Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
wjttuiItlfiMfr
STOFNAÐ 1913
49. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
BUSH LYSIR YFIR
SIGM BANDAMANNA
Misvísandi yfirlýsingar um tilslakanir
Iraka - Skothríð gerð á stjórnarand-
stæðinga á mótmælafundi í Bagdad
Bagdad, Washington, London. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina í sjón-
varpi kl. 2 í nótt að fsl. tíma og lýsti þar yfir að hernaði bandamanna
á hendur Irökum væri Iokið með fullum sigri. Kúveit hefði verið frels-
að og markmiðum með hernaðaraðgerðunum náð. Hins vegar lýsti i
forsetinn ekki yfir vopnahléi í stríðinu en írakar höfðu fyrr um dag-
inn sagst tilbúnir að falla frá því að gera tilkall til Kúveits, íhuga
greiðslu stríðsskaðabóta vegna innrásarinnar í landið og sleppa
stríðsföngum gegn því að gert yrði hlé á bardögum. Bandarísk og
bresk stjórnvöld sögðu nýjar tilslakanir íraka ófullnægjandi og Orygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) skoraði undir miðnætti að íslenskum
t.íma á íraka að samþykkja skilyrðislaust allar 12 ályktanir ráðsins.
vegna innrásar þeirra í Kúveit og hvatti ábyrg írösk sljórnvöld til
þess að gefa út yfirlýsingu þar að lútandi.
Bush sagði að Persaflóastríðinu
væri lokið og fyrstu bandarísku her-
mennirnir í fjölþjóðahernum hefðu
verið kvaddir heim. Bandaríska sjón-
varpsstöðin ABC hafði eftir heimild-
um í bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu að síðasta stórorusta Persaf-
lóastríðsins hefði verið háð í gær-
kvöldi suðvestur af borginni Basra
í suðurhluta íraks er hundruð skrið-
dreka Lýðveldisvarðarins, úrvals-
sveita Saddams Husseins forseta,
hefðu verið eyðilagðir. Sagði ABC á
miðnætti að bardögum væri meira
og minna lokið og árásarferðum
sprengjuflugvéla hætt.
Marlin Fitzwater talsmaður
Bandaríkjastjórnar sagði í gær að
tilboð Iraka gengi ekki nógu langt
og væri a/uk þess skilyrt. Utvarpið
í Bagdad sagði að í bréfi sem Tariq
Aziz utanríkisráðherra hefði sent
Javier Perez de Cuellar fram-
kvæmdastjóra SÞ í gær hefðu írakar
ítrekað að þeir féllust á ályktun
númer 660 þar sem innrásin 2. ágúst
sl. var fordæmd og heimkvaðningar
innrásarhersins frá Kúveit krafist.
Ennfremur féllust þeir á ályktun 662
um ólögmæti innlimunar Kúveits í
írak og ályktun 674 um að írakar
væru skyldugiiy að greiða
stríðsskaðabætur. írakar settu sem
skilyrði að Öryggisráðið fyrirskipaði
tafarlaust hlé á bardögum og að
öllum hernaðaraðgerðum hætt. I
bréfí Aziz var því haldið fram að
með þessu ættu ályktanir 661, 665
og 670 um viðskiptabann, hafnbann
og loftferðabann ekki lengur við.
Yfirlýsingar um tilslakanir íraka
voru misvísandi. Abdul Al-Anbari,
sendiherra íraks hjá SÞ, sagði stjórn
Saddams forseta hafa ákveðið að
fallast á allar 12 ályktanir Öryggis-
ráðsins. Bréf Aziz hafði hins vegar
ekki borist SÞ síðdegis í gær en
bandarísk stjórnvöld fengið fréttir
af'tilslökunum íraka frá sovéskum
stjórnvöldum, auk þess sem yfirlýs-
ing Bagdad-útvarpsins lá fyrir. Af
þessum sökum samþykktu fulltrúar
í Öryggisráðinu að krefja ábyrg yfir-
völd í Irak nánari skýringa.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði við upphaf
fundar með Douglas Hurd, breskum
starfsbróður sínum, í Washington í
gær að vopnasölubann gegn írak
yrði í gildi svo lengi sem Saddam
Hussein yrði þar við völd.
Breska sjónvarpsstöðin SKY-
news sagði í gærkvöldi að stjórnar-
andstæðingar í Bagdad hefðu efnt
til mótmæla við höfuðstöðvar
Ba’ath-flokksins og fjöldi varnar-
lausra borgara hefði beðið bana er
hermenn hófu skothríð á fólkið.
Sjá ennfremur bls. 21-23.
*• ' is. ■ ■
WELCO M E
t n
! U
KUWAIT
- ™~ g|p /t|
F . . , _ . . . ... *,' .
Fótgönguliðar bandaríska flotans aka undir borgarhlið Kúveit-borgar við alþjóðaflugvöll borgarinnar.
írakar sagðir hafa orðið
fyrir mjög miklii mamifalli
Riyadh, Washington, Nikosiu, Dhahran. Reuter, Daily Telegraph.
HERSVEITIR bandamanna háðu mikla skriðdrekaorrustu við sveitir
úr Lýðveldisverðinum, úrvalssveitum íraka, nálægt borginni Basra í
gær. Bandamenn sögðu í gærkvöldi að verulegur hluti írösku sveit-
anna hefði þegar látið undan síga. Fyrr um daginn sagði Norman
Schwarzkopf, hershöfðingi og yfirmaður hers bandamanna, að fjórar
af alls fimm hersveitum varðarins á svæðinu væru ekki lengur bardaga-
hæfar. Bandaríkjamenn voru sagðir beita um 500 þungum skriðdrek-
um og hermt var að meginhluti alls herafla íraka á vígstöðvunum
hefði verið umkringdur.
Breskur talsmaður sagði í gær-
kvöldi að ekki væri hægt að útiloka
að einhver hluti úrvalssveitanna hafi
getað forðað gér til norðurs í átt til
Bagdad áður en herkvínni var'lokað.
Sést hefðu spor eftir skriðbelti bryn-
dreka sem bentu til þess.
Bandamenn tóku alþjóðaflugvöll-
inn við Kúveitborg í gær eftir skrið-
drekaorrustu við Iraka og er borgin
nú öll á valdi þeirra. Egypskir her-
menn gjörsigruðu í gær íraska her-
sveit í grennd við Kúveitborg eftir
harðan bardaga sem stóð í nokkrar
klukkustundir. Talsmenn bandaríska
varnarmálaráðuneytisins sögðu að
bandarískar og franskar hersveitir
hefðu í gærmorgun tekið herflug-
völl Iraka-við borgina Nasiriyah við
Efrat-fljót, vestur af Basra, og noti
völlinn sem bækistöð fyrir árásar-
þyrlur. Slagviðri hamlaði um hríð
lofthernaði en flugvélar banda-
manna torvelda för íraska liðsins
sem reynir að flýja með herbúnað
sinn frá Kúveit. í gærkvöldi var
haldið áfram hörðum loftárásum á
skotmörk í Irak, einkum Bagdad.
Yfirstjórn bandamanna segist
ekki lengur hafa nákvæmar tölur
yfir herfanga en talið er að þeir séu
nær 60.000. Hersveitir banda-
manna, sem elta flóttann, hafa víða
orðið að vísa frá sér Irökum sem
gefist hafa upp og vilja á brott frá
vígstöðvunum; flutningatæki duga
ekki fyrir allan skarann.
Norman Schwarzkopf skýrði frá
gangi landhernaðarins á frétta-
mannafundi í gær. Hann sagði að
enn verðust sumar hersveitir íraka
af hörku. Markmiðið væri ekki að-
eins að frelsa Kúveit heldur koma í
veg fyrir að Saddam Hussein gæti
ógnað nágrönnum sínum. Hann taldi
að 29 hersveitir íraka hefðu orðið
svo illa úti að þær tækju ekki lengur
þátt í átökunum en í hverri sveit eru
allt að 15.000 manns. Tekist hefði
að granda allt að 3.700 skriðdrekum
Iraka en alls er álitið að þeir hafi
haft 42 hersveitir og um 4.200 dreka
á vígstöðvunum í upphafi "stríðsins.
Hershöfðinginn taldi jafnframt að
Reuter
Þúsundir íraskra herfanga í bráðabirgðabúðum í norðurhluta Saudi-
Arabíu. Sérþjálfaðar liðssveitir bandamanna annast gæslu fanganna
sem sagðir eru vera orðnir nær 60.000.
mannfall í liði íraka væri mjög mik-
ið án þess að hann vildi nefna tölur
í því sambandi. Á hinn bóginn væri
liðstap bandamanna ótrúlega lítið
miðað við umfang aðgerðannna.
Bandaríkjamenn hefðu misst 79
manns fallna frá því loftárásir hó-
fust 17. janúar og aðrar banda-
mannaþjóðir mun færri.
Schwarzkopf sagði ljóst að tekist
hefði að blekkja stjórnendur íraska
hersins og fór liáðulegum orðum um
herstjórnarkunnáttu Saddams Hus-
seins. I fyrstu hefðu herir banda-
manna safnast saman_ við suður-
landamæri Kúveits og írakar hefðu
talið að landhernaðurinn myndi hefj-
ast með stórfelldri landgöngu á
strönd Kúveits er landherinn myndi
fylgja eftir. Bandamenn hefðu not-
fært sér að írakar gátu ekki njósnað
um undirbúning aðgerðanna með
flugvélum og hefðu öflugustu her-
sveitirbandamanna fariðinn í suður-
hluta Iraks, haldið norður fyrir Kú-
veit, sótt til austurs allt að Efrat-
fljóti og lokað öllum undankomuleið-