Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FLMMTUUAGUu’ ‘28. FEBRUAR Í991 11 Sinfóníuhljómsveit íslands: Frumflytur í Evrópu tvö verka Rachmaninoffs eftirRafn Jónsson Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói laugardaginn 2. mars nk. kl. 14.30 verða frumflutt í Evrópu tvö verka Rachmaninoffs. Þetta eru Píanökonsert nr. 4 í upphaf- legri mynd og ófullgerða óperan ' Monna Vanna. Jafnframt tón- leikunum hafa verkin verið tekin upp fyrir breska hljómplötufyrir- tækið Chandos, sem mun dreifa þeim á geisladiskum og hljóm- plötum í 32 löndum. Hvorugt þessara verka hefur verið hljóð- ritað áður. Nýlega hafa tekist samningar við Chandos um hljóðritanir hljómsveitarinnar á verkum, sem Chandos velur og er samningurinn til þriggja ára. Ríkisstjórn íslands hefur sam- þykkt að styðja við þetta verk, enda blandast engum hugur um, hvílík kynning þessar hljóðritanir verða fyrir hljómsveitina og íslensku þjóðina. Verkin flutt fyrir tilstuðlan hljómsveitarstjórans Verkin verða flutt hér fyrir tilstuðlan hljómsveitarstjórans, Igors Buketoff, en hann var um þriggja ára skeið á sjöunda ára- tugnum aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hann á all- an heiður af því að verkin verða ■ flutt nú í Evrópu. Hann var vin- ur Rachmaninoffs síðustu átta æviár hans. Rachmaninoff hóf samningu óperunnar í Dresden 1907. Þegar hann hafði lokið fyrsta þættinum komst hann að því að höfundarréttur vegna sög- unnar hafði verið seldur og hann varð því að hætta við samningu verksins. Vegna þessara höfund- arréttarákvæða var Monna Vanna aldrei flutt en Buketoff komst að því að flutningsréttur sögunnar var fallinn niður í Bandaríkjunum og því var óp- eran frumflutt þar í ágúst 1984. Hún verður því flutt hérlendis á ensku og eingöngu bandarískir einsöngvarar taka þátt í flutn- ingnum að undanskildum Jóni Þorsteinssyni. Píanókonsertinn var fluttur tvisvar í upphaflegri mynd á miðjum 3. áratugnum og hlaut slæman dóm gagnrýnenda. Rac- hmaninoff, sem var mjög við- kvæmur fýrir allri gagnrýni, lagði upphaflegu gerðina á hill- una og snemma á fjórða ára- tugnum kom fram ný gerð kon- sertsins, sem síðan hefur verið flutt með smábreytingum. Fyrsti kaflinn er nánast eins í báðum gerðunum, annar kafli töluvert öðruvísi en þriðji og lokakafli verksins er gerólíkur endurskoð- uðu útgáfunni. Að sögn Buket- óffs, hljómsveitarstjóra, er það mál manna að frumgerðin sé mun betri en endurskoðaða út- gáfan. Listamennirnir Einleikari á tónleikunum er bandaríski píanóleikarinn Will- iam Black og er talið að hann sé eini píanóleikarinn í dag, sem hafi þennan konsert á valdi sínu. Black hefur hlotið margháttuð verðlaun og viðurkenningar fyrir píanóleik og leikið einleik í Bandaríkjunum, Kanada og víða í Evrópu. Hann hefur frumflutt nokkra nútímapíanókonserta, t.d. eftir Aaron Copland og David Diamond. Nokkrir, söngvarar koma við sögu í óperunni Monna Vanna. Þar er merkastan að telja banda- ríska baritonsöngvarann Sherríil Milnes. Hann hefur í aldarfjórð- ung sungið í flestum óperuhús- um heims og hlotið takmarka- laust lof fyrir. í Washington Post var m.a. skrifað um eina sýningu hans: „í hvert skipti sem hann kom fram í sýningunni var óhjákvæmilegt að skynja nálægð eins mesta listamanns vorra tíma.“ Hann hefur sungið öll baritonhlutverk tónbókmenn- tanna og hvar sem komið er í hljómplötuverslanir blasir nafn hans við á hljómplötum og geisladiskum. Aðir söngvarar eru Jón Þorsteinsson, sem hefur í rúman áratug starfað í Holl- andi og syngur nú við Óperuna í Amsterdam, bandaríski bari- tonsöngvarinn Nickolas Karous- atos, sem hefur, þótt ungur sé, SherriH Milnes Blythe Walker Nickolas Karousatos Seth McCoy Igor Bucketoff Jón Þorsteinsson William Black getið sér gott orð sem söngvari austan hafs og vestan og kom nýlega fram í Boccanegra með Sinfóníuhljómsveit Chicago- borgar undir stjórn sir George Soltis, bandaríski tenónsöngvar- inn Seth McCoy, sem hefur hlot- ið mörg verðlaun fyrir söng sinn og tekið þátt í frumflutningi nokkurra verka, s.s. Utrenja eft- ir Penderecki, og bandaríska sópransöngkonan Biythe Wal- ker, sem hefur sungið mörg sópr- anhlutverk tónbókmenntanna, allt frá Mozart og Bach til Gers- hwins og Kerns. Auk þeirra tek- ur Kór Islensku óperunnar þátt í flutningnum. Kórstjóri er Peter Locke. Eins og áður sagði verður Igor Buketoff hljómsveitarstjóri á tónleikunum. Hann er Banda- ríkjamaður af rússnesku bergi brotinn. Hann lauk námi frá Juillard-tónlistarháskólanum í New York og hefur hlotið marg- ar viðurkenningar og verðlaun fyrir hljómsveitarstjórn. Hann þykir sérstaklega góður óperu- stjórnandi og er þekktur fyrir vandaðar hljóðritanir. Hann hef- ur stjórnað þekktum hljómsveit- um víða um heim, Norður- og Suður-Ameríku og Evrópu. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinmir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.