Morgunblaðið - 21.02.1991, Side 20

Morgunblaðið - 21.02.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 EB veitir Sovét- möimiim aftur aðstoð Lúxemborg. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópubandalagsins (EB) tóku á þriðjudag aftur þá ákvörðun sína að frysta efnahagslega aðstoð við Sovétríkin en ákvörðun þar að lútandi var tekin í kjölfar ofbeld- isaðgerða Rauða hersins i Lithá- en og Lettlandi í síðasta mánuði. Þrír ráðherranna fóru til fundar við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta British Air- ways stofnar flugfélag í Þýskalandi Bonn. Reuter. BRESKA flugfélagið British Air- ways hefur sótt um leyfi til þý- skra flugmálayfirvalda um að fá að stofna nýtt flugfélag í Þýska- landi, að sögn Bernds Wietfelds, talsmanns félagsins. Wietfeld sagði að British Airways ráðgerði að eiga 49% í hinu nýja flugfélagi en tilgangurinn með stofnun þess væri að glæða þýska flugþjónustu nýju lífi og auka sam- keppni en ríkisrekna flugfélagið Deutsche Lufthansa hefur verið nær einrátt í þýskum flugsam- göngum. Flugfélagið sem British Airways hyggst stofna yrði í meirihlutaeign þýskra banka. Ætlunin er að það yfirtaki áætlunarleiðir breska fé- lagsins til og frá Berlín 1. apríl nk. Talsmaður þýska samgönguráð- uneytisins sagði að af hálfu ráðu- neytisins væri ekkert því til fyrir- stöðu að hið nýja flugfélag yrði stofnað, gætu British Airways og bankamir sem að því stæðu sýnt fram á að félagið myndi uppfylla kröfur sem um rekstur flugfélaga og að það yrði rekið með hagnaði. í gær var frá því skýrt að fyrrum austurþýska flugfélagið Interflug yrði lagt niður vegna hallareksturs og óhagkvæms flugflota. Tilraunir til að selja flugfélagið hafa reynst árangurslausar. sl. laugardag og í framhaldi af við- ræðunum lögðu þeir til að banninu yrði aflétt. Um var að ræða 560 milljóna dollara tækniaðstoð og 700 milljóna dollara lánafyrirgreiðslu vegna innflutnings á matvælum sem EB ákvað að veita Sovétmönn- um í desember sl. Þá samþykktu ráðherrarnir í gær að fjalla um frek- ari tækniaðstoð við Sovétríkin á næsta fundi sínum sem ráðgerður er 4. mars næstkomandi. „Við viljum ekki ögra Gorbatsjov eða draga fljótfæmislegar ályktanir um stefnu hans. Umbætur hans styðjum við heilshugar," sagði Do- uglas Hurd utanríkisráðherra Breta. Roland Dumas, franskur starfsbróðir Hurds, sagði ráðherr- ana þess fullvissa að Gorbatsjov hygðist halda áfram pólitískum og efnahagslegum umbótum. Þá var frá því skýrt á þriðjudag að Evrópuþingið í Strassborg myndi á í dag, fimmtudag, ryðja úr vegi hindrunum sem það hefði reist við því að senda matvælaaðstoð að verðmæti 350 milljónir dollara til Sovétríkjanna. Reuter Skrifstofa RÖSE í Prag opnuð formlega Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, opnaði form- lega nýja skrifstofu Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) í gær. Á myndinni ávarpar hann sendiherra aðildarríkja RÖSE við það tækifæri. Ákveðið var að opna skrifstofuna á fundi RÖSE í París í nóvember. Nils Eliasson, forstöðumaður skrifstofunnar, sagði að fyrsta verkefni hennar yrði að skipuleggja fund hátt- settra embættismanna frá RÖSE-ríkjunum 23.-34. mai. Æðsta ráð Sovétríkjanna: Borís Jeltsín sagður hafa lýst yfir borgarastyriöld Umbótasinnar saka harðlínukommúnista um skipulagða herferð gegn lýðræðisöflunum Moskvu. Jleuter. HÁRÐLINUMENN í Æðsta ráði Sovétríkjanna sökuðu Borís Jelts- ín, forseta rússneska sambandslýðveldisins, í gær um að hafa með kröfu sinni um afsögn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta lýst yfir borgarastríði. Þingmenn stóðu upp hver á eftir öðrum til að for- dæma Jeltsín og þau orð sem hann lét falla um Gorbatsjov í sjón- varpsviðtali á þriðjudag. „Staðhæfíngar Jeltsíns í gær jafn- gilda yfirlýsingu um borgarastyrj- öld,“ sagði Anatólíj Tsjekójev, einn af leiðtogum Sojuz-hópsins, sam- taka harðlínukommúnista á þing- inu. Jeltsín var einnig sagður beita öllum tiltækum ráðum til að ná fram persónulegum metnaðarmál- um sínum og að þau væru ljarri því að samræmast perestrojku og lýðræði. Jeltsín sagði sig úr Kommúni- Ofnotkun algengra verkja- taflna getur verið banvæn Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FÁTT er jafn mikið auglýst í bandarísku sjónvarpi og verkjatöfl- ur. Sætir furðu hversu margar tegundir þeirra eru til. Langmest ber á töflum, sem seldar eru undir tegundarheitinu „Tylenol". Þær eru sagðar mest notuðu töflur á sjúkrahúsum og læknar ráðleggja notkun þeirra í tíma og ótíma að því er virðist. Lærðir menn og leikir eru nú teknir að óttast stöðuga neyslu slíkra verkjataflna. Vísindamenn við Pennsylvania-háskóla telja t.d. að nauðsyn sé á nákvæmri rann- sókn á deyfilyfinu acetaminophen (selt undir tegundarheitinu „Ty- lenol“), því niðurstöður skýrslna sýni, að mikil og stöðug notkun þess og annarra skyldra lyfja or- saki hættu á nýmasjúkdómum, krabbameini, hjartasjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum. Fjallað var um þetta mál í grein í læknatímaritinu New England Journal of Medicine 17. janúar sl. Þar segir að niðurstöður 20 ára rannsókna á deyfilyfinu „phenac- etin“ sýni, að dauðsföll séu helm- ingi algengari og nýrnasjúkdómar 16 sinnum algengari meðal þeirra, sem að staðaldri nota lyfíð en hinna sem ekki neyta þess. Rann- sóknin, sem gerð var í Sviss und- ir stjórn dr. Ulrich C. Dubach í Basel, byggðist á könnun á orsök- um dauða 623 kvenna á aldrinum 30-49 ára, sem sýndu engin merki þess að vera haldnar banvænum sjúkdómi. Venjulegir neytendur deyfílyfs- ins, þ.e. þeir sem neyta hæfílegra skammta þess í stuttan tíma, voru einnig taldir hafa minni mótstöðu gagnvart krabbameinum og hjartasjúkdómum en þeir sem ekki neyta þess. „Phenacetin" féll í ónáð hjá bandarískum læknum fyrir nokkr- um árum, er sannað þótti að það ylli skaða á nýrum. Notkun þess hefur því að mestu verið hætt í Bandaríkjunum. En þar sem mannslíkaminn brýtur „phenacetin“ í „acetam- inophen“, sem er virka efnið f „Tylenol“ „er ástæða til að ætla að afleiðingar af neyslu phenacet- ins geti einnig orsakast af neyslu acetaminophens", segir í greininni í læknaritinu. Frumrannsóknir sýna, að þó „phenacetin" og „acetaminophen" séu skyld efni, eru áhrif þeirra ólík. Phenacetin, sem fyrst kom á markað árið 1887, ræðst á nýrun. Hætta á langvarandi misnotkun er talin veruleg því lyfíð er ró- andi, veitir sælutilfínningu og hressir f skamma stund. „Acetaminophen“ veitir ekki sömu sælutilfinningu og* áhrif þess koma niður á lifrinni í stað nýrnanna. Of stór skammtur get- ur valdið banvænni lifrareitrun. „Acetaminophen“ getur einnig skaðað nýrun, en slíkar hliðar- verkanir eru sagðar sjaldgæfar. íslenskur sérfræðingur tjáði fréttaritara að „Tylenol“-töflur væru ekki á markaði á íslandi en margar sambærilegar. Að minnsta kosti þijár tegundir af slíkum töflum væru seldar á ís- landi og væru „Panodil“-töflur þeirra vinsælastar. Fleiri tegundir innihéldu sama efni í blöndu með öðrum efnum. staflokki Sovétríkjanna á síðasta ári og tileyrir nú engum stjómmál- asamtökum. Hann krefst yfírráða yfír náttúruauðlindum Rússlands og róttækari efnahagsumbóta. Gorbatsjov telur að áætlanir Jelts- íns leiddu af sér ringulreið yrði þeim framfylgt. Umbótasinninn Ilíja Zaslavskíj, sem situr í borgarráði Moskvu- borgar og þekktur er fyrir and- stöðu sína við Gorbatsjov, var í gær sagður vera einræðisherra af rússneskum harðlínumönnum, sem vilja bola honum úr embætti. „ímynd Zaslavskíjs í fjölmiðlum er af andkommúnista og andstæð- ingi Gorbatsjovs en hann hefur tileinkað sér starfsaðferðir einræð- isherra," hafði dagblaðið Sov- jetskaja Rossíja, málgagn harðlín- umanna innan rússneska komm- únistaflokksins, eftir flokksmanni. I dag, fímmtudag, verður mikil- væg vantrauststillaga borin undir atkvæði í borgarráðinu og komu ásakanimar á hendur Zaslavskíj á síðustu stundu fyrir atkvæða- greiðsluna. Róttækir umbóta- sinnar innan ráðsins segja að að- gerðimar gegn Zaslavskíj séu hluti af stærri herferð harðlínukom- múnista er miði að því að koma fleiri umbótasinnum úr embætti, þ.ám. Gavríl Popov, borgarstjóra Moskvu, Anatólíj Sobcbak, borg- arstjóra Leníngrad, og Borís Jelts- ín. ERLENT Kristilegir demókratar í Þýskalandi: De Maiziere hreinsað- ur af grun um njósnir Bonn. Reuter. Talsmenn Kristilegra demókrata í Þýskalandi (CDU), flokks Helm- uts Kohls kanslara, sögðu í gær að Lothar de Maziere, fyrrver- andi forsætisráðherra Áustur- Þýskalands, hefði verið hreinsað- ur af ásökunum um að hann hefði njósnað fyrir Stasi, öryggislög- reglu austur-þýska kommúnista- flokksins. Framkvæmdastjóri CDU, Volker Ruhe, sagði að niðurstöður opin- berrar rannsóknar á fortíð de Maizi- ere, sem væntanlegar em síðar í þessari viku, myndu gera honum kleift að taka aftur við ábyrgðar- stöðum innan flokksins. „Eftir því sem ég best veit hafa ásakanirnar ekki verið staðfestar,“ sagði Ruhe. De Maiziere var síðasti forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands og undir hans stjórn sameinaðist landið Vestur-Þýskalandi 3. október á síð- asta ári. Hann lét af embætti sem varaformaður CDU og ráðherra án ráðuneytis í fyrstu ríkisstjóm sam- einaðs Þýskalands í desember sl. eftir að fjölmiðlar gáfu í skyn að hann hefði látið Stasi í té upplýsing- ar um flóttamenn og fólk í trúar- legu starfí. De Maiziere neitaði ásökununum. Ruhe sagðist vonast til þess að de Maiziere yrði formaður nýs ráðs á vegum CDU sem hefur stefnu- mótun með höndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.