Morgunblaðið - 08.01.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991
35
verkinu lokið. Afganginn reiknaði
hann svo í höndunum, eins og hann
orðaði það. í annað skipti fann hann
upp launatöflu til að setja í tölvu,
þannig að ekki þyrfti að reikna laun
einstaklingsbundið í tvö ár, en aðrir
vinnuveitendur sem bjuggu við sama
launakerfi urðu að gera það þrisvar
sinnum á sama tímabili.
Þótt Árni væri jafnan elztur að
árum á vinnustað okkar var hann
ævinlega fyrstur og fljótastur að til-
einka sér nýjungar. Hagstofan, Raf-
magnsveita Reykjavikur og launa-
deiid borgarinnar hófu sameiginlega
tölvuvinnslu hér á landi og 'voru
brautryðjendur á því sviði. Þessi
vinnubrögð áttu vel við Árna. Hann
skildi strax hina nýju tækni og nýtti
hana til fulls. Gilti það jafnt um hin-
ar stóru tölvur hjá Skýrsluvélum
ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem
tæki þau er menn höfðu á borði sínu.
Man ég vel er Árni lagði til hliðar
stórvirka rafmagnsreiknivél af
gamla skólanum og tók í notkun
nýja og fullkomna tölvu. Lék hann
sér glaður að nýja tækinu og tók svo
til við vinnuna með enn meiri afköst-
um en áður.
Á vinnustað var Árni ekki aðeins
ómissandi vegna óvenjulegrar starfs-
hæfni. Hann var og lífið og sálin í
léttum og skemmtilegum vinnuanda
og ómissandi einnig af þeirri ástæðu.
Mér fannst hann alltaf um áratug
yngri en árin sögðu til um. Gilti það
jafnt um útlit sem andlegt atgervi.
Fór raunar svo að hann vann um
áratug lengur en gengur og gerist
um opinbera starfsmenn, því alltaf
komu upp verkefni sem óhjákvæmi-
legt þótti að fela honum. Var unun
að sjá hann á áttræðisaldri, umsetinn
ungu samstarfsfólki, ekki sízt stúlk-
um, sem hann skemmti með gáska
og léttleika og gerði vinnuna og
vinnustaðinn ánægjulegri en ella.
Ekki eru margar vikur síðan hann
var beðinn að koma einu sinni enn
og hjálpa til við ákveðið verk sem
hann einn kunni til hlítar frá fyrri
tíð. Var hann þá nýlega orðinn 81
árs. Man ég hann síðast á heimleið
úr þeirri vinnu, hnarreistan og hress-
an, glerfínan í tauinu eins og ævin-
lega, höfðingja í sjón og raun.
Mörgum árum áður en ég kynntist
Árna hafði ég heilmikið um hann
heyrt og dáð hann úr fjarlægð. Var
ég þá í Menntaskólanum á Akureyri
og með slæma bridsdellu um skeið.
Árni var þá einn þekktasti og fremsti
bridsspilari landsins. Hann var fyrir-
liði landsliðsins í brids, skrifaði mikið
um brids og var ævinlega getið er
um þá íþrótt var fjallað. Því miður
kann ég ekki að rekja bridsferil hans
sem skyldi og hefði betur fengið
hann oftar til að segja mér frá hon-
um, en hann rakti yfirleitt ekki afrek
sín að fyrra bragði. Man ég þó að
hann sagði mér frá j)ví að hann stóð
í bréfaskiptum við Italina sem síðar
urðu um árabil heimsmeistarar í
brids. Voru þeir þá að kynna brid-
Rýmingarsalan
hefst í dag
Nýr fatnadur
Stórar stœrdir
30% afsláttur
Hár:x.
'pryði
y' Sérverslun
I láaleitisbraut 58-60
Sími 32347
skerfi sitt og sendu bridsmeisturum
í ýmsum löndum það til umsagnar.
Eina athugasemd a.m.k. sem Árni
gerði tóku þeir til greina og varð hún
hluti af kerfinu. Einnig sýndi Árni
mér bréf frá þekktum bridsklúbbi í
Bretlandi sem bauð honum að koma
þangað og gerast atvinnuspilari í
brids.
Færni Árna í brids og óvenjuleg
hæfni til að leysa flókin verkefni í
vinnu var án efa í tengslum við
stærðfræðihæfileika hans og áhuga.
Ekki áttum við vel saman á því sviði
og ræddum lítt reikningskúnstir en
einhvern tímann datt það upp úr
honum að hann glímdi gjarnan við
stærðfræðiþrautii' á gönguferðum.
Annað áhugamál áttum við hins veg-
ar sameiginlegt en það var knatt-
spyrna. Þar var nú ekki komið að
tómum kofunum hjá Árna frekar en
annars staðar. Hann var góðni' knatt-
spyrnumaður á yngri árum og keppti
með meistaraflokki Víkings í í
Reykjavík. Alla ævi fylgdist hann svo
með knattspyrnu og gerði það eins
og annað sem hann tók sér fyrir
liendur, betur og öðruvísi en flestir
aðrir. Auk lesturs enskra blaða fylgd-
ist hann með lýsingum BBC á enska
fótboltanum á hvetjum laugardegi,
þegar hann gat því við komið, í um
það bil 60 ár og veit ég ekki um
neinn annan sem það hefur gert svo
lengi. Öll þessi ár hélt hann nákvæmt
bókhald urn úrslit leikja og annað
sem máli skipti. Gaman var að fara
með Árna á völlinn, einkum á stærri
leiki. Naut hann þess mjög og ég'
ekki síður að hafa hann við hlið mér
og hlýða á athugasemdir hans og
úthstun á leiknunt.
Árni lézt á sjúkrahúsi sl. jóladag
eftir að hafa varið aðfangadags-
kvöldinu með fjölskyldu sinni. Hann
var heilsuhraustur alla ævina og fékk
að kveðja andlega heill og óbugaður.
Eg minnist hans með þakklæti og
virðingu og flyt konu hans og ástvin-
um öllurn innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Oskarsson
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Næstu námskeið íReykjavík
hefjast Fimmtudaginn 30. janúarog miðvikudaginn 6. febrúar.
Námskeiðin eru kvöldnámskeið og taka 6 vikur.
Námskeiðin henta öllum, sem vilja auðvelda sér lestur góðra
bóka eða auka afköst í námi og vinnu með margfoldun á lestr-
arhraða. Þátttakendur ná að jafnaði meir en þreföldun á lestrar-
hraða á námskeiðunum.
Vegna þessa góða árangurs veitir Hraðlestrarskólinn nu ábyrgð
á árangri á námskeiðunum.
Einnig verða í vetur haldin námskeið úti á landi. Þeir sem
áhuga hafa, eru vinsamlegast beðnir um að háfa samband við
Hraðlestrarskólann til að fá frekari upplýsingar.
Ath. að VR og fleiri verkalýðsfélög styrkja félaga sína til þátt-
töku á námskeiðunum.
Skráning alla daga í síma 641091.
H R AÐLESTR ARS KOLIN N
10 ARA
.I..I.Í) ri A • J..LQT-1.4