Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 14

Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1991 Frumsýn ing íkvöld kl. 21.00 Alfonso Vilallonga og Cabaret fíose a III a Söngur, stemmning, stíll IMOlílN. IBCRC Tökumadokkur: Arshátíðir, erfidn,kkjur, •0=0! 0=0=0= ö q III 0 0 0 0 „Góð meining enga gjörir stoð“ Annað bréf til menntamálaráðherra M eftir Erling Sigurðar- son frá Grænavatni Við erum höfðingjadjarfir menn Mývetningar. Þess vegna tölum við oftast við æðri menn eins og jafn- ingja okkar og ætlumst á sama hátt til svara af þeim. Ef til vill má rekja til þessa uppruna rníns það sem þér finnst vera frumhlaup mitt, að skrifa þér opið bréf í dag- blaði. En ég held að ástæða þess að ég leyfði mér slikt sé ekki síður sá skilningur minn á lýðræði, að umboð valdsmanná sé komið frá kjósendum þeirra en ekki af himn- um ofan. Því sé það meira en rétt- lætanlegt að þeir séu beðnir um skýringar finnist þegnunum ein- hveijar athafnir þeirra við stjórn landsins umdeilanlegar. í ljósi þessa skrifaði ég þér bréf- ið sem birtist þrískipt í Morgun- blaðinu 5., 6. og 7. febrúar. Síðan eru tíu dagar liðnir og mér sýnist sem þú ætlir ekki að virða mig svars. En til svars tel ég ekki „at- hugasemd" þína vegna greina okk- ar Njarðar P. Njarðvík í Morgun- blaðinu 8. febrúar, né heldur per- sónulegt símtal í sama anda. Það sama gildir um málalista frá menntamálaráðuneytinu sem ég fékk sendan. En málið er opinbert — ekki persónulegt þó að þú takir það sem slíkt. Mér finnst ég því knúinn til að ítreka bréf mitt, ekki síst vegna þess að í „athugasemd“ þinni lætur þú falla um það ýmis orð sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Ég get ekki látið eins óg þau séu rétt- mæt með því að mótmæla ekki. Þó vænti ég þess að þeir sem lásu bréf mitt sjái fjarstæðurnar í „at- hugasemd" þinni, en hafi einhveij- ir aðeins lesið hana fá þeir mjög gardeur - DÖMUFATNAÐUR Síðbuxur - fjölbreytt uml ull/terelene, bómull gallabuxur Hnébuxur,margirlitir Bein pils 62 cm síð, 72 cm síð Víð pils - buxnupils Stukirjakkar einlitir — köflóttir stuttir - síðir GÆÐAVARA - TÍSKUVARA OÓumv verzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 611680. Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14 ranga hugmynd um það. Hins veg- ar geta þeir ráðið af henni að þú hafir þar verið borinn „alvarlegum sökum“ og ómaklegum og mikið verið gert á hluta þinn og vegið að persónu þinni. Þetta má m.a. ráða af kveðjuorðunum: „í vinsemd þrátt fyrir allt.“ Hvað? Dylgjur og fullyrðingar hraktar Þú lætur að því liggja að ég vilji stefna þér fyrir landsdóm. Slíkt er hvergi orðað. Þú segist líka vera í skrifum okkar Njarðar „flokkaður í hópi þeirra VL manna forðum", og þyki þér „eriginn sómi að“. Hvorugur okkar minnist á „Varið land“ né gefur nokkurt slíkt samband í skyn. Þú segir: „ .. . fullyrt er að ég vilji að engu hafa forsendur þjóð- menningar á íslandi.“ Þetta er hvergi sagt. En vissulega höfðum við vænst þess af þér að hyggja betur að þessum forsendum en reglugerðarbreytingin gaf til kynna. Þú segir að þig „bresti geð til að sitja þegjandi í fúkyrðaflaumin- um miðjum". Ég fullyrði að hvergi í þessum skrifum er eitt orð sem hægt er að telja fúkyrði og þykir mér þú nú gerast heldur orðsjúk- ur. Orökstutt stóryrði kann það að teljast að kalla Stöð 2 „furðu- verk fjármálaspillingarinnar" hér á landi. Því var ekki til þín beint og átti ég tæpast von á að þessi orð hittu þig fyrir. Þó að „ár læsis“ sé nú liðið í menntamálaráðuneytinu er ekki hægt að taka þar upp lesskilning af því tagi sem þú hefur tileinkað þér samkvæmt þeim orðum sem ég vitna hér til. Þú talar úm „staðlausa stafi“ án þess að rökstyðja það frekar, svarar engu og gefur þar með til kynna að bréf mitt sé allt þess eðlis. Betra fyrir þig að satt væri, en því miður er reglugerðarbreyt- ing þín hörmuleg staðreynd og gagnrýni mín á því byggð. Hins vegar eru það staðlausir stafir að reglugerð þín sé um „að efni sjónvarpsstöðva skuli að minnst hálfu leyti vera islenskt efni“, en þannig er hún nú kynnt í ráðuneytinu. í henni mun að vísu vera talað um „að stefnt skuli að því“. Slíkt orðfæri leyfði ég mér að gagnrýna og gera lítið með í ljósi reynslunnar þar sem oft yrði lítið úr framkvæmd óljósra mark-' miða þótt háleit væru. Hef ég þar m.a. fyrir mér „þráttfyrir-kafla“ fjárlaganna, þar sem Alþingi fres't- ar í sífellu að láta framkvæma marga tugi lagaákvæða. Má ég úr þínu ráðuneyti aðeins minna á viðtækjagjaldið sem hirt hefur ver- ið af rikisútvarpinu undanfarin ár með þeim árangri að nú er svo komið fyrir dreifikerfinu og lang- bylgjustöðinni sem raun er á. Hvernig á maður að.taka alvarlega fögur orð þegar slík dæmi tala, og hafði þó hvassviðrið ekki bros- tið á þegar ég skrifaði bréfið? Já — slík kynning á reglugerð er „staðlausir stafir“ þegar horft er til þeirra áhrifa sem hún hefur þegar haft. Ég vitna til úttektar Morgunblaðsins á sjónvarpsefni vikuna 2.-8. febrúar sem birtist þar sunnudaginn 10. febrúar. Þá viku var íslenskt efni sent út í 22 klst. af 145 í ríkissjónvarpinu eða 15%! A Stöð 2 var árangurinn enn glæsilegri: Af 168 stundum töldust 10 íslenskar en það er minna en 6%. í Ijósi fyrstu reynslu’er því nafngift reglugerðarinnar til marks um það sem kallað hefur verið háðhvörf á íslensku. Gagnrýni á einstakt embættisverk Ég skrifaði þér að minni hyggju mjög málefnalegt bréf þar sem ég gagnrýndi ákveðna stjórnarathöfn þína — tilgang hennar, tildrög og flýti þann sem á var hafður. Hvað sem líður annars góðum vilja verð- ur mörgum það á að vinna óhappa- verk — kannski aðeins eitt. En þeim kemur fyrir ekki að tíunda öll sín góðverk til réttlætingar slíku, þó að margt fyrirgefist. Eins verða valdsmenn að skilja að það er ekki það sanja að ætla og vilja annars vegar og framkvæma og fylgja eftir hins vegar. Þetta nefndi ég í grein minni, en eftir sem áður reynir þú að réttlæta þig með því að afnuminn hafi verið virðisauka- skattur á bókum og framlög til menningarmála aukin. Það kemur þessu máli ekki við þó að hvort tveggja séu hin bestu mál. Þú segist líka svara og hafa svarað í verki „ósanngjörnum um- mælum“ þegar þetta embættisverk þitt er gagnrýnt. „Meðal annars með_því — eins og hefur legið fyr- ir lengi — að ný reglugerð um þýðingar og íslensku í útvarps- og sjónvarpsstöðvum mun senn sjá dagsins ljós. Það hef ég löngu ákveðið og marg oft tilkynnt opin- berlega.. .“ Allt er þetta sjálfsagt satt, þó að mig reki ekki minni til umræðu um þetta fyrr en eftir breytinguna á fimm ára „gömlu“ reglugerðinni um daginn. Það er líka skrýtið að breyta í skyndi reglugerð sem er í endurskoðun áður en þeirri endur- skoðun er lokið, nema ákveðið sé að ein meginbreytingin á henni eigi að verða sú sem svo mjög ligg- Hvar eru hinir 62? - Fyrirspurn til þingmanna Er þögn ykkar alþingismanna um reglugerðarbreytingu mennt- amálaráðherra sama og sam- þykki? Hvar eru nú ýmsir þeir er gjarnan taka stórt upp í sig á þingi þegar íslenskt ;nál og menning er þar rætt? Ég beini þessari spurningu sérstaklega til þeirra ykkar sem sitja í mennta- málanefndum þingsins, en aðrir eru ekki undan þegnir. Hvað veldur þögn ykkar? Er málið ekki þess vert að fara upp með það utan dagskrár? Af því hef ég ekki ennþá heyrt. Eruð þið þing- menn hræddir við aðsúg Stöðvar 2, Dévaffs og Pressunnar og ótt- ist slúðurdálkana eða finnst ykk- ur málið einskis vert? Á meðan þögn ríkir á þingi hef ég í huga orð Johannesar úr Kötlum: „Vér heiglar sem þorum hvorki að lifa né deyja. Moðir vor blygðast sín fyrir oss bræður.“ Með efablandinni virðingu, Erlingur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.