Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 08.01.1991, Síða 48
Þormóður rammi: Niðurstaða Ríkisendur- skoðunar í næstu viku HALLDÓR V. Sigurðsson, ríkis- endurskoðandi, segir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar vegna sölu fjármálaráðherra á Þormóði ramma jafnvel að vænta í næstu viku. Fjórir þingmenn úr Norðurlands- kjördæmi vestra óskuðu eftir því við forseta þingsins 20. desember sl. að Ríkisendurskoðun yrði falið að rann- saka sölu meirihluta hlutabréfa í fyr- irtækinu. Þrír starfsmenn Rikisendurskoð- unar voru frá föstudegi til sunnudags á Siglufirði og töluðu bæði við kaup- endur fyrirtækisins, eigendur Drafn- ars hf. og Egilssíldar hf., og einnig við fulltrúa samstarfshóps Siglfirð- inga sem gerðu tilboð í hlut ríkisins en fengu ekki. Þá verður á næstu dögum rætt við aðila í Reykjavík vegna málsins. Sá árstími er genginn í garð að kaupmenn setja varning sinn á hefðbundnar útsölur. Léttklæddar gínurn- ar horfðu dreymnum svip á vegfarendur á Laugavegi í gær og minntu þá á að gera má kjarakaup á tímum þjóðarsáttar. Að aflokinni hátíð Persaflóadeilan: Aukinn við- búnaður í Keflavík AUKINN öryggisviðbúnaður er nú í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Keflavíkurflugvelli vegna ástandsins við Persaflóa. Var við- búnaðurinn fyrst aukinn í ágúst síðastliðnum, í kjölfar innrásar Iraks í Kúvæt, og hefur síðan aukist stig af stigi. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar hjá varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins er þessi aukni viðbún- aður afleiðing ástandsins við Persa- flóa. Hann vildi ekki tjá sig nánar í hveiju hinn aukni viðbúnaður fælist en sagði hann ná til allra þátta þeirra öryggisráðstafana sem viðhafðar væru í flugstöðvum með alþjóðlegri flugumferð. „Hótanir íraksforseta um hermdarverk verði gripið til að- gerða gegn honum hafa leitt til auk- ins viðbúnaðar í flugstöðvum í allri Evrópu,“ sagði Arnór. Aðspurður um hversu lengi þessi aukni öryggisviðbúnaður yrði við- hafður sagði hann það verða þangað til annað yrði ákveðið. Skeljungur hf.i 95 oktana blýlaust bens- ín á markað á næstunni SKELJUNGUR hf. fékk til landsins i gær 1.500 tonna farm af 95 oktana blýlausu bensíni og er stefnt, að því að setja það á markað á allra næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Til að byija með verður 95 okt- ana bensínið selt á 8 bensínstöðvum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim stöðvum verða þá seldar þijár tegundir af bensíni, það er 92 og 95 oktana blýlaust og 98 oktána blýbensín. Flestir nýir bílar eru gerðir fyrir 95 oktana bensín og þegar bílar eru með mengunarvarnarbúnað á útblæstrinum er það nauðsyn. Ekki lá fyrir í gær á hvaða verði 95 oktana bensínið verður selt, en áðut- hefur komið fram í fréttum að heimsmarkaðsverð á því er svip- að og á 98 oktana súperbensíni. Kjaradeila stundakennara HI og ríkisins: Nýjar tillögur ríkis- ins þýða launalækkun - segir formaður Samtaka stundakennara FORYSTUMENN Samtaka stundakennara við Háskóla íslands áttu í gær fyrsta fundinn frá í október um kjör stundakennara ineð fulltrú- um fjármála- og menntamálaráðuneyta og starfsmannahalds háskól- ans. Á fundinum voru stundakennurum kynntar nýjar tillögur að regl- um um kjör þeirra en ríkið hefur ekki viðurkennt samtökin sem við- semjanda og því er ekki um tilboð að ræða. Fulltrúar stundakennara fengu hagfræðing í Þjóðhagsstofnun til að reikna út þýðingu tillögunn- ar fyrir kjör sín í gær og að sögn Birgis Jónssonar, formanns samtak- anna, eru þær óaðgengilegar þar sem stundakennarar muni í inörgum tilfelluin lækka í launum ef þær öðlast gildi. Boðaður er annar fund- ur þessara aðila á morgun. Að sögn Gunnars Björnssonar, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, viðurkennir ríkið ekki samtök stundakennara sem viðsemjanda uin kjaramál. Hann sagði ennfrem- ur að BHMR hefði talið sig fara með samningsumboðið en ráðuneyt- Kaldbakur hf. og1 Bergur- Huginn segja sig úr SH KALDBAKUR hf. á Grenivík, sagði sig nú um áramótin úr Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, en Kaldbakur er 1,18% eignaraðili að SH. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins leiddi fundur með fulltrúum Kaldbaks og SIl í gærmorgun ekki til þess að úrsögnin væri dregin til baka, og inun hún því koma til fram- kvæmda að níu mánuðum liðnum. Þá tók úrsögn Bergs-Hugins hf. í Vestmannaeyjum úr SH gildi nú um áramótin og samkvæmt, því er fyrirtækið ekki lengur í viðskiptasamningi við SH. Stjórn Isfélags Vestmannaeyja hf. dró á fundi sínum sl. laugardag til baka úrsögn úr SH. Ástæður fyrir úrsögn Kaldbaks á Grenivík, sem á 1,18 % í SH munu vera fjárhagslegs eðlis og ‘munu forsvarsmenn þess telja meiri von til þess að ná inn nýju fjármagni í fyrirtækið, með því að geta boðið nýjum eignaraðilum að selja framleiðslu fyrirtækisins. Fundur fulltrúa Kaldbaks og for- svarsmanna SH í gærmorgun leiddi ekki til þess að Kaldbakur drægi til baka úrsögn sína, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki lægi fyrir hver myndi ann- ast sölu fyrir Berg-Hugin sem ger- ir út frystitogarann Vestmannaey. Magnús_ er jafnframt stjórnarfor- maður ísfélagsins og sagði hann stjórnina hafa metið stöðuna þann- ig að skynsamlegast væri að draga úrsögnina til baka. Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu. ið hafnaði því þar sem aðeins 22% stundakennara við HÍ væru innan BHMR. Kjör stundakennara við HÍ eru ákveðin með reglum sem menntamálaráðuneytið gefur út og er tekið mið af samningi Félags háskólakennara, að sögn Gunnars. Birgir Jónsson sagði að þeir hefðu hitt fulltrúa ríkisins í október til að ræða kjör sín en ekkert hafi gerst í þeim málum fyrr en í gær, þegar ráðuneytin kynntu kennurum breytingar á reglum um laun þeirra. „Þær eru ákaflega óljósar og okkur sýnist að í mjög mörgum tilfellum muni stundakennarar hreinlega lækka í launum samkvæmt reglun- 'um. Þessar tillögur koma verst við þá sem hafa kennt lengi,“ sagði hann. Birgir sagðist ekki sjá apnað en að stundakennsla falli alveg niður á næstu kennsluönn vegna þess að stundakennarar væru almennt ekki tilbúnir til að ráða sig áfram á þeim kjörum sem í boði væru. Á aðal- fundi samtakanna yrði væntanlega lögð fram tillaga um að félagar í þeim gangi ekki frá nýjum ráðning- ársamningum fyrir næstu önn. Einnig bjóst Birgir við viðkomandi stéttarfélög hvetji sína félagsmenn til að ráða sig ekki. Stór hluti stundakennara í ýms- um framhalds- og sérskólum auk kennara við HÍ eru félagar-í BHMR, og undirbúa samtökin nú kæru til Féiagsdóms m.a. til að fá úrskurð um hver fari með samningsréttinn fyrir stundakennara. Að sögn Gunnars hefur fjármálaráðuneytið lýst yfir að ef fallist verði á að leita úrskurðar félagsdóms muni ráðu- neytið ekki standa í vegi fyrír því. Tjörnes; Sluppu úr lOmfalli Húsavík. HJÓN frá Vopnafirði sluppu með skrámur þegar bíll þeirra fór út af veginum efst í Gerðubrekku á Tjörnesi í gær og valt niður háa brekku. Lögreglan áætlar fall bílsins tíu metra og telur að bílbeltin hafi bjargað fólkinu. Fólkið var á austurlejð. Öku- maðurinn sagði í samtali við fréttaritara að hann hefði misst alla stjórn á bílnum í hálku á brekkubrúninni. Bíllinn fór útaf þar sem er mjög hátt. Bílstjórinn sagðist hafa vankast og ekki vitað af sér fyrr en bíllinn sat á hjólunum eftir mikla flugferð niður brekkuna. Kona hans sagði að bíllinn hafi farið að minnsta kosti tvær veltur. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.