Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ- FIMMTUDAGUR 28; iFEBRÚAR. 1091
9
VIÐ LEGGJUM GRUNNINN
AD GÓÐUM FUNDI...
Fjölbreyttir fundarsalir,
vandaður tæknibúnaður,
þægileg vinnuaðstaða,
fagleg aðstoð,
nútíma samskiptatækni
og íyrsta flokks veitingar.
- okkar framlag
til árangursríks fundar.
Hagatorg • Sími 29900
Góðan daginn!
Verkamannaflokkur íslands stofnaður:
Ætlar að bjóða fram í Reykjavík
Tilefnið ágreiningur við Alþýðuflokk-
inn, segir einn af stofnendum flokksins .
Nýir flokkar
Nýir flokkar hafa fæðst eða eru að fæðast í tilefni af þingkosningunum
í vor. Úti á landsbyggðinni er ýmislegt að gerjast í þeim efnum og hafa
farið fram viðræður á milli manna um að sameina flokka og flokksbrot.
Borgaraflokkurinn kann að skipta um nafn og bjóða fram undir nýjum
formerkjum og Verkamannaflokkur íslands hefur verið stofnaður. Flest-
um hefur þótt nóg um flokkafjöldann en sú staða sem eins-manns-þing-
flokkur Stefáns Valgeirssonar fékk við myndun núverandi ríkisstjórnar
og síðan brotið af Borgaraflokknum við uppstokkunina á ríkisstjórninni
hefur vafalaust vakið þá skoðun hjá mörgum, að það væri vel þess virði
að keppast eftir aðstöðu á þingi til að ráðskast með fé almennings.
Verkamanna-
flokkurinn
Á síðasta þingi Alþýðu-
flokksins var nafni flokks-
ins breytt á þann veg, að
við það bættust orðin
Jafnaðarmannaflokkur
Islands. Var þetta gert í
þeim tilgangi að auðvelda
nýju fólki að ganga í
flokkinn, einkum þeim
sem starfað hafa í Alþýðu-
bandalaginu. Merki um
inntöku þessara nýju fé-
laga sáust í prófkjöri
flokksins hér í Reykjavík,
þar sem þeir Ossur Skarp-
héðinsson og Þröstur OI-
afsson börðust um þriðja
sætið. Skömmu áður liafði
Þröstur verið kosninga-
syóri stjómar Dagsbrún-
ar í fyrsta stjómarkjörinu
þar í mörg ár og gagn-
rýndu andstæðingar
stjórnarinnar Alþýðu-
flokkinn fyrir flokkspó-
litísk afskipti af málefnum
Dagsbrúnar.
Nú hcfur það gerst að
ýmsir sem stóðu að fram-
boðinu gegn stjóm Dags-
brúnar hafa stofnað nýjan
stjóramálaflokk, Verka-
maimaflokkhin. Heiti
flokksins er að norskri og
enskri fyrirmynd. Þar
kenna jafnaðarmanna-
flokkar sig við verkalýð-
mn með þessum hætti,
þannig að augsýnilega
ætla aðstandendur Verka-
mannaflokksins að róa
eftir atkvæðum á svipuð-
um miðum og frambjóð-
endur Alþýöubandalags-
ins og Alþýðuflokksins.
Er augljóst að þeir telja
að upplausnin innan Al-
þýðubandalagsms og til-
raunir Alþýðuflokksins til
að feta sig til vinstri eftír
atkvæöum launþega
tryggi ekki hagsmuni
verkamanna heldur bygg-
ist einvörðungu á hefð-
bundnu flokkspólitisku
valdabröltí.
Þáttur
Össurar
Af frétt Morgiinlilaðs-
ins í gær um nýja Verka-
mannaflokkinn má ráða, I
að á sama tíma og Þröstur I
Ólafsson var að vimia að !
því að tryggja endurkjör |
stjómar Dagsbrúnar hafi :
Össur Skarphéðinsson, j
keppinautur hans í próf- !
kjöri Alþýðuflokksins og |
sigurvegari, verið að afla
sér fylgis meðal þeirra,
sem börðust við Þröst í
Dagsbrún. Lítum á frá-
sögn blaðsins. Þar segir
Páll Þorgrímur Jónsson,
að rekja megi ástæður
fyrir stofnun flokksins til
ágreinings um stofnun
verkamálaráðs innan Al-
þýðuflokksins í Reykjavík.
Síðan segir orðrétt:
„Páll sagði að niður-
staða Dagsbrúnarkosn-
inganna hafi einnig átt
sinn þátt í að ráðist var í
stofnun stjórnmálaflokks
en stofnendur hans koma
flestir úr hópi mótfram-
boðsmanna. Páll segir þó
að innan flokksins séu
einnig margir verkamenn
sem studdu stjómarlist-
ann í Dagsbrúnarkosning-
unum. „Þegar niðurstöður
kosninganna lágu fyrir,
kom Ossur Skarphéðms-
son að máli við okkur
mótframboðsmenn og bað
okkur um stuðning við að
ná þriðja sætí framboðs-
lista Alþýðuflokksins í
Reykjavík, gegn því að við
fengjum sérstakt verka-
málaráð flokksins í
Reykjavík. Við stóðum við
okkar hluta samkomu-
lagsms en heyrðum lengi
vel ekkert frá alþýðu-
flokksmönnunum. Seint
og um síðir vomm við þó
boðaðir á fund með Össuri
og fleiri flokksmönnum.
Þar lögðum við fram okk-
ar hugmyndir og áttum
síðan að hitta formann
Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur og aðstoðar-
mann viðskiptaráðherra
en þeir mættu ekki til
fundarins. Vildum við
koma itm smá breytingu
í kosningastefnuskrá
flokksins og fómm fram
á að fá að hafa starfsmann
í fullu starfi lyá verka-
málaráðhiu sem gætí
cinnig starfað með
flokknum. Okkur var boð-
ið verkamálaráðið en neit-
að um starfsmanninn af
fjárhagsástæðum. Við
hittum m.a. Jón Baldvin
Hannibalsson að máli og
hann samþykkti stofnun
verkamálaráðsins en taldi
að þetta myndi stranda á
starfsmanninum. Við
fengum svo endanlegt af-
svar og þá var ákveðið að
vimia áfram að stofnun
flokksins," sagði Páll.“
Sameining til sun-
drungar
Með því að fá þá Össur
Skarphéðinsson og Þröst
Ólafsson til fylgis við Al-
þýðuflokkinn var ætlunin
að stíga enn eitt skrefið
til að sameina vinstri
menn. Tilkoma Verka-
mannaflokksins og að-
dragajidinn að fæðingu
hans virðist benda tíl þess
að þeir Össur og Þröstur
hafi flutt ágreining úr
Alþýðubandalaginu með
sér iim í Alþýðuflokkinn
— sameiningin hafi þann-
ig i raun leitt til sundrung-
ar.
Eins og áður sagði stigu
menn það skref á flokks-
þingi Alþýðuflokksins á
síðastliðnu hausti að
breyta nafni flokksins til
að sýna sáttavilja í sam-
einingarmáluin vinstri
manna. Er unnt að endur-
taka sam.a leikinn? Væri
ástæða tíl að breyta nafni
Alþýðuflokksins aftur og
kalla hann: Alþýðuflokk-
urin, Jafnaðarmanna-
flokkur Islands, Verka-
mannaflokkur íslands.
Hitt hlýtur að vera
áhyggjuefni fyrir þá sem
sátu fyrir í Alþýðuflokkn-
um, ef viðbótín úr Alþýðu-
bandalaginu getur aðeins
af sér nýja flokka sem
stofnaðir em til höfuðs
Alþýðuflokknum.
Þú greiðir ekkert innlausnargjald
af Einingabréfum,
ef tilkynnt er um innlausn
með 60 daga fyrirvara.
Kaupþing hefur enn á ný komið til móts við
sparifjáreigendur sem velja örugga ávöxtun í
Einingabréfum 1, 2 og 3.
Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 er 1,8%
og af Einingabréfum 2 0,5% sé innleyst án fyrir-
vara. Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3
lækkar niður í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn með
30 daga fyrirvara.
Innlausnargjald af Einingabréfum 1, 2 og 3 er fellt
niður með öllu sé tilkynnt um innlausn með 60
daga fyrirvara.
Kringlunni 5, sírni 689080
Gengi Einingabréfa 28. febrúar 1991
Einingabréf 1 5.383
Einingabréf 2 2.909
Einingabréf 3 3.531
Skammt ímabréf 1.804
Sölustaðir Einingabréfa
eru: Kaupþing hf.,
Kaupþing Norðurlands
hf., Akureyri,
Sparisjóðimir og
Búnaðarbanki íslands.
KAUPÞING HF
I
I
I