Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 40

Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN FJELDSTED bóndi, Ferjukoti, lést í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 30. janúar. Þórdís Fjeldsted. t RANNVEIG GUNNARSDÓTTIR frá Kópaskeri, andaðist á Borgarspítalanum 29. janúar. Þórhallur Björnsson, Gunnþórunn Björnsdóttir, Gunnar K. Björnsson, Kristveig Björnsdóttir, Ásta Björnsdóttir, fósturdætur, barnabörn og barnabarnabörn. Bjarni Guðbjörnsson, Lovisa H. Björnsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Halldór Sigurðsson, Björn Benediktsson, t Móðir mín, UNNUR HERMANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Antonsdóttir. + Unnusta mín og móðir, AGNES ÞÓRÐARDÓTTIR, Stillholti 15, Akranesi, verður jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi, í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 15.00. Guðni Björgólfsson, Anna Guðnadóttir. + Hjartkær móðir mín og tengdamóðir, GUÐNÝ ÞORBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Húsavík, andaðist á elli- og hjúkraheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði hinn 18. janúar. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. * Innilegar þakkir viljum við votta starfsfólki, forráðamönnum og læknum Sólvangs fyrir umhyggjusama og elskulega umönnun hennar allan þann langa tíma, sem hún hefur átt skjól og dvalar- stað undir þeirra verndarvæng. Fyrir okkar hönd og fjölskyldunnar, Aðalheiður P. Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HREFNA SIGFÚSDÓTTIR, Valfelli, Vogum, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkírkju á morgun, föstudaginn 1. febrúar, kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sólveig Jónsdóttir, Ólafur Karlsson, Sigfús Jónsson, Bergljót Sigurðardóttir, Kristján Jónsson, Finnur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN ÞORSTEINSSON múrari, Álfheimum 42, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Helga Jónsdóttir, Jórunn Sveinsdóttir, Hjálmar Kristinsson, Mfnerva Sveinsdóttir, Guðmundur Marfsson, Þorsteinn Sveinsson, Helga Björg Helgadóttir, Ástríður Sveinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson og barnabörn. Þórhildur Gunnars- dóttir - Minning Fædd 9. júlí 1933 Dáin 24. janúar 1991 Að kveðja þann sem er manni kær er ekki auðvelt, það er svo margt sem maður vill segja og svo erfitt að koma orðum að því. Mig langar samt í nokkrum orðum að kveðja góða vinkonu og frænku barnanna minna, hana Tótlu. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast Þórhildi, eða Tótlu eins og hún var alltaf kölluð meðal náinna vina og ættingja, er ég tengdist fjöl- skyldunni fyrir 12 árum. Hun varð með tímanum góð vinkona mín og fyrirmynd í mörgu. Það sem er mér kannski efst í huga núna og ég dáðist mest að í fari hennar, er hversu hrein og bein hún var og alltaf strangheiðarleg. Oft átti hún það líka til að slá á létta strengi og gera þannig erfiðar stundir létt- bærari og gleðistundir enn minnis- stæðari. Ég átti með Tótlu margar góðar stundir, sem eru mér ómetanlegar í minningunni. Auk þess sem hún reyndist mér alltaf vel og studdi á erfiðari tímum, en fyrir það er ég þakklát. Hetjuleg barátta hennar við þann illskeytta sjúkdóm, sem hún átti við að stríða nú síðustu ár, mótaði að mörgu leyti viðhorf mitt til lífsins. Því hún nýtti hveija þá stund, sem henni var gefin, sem best hún mátti. Ég og börnin mín söknum henn- ar sárt. Við eigum henni svo margt að þakka. Því munum við ávallt varðveita minningu hennar í hugum okkar. Minningu um hugrakka, hreinskiptna og um fram allt góða konu, sem auðgaði líf okkar á svo margan hátt. Fjölskylda hennar á nú um sárt að binda og sendi ég þeim öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja þau á þessari sorgarstundu. Anna María Vinkona okkar og vinnufélagi, Þórhildur Gunnarsdóttir, iést fimmtudaginn 24. janúar sl. eftir langa og hetjulega baráttu við sjúk- dóm sem fátt fær grandað. Þótt við öll vissum, og reyndar hún líka, hvert stefndi, þá lifðum við öll í von um að kraftaverk gerðist. Að sá sem öllu ræður léti ekki vágestinn mikla fara með sigur. Þrátt fyrir allar okkar bænir og heitar óskir um bata og lengra líf fyrir vinkonu okkar fór maðurinn með ljáinn með sigur af hólmi. Dauðinn verður ekki umflúinn. Hann er það sem enginn kemst undan. Og ef til vill var hann kraftaverkið, kraftaverkið sem beð- ið var eftir, batinn fyrir vinkonu okkar, hvíld, ró og friður eftir sjö ára baráttu. Þórhildur hóf störf í pökkunar- deild Morgunblaðsins 1. júní 1972. Þessi prúða og stillta en giaðværa kona varð strax hvers manns hug- ljúfi. Hún vann verk sitt af sam- viskusemi og var okkur vinnufélög- unum trygglyndur og góður vinur allt til hinstu stundar. I desember sl., erein af eldri starfskonum pökk- unardeildar lét af störfum vegna aldurs, þá mætti Þórhildur til þess að kveðja vinkonu sina. Og er jóla- lesbók var preptuð um miðjan des- ember mætti Þórhildur til vinnu og tók þátt í að pakka henni. Þá var enn sami kjarkurinn og lífsviljinn, ekki skyldi gefíst upp. En þetta varð hennar síðasta jólalesbók. Þegar komið er að kveðjustund finnst okkur dimma og drungi hvfla Minning: Valgarður Sigurðs- son frá Hjalteyri Fæddur 26. september 1906 Dáinn 23. janúar 1991 Nú er hann afi minn farinn yfir í annan og betri heim og af því að mér þykir svo vænt um hann og þær minningar sem ég á og eru tengdar honum og ömmu, langar mig að minnast þeirra með nokkr- um orðum. Þegar ég hugsa til baka fyllist hjarta mitt hlýju. Myndin af afa og ömmu herbergi kemur upp í hugann en svo nefndum við stóra herbergið heima vegna þess að afi, amma og Unnar komu alltaf og dvöldu hjá okkur í nokkra mánuði á veturna. En það var varla farið að vora þeg- ar haldið var aftur heim á Hjalt- eyri, allt tekið í gegn og trillan undirbúin fyrir sumarvertíðina, þar áttu þau heima, á Hjalteyri. Seinna keyptu þau íbúð í Hátúni þar sem þau bjuggu mestan hluta vetrarins. Þangað var svo stutt að fara að það var næstum því eins og þau byggju ennþá hjá okkur. Alltaf var jafn gott að koma til afa og ömmu í Hátúnið en þó held ég að hápunkturinn í tilveru okkar systkinanna hafi verið þegar haldið var norður á sumrin, til afa og ömmu á Hjalteyri. Ekkert jafnaðist á við að koma akandi niður brekk- una, sjá afa og ömmu hús, eyrina og Eyjafjörðinn, meira að segja gömlu síldarverksmiðjurnar höfðu sinn sjarma. Amma var iðulega komin út á tröppur með opinn faðm- inn tilbúin að taka á móti okkur, svo var að finna Unnar frænda, heilsa upp á Felix, athuga með gæsirnar og skoða hvem krók og kima. Þá var afi venjulega úti á sjó á trillunni sinni, en þó að mikið væri að gera hjá okkur krökkunum var vandlega fylgst með hvenær hann kæmi að landi. Já, þau voru ófá skiptin sem hlaupið var niður í fjöru til að taka á móti afa sínum þegar hann kom siglandi á hvítu og rauðu trillunni með afla dagsins. Þó að árin hafi liðið finnst mér alltaf jafn yndislegt að koma til + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir min, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Glerárgötu 1, Akureyri, sem lést að morgni 28. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á KFUM og KFUK á Akureyri (minningarspjöld fást í Pedrómyndum, Hafnarstræti 98, Akureyri). Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Vilberg Alexandersson, Jónfna Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Matthíasson, Axel Guðmundsson, Guðbjörg Tómasdóttir, Jón Oddgeir Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og Karólfna Jónsdóttir. . ■.................- - ■ ■ ■_______£ yfir, ljósið hefur dofnað um sinn, en eftir stendur tær minning og björt um einstakan samferðamann. Þórhildur giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Þór Jakobssyiti, 6. desember 1952. Þau eignuðust þijár dætur, Ástu, Guðnýju og Þóru Margréti. Barnabörnin voru orðin fimm. Foreldrár Þórhildar voru hjónin Ásta Guðjónsdóttir, dáin- 1971, og Gunnar Þorkelsson sem enn er á lífi 94 ára. Ljúfi Guð, þig lofum vér, lútum, játum, viðurkennum. Alda faðir, einum þér ástarfóm til dýrðar brennum. Hátt þér syngur helgi ljóð heimur vor og englaþjóð. (Stefán frá Hvítadal) Stundaglasið er runnið út. Við kveðjum með sárum söknuði góðan vin. Biðjum hinn hæsta, himins og jarðar, að styrkja aldraðan föður, eiginmann, dæturnar þijár og barnabörnin, meðan sorgin er sár- ust og biðjum þeim Guðs blessunar á komandi árum. Starfsfólk Morgunblaðs- ins. Hjalteyrar á sumrin. Ég veit að afa og ömmu hús verður aldrei eins núna þegar þau eru bæði farin en ég er líka viss um að mér mun aldr- ei finnast ég vera nær þeim en ein- mitt þegar ég kém þangað. Nú i seinni tíð dvaldi afí aftur langdvölum hjá foreldrum mínum og sá ég þá vel hvað hann var fé- lagslyndur maður. Hann hikaði ekki við, væri hann góður í fótunum, að taka stafinn sinn og fara í bæinn eða í heimsókn til ættingja og vina. Mér fannst reyndar stundum eins og hann þekkti alla og að allir þekktu hann og þá skipti aldur og staða engu máli. Mig grunaði ekki þegar ég kyssti afa gleðileg jól núna um jólin að hann yrði ekki með okkur næstu jól, færi ekki til sólarlanda í vor, til Hjalteyrar í sumar og í Heilsu- hælið í Hveragerði í haust. En svona er lífið, enginn veit hvenær það tekur enda. Ég mun ávallt muna hvernig var að kyssa vanga elsku afa míns og finna mjúku hendurnar hennar ömmu. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þau að um leið og ég bið fjöl- skyldu minnar huggunar. Vissan um að nú séu afi og amma saman . -á ný á góðum stað er mikill styrkur. 1 1' Guðlaug L.Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.