Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 2
icet HAuaaa'-i ,8s auDAquTMMr-i QiaAjaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 Sjálfsmynd Heklu Daggar Morgu nbl aðið/KG A Hekla Dögg, nemandi á myndiistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, vann að því í gær að skapa útilista- verk við skólahúsið. Verkið nefnir hún sjálfsmynd. Jón Signrðsson iðnaðarráðherra: Heildarkostnaður vegna álvers orð- inn 595 milljónir Heildarkostnaður iðnaðaráðuneytis, Laiidsvirkjunar og mark- aðsskrifstofu ráðuneytisins og Landsvirkjunar vegna undirbúnings álbræðslu er orðinn 594,8 milljónir króna miðað við verðlag í desember s.l. Þetta kemur fram í svari iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni. Heildar- kostnaður Landsvirkjunar- vegna undirbúnings virkjana og stofnlína vegna álvers nemur 516,8 milljónum, kostnaður iðnaða- ráðuneytisins er orðinn 43 milljónir og kostnaður markaðsskrif- stofunnar 34,9 milljónir. í svari iðnaðarráðherra kemur fram að í þessum upphæðum hefur ekki verið áætluð hlutdeild Atl- antsálsverkefnisins í launum starfsmanna og í öðrum föstum kostnaði. Þá er hluti kostnaðar markaðsskrifstofunnar á síðasta ári, eða um 20 milljónir kr., vegna staðarvals- og umhverfisathug- ana, en gert er ráð fyrir að Atl- antsál hf. endurgreiði verulegan Evrópskt fréttasjónvarp á síðari hluta næsta árs Islendingar geta notfært sér útsendingarnar verði útvarpslögum breytt EVRÖPUSAMBAND útVarps- og sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt forseta framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins áætlun um að hefja fréttasendingar um gervihnöttinn Eutelsat á síðari hluta næsta árs. Útsendingarnar myndu nýtast áhorfendum sjón- varpsstöðva sem aðild eiga að EBU. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri segir að Islendingar muni njóta góðs af þessum útsend- ingum svo fremi sem væntanlegt frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á útvarpslögum verði að lögum. Frumvarpið felur meðal annars í sér að leyft verði að sjónvarpa erlendu efni óþýddu í um kapalkerfi. Áætlaður kostnaður við fréttarásina fyrstu fimm árin er rúmir 17 milljarðar íslenskra króna. Evrópufréttir (Euronews) verða sendar út á fimm tungumálum, ensku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku til sjónvarsáhorfenda á svæði EBU sem nær frá Finnlandi til Marokkó og frá íslandi til Tyrk- lands. Ráðgert er að notendur geti valið milli tveggja tungumála með sérstökum tækjabúnaði. Út- sendingar eiga að standa yfir í níu klukkustundir daglega fyrsta árið en allan sólarhringinn frá 1993. Uppistaðan í dagskrá fréttarásar- innar verða fréttir sem þær sjón- varpsstöðvar sem aðild eiga að EBU láta endurgjaldslaust í té, auk þátta um félagsmál, listir, tísku, kvikmyndir og fréttaskýr- ingar. Um 23 milljónir áhorfenda munu geta séð útsendingar frétta- sjónvarpsins 1992 og 30 milljónir heimila 1994-94. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við ættum að hafa einhvem aðgang að þessu um leið og út- sendingarnar hefjast. Nefnd sú sem fjallaði um væntanlegar breytingar á útvarpslögunum hef- ur rætt um nauðsyn þess að gert sé ráð fyrir öðram dreifíleiðum fyrir þessa fréttarás en rásir inn- lendu sjónvarpsstöðvanna," sagði Markús Öm. Fréttarásina á að fjármagna með framlögum sjónvarpsstöðv- anna í EBU sem að þessu standa og því sem Evrópustofnanir leggja fram. Auk þess er gert ráð fyrir auglýsingum og kostun. „Við höfum lýst okkur reiðu- búna til að leggja fram það frétta- efni sem við öflum og athygli kann að vekja í Evrópu og síðan á eftir að koma í ljós hvemig kostnaðar- skiptingin verður á milli stöðv- anna, en kostnaðurinn lendir fyrst og fremst á stóru stöðvunum í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Ítalíu. Við höfum sýnt þessu máli áhuga en sett þann fyrirvara að við höfum nóg með að halda úti íslensku sjónvarpi miðað við þær tekjur sem við höfum. En við mupum leggja til fréttaefni eftir ástæðum og eram tilbúnir að vera með í þessum félagsskap, því þarna er gert ráð fyrir ýmsu ítar- efni sem lýtur að landkynningar- málum. Það væri mikill kostur fyrir okkur að vera virkir aðilar í slíku samstarfí,“ sagði Markús Öm. Markús Örn kvaðst eiga von á þvi að verði útvarpslögum breytt á yfírstandandi þingi verði hafist .handa við að kapalvæða landið á þessu ári. Sagði hann að nefndin hefði lagt til að annað hvort einka- aðilar eða Póstur sími stæðu að baki slíku kapalkerfi, en engar kostnaðaráætlanir hefðu verið gerðar. hluta þess kostnaðar þegar samn- ingar hafa tekist. Þingmaðurinn spurði einnig hversu miklu íjármagni Lands- virkjun hefði þegar varið til ein- stakra þátta eða ákveðið ráðstöfun á til undirbúnings virkjana og stofnlína á grundvelli heimilda í lögum um raforkuverð. í svari ráðherra kemur fram að á árinu 1990 hefur Landsvirkjun varið alls 567 milljónum kr. til undirbúri- ingsins og munar þar mestu um Fljótsdalsvirkjun, sem kostar nú þegar 271 milljón kr. I svari ráðherra segir að fram- angreind heildarfjárhæð nemi um 330 milljónum kr. á verðlagi hvers tíma og að það sé nokkru hærri fjárhæð en heimiluð var í lögunum, „ráðuneytið vísaði að sjálfsögðu til þess ákvæðis er það veitti heim- ild fyrir framkvæmdunum 17. júlí 1990,“ segir í svari iðnaðarráð- herra. í lögunum var samþykkt að verja 300 milljónum til undir- búnings og framkvæmda. í svarinu kemur ennfremur fram að þegar hafa tveir verk- samningar vérið undirritaðir vegna byijunarframkvæmda eftir útboð. Annars vegar er verksamn- ingur um vinnuveg á Fljótsdals- heiði. Var samið við lægstbjóð- anda, Klæðningu hf. í Garðabæ, og er samningsupphæðin 47,7 milljónir kr. Hins vegar er verk- samningur við Höjgaard & Schulz a/s í Danmörku um aðkomugöng að stöðvarhúsi. Samningsupphæð- in er 44,8 milljónir kr. Sameining þriggja fyrirtækja á Akranesi: Elsta útgerðarfyrirtæki lands- ins verður í hópi þeirra stærstu ELSTA útgerðarfyrirtæki landins, Haraldur Böðvarsson og co. á Akranesi, stofnað 1906, verður eitt stærsta útgerðarfyr- irtæki landins eftir að það verð- ur sameinað Síldar- og fiski- mjölsversksmiðjunni . hf. og Heimaskaga. Forráðamenn fyr- irtækjanna segja að með sam- einingunni sé verið að stíga nauðsynlegt en tregablandið skref inn í framtiðina til að styrkja stoðir atvinnulífs á Akranesi. Haraldur Böðvarsson og co. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan eiga sér langa sögu í atvinnulífí Akraness og segja framkvæmda- stjórar fyrirtækjanna að eðlilega gæti nokkurs trega þegar þetta mikilvæga skref sé stigið. „Margir hafa unnið í áratugi hjá fyrirtækinu og auðvitað eru tilfinn- ingar fólks mjög blendnar við svona átök, en þó fyrstu skrefin séu þung þá er betra að stíga þau frekar en að gera ekkert. Þetta era fyrstu skrefin í langri ferð og ég vona að þeim sem stjórna hinu Nokkur stærri útgerðarfyrirtæki r □□□□□□ Togarar Kvóti í þorskígildum Loðnu- veiðiskip Starfsmann HB & CO ásamt Heimaskaga og SFA, Akranesi 4 10.000 3 300 2.000 Grandi hf. Reykjavík 8 18.000 400 2.500 Útgerðarfélag Akureyringa, Ak. 7 17.500 450 2.500 Síldarvinnslan Neskaupstað 3 7.300 2 400 2.200 nýja fyrirtæki beri gæfa til að gera það vel,“ segir Valdimar Ind- riðason, framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar og co., segir að sameiningin sé gerð til að styrkja stoðir fyrir- tækjanna. „Þegar rótgróin fyrir-' tæki eins og þessi eru sameinuð er eðlilegt að nokkurs trega gæti hjá fólki, en við teljum, að til lengri tíma litið, sé þetta skref mikilvægt fyrir Akranes. Það er ábyrgðar- hluti að sameiningin takist og fyr- irtækið gangi vel. Við stefnum að því að bjóða út ný hlutabréf á al- mennum markaði í haust.“ Haraldur sagði að undanfarin ár hafi mikið verið rætt um sam- einingu en viðræður vegna samein- ingarinnar nú hafi aðeins staðið í tíu daga. Hjá fyrirtækjunum starfa rúm- lega 300 manns og segja fram- kvæmdastjórarnir að starfsmanna- fjöldinn verði svipaður eftir sam- eininguna. „Við ætlum að selja eitt loðnuskip án kvóta en áhöfnin fer á nýjan togara sem fyrirtækið Haförninn er að fá þannig að eng- inn missir vinnuna," segir Harald- ur. Þeir sögðu að hið nýja fyrirtæki ætti að heita Haraldur Böðvarsson og co., enda sé það elsta starfandi útgerðarfyrirtæki landins og voru þeir sammála um að halda í heiðri langri sögu fyrirtækjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.