Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ. 19.9,1 Vinnustöðvun starfsfólks í fiskvinnslu: Mikil þátttaka virð- ist vera í verkfallinu Tilgangurinn að þrýsta á stjómvöld um hækkun skattleysismarka VIÐTÆK þátttaka virðist vera í vinnustöðvun fiskvinnslufólks í dag. Starfsfólk frystihúsa víða ura landið hefur ýmist greitt atkvæði á fund- um eða skrifað undir yfirlýsingu um að leggja niður störf í dag til að mótmæla skattaálögum og krefjast hærri skattleysismarka. Á nokkrum stöðum mætir starfsfólk þó til vinnu, m.a. í Granda hf. í Reykjavík, víða á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Á sumum stöðum var samþykkt formlega i atkvæðagreiðslu að fara ekki í vinnustöðvun og látið nægja að senda áskorun til ríkisstjórnarinnar um hækkun persónuafsláttar. Um átta til níu þúsund manns starfa við fiskvinnslu á landinu og bentu viðbrögð í gær til, að meirihluti þeirra ætlaði að leggja niður störf í dag. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði í gær erfitt að átta sig á hversu víð- tækar aðgerðirnar yrðu, en hann sagði að frystihúsaeigendur teldu rangt að láta aðgerðirnar bitna á fiskvinnslunni en hefðu fullan skiln- ing á sjónarmiðum fiskvinnslufólks- ins um að mótmæla háskattastefn- unni. Sagði hann að fiskvinnslu- menn hefðu víða gert ráðstafanir til að forða afla frá skemmdum vegna yfii’vofandi vinnustöðvun'ar. „Við höfum reiknað með að aðgerð- imar verði víðtækar í Vestmanna- eyjum,“ sagði hann. V erkamannasam bandi ð fylgist með Morgunblaðið hafði samband við trúnaðarmenn í frystihúsum í öllum landshlutum í gær og í meirihluta þeirra hafði starfsfólk samþykkt að leggja niður störf. Snær Karlsson, formaður fisk- vinnsludeiidar Verkamannasam- bandsins, sagði að félagið fylgdist með þessu og virtist honum að yfír- gnæfandi meirihluti fiskvinnslu- fólks tæki þátt í aðgerðunum. Nokkuð hefur þó borið á gagn- rýni á undirbúning aðgerðanna. Kristín Hjaltadóttir, trúnaðarmaður í Fiskanesi í Grindavík, sagði t.d. að enginn hefði haft samband við starfsfólk þar vegna aðgerðanna og bjóst hún ekki við vinnustöðvun hjá fyrirtækinu og taldi að lítil þátt- taka yrði í fiskvinnsluhúsum í Grindavík. Sömu svör fengust í Fiskiðju Raufarhafnar hf. Þar var kvartað yfir því að hafa ekki feng- ið upplýsingar um aðgerðirnar nema úr fjölmiðlum. Leggja ekki niður störf Ekki varð samstaða um að leggja niður störf á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, s.s. á Patreksfirði, Flateyri, Þingeyri Suðureyri og í Bíldudal. Sömu sögu er að segja frá Húsavík, Raufarhöfn og Vopnafirði. Aftur á móti var samþykkt vinn- ustöðvun bæði í Ishúsfélaginu og Norðurtanga á ísafirði og hrað- frystihúsi Einars Guðfínnssonar hf. á Bolungarvík. Bjarnveig Samúels- dóttir, trúnaðarmaður í hraðfrysti- húsinu á Bolungarvík, sagði að eig- endur vinnslunnar væru samþykkir aðgerðunum og teldu kröfur fisk- vinnslufólksins samrýmast hags- munum vinnslunnar, vegna erfið- ieika á að fá fólk til starfa í fisk- vinnslu. Áskorun sú, sem samin var að loknum vinnustaðafundi á mánudag og birtist í Morgunblaðinu í gær, féll í grýttan jarðveg, þegar á reyndi. Fólkið sætti sig ekki við orðalagið og taldi ekki rétt að horfið hefði verið frá vinnustöðvun vegna beiðni kaupfélagsstjóra. Því var samin ný áskorun: „Við undirrituð, fiskverkun- arfólk í fiskverkun Fáfnis hf., skorum á ríkisstjóm íslands að vinna að hækkun á persónuafslætti hjá lág- launafólki í landinu." Hún fékk al- mennan hljómgrunn, en Vagna Sól- veig Vagnsdóttir, annar trúnaðar- manna starfsfólks og einn þriggja forsprakka vinnustöðvunar fisk- vinnslufólks um allt land, og Svana Guðmundsdóttir, sem samdi fyrri Víðtækt verkfall á Austfjörðum Starfsfólk Útgerðarfélags Akur- eyringa samþykkti með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að taka þátt í aðgerðunum. Þá virðist verk- fallið vera víðtækt á Austfjörðum og var talið í gær að víðtæk sam- staða hefði náðst í öllum vinnslu- stöðvum í Vestmannaeyjum um að mæta ekki til vinnu í dag. Jóhanna Guðmundsdóttir, trún- aðarmaður í frystihúsi og saltfisk- vinnslu Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað, sagði að þar hefðu um 80% starfsmanna samþykkt að- gerðirnar til að þrýsta á stjórnvöld um að hækka skattleysismörkin. Á Eskifírði, Fáskrúðsfirði, Stöðvar- firði og Höfn var einnig samþykkt að leggja niður störf. Frjálst val Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðju Sauðárkróks, sagði að starfsfólk þar legði niður störf áskorunina, skrifuðu ekki undir, en sögðust ætla að taka þátt í vinnu- stöðvuninni. Vagna Sólveig sagði við Morgun- blaðið að hún kæmi ekki nálægt þessari áskorun. Hún hefði fundið góðan meðbyr víða um land vegna vinnustöðvunarinnar og afstaða sam- verkafólksins kæmi henni mjög á óvart. Hún sagði að með þessu væri fólkið hvorki að hugsa um eigin hag vegna launataps í einn dag né hag fyrirtækisins vegna þess að óunninn fiskur gæti skemmst. „Ástæðan er hreinlega sú að fólkið þorir ekki og vill ekki láta skoðun sína í ljós.“ Svana Guðmundsdóttir sagði að fyrri áskorunin hefði verið í anda þess, sem hér hefði gerst, og í fullu & .......-■■■ ...... Morgunblaðið/KGA Marý Karlsdóttir skrifar undir áskorunina. Ragnheiður Halla Ingadóttir fylgist með. í dag. Sagði hann að stjórnendur fyrirtækisins legðust ekki gegn að- gerðunum. „Við vorum látnir vita af þessu og töldum að þetta yrði að vera ftjálst val hvers og eins starfsmanns, án þess að verkalýðs- félög eða atvinnurekendur reyndu að hafa þar áhrif á. Ég furða mig ekki á þótt fiskvinnslufólk vekji athygli á þessu baráttumáli," sagði hann. Starfsfólk Heimaskaga hf. á Akranesi samþykkti í gær að leggja samræmi við það, sem samþykkt var á vinnustaðafundinum á mánudag. Hún sagði að kaupfélagsstjóri hefði talað um að hann yrði að gera ráð- stafanir vegna afla, ef til verkfalls kæmi. Með öðrum orðum færi togar- inn annað, sem þýddi enga vinnu fyrir fólkið í viku, og til þess væri leikurinn ekki gerður. Hún sagðist ekki geta skrifað undir seinni áskor- unina, því hún gengi ekki nógu langt. Ragnheiður Halla Ingadóttir hafði frumkvæði að því að semja nýja áskorun í gærmorgun. Hún sagði að byijað hefði verið á röngum enda með boðun vinnustöðvunar og orða- lag fyrri áskorunarinnar væri ekki við hæfi. Samstaða væri um að per- sónuafsláttur þyrfti að hækka, en framhald aðgerða réðist af viðbrögð- um stjórnvalda. Sigurður P. Jónsson, annar trún- aðarmanna, sagði að fólk væri ekki tilbúið að fara í verkfall og það væri ekki rétta leiðin vegna of hárra skatta. Hann sagðist vera ánægður niður störf í dag og verkstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. hf. sagði allar líkur á, að starfsfólk þar myndi leggja niður störf þótt það hefði ekki verið samþykkt sérstaklega. Sjómennirnir kútta fiskinn Anna Þorleifsdóttir á Hellissandi, sem er ein þeirra þriggja sem stóðu að upphafi aðgerðanna, sagði í gær að mikil samstaða væri um aðgerð- irnar og hefðu borist yfirlýsingar mjög víða að af landinu um þátt- töku í aðgerðunum. Sagði hún að starfsfólk stæði að þessu með ýmsu móti. Sumstaðar með atkvæða- greiðslu en annars staðar hefðu aðgerðirnar verið ákveðnar í óform- legum viðræðum í kaffitímum. Hún sagði að alls staðar hefði vinnuveit- endum verið gert viðvart og hefðu þeir víðast hvar lýst yfir skilningi á aðgerðunum. Anna sagði, að starfsfólk Hrað- frystihúss Hellissands ætlaði að hittast í dag á veitingahúsi til að ræða málin og víðar fengust þau svör að fiskvinnslufólk ætlaði að safnast saman í dag. „Við fórum til vinnuveitanda okkar hér til að tilkynna honum vinnustöðvunina og hann tók þessu mjög vel. Við vinnum bara að aflan- um í kvöld og ég hef trú á að sjó- mennirnir á bátunum muni bara sjálfír kútta fískinn. Útlendingarnir sem hér starfa ætla meira að segja að vera með okkur þótt við höfum ekki viljað blanda þeim í þetta. Það virðast allir standa með okkur,“ sagði hún í samtali við Morgunblað- ið í gær. með að eitthvað væri gert í því að lækka skatta, en það yrði að nota verkalýðsfélögin til að beita sér í málinu. Halldór Tryggvason, verkstjóri, sagði að hráefni lægi undir skemmd- um og því hefði verkfall í dag komið sér illa. Hann kannaði í gæiTnorgun hverjir ætluðu að mæta til vinnu í dag og var ánægður með niðurstöð- una. Hann neitaði alfarið ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á starfsfólkið fyrir vinnustaðafundinn, en sagði að illa hefði verið staðið að undirbúningi málsins og fólk hefði tekið afstöðu í samræmi við það. Magnús Guðjónsson, kaupfélags- stjóri, tók í sama streng. Hann sagð- ist hafa skýrt sjónarmið fyrírtækisins á fundinum, en ekki reynt að hafa áhrif á afstöðu fólks. Hann sagðist vera mjög feginn að ekki kæmi til vinnustöðvunar og málið ætti ekki eftir að hafa nein eftirköst varðandi samskipti fyrirtækisins og starfs- fólksins. Fiskvinnslufólk á Þingeyri sendir ríkisstjórninni áskorun: Askorunin aðeins fyrsta skrefið Þingeyri. Frá Steinþóri Guðbjartssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. NÆR allt starfsfólk í fiskverkun Fáfnis hf. á Þingeyri skrifaði i gær undir áskorun til ríkisstjórnar íslands um að vinna að hækkun á per- sónuafslætti hjá láglaunafólki í landinu. Vinna verður með eðlilegum hætti í hraðfrystihúsinu í dag, en tvær konur neituðu að skrifa undir áskorunina og sögðust ætla að sýna samstöðu með öðru fiskverkunar- fólki á landinu með því að sitja heima. Neskirkja og Fella- og Hólakirkja: Kirkjuskjól fyrir skóla- börn eru tekin til starfa „KIRKJUSKJÓL" tók til starfa í Neskirkju og Fella- og Hóla- kirkju síðastliðinn föstudag. Kirkjuskjólið er ætlað skólabörnum á aldrinum 6-10 ára, og er tilgangurinn að bjóða börnunum upp á skjól þar sem þau eru í umsjá fullorðinna þann tíma dags sem þau eru ekki í skóla og foreldrar þeirra eru í vinnu. í „skjólunum" er leikaðstaða fyrir börnin en einnig er þeim boðið upp á aðstoð við heimanám. Umsjón með kirkjuskjólinu hafa Toby Herman, Sólveig Guðlaugsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir. Auk starfsmannanna munu tveir ellilífeyrisþegar koma í skjólið á hverjum degi, ræða við börn- in og lesa fyrir þau. Stefnt er að því að fá sóknarprestana til að tala við börnin, kenna þeim bænir og syngja með þeim einu sinni í viku. Skjólið í Neskirkju er opið alla morgna, milli klukkan 8.45 og 13.00. Skjólið í Fella- og Hólakirlyu er opið frá 7.45 til 13.00. Kirkjuráð styður þessa starfsemi auk þess sem Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum einnig veita stuðning. í samtali við Toby Herman og Sólveigu Guðlaugsdóttur kom fram að um tilraun væri að ræða. „Við byijuðum á því að gera könn- un á þörfínni," sagði Toby í sam- tali við Morgunblaðið. „Og kom þá í ljós að hún var töluverð. Tíu skólabörn úr MelaSkóla hafa verið skráð í skjólið og komu hingað í morgun þegar það tók til starfa.“ í samtalinu kom fram að börnin kæmu með nesti að heiman til að borða í hádeginu en morgunhress- ingu fá þau í safnaðarheimilinu. Toby og Sólveig sögðu að upp- haflega hugmyndin hefði verið að hafa opið allan daginn en vegna þess hve mikil starfsemi færi fram í safnaðarheimili kirkjunnar hefði það ekki verið hægt. Þær sögðust vonast til að tilraunin gengi vel pg haldið yrði áfram næsta haust. í framtíðinni sögðust þær vonast til að skjóli af þessu tagi yrði kom- ið fyrir í fleiri kirkjum. Þrír strákar sem blaðamaður ræddi við í safnaðarheimilinu voru mjög ánægðir. Tveir þeirra sögð- ust vera einir heima á morgnana en sá þriðji sagði að pabbi hans væri heima fyrir hádegi. Aftur á móti væru þar engir krakkar til að leika við. I skjólinu sögðust þeir geta spilað á spil, teiknað, skoðað bækur og farið í bobb en við þá íþrótt voru þeir einmitt önn- um kafnir. Þá sögðust þeir einnig syngja og bentu á að aðstaða væri til heimanáms. Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur í Fella- og Hóla- sókn, sagði í samtali við Morgun- blaðið að samþykkt hefði verið á kirkjuþingi í haust að gera tilraun með athvörf fyrir skólabörn. Kom- ið hefði verið á fót nefnd á vegum prófastsdæmisins til þess að sjá um tilraunina, og var ákveðið að stofna „kirkjuskjól“ í safnaðar- heimili Neskirkju og Fella- og Hólakirkju. Hann sagði að 10 krakkar hefðu komið þegar opnað var á föstudaginn en reiknað er með að þar verði hægt að taka á móti allt að 12 bömum. Boðið er upp á morgunhressingu og hádeg- isverð, en opið er frá kl. 7.45 á morgnana til kl. 13.00. Auk þeirra Tobyar og Sólveigar mun starfs- kraftur í hálfri stöðu sjá um eld- hússtörfín. Að lokum má geta þess að allir foreldrar í viðkomandi sóknum geta sótt um fyrir börn sín í kirkjuskjólinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.