Morgunblaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
Tollstjórinn
í Reykjavík auglýsir
Starfsfólk vantar nú þegar á skrifstofu Toll-
stjórans í Reykjavík:
A) Staða féhirðis (100% starf).
B) Staða féhirðis (50% starf).
C) Staða fulltrúa á skrifstofu tollstjóra.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Toll-
stjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19, sími
600300.
Tollstjórirm íReykjavík,
20. febrúar 1991.
AUGLYSINGAR
„Au pair" - Noregur
„Au pair", ekki yngri en 17 ára, óskast til
að gæta tveggja drengja (2ja og V2 árs) í
eitt ár frá ágúst nk. Má ekki reykja.
Vinsamlegast skrifið á íslensku til Heidi
Sandvik, Sollia 2, 6150 0rsta, Norge.
jyx
/MIKUG4RDUR
Kjötvinnslumaður
Okkur vantar kjötvinnslu- eða matreiðslu-
mann til starfa sem fyrst í Miklagarð, Mið-
vangi, Hafnarfirði.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum,
ekki í síma.
Is
nasonhf
Óskum að ráða lagerstjóra.
Við leitum að duglegum, traustum og ábyrg-
um aðila. Trésmíðamenntun er æskileg en
ekki skilyrði.
Krafist er reglusemi, stundvísi og snyrti-
mennsku. Æskilegur aldur 35-55 ára.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar veittar
á skrifstofu okkar.
SERHÆFÐ RAÐNINGARÞJÓNUSTA
LAUGAVEGI 22A (BAKHÚS) - SÍMI/FAX 620022
OPIÐ FRA KL. 10-12 OG 13-15
-5
HUSNÆÐIIBOÐI
Húsnæði til sölu
2ja herbergja íbúð við Rauðarárstíg á 3.
hæð. Stærð 63,9 fm + sameign + bílskýli
og stæði. Lyfta í húsinu. Hagstæð langtímal-
án áhvílandi. Selst tilb. undir tréverk og
málningu + eldhúsinnrétting.
2ja herbergja fullbúin íbúð við Hrafnhóla.
Húsið er með lyftu. Teppi á gólfum, fallegt
útsýni. Hagstæð lán áhvílandi.
Eignarlóð fyrir einbýlishús við Stigahlíð.
Upplýsingar gefur Guðjón Styrkársson, hrl.,
Aðalstræti 9, sími 18354.
Tll SÖLU
*
Til sölu eignir þrotabús
Fiskmars hf.
Til sölu eru allar eignir, þ.m.t. vélar, áhöld,
efnislager, vöruþróun og viðskiptasambönd
þrotabús Fiskmars hf., kt. 470386-1429,
Túngötu 19, Ólafsfirði.
Meðal eigna búsins eru: llpack pökkunarvél,
loftpressa, þurrkklefi og búnaður, úðunar-
tromla, kryddmatari, blásari, olíupottur, 3
færibönd, hristari og þurrkari, gámur, band-
sög og farsími.
Nánari upplýsingar veita Hallgrímur Ólafsson
í síma 91-674437 og undirritaður í síma
96-62223.
Skriflegum tilboðum skal komið til undirritaðs
fyrir 12. mars nk.
Ólafsfirði, 25. febrúar 1991.
Skiptaráðandirm í Ólafsfirði,
Kjartan Þorkelsson.
LIS TMUNA UPPBOÐ
Málverkauppboð
Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir
næsta uppboð, sem haldið verður sunnudag-
inn 10. mars.
éroÆx/
BORG
Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík, sími 91-24211
ÞJÓNUSTA
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum við nýsmíði
eða endurbætur. Gerir tilboð ef óskað er.
Upplýsingar í síma 45487.
'AUGL YSINGAR
EDISFLOKKURINN
F É I. A (i S S T A R F
Hafnarfjörður
Landsmálafélagið Fram I Hafnarfirði heldur fund með landsfundarfull-
trúum laugardaginn 2. mars 1991 kl. 10.00 f.h.
Dagskrá:
1. Drög að landsfundarályktunum afhent og kynnt.
2. Önnur mál.
Stjórn Fram.
Fundur um
sjávarútvegsmál
Fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn
í Ásgarði við Heimagötu á morgun.'föstu-
dag kl. 20.00.
Árni Johnsen kemur á fundinn.
Áhugamenn um sjávarútvegsmál fjölmennið.
Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja.
Baldur FUS - Opið hús
Opið hús Baldurs verður haldið föstudaginn 1. mars i félagsheimili
Sjálfstæðisflokksins á Austurströnd 3, Seltjarnarnesi.
Veitingar verða bornar fram frá kl. 20.00. Hljómsveit verður á svæð-
inu. Gleðin stendur til kl. 01.00. Óvænt uppákoma. Snyrtilegur klæðn-
aður áskilinn. Gestir árshátíðar fá frímiða á besta ballstað höfuðborg-
arinnar.
Stjórnin.
ísafjörður
„Sjálfstæðisflokkurinn
gengurtil kosninga11
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum efna til almenns stjórnmálafundar á
ísafirði fimmtudaginn 28. febrúar nk. og hefst hann kl. 20.30.
Fundarstaður: Sjálfstæðishúsið, 1. hæð (Sjallinn).
Frummælendur verða fjórir efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
í Vestfjarðakjördæmi, þau: Matthías Bjarnason, Einar K. Guðfinns-
son, Guðjón Á. Kristjánsson og Jörgína Jónsdóttir.
Ennfremur Einar Oddur Kristjánsson, formaður kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi, og Óli M. Lúðvíksson, formað-
ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna é ísafirði.
Sjálfstæðisfélag Isafjarðar.
Egilsstaðir
- Fljótsdalshérað
Aðalfundur FUS Lagarins, Egilsstöðum,
verður haldinn sunnudaginn 3. mars á
Tjarnarbraut 21, kjallara, kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning landsfundarfulltrúa.
3. Gestur fundarins verður Hrafnkell A.
Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins
ÁrvaKurs, Eskifirði.
Stjórnin.
Seyðisfjörður
Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Skjaldar, Seyðisfirði, verður haldinn
föstudaginn 28. febrúar í félagsheimilinu Herðubreið kl. 21.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning landsfundarfulltrúa.
3. Bæjarfulltrúarnir Theodór Blöndal og Arnbjörg Sveinsdóttir ræða
fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar.
4. Gestur fundarins verður Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðs-
félagsins Árvakurs. Hann ræðir um fiskvinnslu og launamál.
Stjórnin.
Garðabær
ísland
og Efnahagsbandalagið
Fræðslu- og um-
ræðufundur um
Efnahagsbandalag
Evrópu og áhrif af
hugsanlegri aðild is-
landsverðurhaldinn
í veitingahúsinu
Kaffigarði v/Garða-
torg í Garðabæ
laugardaginn 2.
mars nk. kl. 13.30-
16.00.
Fundarsetning:
Pétur Stefánsson, formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar.
Frummælendur:
Gunnar G. Schram, prófessor,
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunnar,
Halldór Árnason, starfsmaður samstarfsnefndar
atvinnurekenda í sjávarútvegi.
Umræður.
Fundarstjóri: Mac|nús Gunnarsson, framkvæmdastjóri.
Kaffiveitingar. Gestir úr nágrannabyggðum velkomnir.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar.