Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAÖUR 20. MARZ 1991
Morgunblaðið/Sverrir
Órói og óvissa á
síðasta þingdegi
Órói var í lofti í Alþingishúsinu í gær. Andrúmsloftið var þó ekki
eins stormasamt og í fyrradag og fram á fyrrinótt en þá sagði þing-
maðurinn Salóme Þorkelsdóttir (S-Rv) að, „írafár ríkir á þingi“.
Fundahald gekk þó nokkuð greiðar fyrir sig i neðri deild, en í efri
deild var fundum öðru hvoru frestað á meðan beðið var eftir að
neðri deild afgreiddi mál til hinnar deildarinnar.
í fyrrakvöld og fyrri nótt náðist
samkomulag um mörg mál — svona
nokkum veginn. Ólafur G. Einars-
son þingflokksformaður sjálfstæð-
ismanna sagði að allt of mörg mið-
ur vönduð frumvörp myndu fara í
gegn en þó hefði fjölmörgum „stór-
slysum" verið afstýrt, en ríkis-
stjómin hefði haft yfir sjötíu mál á
óskalistanum í upphafí. Nú væru
um tuttugu inni í myndinni.
Fundir hófust í deildum kl. 11 í
gcfermorgun. Fundahald var nokkuð
slitrótt, en eftir því sem leið á dag-
inn fór að liðkast til með afgreiðslu
mála í deildum og milli deilda; ný
lög voru sett. Frumvarp um al-
mannatryggingar var samþykkt.
Lögin kveða á um lífeyri elli- og
örorkulífeyrisþega sem dveljast á
stofnunum og vistheimilum. Þjóð-
minjalög voru samþykkt. Frum-
varp um félagsþjónustu sveitarfé-
lagavar samþykkt. Framvarp um
ársreikninga og endurskoðun
lífeyrissjóða var samþykkt.
Halldór Asgrímsson sjávarút-
vegsráðherra kom frumvarpi
sínu um ráðstafanir vegna afla-
brests í loðnuveiðum heilu í höfn.
Hann hafði orðið að leggja fram-
varpið fram í eigin nafni vegna
þess að honum tókst ekki að afla
stuðnings alþýðubandalagsmanna.
MMllCI
Ráðherrann leitaði á önnur mið og
kom frumvarpinu í gegnum báðar
þingdeildir með stuðningi eða hjá-
setu sjálfstæðismanna.
Grunnskóli
Grannskólafrumvarpið var ekki
á dagskrá á fyrstu fundum, en það
var ótvírætt til umræðu í hliðarher-
bergjum. Menntamálaráðherra
lagði mikla áherslu á að frumvarpið
hlyti framgang, en á hinn bóginn
voru sjálfstæðismenn framvarpi
Sljóraarskrárbreyt-
ingar samþykktar
Frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýð-
veldisins íslands var í gær samþykkt á Alþingi. Ein helsta breyting-
in sem frumvarpið gerir ráð fyrir er að þingið muni framvegis starfa
í einni málstofu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum fyrr en það
hefur verið staðfest á næsta þingi.
Framvarpið var samið að fram-
kvæði forseta Alþingis af nefnd
formanna allra þingflokkanna.
Nefndin gerði ekki tillögur um aðr-
ar breytingar en þær sem ætla
mætti að nokkur samstæða gæti
náðst um. Sumir þingmenn höfðu
nokkrar efasemdir. Þorvaldur Garð-
ar Krisjánsson (S-Vf) hafði engar
efasemdir og barðist af harðfylgi á
móti. Hann taldi þá breytingu að
þingið starfaði í einni málstofu síst
verða til þess að auka skilvirkni eða
tryggja vandaða málsmeðferð.
Meðmælendur frumvarpsins voru
algjörlega á annarri skoðun og töldu
þessar breytingar löngu tímabærar.
Eftir að frumvarpið hefur hlotið
samþykki Alþingis verður forsætis-
ráðherra að ijúfa þing svo fljótt sem
verða má.
þessu mjög andsnúnir, töldu frum-
varpið einkennast af stjórnlyndi
gagnvart foreldrum, skólamönnum
og sveitarfélögum. Um kl. 18. var
frumvarpið skyndilega tekið á dag-
skrá í efri deild með mörgum breyt-
ingartillögum frá menntamála-
nefnd. Sjálfstæðismenn töldu breyt-
ingarnar vera mjög til bóta. Að
sögn Ragnhildar Helgadöttur (S-
Rv) voru sjálfstæðismenn tilbúnir
til að fallast á framvarpið þar sem
allar þeirra breytingartillögur höfðu
hlotið framgang í menntamála-
nefnd efri deildar og voru þær lagð-
ar fram i nafni deildarinnar. Lýstu
allir ræðumenn ánægju og stuðn-
ingi við framvarpið. Menntamála-
ráðherra þakkaði samstarfíð og
sagði afgreiðslu þessa máls vera
þingdeildinni til sóma.
Lánsfjárlög
Frumvarp til lánsfjárlaga var
lengi til 2. umræðu í neðri deild í
gær. Bar umræðan öðrum þræði
svip af því að álmálið var ofarlega
í hugum þingmanna og vora lán-
tökuheimildir Landsvirkjunar mikið
ræddar. Þegar greiða átti atkvæði
um frumvarpið brá svo við að það
var ekki hægt sökum þess að þing-
menn Borgaraflokks voru gengnir
úr fundasal. Ástæðan mun hafa
verið sú að þeir vildu leggja áherslu
á þá ósk sína og Samtaka um
kvennalista að þinghaldi lyki ekki
nema kosið væri í ráð og nokkrar
stjórnir fyrirtækja sem ríkið ætti
hlutdeild í, þ.m.t. stjórn Landsvirkj-
unar. Á níunda tímanum var geng-
ið til atkvæða um frumvarpið og
voru tillögur meirihlutans í fjár-
hags- og viðskiptanefnd samþykkt-
ar. Ragnar Arnalds fulltrúi lagði
fram sérstaka tillögu sem var felld,
hann vildi ekki heimildir til undir-
búnings virkjana vegna álvers yrðu
skilyrtar því að fyrirvaralaus orku-
sölusamningur lægi fyfir. Tillaga
Kvennalista um að skerðingará-
kvæði á tekjum Ríkisútvarpsins af
aðflutningsgjöldum útvarps- og
sjónvarpstækja yrði aflétt var felld.
Tillaga Ásgeirs Hannes Eiríkssonar
(B-Rv) um heimild til að taka lán
til að endurlána Olafi Laufdal veit-
ingamanni var einnig felld, flutn-
ingsmaður greiddi henni einn at-
kvæði, en 31 var andvígur. Frum-
varpið var endanlega samþykkt sem
lög eftir 3. umræðu í gærkveldi.
Stuttar þingfréttir
Sérstök lán
Eitt af fímm frumvörpum um
breytingu á lögum um Húsnæðis-
stofnun ríkisins var til 2. umræðu
í neðri deild í fyrradag. Þetta
frumvarp varðar húsnæðissam-
vinnufélög og búseturétt. Brejít-
ingartillaga sem Geir H. Haarde
(S-Rv) flutti ásamt Alexander
Stefánssyni (F-Vl), Guðmundi G.
Þórarinssyni (F-_Rv), Eggert
Haukdal (S-Sl) og Ólafí Þ. Þórðar-
syni var samþykkt. Tillagan var
þess efnis að Húsnæðismálastofn-
un væri heimilt að veita sérstök
lán til þriggja ára til þeirra aðila
sem ættu í verulegum erfiðleikum
með útborgun ef um væri að ræða
sérstaklega erfiðar fjölskyldu- og
fjárhagsaðstæður. Samskonar
heimild var í lögum um verka-
mannabústaði en var felld niður
fyrir ári. Samþykkt þessarar til-
lögu var Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra til nokkurs
ama þar eð hún taldi að þetta
ákvæði næði ekki tilgangl sínum
og ennfremur að þegar ákvæðið
hefði verið afnumið hefðu aðrar
ráðstafanir verið gerðar til að
auðvelda sveitarfélögum byggingu
íbúða fyrir efnalítið fólk. Hún taldi
því vafamál að breytingartillaga
Geirs H. Haarde næði tilgangi
sínum. I gær fluttu hún breyting-
artillögu með samþykki Geirs H.
Haarde um að heimilt yrði að veita
þessi sérstöku lán, enda gæti
umsækjandi sýnt fram á að
greiðslubyrði hans vegna lána
færi ekki fram úr þriðjungi af tekj-
um. Svo breytt var framvarpið
sent til efri deildar þar sem það
varð að lögum frá Alþingi.
Sjóðshappdrætti
í fyrradag barst alþingismönn-
um bréf frá formönnum Lands-
sambands hjálparsveita skáta og
Landssambands flugbjörgunar-
sveita. Þar var m.a. sú ósk látin
í ljós að þingmenn sæju til þess
að frumvarp um sjóðshappdrætti
næði ekki fram að ganga í
óbreyttri mynd. „Það er skelfileg
staðreynd, að dómsmálaráðuney-
tið, ríkisstjórn og síðan Alþingi
ætli að stela fjáröflunarhugmynd
um Sjóðshappdrætti sem fijáls
félagasamtök þurftu að leggja
fyrir þessa aðila til samþykktar.
Þessi þjóðnýting á sér stað án
nokkurs samráðs við þá sem áttu
hugmyndina."
Leikskóli
Frumvarp um leikskóla varð að
lögum frá efri deild Alþingis í
fyrradag við lófatak frá áheyr-
endapöllum en nokkrar fóstrur
höfðu tekið sér frí frá bamagæslu
og uppeldi en höfðu þess í stað
vakandi auga með þingmönnun-
um. Þær höfðu fylgst grannt með
framgangi málsins í báðum deild-
um fyrir og eftir helgi. Að sögn
einnar fóstrannar þótti þeim viss-
ara að „passa þingmenn".
Nýir ríkisborgarar
Alþingi samþykkti frumvarp
um veitingu ríkisborgararéttar í
fyrradag. Alls hlutu 48 einstakl-
ingar ríkisborgararétt við sam-
þykkt framvarpins, sá elsti sextíu
og átta ára en sá yngsti þriggja
ára.
Jöfn staða karla og kvenna
Frumvarp til laga um jafna
stöðu kvenna og karla var sam-
þykkt sem lög frá Alþingi í fyrra-
dag í efri deild. Frumvarpið hefur
tekið nokkram breytingum sem
þingmenn Samtaka um kvenna-
lista hafa gagnrýnt. Kvennalistinn
studdi þó framvarpið, að sögn
Danfríðar Skarphéðinsdóttur
(SK-Vl) var ekki seinna vænna
að koma því út úr þinginu áður
en þessi grautarvellingur þynntist
í súpu.
Fjáraukalög
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir
árið 1991 var kom fyrir augu þing-
manna í fyrradag. í athugasemd-
um með frumvarpinu kemur m.a.
fram að Alþingi hafi tvívegis
breytt greiðsluheimildum fjárlaga
á árinu 1990. Heimildir alls voru
97.696 milljónir króna en endan-
leg útkoma reyndist, 96.899.
Heildarheimildir til útgjalda námu
því 797 m.kr. umfram endanlegar
greiðslur. Nú liggur fyrir endan-
legt greiðsluuppgjör vegna A-
hluta ríkissjóðs fyrir árið 1990.
Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu
92,5 milljörðum króna en útgjöld
námu 96,9 milljöfðum, eða 0,8
milljörðum undir útgjaldaheimild-
um fjárlaga. „Afkoma ríkissjóðs
varð þannig nokkru betri en gert
var ráð fyrir við afgreiðslu
fjáraukalaga í desember sl. eða
sem nemur 0,7 milljörðum króna
og nam rekstrarhallinn rúmlega
4,4 milljörðum króna sem svarar
til 1,3% af landsframleiðslu," seg-
ir í athugasemdum.
Almannatryggingar
Frumvarp til laga um almanna-
tryggingar var lagt fram til kynn-
ingar í fyrradag en eldri löggjöf
er talin vera orðin ómarkviss og
óaðgengileg. Meðal nýmæla í
framvarpinu er að tillaga er gerð
um að tekjutengja elli- og örorku-
lífeyri, þ.e. að fella niður þessar
greiðslur til þeirra tekjuhæstu.
Þingsályktunartillögur
Sameinað þing samþykkti
nokkrar þingsályktunartillögur í
fyrradag: Um að vinna að fram-
kvæmd ályktana Vestnorræna
þingmannaráðsins. Einnig sam-
þykkti Alþingi að fullgilda al-
þjóðasamþykkt um öryggi og
heilbrigði við vinnu. Nokkur svið
atvinnulifsins era þó undanskilin.
Þá samþykkti Alþingi að staðfesta
samning milli samgönguráðherra
og hlutafélagsins Spalar hf. um
vegtengingu um utanverðan
Hvalfjörð. Og í fyrrinótt var
íslensk heilbrigðisáætlun sam-
þykkt.
Vegaáætlun
Vegaáætlun 1991-1994 var
samþykkt í sameinuðu þingi í
fyrradag. Fjárveitinganefnd lagði
aðeins til óverulegar breytingar
frá upphaflegri tillögu. Á næstu
fjórum áram er ráðgert að verja
rúmum 25 milljörðum til vegamála
samkvæmt áætluninni. Áætlunin
gerir ráð fyrir að fullnýta tekju-
stofna; bensíngjald og þungaskatt
með hækkun þeirra umfram verð-
lagsforsendur á næstu tveimur
árum.
Samvinnufélög
Framvarp um samvinnufélög
var samþykkt serri.lög frá Alþingi
á 72. fundi neðri deildar síðastlið-
ið föstudagskvöld. Framvarp það,
sem samþykkt var, var samið af
nefnd sem viðskiptaráðherra skip-
aði í apríl á síðasta ári. Nefndin
aðlagaði frumvarpið að nokkru
lögum um hlutafélög. Lögin gera
samvinnufélögum kleift að afla sér
eigin fjár með sölu hluta í B-deild
stofnssjóðs sem að mörgu svipar
til sölu hluta í hlutafélögum.
Húsaleigubætur
Fyrir helgina var lagt fram
stjórnarfrumvarp um húsaleigu-
bætur. Frumvarpið gerir ráð fyrir
að bæta sérstökum kafla við lög
um tekjuskatt og eignarskatt.
Lagt er til að húsaleigubætumar
verði teknar inn í skattakerfið með
svipuðum hætti og vaxtabætur.
Húsaleigubætur yrðu tekju- og
eignatengdar, mismunandi eftir
fjölskyldugerð og húsaleiguút-
gjöldum, auk þess að veya bundn-
ar ákveðnu hámarki. í athuga-
semdum með frumvarpinu segir
að miðað við verðlag 1990 hefðu
hámarksbætur einstaklings orðið
3.000 kr. á mánuði en bætur ein-
stæðs foreldris eða hjóna/sambýl-
isfólks hefðu orðið 5.500 kr. á
mánuði.
Erlendar fjárfestingar
Síðasta föstudagskvöld sam-
þykkti efri deild tvö frumvörp um
fjárfestingu eriendra aðila í
íslenskum atvinnurekstri. Þessum
nýju lögum er m.a. ætlað að koma
í stað margra og margvíslegra
lagaákvæða sem nú gilda um
heimildir erlendra aðila til að fjár-
festa í atvinnurekstri hér á landi.