Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 43

Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 43
R ivi MORGUNBIAÐIÐ 11MMTUDAGUR E8: REBRÚAR' 1991 43 Bíldshöfða 10 Snni 674511 Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19 . Laugardaga kl. 10-16. Aðra daga kl. 13-18 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS x htrA Hafðu samband og við veitum allar nánari upplýsingar. Síðumúla 37 Sími 687570 Fax 687447 Skilningnr og hjarta- hlýja GoldStar Símkerfin hjá ístel fást í mismunandi stærðum sem henta hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er, þar á meðal eru hin vinsælu Goldstar símkerfi. Einkamiimi, skilaboð, handfrjáls notkun, langlínulæsing. Vaknió til lífsins! Rás 2 Oþörf ljósanotkun Til Velvakanda. Með skömmu millibili hefí ég lesið tvo greinarstúfa í Morgunblaðinu, hvar amast er við hinni miklu ljósa- notkun og skyldu bílstjóra að nota ljós á björtum degi. Mér þykir furðu gegna hversu ökumenn hafa sýnt þessari reglu mikla hógværð, að skylda bifreiðastjóra til að hafa öku- ljósin á björtum degi sem um nótt væri. Slíkt nær vitanlega ekki nok- kurri átt, margra hluta vegna, ekki síst þó vegna þess hversu mikið verra er að mæta ljósabíl en ljóslaus- um á björtum degi. Ég tala nú ekki um, þegar háu ljósin glampa í augum þess er móti kemur, eins og bjart sólarljós úti við sjóndeildarhring. Ég fer sjaldan svo út á veg að ég mæti ekki bílum með háu ljósin, svona innan um og samanvið, — það er nú e.t.v. ekki meira tillitsleysi en margt annað í fari okkar ágætu ökumanna. Ég ætla ekki að hafa öllu fleiri orð um þetta, en vænti þess að regl- um um ljósatíma ökutækja verði breytt sem allra fyrst, og áður en sumar gengur í garð. Lögboðinn ljós- atími ætti að vera þegar birta er skert, s.s. vegna veðurs eða nátt- myrkurs, og sá sem getur ekki greint þar á milli ætti alls ekki að hafa vélknúið farartæki undir höndum. Það er sjálfsagt einhver sparnaður að minni ljósanotkun, og að sjálf- sögðu er það ástæðulaust að ausa svo af auðlindum jarðarinnar, sem svo augljóslega er gert með þessari miklu ljósanotkun Auk þess er þetta bruðl og sóun auðlinda, sem okkur er trúað fyrir, en eigum ekkert í. Jarðarinnar börn nútímans hugsa þó harla lítið um slíka hluti, en gæti komið einhveijum í koll, þegar fram líða stundir. Gunnar Gunnarsson Til Velvakanda. Það er ekki hægt að lýsa þeirri gleði sem bjó í bijósti okkar mæðgna þegar við fengum afhent- an nýja Favoritinn okkar, fyrsta nýja bílinn sem við höfðum eign- ast. Við eyddum fyrstu helginni í að pússa og bóna, límdum meira að segja rönd á hlið bílsins sem þar með fékk það yfirbragð sem við vildum að hann hefði, allir áttu að sjá að þarna færi dekurbíll. Á sama hátt er ekki hægt að lýsa sorginni þegar 17 ára dóttir mín varð fyrir því óláni aðeins nokkrum dögum seinna að missa dekurbílinn út af launhálli Reykja- nesbrautinni. Þótt bíllinn væri gjör- ónýtur þökkuðum við fyrir að hún skyldi ekki slasast, en samt var sorgin stór. Ekki þýddi að gefast upp og þótt sjálfsábyrgðin í húftrygging- unni væri há miðað við fjárhag okkar ákváðum við að freista þess að kaupa annan Skoda Favorit og er hér komið hið eiginlega tilefni þessa bréfs. Þegar forstöðumenn Jöfurs hf. höfðu heyrt um ólán okkar sögðu þeir við okkur að þeir skyldu gera sitt og létta undir með okkur svo að við gætum ekið stoltar á njum Favorit eins og áður. Þeir létu ekki sitja við orðin tóm og nú gleðjumst við mæðgurnar ekki einasta yfir því að áka á nýjum Favorit, enn einu sinni höfum við mætt skilningi og hjartahlýju ókunnugs fólks í þjóðfélaginu sem margir telja svo fírrt og kalt. Hafið innilega þökk. Rafnhildur Björk Eiríksdóttir 750 fyrirtæki og stofnanir eru með símkerfi frá Istel Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. HINN EINI OG SANNI BÍLDSHÖFÐI Kókó/Kjal Blómal Madar * ■ STORUTSOLU , ■ MARKAÐURINN * VESTURLANDSVEQUR STRAUMUR |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.