Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991
31
Ivar Björnsson,
Vopnafirði - Minning
Fæddur 11. febrúar 1916
Dáinn 30. desember 1990
Hann fæddist á Arnórsstöðum á
Jökuldal, en fluttist á öðru ári upp
í Jökulsdalsheiði og átti sínar fyrstu
minningar þaðán. Foreldrar hans
voru Björn Jóhannsson, Húnvetn-
ingur, og Anna Magnúsdóttir af
Jökuldal. Þegar hann var 4 ára
fluttist fjölskyldan út í Vopnafjarð-
arkauptún, þar sem foreldrar hans
tóku við rekstri sjúkraskýlis. Fljót-
lega varð faðir hans skólastjóri á
Vopnafirði, sem varð hans ævistarf
upp frá því. Sjö til átta ára er hann
tekinn í fóstur af þeim Vindfells-
hjónum, Ólafi Sæmundssyni og
Margréti Ólafsdóttur.
Hann fékk sinn skammt af berkl-
um eins og margur á þeim árum
og bar þess merki æ síðan. Fór á
sjúkrahús á Akureyri 1926. Dvaldi
tvisvar á Vífilsstöðum. Eftir heim-
komuna lagði Margrét sig fram um
að koma döngun í piltinn og vár
óspör á ijómann. Á Vindfelli var
allgott til matfanga. Róið til fiskjar
til heimilisnota og þar skaut Ivar
bæði sel og fugl, þó aldrei ijúpur.
Snemma kom kappgirni hans í
ljós. Hann hafði þann háttinn á að
bera alla kúapokana í einu inn
göngin og gekk þá á ýmsu, því að
göngin voru þröng.
Okkar fyrstu kynni voru þegar
hann kom með hjóladráttarvél á
járnhjólum með ógurlegum spyrn-
um, til að vinna að jarðabótum.
Hestaverkfæri urðu að duga aftan
í og þurfi m.a. að ganga á eftir
og stýra plógnum. Síðar komu svo
betri verkfæri og beltadráttarvélar.
Ekki var kastað til höndum þegar
hann sléttaði úr gömlu tóftunum
fyrir mig. Þá sagði hann mér hvað
sér þætti skemmtilegt að vinna
fyrir Þorgrím á Búastöðum, hann
væri svo vandlátur. Þetta var sum-
arvinna hans í fjöldamörg ár.
Á vetrum var hann ýmist á ver-
tíð í Vestmannaeyjum eða í smiðj-
um í Reykjavík, lengi í Héðni. Við
vorum saman í herbergi eina vertíð
í Vestmannaeyjum. Þá var lýsisfla-
skan við rúmstokkinn og morgun-
hressingin var vænn sopi af lýsi
og appelsína.
Hann fékk höfuðáverka í vinnu-
slysi í Straumsvík. Gekkst undir
aðgerð á eftir sem hann var þó
varaður við. En það var ekki hans
háttur að hika við að taka áhættu,
enda líðanin slæm. Svo fór að
næstu árin þurfti hann að dvelja
langdvölum á Kleppi, en náði sér
nokkuð á milli. í þeim erfíðleikum
var Ragnar bróðir hans stoð hans
og stytta eins og æ síðan. Þeir
höfðu áður byggt hús í félagi og
átti ívar þar íbúð um skeið, þó að
hann dveldi þar lítt, enda alla ævi
ókvæntur og barnlaus. Mörg síðari
árin var hann að mestu laus við
andlegar truflanir en þá gerðist lík-
aminn honum erfiðari og heyrnin,
sem lengi hafði verið léleg, versn-
aði enn. Á þessum árum tókst
Ragnari að útvega honum vist á
Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem
hann dvaldi til dauðadags, síðast á
sjúkradeild.
Nú hefur hann kvatt okkur en
austur í Vopnafirði eru grænar
túnasléttur og nokkrir vegakaflar
sem fáir muna lengur hver vann að.
Gunnar Sigurðsson
Kópavogsbúar
og aðrir viðskiptavinir athugið!
S
parisjóður Kópavogs, lítibúið aö
Engibjalla 8, hefur umboðfyrir
Happdrœtti Húskóla íslands.
Við bjóðum viðskiptavinum sparisjóðsins, bæði að
Digranesvegi 10 og Engihjalla 8, að láta skuldfæra
endurnýjunina á reikning viðkomandi. Einnig getum
við séð um að skuldfæra á Euro-Visa reikninga, sé þess
óskað.
(...og að sjálfsögðu leggjum við vinningana inn á
reikninga fyrir þá heppnu!)
Það erþœgilegt að hafa miðann hjd okkur.
SPARISJÓÐUR
KÓPAVOGS
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
vænlegúst til vinnings
Sparisjóður Kópavogs • Engihjalla 8 • sími 44155
AUGL YSINGAR
Vesturbær
Morgunblaðið óskar eftir blaðbera í eftirtalin
hverfi:
Oddagötu og Aragötu.
Ennfremur vantar blaðbera í Skerjafjörð,
norðan flugvallar.
Austurbær
Austurgerði og Byggðarenda.
Hressandi morguntrimm sem borgar sig.
Upplýsingar eru gefnar í síma 691253.
Starfsmaður óskast
Óskum eftir að ráða starfsmann á verkstæði
ásamt akstri.
Umsækjendur vinsamlega gefið upplýsingar
skriflega um aldur, menntun og fyrri störf.
Vestfjarðaleið,
Jóhannes Ellertsson,
Sætúni 4-105 Reykjavík.
Bókabúð
Bókabúð í miðbænum óskar eftir starfs-
krafti. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar:
„Bókabúð - 6728“ fyrir 15. janúar.
Myllan
Starfsfólk óskast í að taka til pantanir.
Vinnutími frá kl. 5-8, 5-10, 5-13 og 10-16.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
Brauð hf.,
Skeifunni 19.
ra Hjallaskóli
Kópavogi
Starfskraftur óskast í hálft starf frá kl. 13.00-
17.00 í „Frístund" í Hjallaskóla. Um er að
ræða tómstundaheimili fyrir nemendur skól-
ans þar sem þeir geta átt athvarf utan síns
skólatíma. Starfið felst í því að sinna nem-
endum og því er uppeldismenntun æskileg.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 42033.
Kennara vantar
Vegna forfalla vantar kennara nú þegar í
bekkjarkennslu níu ára barna við Grunnskól-
ann í Ólafsvík.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 93-61150
og heimasíma 93-61293 og yfirkennari í síma
93-61150 og heimasíma 93-61251.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða heiðarlegan og ábyggi-
legan starfskraft á skrifstofu okkar til afleys-
inga frá 1. mars 1991 til 1. jánúar 1992.
Um er að ræða starf við lögfræðilega inn-
heimtu vanskilaskulda. Viðkomandi þarf að
geta unnið sjálfstætt. Góð vinnuaðstaða.
Umsóknum með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf skal skila á auglysingadeild
Mbl. fyrir 15. janúar nk. merktum: „G - 6729“.
Nemi - offset - nemi
Óskum eftir að ráða nema á meistarasamn-
ing í offset-filmugerð (prentsmíði). Æskilegt
er að viðkomandi hafi einhverja framhalds-
skólamenntun.
Starf sem framtíð er í.
PRISMA
BÆJARHRAUNI22, HAFNARFIRDI, SÍMI651616.
Lyfjakynnir
Óskum eftir að ráða lyfjakynni til að annast
kynningu á lyfjum frá einu umboðsfyrirtækja
okkar. Æskilegt er að viðkomandi sé lyfja-
fræðingur, hjúkrunarfræðingur eða hafi
menntun á heilbrigðissviði.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist til Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210
Garðabæ, fyrir 15. janúar nk. merktar: „Lyfja-
kynnir“.