Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 2
28 2... þar var smyglinu upp í lítinn sendlabíl sem annar mannanna ók af stað á... Vífilsstaða■ vatn 4 Loks króaði Hafnarfjarðarlögreglan bílinn af við kirkjugarðinn i Hafnarfirði 1 Tveirmenn sóttu smygiið á litlum hraðbáti að 6-bauju um 2 sjómílur NV af Gróttu og lögðu uppað í Stálvík.. J' ~C 3 Fljótlega ók maðurinn á bíl tollvarða og síðan á ofsahraða áfram upp Vífilsstaðaveg 5 Hinn maðurinn héit til Kópa- vogs á bátnum og var handtek- inn við bryggjuna í Kársnesi Morgun blaðið/Júlíus Sverrir Lúthersson tollvörður við plastbrúsana þar sem í eru um 600 lítrar af vodka. Sverrir heldur um baujuna sem kastað var út til að auðkenna farminn. 600 lítrar af smygluðum vodka sóttir á haf út: Sex skipverjar á Lax- fossi játa að eiga SEX skipverjar af Laxfossi, skipi Eimskipafélagsins, hafa játað að vera eigendur rúmlega 600 lítra af vodka, sem rannsóknardeild toll- gæsiunnar lagði hald á í fyrrinótt eftir eftirför við mann á sendibíl milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Tveir hjálparmenn skipverjanna fóru á yfirbyggðum plastbáti móti Laxfossi út að sexbauju og tóku áfengið um borð eftir að skipveijarnir höfðu varpað því útbyrðis í plastbrúsum festum við bauju. Síðan var plastbátnum siglt að viðlegu Stálvíkur í Garðabæ og þar var smyglið flutt í sendibíl sem annar mannanna ók á brott en hinn lét úr höfn. Tollgæsla sat þar fyrir mönnunum en þegar reynt var að stöðva för sendibílsins vár honum ekið á bíl tollgæslunnar og síðan á brott á miklum hraða. Tollverðir kölluðu til lögreglu og veittu sendibílnum eftirför að Vífíls- stöðum og síðan eftir svokallaðri Flóttamannaleið að Hafnarfírði. Þar kom Hafnarfjarðarlögregla á móti smyglið og var sendibíllinn króaður af við kirkjugarðinn í Hafnarfírði og mað- urinn handtekinn. Félagi hans á bátnum var handtekinn þegar hann lagði að í Kópavogi. í sendibílnum voru um 30 plast- brúsar fullir af vodka. Mennimir tveir voru í haldi um nóttina en við rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins játuðu sex skipveijar á Lax- fossi að hafa keypt um 600 lítra- flöskur af vodka í Hamborg, hellt áfenginu yfír á plastbrúsa og varp- að þeim fyrir borð skömmu áður en skipið kom til hafnar í Reykjavík. Sæfang hf. og Guðmundur Run- ólfsson hf. Grundarfirði: Heimalöndunarálag og laun fiskverka- fólks hækka um 10% HEIMALÖNDUNARÁLAG á þorski og ýsu var hækkað úr 30% í 40% og laun fiskverka- fólks um 10% hjá útgerðarfélag- inu Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði og fiskvinnslufyr- irtækinu Sæfangi hf. I gær. Hjá Sæfangi hf. vinna á milli 55 og 60 manns. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdasfjóri Vinnu- veitendasambandsins, segist ekki hafa áhyggjur þó eitt fyrir- tæki hækki laun starfsfólks ein- hliða. Að sögn Guðmundar Smára Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækjanna, var þessi ákvörðun um hækkun byggð á þeim hækkunum heimalöndunará- lags, sem útgerðarfyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu lögðu til fyrir síðustu helgi. „Við treystum okkur hins vegar ekki til þess að setja þetta á allan fisk, en á móti ætlum við að bæta kjör fískverkafólksins. Við settum því nýjan lið inn í launa- töfluna, sem heitir flæðilínuálag og hljóðar upp á 10% af grunn- kaupinu. Sjómenn fengu verulega hækkun hjá okkur um síðustu ára- mót, eða 12-15%, og við treystum okkur ekki til að verja það að sjó- menn fengju enn og aftur verulega hækkun og landverkafólkið sæti eftir. Það er geysilegt vinnuálag á flæðilínunni, og afköstin hafa auk- ist gríðarlega, þannig að starfs- fólkið er í sjálfu sér aðeins að fá hluta af þessari hagræðingu til baka,“ sagði Guðmundur Smári. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segist ekki hafa áhyggjur þó eitt fyrirtæki hækki laun starfsfólks einhliða. Hann sagði rangt að tengja þetta með einhveijum hætti við flæðilínuna. Hún hefði skilað mikilli hagræð- ingu og stærri hluti hennar hefði komið í hlut starfsmanna en fyrir- tækjanna. „Það kann að vera að sá órói sem nú gerir vart við sig í sjávarút- veginum sýni að eitthvað mikið sé að í tekjuskiptingakerfí sjávarút- vegsins annars vegar og annarra landsmanna hins vegar. Þetta eru e.t.v. fyrstu merki þess að kerfið sem við búum við fái ekki staðist," segir Þórarinn. Vistun Steingríms Njálssonar: Kröfunni vísað frá sakadómi SAKADÓMUR Reylg'avíkur vísaði fyrir kynferðisafbrot gegn ung- í gær frá ákæru um að Steingrími um drengjum, yrði gert að sæta Njálssyni, margdæmdum manni hælisvist. Ríkissaksóknari hefur . skotið málinu til Hæstaréttar. Kjaradeila flugmanna hjá Flugleiðum: Yilja hærri greiðslur fyrir pappírsvinnuna Sólrún syngnr í Miinchen SÓLRÚN Bragadóttir sópran- söngkona hefur verið ráðin til að syngja sem gestur við ríkisóperuna í Miinchen i maí næstkomandi, en þar mun hún syngja hlutverk Paminu í Töfraflautunni eftir Mozart. Ríkisóperan í Miinchen er virtasta óperuhús í Þýska- landi. Sólrún sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mik- ill heiður að fá að syngja við ríkisóperuna. Með þvi væri hún komin í innsta hring óperu- söngvara í Þýskalandi. Hún er fastráðin við óperuna í Hannov- er, en auk þess hefur hún gert hliðarsamning við óperuna í Diisseldorf. Samningurinn við ríkisóperuna í Munchen var staðfestur í gærmorgun, en að sögn Sólrúnar á hann sér nokk- um aðdraganda. GEIR Garðarsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, segir að flugmenn fari ekki fram á hækkun grunn- launa í kjarakröfum sínum gagnvart Flugleiðum en vilji fá hærri álagsgreiðslur því vinnuálag hafi aukist. Geir seg- ir að pappírsvinna heimavið hafi einnig aukist en samkvæmt samningum fá flugmenn greidd 5% af grunnlaunum, sem er skilgreint í samningum sem handbókargjald og segir Geir að megi reikna til mánaðar- vinnu flugmanna á ári. Hafa flugmenn farið fram á að greiðslur fyrir handbókargjald- ið hækki í 10% og vaktaálag hækki úr 15% í 33%. „Heima- vinnan hefur aukist. Það er allt- af verið að bæta meiri pappírs- vinnu á okkur,“ segir Geir. . Auk boðaðs verkfalls flug- manna hjá Flugleiðum 29. mars hafa þeir boðað féiaginu sólar- hrings vinnustöðvun í hverri viku í framhaldi af því takist ekki samn- ingar, að sögn Geirs. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í gær að málið væri í algerri biðstöðu. Ekki hefur verið boðaður sáttafundur í deil- unni. Að sögn Geirs lögðu flugmenn fram þá tillögu á sáttafundinum sl. laugardag að skipuð verði fjög- urra manna viðræðunefnd flug- manna og fulltrúa Flugleiða, sem hafí sérþekkingu á þessum málum, en flugmenn vilja ekki ræða við samninganefnd Flugleiða á meðan hún er skipuð fulltrúum frá Vinnu- veitendasambandinu. Telja flug- menn að fulltrúar VSÍ hafi ekki AÐFARANÓTT þriðjudags and- aðist Kári Jónsson fyrrverandi stöðvarsljóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Kári var fæddur 27. október 1933, sonur hjónanna Unnar Magnúsdóttur og Jóns Bjömssonar verslunarmanns. Kári stundaði almenn verslunar- störf á Sauðárkróki, fyrst í verslun Haraldar Júlíussonar og síðar í Verslunarfélaginu sf., en árið 1966 gerðist hann starfsmaður Pósts og síma. Hann gegndi þar fulltrúa- störfum um árabil, en var stöðvar- stjóri frá árinu 1983 til 1985 er hann lét af störfum sökum heilsu- brests. Kári var alla tíð virkur félags- maður í Sjálfstæðisfélagi Sauðár- næga þekkingu á vinnutímaregl- um flugmanna. „Við viljum að teknar verði upp nútímalegri regl- ur en hér tíðkast meðal annars um áhafnaskipti í næturflugi. Við höfum boðið þeim upp á rýmkaðri vinnutímareglur en þeir vilja ekki ræða það,“ sagði Geir. króks og gegndi fyrir það mörgum trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í bæjarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn kjörtímabilið 1962-66. Einnig var hann mikil- virkur félagi Leikfélags Sauðár- króks, en þar lék hann mörg og stór hlutverk og leikstýrði einnig mörgum verkum fyrir félagið á blómaskeiði þess. Þá var hann um margra ára skeið fréttaritari Morg- unblaðsins á Sauðárkróki. Hin síðari ár lét Kári málefni Sögufé- lags Skagfirðinga og Safnahússins til sín taka, og var hann um ára- bil formaður Safnahússstjómar. Eftirlifandi eiginkona Kára er Eva Snæbjamardóttir, og áttu þau tvo syni, Ola Björn, framkvæmda- stjóra í Reykjavík, og Guðjón Andra, nema. Kárí Jónsson íyrrv. stöðvarsljóri látinn Niðurstaða sakadóms var annars vegar byggð á því að maður yrði aðeins dæmdur til hælisvistar sam- kvæmt 65. grein hegningarlaganna í tengslum við eitthvert ákveðið brot, en krafa ákæruvaldsins byggðist ekki á því að maðurinn hefði gerst sekur um ákveðið brot heldur var aðeins krafíst öryggisráðstafana vegna hættu á því að hann fremdi brot. Hins vegar byggðist frávísunin á því að sama krafa hefði áður verið höfð uppi og þá verið vísað frá í Hæstarétti á þeim forsendum að ekki hefði verið sýnt fram á að gæslan gæti farið fram annars stað- ar en i fangelsi. Taldi dómurinn að forsendur væm óbreyttar hvað þetta varðar frá því að dómur Hæstaréttar gekk. Morgunblaðið þakkar Kára Jónssyni heillarík störf í þágu blaðsins, og sendir eftirlifandi konu hans og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur við fráfall hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.