Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 81. .1ANÚÁR 1991
4
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 31. JANUAR
YFIRLIT I GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er kyrrstæð 988mb
lægð en við Irland er 1.030 mb hæð. Um 600 km'suðsuðvestur
af landinu er vaxandi 990 mb lægð á hreyfingu norður.
SPÁ: Allhvöss eða hvöss sunnanátt, 5-8 stiga hiti og rigning austan-
lands fram yfir hádegi en annars hægari suðvestanátt og kóln-
andi, él vestanlands en léttir til norðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG :Suðvestan strekkingur með éljum vestan-
lands en nokkuð björtu veðri norðaustantil en þykknar síðan upp
með vaxandi suðaustanátt, fyrst suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig,
hlýnandi.
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnanátt, sennilega stormur eða rok
og rigning víða um land en síðan suðvestlægari og él vestanlands.
Kóinandi veður.
TAKN:
Ö:Hei
Heiðskírt
Lettskyjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•J0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
Vinnu- og ráðningarfyrirkomulag aðstoðarlækna verður endurskoðað:
-.■■■■■ ■ -- r • ■ - -1
Nefnd samningsaðila metur
greiðslur fyrir vaktir í apríl
Læknar geta takmarkað yfirvinnu sína í ráðningarsamningi
í KJARASAMNINGI Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur
við ríkisvaldið og Reykjavíkurborg, sem undirritaður var í gærmorg-
un, er bókun þar sem gert er ráð fyrir endurskoðun vinnu- og ráðning-
arfyrirkomulags aðstoðarlækna á sjúkrahúsum, með það fyrir augum
að langar vaktir, þ.e. umfram 16 klukkustundir, verði sem fæstar.
Endurskoðuninni skal lokið 1. apríl og skal þá nefnd samningsaðila
og stjórnenda sjúkrahúsanna meta og flokka þær löngu vaktir, sem
eftir verða, og ákveðá hvernig greiðslum fyrir þær skuli háttað.
Samningsaðilar vildu lítið láta
hafa eftir sér í gær um einstök atriði
í samningnum, fyrr en félagsfundur
lækna hefði fjallað um samninginn.
Eftir því sem Morgunblaðið kemst
næst eru grunnkaupshækkanir í
samningnum í samræmi við þjóðar-
sáttina svokölluðu og gert er ráð
fyrir sömu hækkunum, samkvæmt
ákvörðun launanefndar, og gert er í
þjóðarsáttarsamningunum. Samn-
ingurinn gildir fram til ágústloka.
Bókun í samningnum gengur út á
að stjórnendur spítalanna endur-
skipuleggi vaktafyrirkomulag, þann-
ig að langar vaktir lækna, sem hafa
orðið allt að 26 klukkustundir, verði
styttar og þeim fækkað sem allra
mest. Vaktir verði sameinaðar þar
sem það er hægt og kannað verði
hvort hægt verði að taka upp bak-
vaktir fyrir staðarvaktir. Ákvæði eru
um að nefnd skipuð fulltrúum lækna-
félaganna, ríkis, Reykjavíkurborgar
og sjúkrahúsanna meti þær löngu
vaktir, sem kunna að verða eftir 1.
apríl. Nefndin á að meta vinnuálag
á vöktunum og möguleika á hvíld
og matar- og kaffitímum. Nefndin
mun flokka vaktimar eftir vinnuálagi
og ákveða að því loknu fastargreiðsl-
ur fyrir mismunandi flokka. I samn-
ingnum, sem undirritaður hefur ver-
ið„ er því í sjálfu sér ekki kveðið á
um launahækkanir umfram þjóðar-
sáttina, heldur bíður það ákvörðunar
nefndarinnar að ákveða sérstakar
greiðslur fyrir vaktimar. Samnings-
aðilar munu vera sammála um að
það samkomulag, sem væntanlega
næst í nefndinni, muni gilda.
í samningnum er ákvæði um að
lækni sé ekki skylt að vinna fleiri
en 90 vinnustundir á mánuði í yfir-
vinnu, hafi hann samið um það við
Havaðinn í loftvama-
flautunum gat ver-
ið ansi óþægilegur
„EFTIR fyrstu loftárásina á Riy-
adh fluttum við út fyrir borgina
þar sem við vorum í 4 daga en
fórum síðan akandi yfir eyði-
mörkina um 800 km leið til
Jiddah sem tók 12 tíma. Þaðan
flugum við svo til Stokkhólms
og síðan heim til íslands,“ sagði
Sigrún Jónasdóttir sem búið
hefur í Saudi-Arabíu síðan í
september. Eiginmaður Sigrún-
ar er norskur landslagsarkitekt,
Björn Johanssen, og eiga þau 3
börn.
Sigrún sagði að fólk hefði verið
rólegt og ekki með neinn æsing
yfir stríðinu. Hún sagði að eftir
að hluti úr flugskeyti hefði hæft
og skemmt hús í borginni hefði
mikil forvitni gripið marga sem
hefðu gert sér ferð til að skoða
vegsummerkin. „Við vorum ekki
hrædd, en hávaðinn í loftvarna-
flautunum á nóttunni gat verið
ansi óþægilegur.“ Björn Jo-
hanssen starfaði í 5 ár á Islandi
áður en hann hélt til Saudi-Arabíu
í apríl á síðasta ári. Hann starfar
hjá sænsku byggingaverktakafyr-
irtæki sem vinnur að ákaflega við-
amiklum byggingaframkvæmdum
og sagðist hann búast við að fara
utan fljótlega aftur. Sigrún sagði
að þeim hefði líkað vel í Saudi-
Arabíu og um leið og hægðist um
í stríðsrekstrinum færi hún utan
aftur með börnin.
- BB
Samvinnuferðir
semja við Atlantsflug:
Aætlanir ann-
arra ferðaskrif-
stofa óbreyttar
SAMNINGUR Samvinnu-
ferða/Landsýnar við Atlantsflug
um leiguflug í sumar, breytir í
engu áætlunum annarra ferða-
skrifstofa um leiguflug.
Hörður Gunnarsson forstjóri Ur-
vals-Útsýnar sagði að samningur við
Flugleiðir væri nánast frágenginn.
Hörður sagðist ekki hafa upplýsingar
um hvort tilboð Flugleiða til Sam-
vinnuferða hefði verið hagstæðara
en sá samningur sem Úrval-Útsýn
gerði við félagið, en sagði að þó svo
væri myndi það ekki breyta neinu.
Andri Ingólfsson forstjóri Ferða-
miðstöðvarinnar Veraldar sagði að
búið væri að semja við Flugleiðir og
spænska flugfélagið Oasis og samn-
ingar Samvinnuferða breyttu engu
um það. Andri sagði að Flugleiðir
hefðu gert ferðaskrifstofunni mjög
hagstætt tilboð, bæði um verð og
flugtíma en flogið yrði dagflug.
ráðningu. Þetta hefur ekki þau áhrif
að vinni læknirinn fleiri en 90 yfir-
vinnutíma, fái hann borgað auka-
lega, heldur að viðkomandi yfirlækni
sé skýlt að haga vinnu þannig að
yfirvinna læknis fari ekki yfir umsa-
mið hámark.
Sett voru í samninginn almenn
ákvæði samkvæmt vinnuvemdarlög-
um um lágmarkshvíld og tvöfalda
greiðslu, fari vinna fram yfir 16
stundir í einni lotu. Þetta tekur hins
vegar ekki til bundinna vakta, sem
þýðir að tvöföld greiðsla myndi að-
eins koma til vegna tilfallandi yfir-
vinnu í undantekningartilvikum, en
ekki vegna skipulagðra vakta.
Líklegast þykir að greitt yrði tvöfalt
kaup samkvæmt þessum ákvæðum
til dæmis til lækna á slysadeild eða
skurðstofu, sem oft verða að vinna
í löngum lotum til að bjarga manns-
lífum.
Guðríður Þorsteinsdóttir, formað-
ur samninganefndar ríkisins og
Reykjavíkur borgar, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið vera ánægð
Starfsemi á sjúkrahúsunum ætti
nú að vera að komast í eðlilegt
horf í kjölfar samninga.
með að deilunni við lækna skyldi
vera lokið, og að hún teldi samning-
inn viðunandi. Hún sagði að samn-
ingurinn ætti ekki að þurfa að hafa
neinn útgjaldaauka í för með sér
fyrir ríkissjóð umfram það, sem þjóð-
arsáttarhækkanir leiddu til, *ef ha-
græðingu og fækkun vakta yrði fylgt
eftir.
Sverrir Bergmann, formáður
samninganefndar læknafélaganna,
sagðist vera ánægður með niður-
stöðu samningalotunnar, en vildi að
öðiu leyti ekki tjá sig um samninginn
fyrr en læknar hefðu fengið að skoða
hann.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Björn Johanssen og Sigrún Jónasdóttir ásamt börnunum Einari 10
ára, ívari 6 ára og Nínu 4 ára við komuna til Keflavíkur á þriðju-
dagskvöldið.
Heim frá Saudi-Arabíu:
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tfma hlti veður Akureyri S skýjað Reykjavik 5 skýjað
Bergen 2 rigning á sfð.kfst.
Helsínki +13 skýjað
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Osló 4-1 snjókoma '
Stokkhólmur 44 skýjað
Þórshöfn 3 léttskýjað
Algarve 14 hálfskýjað
Amsterdam 2 mistur
Barcelona 8 mistur
Berlín 1 haglél
Chicago vantar
Feneyjar vantar
Frankfurt 2 skýjað
Glasgow 3 þokumóða
Hamborg 2 skýjað
Las Palmas 19 alskýjað
London 2 mistur
LosAngeles 8 mistur
Lúxemborg +0 heiðskfrt
Madríd 4 þokumóða
Malaga 12 léttskýjað
Mallorca vantar
Montreal vantar
NewYork vantar
Orlando vantar
París 1 þokumóða
Róm 10léttskýjað
V/n 3 léttskýjað
Washington vantar
Winnipeg +17 snjókoma