Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 19 er kjarni málsins. Satt að segja veit enginn neitt um það hvað sam- þykkt Sjálfstæðisflokksins þýðir. Fólk veit hins vegar hvað það hefur. RÚV hefur bæði forréttindi og skyldur umfram aðrar stöðvar. Það er siðferðileg og lagaleg skylda RÚV að þjóna öllum landsmönnum eins og best má verða. Kröfurnar í því efni eru mjög miklar. Miklu meiri en arðsamt er að verða við. Byigjan nær til 80 prósenta lands- manna með þremur sendum. Rás 2 teygir sig upp í 98 prósent lands- manna með 55-60 sendum. Stofn- kostnaður og rekstur þessa kerfis hefur borið arðsemisreiknimeistara einkastöðvanna ofurliði. Vill Morg- unblaðið skylda nýja eigendur til að þjóna öllu landinu án tillits til arðsemi? Hvers konar einkavæðing yrði það? Næsta spurning: „Hvers vegna má ekki líta á dreifikerfi Ríkisút- varpsins sem hefur verið reist fyrir skylduáskrift eða skatta lands- manna sem sameign þjóðarinnar með þeim skilningi, að menn fái afnot af því og greiði fyrir þjón- ustuna?" Ekkert bannar það nema ef vera kynni að ávinningurinn af því væri minni en það sem tapast. Höfuðrök- in gegn því eru að þjónusta RÚV í heild er í raun meiri en nemur summu þeirra hluta sem stofnunin er gerð úr. Þar má benda á gífur- lega hagkvæmni stærðar, tvöfalt öryggisnet (sem er samt varla nóg), samfellda og skipulega þjónustu af ýmsum toga fyrir utan það menn- ingarlega vægi sem sameiningar- tákn á borð við RÚV hefur umfram fjölda einstakra aðilja sem keyptu tímabundinn eða staðbundinn að- gang að dreifikerfinu. Gegn vax- andi erlendum áhrifum í fjölmiðlun ög sundurgreiningu samfélagsins geta verið sterk rök að efla stöndug- an þjóðlegan miðil. Ef almenningur er búinn að greiða fyrir slíka upp- byggingu, hvers vegna afhenda kerfið örfáum aðiljum sem á engan hátt yrðu bundnir sömu skilmálum gagnvart almenningi og RÚV? Þriðja spurning: „Er eðlilegt að líta þannig á að einstakir ríkis- starfsmenn séu holdgervingar Rás- ar 2 og án þeirra leysist dagskrá hennar upp?“ Nei. Það er mjög óeðlilegt. Hvað- an kemur bréfritara hugboð um slíkt? Ekki frá Rás 2. Innra skipu- lag á RÚV hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum með nýjum stjórnendum, svo sem útvarpsstjóra, framkvæmdastjóra og nú síðast dagskrárstjórum rás- anna. Á Rás 2 hefur verið unnið markvisst að því að festa skipulag og vinnubrögð svo í sessi að sem minnst láti á sjá þótt einstakir starfsmenn komi og fari. Miðillinn lifir mennina. Það á við um dag- skrárstjórann sjálfan eins og aðra. Freistandi væri að upplýsa það mál nánar nú en staðar skal numið við þá fullyrðingu að stjórnendaskipti þurfi að vera nokkuð ör á útvarps- stöð eins og Rás 2. í framhaldi af þessu er rétt að víkja að þeirri áráttu sem bréfritari er haldinn ásamt nokkrum öðrum sem vilja leggja Rás 2 niður að fullyrða að andstaða starfsmanna á RÚV byggist á einkahagsmunum „þeirra sem starfa við þetta opin- bera fyrirtæki og láta eins og þeir eigi það“. Ég veit að lesendur Morgun- blaðsins fyrirgefa mér þótt ég taki sneiðina til mín. En hvernig svarar maður svona? Vandinn minnkar ekki við það að bréfritari Morgun- blaðsins (nafnlaus eins og tíðkast þar á bæ) ruglar, afflytur og ýkir í orðastað vitnis úr röðum sundfé- laga(!) milli þess að hann kvartar með myndugleik yfir því að ekki sé hægt að rökræða við nokkurn mann um mikilvæg mál. Að lokum síðasta spurningin hjá bréfritara: „Hvað er svona frumlegt við dag- skrána, þegar vinsælasti þátturinn er sá sem hlustendur móta sjálfir með símtölum?“ Það sem er frumlegt við 'það er að fá tæplega 50.000 manns til að hlusta (Gallup, nóv. 90). En ekki er það jafn frumlegt og að skrifa eftirfarandi klausu á virðulegasta stað í Morgunblaðinu, sjálft Reykja- víkurbréfið: „Menn standa gegn því sem þeir telja í raun sjálfsagt og eðlilegt, af því að þeim fmnst tíminn rangur eða leiðin sem valin er vitlaus. Oft þarf mikla staðfestu til að vinna bug á slíkum fordómum. Hinn fordómalausi höfundur heldur vonandi óttalaus vitlausu leiðina á röngum tíma. Staðfastur. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2. Hjartanlega þakka ég öllum, sem á níÖrœÖisaf- mœlinu 14. þ.m., heiðruÖu mig og glöddu meö heimsóknum, gjöfum og skeytum. Megi gœfan vera þeim hliðholl í framtíðinni. Stefán Sigurðsson, Vesturbrán 14. REKKAR, RÚNIR, RISAKVENDI (Recken, Runen, Riesenweiber) Leiksýning með GREGER HANSEN, Berlín, firrimtudag og föstudag, 21. og 22. mars 1991, kl. 20.30 á GALDRALOFTI, Hafnarstræti 9, 5. hæð. Aðgangur ókeypis. GERMANIA GOETHE-INSTITUT TUINOIDCMIIM (ODIHONNUN Litur sem aldrei gleymist. Það eru hvorki fleiri né færri en 12.7 milljónir s litbrigða í boði í nýja danska málningarkerfinu frá ? HYGÆA. Sért þú með þinn lit á hreinu er það orðið I minnsta mál í heimi að útvega slíka málningu, slerka og endingargóða. - Þú kemur einfaldlega til okkar með einhvem handhægan hlut sem ber litinn góða: Bók, umbúðir, skyrtu, ljósmynd, varalit - hvað sem er - og næmt litgreiningarauga málning- arkerfisins greinir samsetninguna. Eftir augnablik er málningin þín tilbúin! Kórónan á þessari dönsku hönnun er sú að kerfið varðveitir litauppskrift þína svo þú getur gengið að henni vísri á morgun eða eftir tíu ár - hvenær sem er! Einfalt, ótrúlegt og satt. iíSiri, liturinn! AÚÁRHVGftAVÖRUR: 25% AFSLÁTTUR TIL 24. MARS Síðumúla 15, sími 84533 -H—!-■ ‘ • U A' Vl'H1 '■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.