Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 2
28 2... þar var smyglinu upp í lítinn sendlabíl sem annar mannanna ók af stað á... Vífilsstaða■ vatn 4 Loks króaði Hafnarfjarðarlögreglan bílinn af við kirkjugarðinn i Hafnarfirði 1 Tveirmenn sóttu smygiið á litlum hraðbáti að 6-bauju um 2 sjómílur NV af Gróttu og lögðu uppað í Stálvík.. J' ~C 3 Fljótlega ók maðurinn á bíl tollvarða og síðan á ofsahraða áfram upp Vífilsstaðaveg 5 Hinn maðurinn héit til Kópa- vogs á bátnum og var handtek- inn við bryggjuna í Kársnesi Morgun blaðið/Júlíus Sverrir Lúthersson tollvörður við plastbrúsana þar sem í eru um 600 lítrar af vodka. Sverrir heldur um baujuna sem kastað var út til að auðkenna farminn. 600 lítrar af smygluðum vodka sóttir á haf út: Sex skipverjar á Lax- fossi játa að eiga SEX skipverjar af Laxfossi, skipi Eimskipafélagsins, hafa játað að vera eigendur rúmlega 600 lítra af vodka, sem rannsóknardeild toll- gæsiunnar lagði hald á í fyrrinótt eftir eftirför við mann á sendibíl milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Tveir hjálparmenn skipverjanna fóru á yfirbyggðum plastbáti móti Laxfossi út að sexbauju og tóku áfengið um borð eftir að skipveijarnir höfðu varpað því útbyrðis í plastbrúsum festum við bauju. Síðan var plastbátnum siglt að viðlegu Stálvíkur í Garðabæ og þar var smyglið flutt í sendibíl sem annar mannanna ók á brott en hinn lét úr höfn. Tollgæsla sat þar fyrir mönnunum en þegar reynt var að stöðva för sendibílsins vár honum ekið á bíl tollgæslunnar og síðan á brott á miklum hraða. Tollverðir kölluðu til lögreglu og veittu sendibílnum eftirför að Vífíls- stöðum og síðan eftir svokallaðri Flóttamannaleið að Hafnarfírði. Þar kom Hafnarfjarðarlögregla á móti smyglið og var sendibíllinn króaður af við kirkjugarðinn í Hafnarfírði og mað- urinn handtekinn. Félagi hans á bátnum var handtekinn þegar hann lagði að í Kópavogi. í sendibílnum voru um 30 plast- brúsar fullir af vodka. Mennimir tveir voru í haldi um nóttina en við rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins játuðu sex skipveijar á Lax- fossi að hafa keypt um 600 lítra- flöskur af vodka í Hamborg, hellt áfenginu yfír á plastbrúsa og varp- að þeim fyrir borð skömmu áður en skipið kom til hafnar í Reykjavík. Sæfang hf. og Guðmundur Run- ólfsson hf. Grundarfirði: Heimalöndunarálag og laun fiskverka- fólks hækka um 10% HEIMALÖNDUNARÁLAG á þorski og ýsu var hækkað úr 30% í 40% og laun fiskverka- fólks um 10% hjá útgerðarfélag- inu Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði og fiskvinnslufyr- irtækinu Sæfangi hf. I gær. Hjá Sæfangi hf. vinna á milli 55 og 60 manns. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdasfjóri Vinnu- veitendasambandsins, segist ekki hafa áhyggjur þó eitt fyrir- tæki hækki laun starfsfólks ein- hliða. Að sögn Guðmundar Smára Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækjanna, var þessi ákvörðun um hækkun byggð á þeim hækkunum heimalöndunará- lags, sem útgerðarfyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu lögðu til fyrir síðustu helgi. „Við treystum okkur hins vegar ekki til þess að setja þetta á allan fisk, en á móti ætlum við að bæta kjör fískverkafólksins. Við settum því nýjan lið inn í launa- töfluna, sem heitir flæðilínuálag og hljóðar upp á 10% af grunn- kaupinu. Sjómenn fengu verulega hækkun hjá okkur um síðustu ára- mót, eða 12-15%, og við treystum okkur ekki til að verja það að sjó- menn fengju enn og aftur verulega hækkun og landverkafólkið sæti eftir. Það er geysilegt vinnuálag á flæðilínunni, og afköstin hafa auk- ist gríðarlega, þannig að starfs- fólkið er í sjálfu sér aðeins að fá hluta af þessari hagræðingu til baka,“ sagði Guðmundur Smári. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segist ekki hafa áhyggjur þó eitt fyrirtæki hækki laun starfsfólks einhliða. Hann sagði rangt að tengja þetta með einhveijum hætti við flæðilínuna. Hún hefði skilað mikilli hagræð- ingu og stærri hluti hennar hefði komið í hlut starfsmanna en fyrir- tækjanna. „Það kann að vera að sá órói sem nú gerir vart við sig í sjávarút- veginum sýni að eitthvað mikið sé að í tekjuskiptingakerfí sjávarút- vegsins annars vegar og annarra landsmanna hins vegar. Þetta eru e.t.v. fyrstu merki þess að kerfið sem við búum við fái ekki staðist," segir Þórarinn. Vistun Steingríms Njálssonar: Kröfunni vísað frá sakadómi SAKADÓMUR Reylg'avíkur vísaði fyrir kynferðisafbrot gegn ung- í gær frá ákæru um að Steingrími um drengjum, yrði gert að sæta Njálssyni, margdæmdum manni hælisvist. Ríkissaksóknari hefur . skotið málinu til Hæstaréttar. Kjaradeila flugmanna hjá Flugleiðum: Yilja hærri greiðslur fyrir pappírsvinnuna Sólrún syngnr í Miinchen SÓLRÚN Bragadóttir sópran- söngkona hefur verið ráðin til að syngja sem gestur við ríkisóperuna í Miinchen i maí næstkomandi, en þar mun hún syngja hlutverk Paminu í Töfraflautunni eftir Mozart. Ríkisóperan í Miinchen er virtasta óperuhús í Þýska- landi. Sólrún sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mik- ill heiður að fá að syngja við ríkisóperuna. Með þvi væri hún komin í innsta hring óperu- söngvara í Þýskalandi. Hún er fastráðin við óperuna í Hannov- er, en auk þess hefur hún gert hliðarsamning við óperuna í Diisseldorf. Samningurinn við ríkisóperuna í Munchen var staðfestur í gærmorgun, en að sögn Sólrúnar á hann sér nokk- um aðdraganda. GEIR Garðarsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, segir að flugmenn fari ekki fram á hækkun grunn- launa í kjarakröfum sínum gagnvart Flugleiðum en vilji fá hærri álagsgreiðslur því vinnuálag hafi aukist. Geir seg- ir að pappírsvinna heimavið hafi einnig aukist en samkvæmt samningum fá flugmenn greidd 5% af grunnlaunum, sem er skilgreint í samningum sem handbókargjald og segir Geir að megi reikna til mánaðar- vinnu flugmanna á ári. Hafa flugmenn farið fram á að greiðslur fyrir handbókargjald- ið hækki í 10% og vaktaálag hækki úr 15% í 33%. „Heima- vinnan hefur aukist. Það er allt- af verið að bæta meiri pappírs- vinnu á okkur,“ segir Geir. . Auk boðaðs verkfalls flug- manna hjá Flugleiðum 29. mars hafa þeir boðað féiaginu sólar- hrings vinnustöðvun í hverri viku í framhaldi af því takist ekki samn- ingar, að sögn Geirs. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í gær að málið væri í algerri biðstöðu. Ekki hefur verið boðaður sáttafundur í deil- unni. Að sögn Geirs lögðu flugmenn fram þá tillögu á sáttafundinum sl. laugardag að skipuð verði fjög- urra manna viðræðunefnd flug- manna og fulltrúa Flugleiða, sem hafí sérþekkingu á þessum málum, en flugmenn vilja ekki ræða við samninganefnd Flugleiða á meðan hún er skipuð fulltrúum frá Vinnu- veitendasambandinu. Telja flug- menn að fulltrúar VSÍ hafi ekki AÐFARANÓTT þriðjudags and- aðist Kári Jónsson fyrrverandi stöðvarsljóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Kári var fæddur 27. október 1933, sonur hjónanna Unnar Magnúsdóttur og Jóns Bjömssonar verslunarmanns. Kári stundaði almenn verslunar- störf á Sauðárkróki, fyrst í verslun Haraldar Júlíussonar og síðar í Verslunarfélaginu sf., en árið 1966 gerðist hann starfsmaður Pósts og síma. Hann gegndi þar fulltrúa- störfum um árabil, en var stöðvar- stjóri frá árinu 1983 til 1985 er hann lét af störfum sökum heilsu- brests. Kári var alla tíð virkur félags- maður í Sjálfstæðisfélagi Sauðár- næga þekkingu á vinnutímaregl- um flugmanna. „Við viljum að teknar verði upp nútímalegri regl- ur en hér tíðkast meðal annars um áhafnaskipti í næturflugi. Við höfum boðið þeim upp á rýmkaðri vinnutímareglur en þeir vilja ekki ræða það,“ sagði Geir. króks og gegndi fyrir það mörgum trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í bæjarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn kjörtímabilið 1962-66. Einnig var hann mikil- virkur félagi Leikfélags Sauðár- króks, en þar lék hann mörg og stór hlutverk og leikstýrði einnig mörgum verkum fyrir félagið á blómaskeiði þess. Þá var hann um margra ára skeið fréttaritari Morg- unblaðsins á Sauðárkróki. Hin síðari ár lét Kári málefni Sögufé- lags Skagfirðinga og Safnahússins til sín taka, og var hann um ára- bil formaður Safnahússstjómar. Eftirlifandi eiginkona Kára er Eva Snæbjamardóttir, og áttu þau tvo syni, Ola Björn, framkvæmda- stjóra í Reykjavík, og Guðjón Andra, nema. Kárí Jónsson íyrrv. stöðvarsljóri látinn Niðurstaða sakadóms var annars vegar byggð á því að maður yrði aðeins dæmdur til hælisvistar sam- kvæmt 65. grein hegningarlaganna í tengslum við eitthvert ákveðið brot, en krafa ákæruvaldsins byggðist ekki á því að maðurinn hefði gerst sekur um ákveðið brot heldur var aðeins krafíst öryggisráðstafana vegna hættu á því að hann fremdi brot. Hins vegar byggðist frávísunin á því að sama krafa hefði áður verið höfð uppi og þá verið vísað frá í Hæstarétti á þeim forsendum að ekki hefði verið sýnt fram á að gæslan gæti farið fram annars stað- ar en i fangelsi. Taldi dómurinn að forsendur væm óbreyttar hvað þetta varðar frá því að dómur Hæstaréttar gekk. Morgunblaðið þakkar Kára Jónssyni heillarík störf í þágu blaðsins, og sendir eftirlifandi konu hans og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur við fráfall hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.