Morgunblaðið - 21.02.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 21.02.1991, Síða 38
38 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 SELFOSS • • Oskudag- ur á léttu nótunum Selfossi. Böm á Selfossi gerðu sér glaðan öskudag þrátt fyrir óhagstætt veður. Farin var skrúðganga frá Bamaskólanum á Tryggvatorg þar sem safnast var saman og kötturinn sleginn úr tunnunni. Bömin klæddust skrautlegum búningum þrátt fyrir rigninguna og gáfu tunnunum mörg góð högg og hlutu að lokum sælgæti að launum. Mörg bamanna gengu á milli verslana og tóku lagið. Allur bragur þennan dag var á léttu nótunum. Deginum luku bömin síðan með grímudansleik í Hótel Selfossi. Sig. Jóns. Börnin klæddust skemmtilegum búningum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson alandseSar Örn ráðinn til að annast umsjón allrar danskennslu Örn Guðmundsson. • • Orn Guðmundsson danskennari hefur verið ráðinn um- sjón armaður allrar danskennslu á Álandseyjum til eins og hálfs árs. Örn sagði það venju hjá Álands- eyingum að ráða umsjónarmenn hinna ýmsu listgreina til eins og hálfs árs í senn. „Þetta er í fyrsta sinn sem ráðinn er umsjónarmaður með dansi og þetta verður því spennandi brautryðjandastarf," sagði Örn, sem mun dvelja á Álandseyjum fram á mitt ár 1992. Danskennslá er á verkefnaskrá grunnskólanna á Álandseyjum og læra börnin bæði klassískan ballet og samkvæmisdansa. Örn sagði að í höfuðstaðnum, Maríuhöfn, væru um eitt hundrað böm á aldrinum 7-14 ára, sem lærðu dans en að auki færi hann eitthvað út fyrir höfuðstaðinn til að kenna. í dagblöðum á Álandseyjum hef- ur talsvert verið rætt um ráðningu Arnar og vænta heimamenn sér mikils af starfi hans. Vonast menn til að ráðning hans auki áhuga eyja- skeggja á dansi og að balletflokki verði komið á fót. Gunnar Snæland Ingimarsson og Júlíus Pálsson reka ferðaskrif- stofuna Hekla Rejser í Kaupmannahöfn en þeir eru jafnframt að ljúka námi í landbúnaðarfræðum. FERÐALÖG Landbúnaðar- fræðingar reka ferðaskrifstofu eir stunda nám í landbúnaðar- fræðum við Kaupmannahafn arháskóla og eru langt komnir með það en tóku upp á því fyrir hálfu öðru ári að reka ferðaskrifstofu. Hún heitir Hekla Rejser og er í miðborg Kaupmannahafnar, á þeim slóðum þar sem flest flugfé- lög hafa skrifstofur sínar. En af hverju að fara út í þennan rekst- ur, Gunnar Snæland Ingimarsson og Júlíus Pálsson? “Eftir að hafa búið hér í nokkur ár og starfað bæði fyrir félög ís- lendinga og komið nálægt ferða- málum sáum við að hér var óplægður akur og við ákváðum strax að sérhæfa okkur í íslands- ferðum," segja þeir félagar í stuttu spjalli við blaðamann Mbl. “Danir ferðast ekki mjög mikið til Islands og þrátt fyrir að Flugleiðir haldi uppi tíðum ferðum og SAS nú seinni árin þá hefur lítið sem ekk- ert verið gert að því að bjóða Dön- um upp á skipulagðar ferðir um landið. Við lögðum því út í þennan rekstur í september 1989, söfnuð- um saman upplýsingum um ferða- og gistimöguleika heima og hófum að selja. Við höfum unnið þetta í samvinnu við ýmsa aðila heima, ferðaskrifstofur og aðra sem sjá um þá hlið mála heima, hluti sem við getum ekki stjórnað héðan.“ Hvemig hefur gengið að fá við- brögð og undirtektir að heiman? “Það hefur gengið vel og menn hafa verið fljótir til að veita okkur allar upplýsingar og vilja vera með í því að ná fleiri ferðamönnum til íslands, ferðamönnum sem vilja fara um landið og það má kannski segja að þama náum við til þess hóps fólks sem vill ferðast svolítið á annan hátt en hinn hefðbundni ferðamaður. Ferðaþjónustan á Is- landi er orðinn háþróaður iðnaður sem við teljum að eigi framtíð fyr- ir sér.“ Þeir félagar segja að reksturinn gangi vel en vinnan sé mikil. Skrif- stofan er opin 9 til 5 og nýlega gáfu þeir út bækling með upplýs- ingum um ýmsa ferðamöguleika á íslandi. Þeir vom einnig með á ferðasýningu í Bella Center og deildu út bæklingnum. “Þetta er mikil samkeppni og það þarf að leggja höfuðið í bleyti til að finna það sem er áhugavert. Nýlega sendum við út 2.500 bréf til fyrirtækja og bentum þeim á þann möguleika að senda starfs- fólk sitt til íslands til ráðstefnu- halds eða í svonefnda hvataferð sem nú er orðið svo algengt. Eitt aðalverkefni okkar um þessar mundir er að fylgja þessu bréfi eftir með hringingum. EP Vsff Vn,K^BBSTGtJl cdYðn Kventólkíð í fyrirtaekmu fær nó j einn og lýsir yf ir striði _________ Æsispennondi mynd sem byggð er ó ^onnsöguleóum atburðum. Útgðfo 25. rebrúar. Ífí NA <V I OLlVEf, AOBEhj MJODÐ gos hraun celia bónuskort Þarsem myndimarfást! ^stórgóó m leikorer og óvenji KM n i D mogno upp dulúí "iw ' tJ *#' *ff t>9 sp«nnu. or sem fróbærir. % myndbanðaleigur KRINGLUNNI 4, SÍMI 679015 ■ REYKJAVÍKURVEGI 64, SÍMI 671425 • ÁLFABAKKÁ 14, MJÓDO, SÍMl 79Ó15 ■ SKIPH0LTI 9, 5ÍMI 626171

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.