Morgunblaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 Sigríður Skagan - Fædd 21. janúar 1900 Dáin 19. febrúar 1991 Mig langar með nokkrum orðum að minnast þeirrar sómamanneskju Sigríðar Jennýjar Skagan, er lést í Hjúkrunarheimilinu Skjóli 19. febr- úar sl. Þrátt fyrir að ég hafi ekki þekkt frú Sigríði nema allra síðustu æviár hennar, sitja eftir í huga mínum <sterkar minningar um einstaklega kærleiksríka og hjartahlýja mann- eskju. Aður en frú Sigríður fluttist að Skjóli dvaldi hún á öldrunarheimil- inu í Hafnarbúðum í Reykjavík. Urðu mín fyrstu kynni af henni er ég ók eiginmanni hennar, sr. Jóni Skagan, sem þá var heimilismaður í Skjóli, í heimsókn til hennar. Það sem ég tók strax eftir í fari þessara heiðurshjóna og snart mig djúpt var hversu kærleiksríkt og innilegt sam- band var þeirra í milli. Sérstaklega minnist ég þess að þegar þau kvöddu hvort annað tók sr. Jón í hönd konu sinnar og fór með hljóða bæn. Árið 1988 fluttist frú Sigríður svo til eiginmanns síns að Skjóli. Veit ég að það var þeim báðum mikið gleðiefni að fá að njóta síðustu æviára sinna í samvistum hvort við annað. Sr. Jón Skagan lést 28. feberúar 1989 og nú fylgir frú Sigríður manni sínum. Ég veit að heimkoma hennar verður henni fagnaðarefni og þar bíður opinn faðmur eiginmanns hennar. Um leið og ég kveð frú Sigríði Jenný Skagan þakka ég henni og manni hennar, sr. Jóni Skagan, okk- ar góðu kynni og bið algóðan Guð að blessa eftirlifandi dætur þeirra hjóna og alla aðstandendur. Minningjn um þessi kærleiksríku hjón mun lifa. Árni Hver fógur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er við aðr^vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson) Þessar ljóðlínur komu mér í hug þegar ég frétti lát Jennýjar Skagan, elskulegrar móður vinkonu minnar Maríu. Mig langar að minnast henn- ar með nokkrum orðum og þakka henni alla hennar góðvild í minn garð. Jenný var falleg og yndisleg kona. Hún trúði og treysti á Guð og bugaðist ekki þó sorg væri í hjarta hennar. Ljósið hennar er slokknað í þessari jarðvist en lýsir bjart á himnum og lýsir okkur sem eftir lifum og söknum hennar, en við vitum að nú líður þessu blessaða ljósi vel og óskar þess að okkur líði líka vel. Hjartans kveðja til elsku Maju minnar og Kittý. Blessuð sé minning hennar. Dísa Það er til það fólk sem við mætum á lífsleiðinni, sem hefur eitthvað það við nærveru sína, að ætíð, þegar hugsað er til þess, sjáum við það fyrir okkur í mikilli birtu. Þannig hefur mynd Sigríðar Jenny Skagan alla tíð verið í huga mínum, frá þeirri stundu er ég hitti hana í fyrsta skipti. En það var vorið 1976 að ég kom á heimili hennar og manns hennar, séra Jóns Skagans, í Sólhei- munum. Erindi mitt á þetta heimili var þá að hitta dóttur þeirra Maríu Skagan skáldkonu. Var ætlun mín að gera útvarpsþátt um Maríu og skáldskap hennar. í fyrsta sinn er éggekk inn á heimilið hennar Jenny, þótti mér það engin tilviljun, að staðurinn skyldi heita Sólheimar. Að vísu flæddi hlý vorsólin inn um stofugiuggana, en það var ekki ein; Jenný ■Minning ungis sá nærandi kraftur, sem ég átti reyndar sjálf aðgang að í stofun- um mínum heima, það var sú gagn- takandi innri birta sem, fylgdi þess- ari konu, sem engan lét ósnortinn, og gerði það að verkum, að á þetta heimili kom ég alltaf þegar stund gafst í amstri daganna, aðeins til að sækja mér vermandi hlýju og hlaða hversdaginn þessari birtu sem á engan hátt er hægt að útskýra, nema fyrir þeim sem hafa átt því_ láni að fagna að hafa fengið að sitja í eldhúsinu hjá henni Jenny og gæða sér á neskaffi og öllu því besta sem hún fann í boxunum sínum, sitja svo þarna og hlæja með henni og fá hana til að segja sér frá lífi sínu. Þarna í eldhúsinu sagði hún mér frá foreldrum sínum, en Jenny var fædd að Sævarlandi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Faðir hennar var Gunnar Eggertsson bóndi og formaður og móðir hennar var Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir. En Jenny var tveggja ára, þegar þau fluttu að Selnesi á Skaga. Hún sagði mér að .faðir hennar hefði verið duglegur og vinnusamur bóndi, en í umönnun á skepnunum á bænum hefði það alltaf verið aðalatriði að hestur konu hans væri vel jámaður. Jenny sagði mér, að þessa um- hyggju hefði móðir hennar kunnað vel að meta, enda þurfti hún í starfí sínu sem Ijósmóðir í þessari af- skekktu sveit að vera á sífelldum erfiðum ferðalaögum og hefði það verið henni mikill styrkur að vera á vel járnuðum góðum hesti. Jenny brosti til mín þegar hún var að segja mér frá þessu. „Þetta var hans ást- atjátning til hennar," sagði hún, „þó fremur væri hann spar á gæluyrði." Og hún sagði mér að það hefði ver- ið henni dýrmætt að fá að alast upp á heimili, þar sem slíkur kærleikur hefði ríkt milli foreldra. Ég velti því stundum fyrir mér, hvort þarna væri leyndardóminn að finna á þess- ari birtu, sem ég sótti í, með því að fá að vera nálægt Jenny. Ef ég hafði orð á þessu við hana, þá hló hún og sagði: „Það varst þú sem komst með birtu inní stofuna til mín, í fyrsta skipti sem þú komst hingað til okkar, þú komst með þessa birtu í burðarrúmi. Og þegar við lyftum sænginni og í Ijós kom lítill hnoðri, var kominn sólargeisli inn á þetta gamla heimili." Þetta var reyndar þannig að í þessari fyrstu heimsókn minni til þeirra mæðgna hafði ég með mér tveggja mánaða gamlan son minn. Jenny settist hjá burðarmminu hans, og sagði: „Nú skuluð þið María tala um skáldskap, ég verð hjá liila vininum." Og sem ég sat þarna lengi dags, og ræddi við Maríu um allt milli himins og jarð- ar, því við urðum strax slíkar vin- konur að okkur fannst eins og við hefðum þekkst í mörg ár, þá heyrði ég litla manninn ambra í hinum enda stofunnar, og sem ég ætlaði að spretta upp og fara að sinna honum, sá ég að Jenny hafði orðið fyrri til. Tók hún sængina af litlum peyja og hlúði að honum. Einhver kyrrð var yfir þeim báðum í þessu hefðbundna "bleiurituali. Síðan sett- ist hún við hlið hans og horfði niður í rúmið til hans, það var rétt eins og þau væru í djúpum samræðum. Þetta var falleg mynd að horfa á, enda geymist hún enn í huga mér, þó liðin séu 15 ár. Fallega gamla konan með silfurhvíta hárið í ljós- bláu peysunni, horfandi með alvar- legri ástúð á lítinn dreng undir hvítri sæng, björt stofan og við hlið þeirra stóð ræktarleg friðarlilja á borði, blómið sem alltaf mun minna mig á Jenny. Ég man að ég hugsaði sem ég horfði á þau þarna í þessari und- arlegu kyrrð: „Svona tala englarnir hver við annan.“ Hann naut góðs af því hann litli sonur minn að kynnast þessum bamgóðu konum, Maríu og Jenny. Aldrei kom ég svo til þeirra að þær þyrftu ekki að spyrja mig um hann. Hvort komin væri ný tönn eða hvort farið væri að sjanda upp við stól óstuddur. Og þegar ég sagði þeim frá því, að líf hans og yndi væri að hlusta á harmonikkúmúsík, tóku þær upp á hljóðsnældu alla þá harm- onikkumúsík sem þær heyrðu spil- aða í útvarpinu í nokkra daga og kunni piltur vel að meta þessa ein- stöku hugulsemi, og ærðist af lífs- gleði og fjöri þar sem hann dinglaði í hopprólunni sinni og hlustaði á þessa dillandi tóna, seijj voru sendir honum frá Sólheimum. Hún Jenny var 18 ára, þegar hún fluttist úr foreldrahúsum hingað til Reykjavíkur. Þá geisaði spánska veikin í höfuðborginni. Var hún ötul við að hjúkra fólki, og við marga sóttarsængina hefur hún miðlað af birtunni sinni og umhyggju. Við hlógum stundum að því við Jenny, þegar ég kom til hennar af leikæf- ingu niður í Iðnó, og var að segja henni frá viðburðum dagsins, hvað hún þekkti vel allt í sambandi við húsaskipan í gömlu Iðnó, sérstak- lega allt baksviðs og í eldhúsinu, því þama hafði.hún verið í hús- stjórnarskóla hjá frú ísafold Ha- kensen, rétt eftir að hún kom til bæjarins. Síðan hafði hún unnið í fjögur ár í Ritfangaverslun Bjöms Kristjánssonar og gat með því móti stutt unnusta sinn, Jón Skagan, til náms. En þau giftust síðan árið 1924. Og vígðist Jón það sama ár sem prestur til Landeyjaþinga. Bjuggu þau að Bergþórshvoli í 20 ár. Og á þeim fræga sögustað fædd- ust dætur þeirra tvær, María, f. 1926, og Ástríður, f. 1933. En hún dó árið 1969 og varð þeim hjónum mikill harmdauði. En María, hin bráðvelgefna og efnilega dóttir þeirra, var aðeins 18 ára þegar hún gekk létt í spori einn bjartan vetrar- dag á leið í heimsókn til vinkonu sinnar, en rann þá á svellbunka sem var á gangstéttinni, og féll á bakið með þeim afleiðingum að hún skaddaðist svo í hryggnum, að síðan hefur hún mátt beijast alla ævi við mikla fötlun og þjáningu. En feg- urra samband milli dóttur og móður hef ég aldrei séð. Það var eins og hugur þeirra væri alltaf upptekinn af því hvað þær gætu best gert hvor fyrir aðra. í síðasta skipti sem ég heimsótti Jenny var hún komin á Hjúkrunarheimilið Skjól hér niður við Höfnina. Við settumst saman inn í setustofuna og horfðum út um gluggana á sjóinn. Hér var engin friðarlilja sem prýddi annars fremur snyrtilega setustofu sjúkrahússins. En birtan óútskýranlega var enn. Því hún fylgdi þessari konu allt til æviloka. Þessi innri birta, sem góðar mannssálir hér á jörð öðlast. Það er næstum eins og Guð sjálfur hafi tekið upp á því að krýna sitt besta fólk þessum bjarta sigurkransi, sem ósjaldan er áunninn gegnum þján- ingu og sorg í sviptingum lífsins. Hún spurði mig hvemig drengurinn sem kom í burðarrúminu til hennar í Sólheimunum hefði það. Ég sagði henni allt um afrek hans sem voru nú orðin öllu tilkomumeiri heldur en að vera farinn að skarta nýrri tönn. Hún brosti til mín bjarta bros- inu sínu og sagði svo, að sér þætti mikið gott að sjá mig, það væri bara það, að sér væri það ennþá rneira virði, ef ég notaði heldur dýr- mætan tíma minn í það að heim- sækja hana Maríu sína. Ég sagði líenni að þær ypyji #r6í>í. ar með þetta mæðgurnar, því þetta væri nákvæmlega það sama og María hefði sagt við mig, henni þótti tíma mínum miklu betur varið með því að ég gleddi heldur mömmu sína með nærveru minni. Og læt ég hér að lokum fylgja ljóð sem María orti til móður sinnar fyrir nokkrum árum. Það var komið nærri jólum. Hún hafði lengi verið sjúklingur og notið umönnunar í húsi Sjálfsbjargar inni í Hátúni. Jólagjöfin fæst í Blómahorninu segir útvarpið. ' En ég kemst ekki lengra en að glugganum í ganginum hvaðan sér yfir skrautlýsta borg. Hvar get ég fundið rós handa þér móðir mín góð? Fjölæra rós sem bæri þér angan þeirra orða er dýrust liggja mér á tungu - svo einfóld hlý og ósegjanleg. Guðrún Ásmundsdóttir Það var árið 1924 að síra Jón Skagan var settur prestur í Landeyj- um og bjó á Bergþórshvoli, kona hans var frú Sigríður Jenný Gunn- arsdóttir frá Selnesi á Skaga. Þar er landið töfrandi fagurt, nokkrir bæir standa þar í þyrpingu á túni sem liggur að klettóttri strönd. Það- an var útræði á æskudögum Jennýj- ar. Margt glaðvært og elskulegt fólk ólst þar upp. Ekki efa ég það að Jenný hefur verið dáð og hrókur alls fagnaðar í leikjum og störfum norður þar. Þegar tal okkar barst að æskuárum Jennýjar ljómuðu augun og hún sagði lágum hlýjum rómi „Ó, það var svo yndislegt" eða ^„Hvílíkt eftirlæti að hafa alist þar upp“. Jenný hafði aldrei mörg orð um hlutina en þau meitluðust í mig hvort sem það var í gleði eða sorg, sem þau voru töluð. Síra Jón og faðir minn voru starfsfélagar. Faðir minn var orgelleikari og sá um hljómlist í kirkjunni á Krossi á messudögum í Áustur-Landeyjum. Þess vegna mynduðust með fjöl- skyldu foreldra minna og prests- hjónanna vináttutengsl, sem aldrei rofnuðu. Jenný var gáfuð og glæsi- leg kona, hún prýddi umhverfi sitt hvar sem hún fór. Hún var fljót að finna hvar hún gat gott gert og gerði það. T.d. var það sumar eitt að móðir mín forfallaðist og komst ekki í ferðalag með kvenfélagskon- unum í Austur-Landeyjum sem far- ið var til Víkur í Mýrdal. Jenný bætti síðar úr og bauð móður minni með sér til vinkonu sinnar sem bjó í Vík, ég var tekin með þá 10 ára gömul. Við fórum með áætlunarbíln- um, þetta var þriggja daga ferðalag í sól og sumaryi, ógleymanlegt. Seinna um vetur lá móðir mín um tíma á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þá sáum við heimilisfólkið á Bólstað dag einn hvar kona kom ríðandi á fallegum hesti, það var Jeriný. Hnakktaska hennar var full af dýr- indis smákökum, sem hún hafði bakað handa okkur krökkunum og gaf okkur ásamt konfektkassa. Milli bæja var löng leið og yfir vatnsfall að fara. Affallið rann austan við túnið á Bergþórshvoli og var oft vatnsmikið og straumþungt áður en Markarfljót var beislað. Jenný var ekkert að hugsa um það þó að hún væri ekki heilsusterk. Hún fékk blóðtappa á fyrstu búskaparárum sínum á Bergþórshvoli og beið þess aldrei bætur. Jenný var listræn og í veikindum sínum notaði hún tím- ann til að skera út í tré og mála þegar hún gat, með þessum munum skreytti hún heimili sitt, sem var ævinlega hreint og fagurt. Heimili prestshjónanna var mannmargt, tveir bræður síra Jóns og faðir þeirra voru þar í heimili og móðir frúarinnar, Ástríður, átti þar heima í elli sinni, þar var einnig mjög gestkvæmt. Heimilishaldinu stjórnaði frú Jenný af miklum myndarbrag, hún stundaði nám í hússtjórn í Reykjavík þegar hún hafði ákveðið lífsstarf sitt, vel skyldi að öllu staðið. Nóg var að starfa á Bergþórshvoli þótt oft hafi verið stúlka til hjálpar auk dætra þeirra hjóna, Maríu ogÁstríðar. Unnu þær úti sem inni eftir þörfum, þá var . hr^t.Qg.dugleg.. r. .. ..: Árið 1944 fluttu prestshjónin og dætur þeirra til Reykjavíkur, skömmu seinna brast heilsa Maríu en hún lagði ekki árar í bát, skrif- aði, orti og gaf út bækur. Móðurást frú Jennýjar var mikil og hún veitti hana óspart. Ég birti hér ljóð úr bókinni Draumljóð eftir Maríu, þar er augljóst hvað tilfínningaböndin voru heit og fögur milli mæðgnanna. Manstu mamma hvemig þú söngst mig i svefn þegar húmaði söngst svo draumamir vöknuðu og ævintýrin urðu að veruleika Manstu elsku mamma löngu, löngu síðar þegar þú sast hjá mér sjúkri og söngst með gömlu röddinni þinni sem enn var björt og"hlý svo vorið það vaknaði á ný. Ástríður var lærður fótaaðgerð- armaður og starfaði á stofu í Lond- on við lækningar á fótum. Hún lést 36 ára gömul frá fullu starfi. Ástríð- ur var hugljúf yndisleg stúlka og var sár harmur kveðinn að móður hennar, föður og systur og öllum sem hana þekktu. Hjúkrunarkonan Sigríður Kristín Lister var æskuvin- kona Ástríðar og var með henni í London. Eftir lát Ástríðar gerðu Jenný og Jón hana að kjördóttur sinni. Hún reyndist þeim hjónum með afbrigðum vel, og nú þegar ég vottaði Maríu samúð mína við andl- át móður sinnar og sagði „Nú ert þú orðin ein eftir.“ „Aldeilis ekki,“ sagði þá María. „Hún Kiddý er hjá mér og betri systur er ekki hægt að hugsa sér.“ Þetta er vitnisburður sem Kristín Lister fær frájieirri konu sem þekk- ir hana best. Ég bið þeim blessunar. Ég kveð nú vinkonu mína Jennýju Skagan þakklátum huga fyrir sérs- taklega góðar og hlýjar móttökur alltaf, og mikla tryggð við mig og mitt fólk. Ingibjörg Björgvinsdóttir 19. febrúar sl. andaðist frú Sig- ríður Jenný Skagan í Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík. Langri ævi er lokið því Sigríður Jenný var aldamótabarn, fædd 21. janúar 1900. Það er oft sagt, að hinir svoköll- uðu aldamótamenn hafi lifað þær mestu breytingar sem hér á landi hafa orðið á mörgum liðnum öldum. Sigríður Jenný var fædd á Sævar- landi í Skagafjarðarsýslu en fluttist með foreldrum sínum, Ástríði Jóns- dóttur og Gunnari Eggertssyni, ásamt Áslaugu, systur sinni, að Selnesi á Skaga, tveggja ára gömul. Þar byggði Gunnar Eggertsson nýtt íbúðarhús af miklum dugnaði ásamt konu sinni, Ástríði, sem auk þess að geg-na húsmóðurstörfum á stóru heimili var jafnframt ljósmóð- ir í sveitinni um áratuga skeið. Gunnar stundaði einnig sjósókn og var formaður á bát sínum ásamt margþættum störfum við bú sitt, sem var stórt og myndarlegt. Þær systur, Áslaug og Sigríður Jenný, eða Jenný eins og hún var köllpð, vöndust því öllum venjuleg- um bústörfum og einnig að aðstoða föður sinn við sjósóknina t.d. með því að beita línu, sem Jenný sagði að hefði getað verið kaldsamt á vertíðinni. Þegar Jenný var orðin átján ára fór hún til Reykjavíkur til að mennt- ast og sjá sig um í veröldinni. Var hún fyrst á hússtjórnarskóla hjá frú Haakonsen í einn vetur. Því næst vann hún við afgreiðslu í verslun Ingibjargar Johnson í nokkra mán- uði og síðan næstu fjögur árin í Verslun Björns Kristjánssonar, en sem kunnugt er var sú verslun ein af stærstu verslunum í Reykjavík á þessum árum, þekkt fyrir vandaðar vörur og mikið verslað þar. Vinnu- dagurinn var oft langur, mikið að gera og auðvitað alltaf opið laugar- daga sem aðra virka daga. Á þessum árum trúlofaðist hún Jóni Skagan guðfræðinema og varð hans æviförunautur. Þau höfðu alist upp í sömu sveit og þekktust því nokkuð vel, en Jón hafði verið á bát föður hennar á vertíð og einnig kaupamaður um sumartíma. Þegar Jón ’hafði lokið guðfræðíirámi árið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.