
tíma eftir að kýrnar hafa verið
handmjólkaðar.
Hjá Mjólkursamlagi KÞ á
Húsavík var ástandið viðunandi, að
sögn Hlífars Karlssonar mjólkur-
samlagsstjóra. Farnar voru fleiri
ferðir en venja er til á mjólkurbílun-
um, bændur á rafmagnslausum
svæðum settu mjólk í brúsa og
geymdu úti við. Hann sagði að þar
sem bændur væru vel settir hvað
fullvirðisrétt varðar hefðu þeir að
einhveiju leyti hellt niður mjólk
væru þeir í vafa um að geta losnað
við hana.
Mývetning'-
ar sluppu vel
frá óveðrinu
Björk, Mývatnssveit.
SEGJA má að Mývetningar hafi
sloppið vel í hinum mikla veður-
ham sem gengið hefur hér að
undanförnu. Rafmagni sló aldrei
út og má að sönnu þakka það
Kröfluvirkjun, svo og gufustöð-
inni í Bjarnarflagi.
Einnig má geta þess að hitastig
var hér um slóðir alltaf neðan við
frostmark og úrkoma frekar lítil
þannig að ísing myndaðist ekki á
raflínum. Nægur hiti hefur verið í
híbýlum fólks og alltaf hægt að
hlusta á útvarp og horfa á sjón-
varp, að vísu var sjónvarpið þögult
síðastliðið laugardagskvöld, þó sást
myndin.
íbúar Mývatnssveitar hafa því
ekki yfir neinu að kvarta hvað varð-
ar veður þessa fyrstu dága ársins.
Vonandi fer að sjá fyrir endann á
þessum erfiðleikum sem margir
hafa átt við að stríða vegna raf-
magnsleysis og óveðurs.
Kristján
Krisiján Jóhanns-
son - Minningarorð
Fæddur 16. apríl 1916
Dáinn 23. desember 1990