Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 12

Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 Þögul barátta eftir Tómas Zoega Þeir sem eiga við geðsjúkdóma að stríða bera sjaldnast mál sín á torg. Erfiðleikar þeirra og þeirra nánustu eru stundum nær óbærileg- ir. Sem betur fer þá hafa batahorf- ur þeirra sem eiga við alvarlegar geðtruflanir að stríða batnað að mun á seinni árum og margir fá mjög góðan bata, en nokkur hópur nær sér aldrei fyllilega og í sumum tilvikum er viðkomandi einstakling- ur mjög veikur árum og jafnvel áratugum saman. Slík veikindi eru mjög þungbær fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans. Á sama tíma og meðferð er árangursríkari fara fordómar minnkandi, en eru þó enn til staðar og stundum hjá þeim sem síst skyldi. Samt sem áður kjósa margir að afneita því hve algengir geðsjúk- dómar eru. Gera má ráð fyrir að a.m.k. tveir af hveijum þremur landsmönnum fái geðsjúkdóma fyr- ir 81 árs aldur ef þeir lifa svo lengi. Líkumar fyrir því að fá einhveija starfræna truflun eru um 40%, en líkumar fyrir vefrænum tmflunum, þ.e.a.s. fyrst og fremst ellisljóleika eru um 26%. Á hveijum tíma má gera ráð fyrir að 20% fólks sé með einhvers konar geðtruflanir, þar af 5-7% með geðdeyfð, svipaður fjöldi með kvíðatmflanir, 3-4% með alkó- hólisma og 0,3% með alvarlegan geðklofa. Innan við helmingur þessa hóps fær meðferð. Ekki nema 3-4% fullorðinna em í meðferð hjá sérfræðingum á göngudeildum eða utan sjúkrahúsa og enn færri börn, og 0,2% em á geðdeildum eða sjúkraheimilum tengdum þeim. Fjórðungur örokulífeyrisþega fær greiddar bætur vegna geðtruflana eða afleiðinga þeirra. Þó að geð- tmflanir séu meðal algengustu sjúkdóma sem hijá fólk í dag hafa yfirvöld, ríkisstjórn og alþingis- menn sýnt þeim ótrúlegt tómlæti á seinni árum. Þessi hópur og aðstandendur þeirra hafa oft átt á brattann að sækja varðandi úrlausn sinna mála og því er það ánægjulegt að hópur einstaklinga, þar á meðal meiri hluti alþingismanna skuli ganga fram fyrir skjöldu og styðja málstað hinna geðsjúku eins og fram kemur í „Ávarpi til þjóðarinnar" sem birt- ist í heilsíðuauglýsingu í Morgun- blaðinu hinn 13. febrúar sl. Ekki skal dreginn í efa stuðningur þeirra sem undirrituðu textann, þó að hann sé í mörgum atriðum óná- kvæmur og í sumum tilvikum jafn- vel rangur. Barátta hinna mikið veiku á sér stað á hveijum degi, gagnstætt því sem stendur í auglýsingunni þá er sú barátta oft mjög árangursrík þó hávaðnum sé ekki fyrir að fara. Lögð hefur verið rík áhersla á að bæta aðstöðu geðsjúkra, bæði innan og utan sjúkrastofnana. Grettistaki hefur verið lyft í aðbúnaði fyrir þá sem dveljast á geðdeildum um lengri eða skemmri tíma. Minna má á byggingu geðdeildar á Land- spítala, ennfremur að sá hluti geð- deildarinnar sem er á Kleppi hefur nánast verið endurbyggður, svo að þar er nú mjög góð aðstaða fyrir sjúklinga. Á vegum geðdeilda Landspítala og Borgarspítala eru nokkur sjúkra- og endurhæfingar- heimili víðs vegar um borgina. Stöð- ugt er verið að reyna að bæta að- stöðu þeirra sem þurfa á stuðnings- húsnæði að halda utan stofnana. Geðverndarfélag íslands hefur byggt áfangastað til endurhæfingar og keypt sambýli, hvort tveggja með stuðningi Kiwanis-hreyfingar- innar. Einnig hefur Reykjavíkur- borg komið á fót áfangastöðum og sambýlum fyrir geðsjúka. Göngu- deildarþjónusta hefur vaxið, bæði í tengslum við sjúkrahúsin og ekki síður á stofum sérfræðinga utan stofnana. Dagdeildarstarfsemi hef- ur aukist á seinustu árum. Rann- sóknir á geðsjúkdómum sem ís- lenskir geðlæknar hafa staðið fyrir eru þekktar víða um lönd. Allt þetta hefur gerst þrátt fyrir að fjárveitingar hafi alltaf verið að skornum skammti. Ýtrustu hag- kvæmni hefur verið gætt, þannig að mörgum þykir nóg um. Sem dæmi má nefna að það er álíka dýrt að liggja á geðdeild og að búa í sambýli utan stofnana þar sem sólarhringsgæslu er þörf. Þetta kann að koma mörgum á óvart, en er engu að síður rétt. Innlögn á geðdeild er því í sjálfu sér ekki dýr lausn miðað við aðrar úrlausnir. Sú stefna hefur ríkt hér á landi að innlagnir séu sem stystar, ekki síst vegna þess að það eykur á mögu- leika hins veika utan stofnana. Oft verður því ekki komist hjá endur- Tómas Zoega „Erfiðleikar hinna mik- ið veiku eru miklir, en stöðugt er þó verið að vinna að málum þessum og opinber umræða um mál þessi er af hinu góða. Astæðulaust er þó að umræðan fari fram í of neikvæðum tón.“ innlögnum. Eina örugga ráðið til að koma í veg fyrir þær er að út- skrifa ekki þá sem einu sinni leggj- ast inn. Fjöldamörg verkefni eru mjög brýn í málefnum geðsjúkra og má m.a. nefna þörf fyrir sambýli þar sem hægt er að veita mikinn stuðn- ing. Verið er að vinna að málum þessum af hinum ýmsu aðilum, en betur má ef duga skal. Erfiðleikar hinna mikið veiku eru miklir, en stöðugt er þó verið að vinna að málum þessum og opinber umræða um mál þessi er af hinu góða. Ástæðulaust er þó að umræð- an fari fram í of neikvæðum tón. Hér á landi er margt mjög vel gert og á ýmsum sviðum erum við í far- arbroddi þegar málefni geðsjúkra eiga í hlut. Ánægjuleg er yfirlýsing landlæknis um að kvartanir til land- læknisembættisins vegna geðsjúkra séu hlutfallslega mun fátíðari hér á landi en á öðrum Norðurlöndun- um. Auðvitað má gera betur en því miður eru mál sumra torleyst. Á Islandi er hópur af vel mennt- uðu starfsfólki úr ýmsum stéttum sem á hveijum degi vinnur hörðum höndum að lausn vandamála geð- sjúkra. Þess vegna er það öllum þeim hópi og ekki síður hinum geð- sjúku og aðstandendum þeirra mik- il huggun að meirihluti alþingis- manna skrifi undir stuðningsyfir- lýsingu um mál geðsjúkra. Sú yfirlýsing verður ekki skilin öðruvísi en svo að til standi að auka mjög fjárframlög til þess mála- flokks og er það vel. Látum því ekki vonleysið heltaka okkur. Mik- ilsvert er að þeir sem að málum þessum vinna stilli saman strengi sína. Hinir veiku og aðstandendur þeirra eiga rétt á nauðsynlegum stuðningi samfélagsins. Állar úr- bætur í málefnum hinna veikustu kosta fé, en með stuðningi meiri- hluta Alþingis þá verður barátta við fjárveitingavaldið auðveld og hávaðalaus. Höfundur er geðlæknir og formaður Geðíæknaf élags íslands. \jtt §krif§tofutækninám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 BILTJAKKAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERDI 0 0 0 0 0 0 2 tonn kr.1.206 4 tonn 6 tonn 8 tonn kr.1.346 kr.2.041 kr.2.925 12 tonn kr.3.387 20 tonn kr.6.767 Skrúfaður tjakkur 1 tonn kr.1.143 Hjólatjakkai 1500 kg. kr.4.820 2000 kg. kr.6.022 rv HVER BYÐUR BETUR? 0 0 0 0 0 0 0 0 bmasala - heildsala. BílavÖrubú6in Skeifunni2 FJÖÐRIN 82944 if Púströraverkstæði Púströraverkstæði 83466 Gallerí Borg: Sölusýning á Muggs-myndiun NÚ Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu Guð- mundar Thorsteinssonar, Muggs. Af því tilefni verða til sýnis og sölu nokkrar myndir eftir Mugg í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýningin hefst í dag fimmtudag stend- ur til 26. febrúar. Á sýningunni verða um 20 verk, flest vatnslitamyndir og teikningar en einnig nokkrar olíumyndir. Margar myndanna hafa verið í Danmörku og eru nokkrar þeirra síðan Muggur dvaldist á Fjóni. Þessar myndir hafa ekki verið sýndar hér á landi áður. Eins og áður sagði verður sýningin opnuð í dag- fímmtudag kl. 17.00 til 19.00, við opnunina mun Björn Th. Bjömson listfræðingur segja nokkur orð um listamanninn en Björn skrifaði bók um Mugg kom út 1984. Eitt af verkum Muggs. sem Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00. IÐNSKÓLINN I HAFNARFIRÐI Skólanafhd Iðnskölana I Hafnarflrði heldur oplnn fund flmmtudagtnn 21.02. kl. 20.30. Fundurinn vorður oð Reykjövfkurvsgl 74 og er opinn ðOum ar hafa ðhuga ð frcðalumAlum Iðn-, fag og taknimannta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.