Morgunblaðið - 31.01.1991, Page 30
MOHG'ÖM'B'tAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3'Í. JAMOAR 199T
Leiguíbúðir á vegnm Félagsmálastofnunar:
Guðrún Sigurðardóttir deildar-
stjóri á ráðgjafadeild Félagsmála-
stofnunar sagði að niðurstaða-könn-
unarinnar hefði leitt í ljós að fjár-
hagur allra leigutaka væri erfiður.
Langflestir ættu ekki kost á að
kaupa íbúð á almennum markaði,
en hreyfanleiki skapaðist helst í
gegnum félagslegar kaupleiguíbúð-
ir.
Leigutakar eru á öllum aldri, frá
tvítugu til níræðs, en stærstu hóp-
arnir eru einstæðir foreldrar, aldr-
aðir og öryrkjar. Áð meðaltali eru
íbúðirnar leigðar til sömu aðila í
níu ár, en flestar þeirra eru 2ja til
3ja herbergja íbúðir í ijölbýlishús-
um.
Guðrún sagði að á hverju ári
væri úthlutað um tíu íbúðum og
væru umsækjendur um hverja íbúð
gjarnan 30-35 talsins. Algengt
væri að umsækjendur væru í neyð
og hefðu ekki aðra leið í húsnæðis-
-xmálum. „Við getum því miður ein-
ungis þjónað litlum hópi þeirra sem
sækir um, það er skortur á íbúðum
af þessu tagi,“ sagði Guðrún. „Við
Formaður
lítum á leiguíbúðirnar sem félags-
lega hjálp, oft þarf fólk ekki á ann-
arri aðstoð að halda en ódýru og
öruggu húsnæði, það spjarar sig
að öðru leyti. Einnig finnst fólki
auðveldara að leigja af okkur íbúð,
en að þiggja beina peningaaðstoð."
Akureyrarbær á alls 82 íbúðir
og eru 76 þeirra leigðar út á vegum
Félagsmálastofnunar, en hjnar eru
einkum leigðar kennurum. í síðasta
mánuði bættust við fimm nýjar
íbúðir og ein í næsta mánuði, þann-
ig að íbúðirnar verða 88 alls. Stefnt
er að því að fá inn tíu nýjar íbúðir
á ári og sagði Guðrún að ef það
tækist gæti ástandið orðið viðun-
andi innan fárra ára.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á leið á línu
Eymundur Lúthersson trillukarl á Akureyri notað hinn óvænta sumarauka sem verið hefur norðan heiða
síðustu daga og dyttaði að bát sínum, Frey EA. Eymundur er að búa sig undir línuveiðar, sem hann
hyggst hefja á næstunni, en yfir sumarmáhuðina er hann á skaki.
Engin merki í fjárhagsáætlun um
að endurreisa eigi atvinnulífið
Langflestir eiga ekki
kost á kaupum á
almennum markaði
SKORTUR er á leiguíbúðum á vegum bæjarins, en 30-35 manns
sækja að jafnaði um hveija íbúð sem losnar. Flestir leigjendanna
eru einstæðir foreldrar, aldraðir og öryrkjar og eru íbúðirnar að
meðaltali leigðar út til sömu aðila í níu ár. Leigjendur eru á öllum
aldri og eiga það sameiginlegt að önnur úrræði í húsnæðismálum
eru vart fyrir hendi. Þetta er niðurstaða könnunar á högum og
aðstæðum leigutaka í ibúðum sem leigðar eru út á vegum Félags-
málastofnunar Akureyrarbæjar, sem gerð var á síðasta ári af fimm
starfsmönnum stofnunarinnar.
■
Alþýðuflokksins:
Nám í útgerð-
artækni verði
í Háskólanum
á Akureyri
+ JÓN Baldvin Hannibaisson ut-
anríkisráðherra og formaður
Alþýðuflokksins sagði á fundi
flokksins á Akureyri í vikunni,
að hann væri fylgjandi því að
flytja útgerðartækinám frá
Tækniskóla íslands til Háskólans
á Akureyri.
Málefni Háskólans á Akureyri
komu lítillega til umræðu á fundin-
um í tilefni þess að Jón Baldvin
sagði ósanngjaman málflutning
hafðan uppi um að hann styddi
ekki Háskólann á Akureyri. Hann
sagði að í upphafi hafi hann ekki
verið hrifinn af þeim tillögum sem
fyrir lágu um skólann, en sér fynd-
ist að skólinn ætti að skapa sér
sérstöðu og þar ætti að kenna
námsgreinar sem ekki eru kenndar
annars staðar í landinu, eins og
sj ávarútvegsfræðin a.
Af framhaldi af því lýsti ráðherra
því yfir að sér þætti ekki óskynsam-
legt að flytja nám í útgerðartækni
frá Tækniskóla íslands yfir til Há-
skólans á Akureyri, þannig að þar
yrði í framtíðinni öll kennsla á þessu
sviði.
FULLTRÚAR minnihlutans í
bæjarstjórn Akureyrar segja
fjárhagsáætlun sem lögð var
fram á fundi bæjarstjómar í
fyrradag hafi tekið litlum breyt-
ingum frá fyrra ári. Þeir gagn-
rýna hversu litlu fé áætlað er að
veija til atvinnumála og fulltrúi
Alþýðuflokksins segir þess ekki
sjá merki í áætluninni að mark-
mið meirihlutans hafi verið að
endurreisa atvinnulífið í bænum.
Fulltrúi Framsóknarflokks segir
að þó bæjarsjóður standi ekki
illa, megi Iitlu muna að Akur-
eyrarbær lendi undir smásjá fé-
lagsmálaráðuneytis þegar litið
sé til skulda Framkvæmdasjóðs
og Hitaveitu Akureyrar.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Fram-
sóknarflokki, sagði að margir endar
væru lausir sérstaklega varðandi
nýframkvæmdir, en að öðru leyti
þætti sér áætlunin svo til óbreytt
frá fyrra ári. „Það er nánast engin
breyting, tekjustofnarnir eru nýttir
á sama hátt og rekstrarliðir eru
framreiknaðir á milli ára.“ Úlfhildur
sagði að framsóknarmenn gagn-
rýndu hversu litlu fé væri áætlað
að veija til atvinnumála, það væri
táknrænt fyrir sinnuleysi í atvinnu-
málum. Einnig væru þeir óánægðir
með að ekki væri gert ráð fyrir að
veita 13 ára unglingum atvinnu í
Unglingavinnulini í sumar og vildu
því leita allra leiða til að hægt
væri að bjóða þessum hópi áfram
sumarvinnu hjá bænum. Þá taldi
Úlfhildur ekki eðlilegt að binda
tekjustofna bæjarins til fjögurra ára
eins og ákveðið hefur verið, þar sem
aðstæður í þjóðfélaginu væru
breytilegar á milli ár.
„Við höfum einnig lagt fram
gagnrýni varðandi Framkvæmda-
sjóð, hann virðist vera teppi sem
öllu er sópað undir. Sjóðurinn var
látinn taka lán vegna Krossanes-
verksmiðjunnar á síðasta ári upp á
282 milljónir, en það þarf 66 millj-
ónir á þessu ári einungis til að
standa undir skuldbindingum sjóðs-
ins. Mörg sveitarfélög standa höll-
um fæti og eru nánast í gjörgæslu
hjá félagsmálaráðuneyti, það má
ekki miklu muna að við lendum þar
þegar allt er tínt til og bæði Fram-
kvæmdasjóður og Hitaveita Akur-
eyrar eru tekin með í dæmið, þó
bæjarsjóður sem slíkur sé ekki á
hættumörkum.“
Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu-
flokki, sagði áætlun þessa árs svip-
aða og þá er lögð var fram á síðasta
ári. „Það sem helst kemur á óvart
er að þrátt fyrir að þessi meirihluti
var myndaður til að endurreisa at-
vinnulífið í bænum þá sér þess eng-
in merki í fjárhagsáætlun að það
eigi að gerast á þessu ári. Það hef-
ur verið rætt um að fjármagna ein-
hvern óskilgreindan atvinnurekstur
með sölu hlutabréfa og hefur þar
verið nefnt hlutabréf bæjarins í
Landsvirkjun og þá hafa heyrst
hugmyndir um að selja hlut Akur-
eyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Alþýðuflokkurinn er alfar-
ið á móti því, við teljum ekki skyn- hendi þó að vel gangi,“ sagði Gísli
samlegt að láta það fyrirtæki af Bragi.
Eyjafjarðarsveit:
Pétur Þór Jónasson
ráðinn sveitarsljóri
Ytri-Tjörnum.
AKVEÐIÐ var í gær á fundi
hreppsnefndar Eyjafjarðarsveit-
ar að ráða Pétur Þór Jónasson
forstöðumann tölvudeildai- Bún-
aðarfélags íslands sveitarstjóra í
hinu nýsameinaða sveitarfélagi.
Pétur er fæddur á Akureyri 9.
maí 1952, sonur hjónanna Jónasar
Péturssonar fyrrverandi alþingis-
manns frá Hranastöðum í Eyjafirði
og Önnu Jósafatsdóttur, en hann er
uppalinn á Fljótsdalshéraði. Pétur
varð stúdent frá MH 1972, búfræði-
kandidat frá Hvanneyri 1977 og
stundaði síðan framhaldsnám í
Svíþjóð og lauk MS-prófi í landbún-
aðarverkfræði frá búnaðarháskól-
anum í Uppsölum 1983.
Pétur starfaði að námi loknum
við kennslu á Hvanneyri og vann
einnig við bútæknideild þar. Frá
1984 hefur hann starfað hjá Búnað-
arfélagi íslands og verið forstöðu-
maður tölvudeildar.
Pétur sagði að sér litist Ijómandi
vel á nýja starfið og hann flytti norð-
Pétur Þór Jónasson.
ur með vorinu. Kona hans er Freyja
Magnúsdóttir, ljósmóðir og hjúkr-
unarfræðingur, og eiga þau tvær
dætur, auk þess á Pétur einn son.
- Benjamin
BEINT FLUGi
HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK
miðvikudaga • laugardaga # sunnudaga
Farpantanir:
Húsavík 41140
Reykjavík 690200
fluqfélaq
nordurlands lif.