Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1991
33 '
In memoriam:
Charles
Frönsk læknisfræði hefur trúlega
haft meiri áhrif á íslandi en flesta
grunar. Nægir þar að nefna sögu
uppbyggingar sjúkrahúsa Frakka á
íslandi en þá sögu má rekja allt
aftur til 1857 eða um 60 til 70 ár
áður en bygging Landspítalans
hefst. Það gefur augaleið að störf
Frakka hér hafa orðið íslendingum
mikil hvatning í þessum málum.
Önnur samskipti franskra lækna
við ísland hafa fengið dapurlegan
endi, eins og þegar dr. Charcot fórst
á Faxaflóa 1936 ásamt 39 félögum.
Þá sögu þarf ekki að rekja frekar.
Frakkar hafa alltaf verið og eru
meðal fremstu þjóða á sviði læknis-
fræðinnar, þess vegna er lítt skiljan-
legt hvað íslenskir læknar hafa
vannýtt sér þeirra vísindi.
Nokkrir hafa þó leitað sér þekk-
ingar þangað og nægir þar að nefna
tvo af fremstu læknum íslands, þá
Pétur H.J. Jakobsson og Úlf Gunn-
arsson, sem lengst af var spítala-
læknir á ísafirði.
En 1975 kemur prófessor
Charles Dubost frá París hingað til
Dubost
íslands í boði læknafélagsins Eir
og heilbrigðismálaráðuneytisins og
heldur hér fimm gagnmerka fyrir-
lestra um hjartaskurðlækningar á
tveimur dögum fyrir íslenska
hjartalækna og skurðlækna.
Fyrirlestrar þessir eru enn mörg-
um í fersku minni. Þetta væri ekki
svo merkilegt í sjálfu sér nema að
hér var á ferðinni einn þekktasti
hjartaskurðlæknir heims. Hann var
fyrstur til að skipta um bilaða ósæð
í manni í heiminum, aðgerð sem
fram að þeim tíma hafði verið talin
óframkvæmanleg. Hann var fyrstur
til að skipta um hjarta í manni í
Evrópu og hann var brautryðjandi
í að endurnýja lokur í hjarta.
Nú er þessi læknir farinn. Hann
lést 11. janúar sl. en spor hans í
sögu læknisfræðinnar eru óafmáan-
leg.
Eg átti þess kost að dveljast
nokkrum sinnum á 120 rúma
hjartaspítala Dubost og vinna með
honum. Hafi ég nokkurn tíma verið
í vafa um að skurðlækningar væru
listgrein þá var sá vafi ekki lengur
Minning:
Guðmundur Hólm
Fæddur 24. maí 1908
Dáinn 15. febrúar 1991
í dag er til moldar borinn vinur
minn og fyrrum tengdafaðir, Guð-
mundur Hólm. Ekki ætla ég að
rekja hér ævi hans né starfsferil,
en minnast má á að hann var einn
sex systkina og ættaður af Strönd-
um.
Vann hann lengst af við hrein-
gerningar en var starfsmaður Al-
þingis síðustu starfsár sín og var
vel látinn af yfirboðurum sínum.
Mér er ljúft og skylt að minnast
hans svo og konu hans, Gróu
Thorlacius, sem lést 16. mars 1973,
ættaðrar úr Reykjavík, með hlýhug
og þakklæti. Reyndust þau mér sem
hinir bestu foreldrar er ég var við
nám og að byija lífið.
Blessuð sé minning hans.
Bjarni Geir Alfreðsson
fyrir hendi eftir þá dvöl. Ég hef séð
marga færa menn vinna víða um
heim en nánast engan er líktist
Chai'les Dubost. Óþægilegt var að
fá slíkan samanburð hafandi kynnst
óendanlegum fjölda fúskara í þessu
fagi. Það sæmir ekki minningu
Charles Dubost að ræða það mál
hér.
Útförin fór fram í París 15. jan-
úar. Albert Guðmundsson sendi-
herra íslands í París lagði krans
að kistu þessa manns með kveðju
frá vinum á íslandi. Ég kveð með
söknuði góðan vin og kennara.
Stórblaðið Le Monde skrifar 15.
janúar eftirfarandi: „Charles Dub-
ost var einn af mestu skurðlæknum
síns tíma. Hann var einn fárra hvers
nafn táknaði sérsvið innan læknis-
fræðinnar. Charles Dubost var
brautryðjandi á sviði hjarta- og
æðaskurðlækninga og bar í því til-
liti ægishjálm yffr aðra. Hann var
fyrstur til að framkvæma margar
þær aðgerðir sem í dag þykja sjálf-
sagðar um heim allan.“
Frosti Sigurjónsson
TJöfóar til
X ifólks í öllum
starfsgreinum!
Fyrirmynd
nútíma-
ökutækja
..,
MEÐ
HYBREX
FÆRÐU GOTT SÍMKERFi
OG ÞJÓNUSTU
SEM HÆGT ER
AÐ TREYSTA.
HYBREX AX er eittfullkomnasta tölvustýrða sím-
kerfið áinarkaðnum í dag. Auðvelt er að koma
því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er
mjög sveigjanlegt í stærðum.
DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki
(AX32) 1 -32 bæjarlínur—Allt að 192símtæki
Möguleikarnir eru ótæmandi.
HELSTU KOSTIR HYBREX
• Islenskur texti á skjám tækjanna.
•Beint innval.
• Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun
þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr.
•Sjálfvirk símsvörun.
•Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram-
ákveðnum tima.
•Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum.
• Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þartil númer
losnar.
•Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi.
• Hægt er að tengja Telefaxtæki við Hybrex án þess að það
skerði kerfið.
•Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið.
•Innbyggt kallkerfi er í Hybrex.
•Langlínulæsing á hverjum og einum síma.
OKKAR STOLT ERU
ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR
Borgarleikhúsið
Gatnamálastjóri
Reykjavíkur
Gúmmívinnustofan
fslenska óperan
Landsbréf hf.
Morgunblaðið, augl.
Samband Islenskra
sveitarfélaga
Securitas
Sjóvá-Almennar
ofl. ofi. ofl.
.fáfið
Heimilistækí hf
msœawsi* Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00
Iffeíf■ (/cd i sanautajjtm,
1*00