Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991
33
Kjarnalundur.
Bygging Kjarna-
lundar:
Bærinn lil-
búinn til
samstarfs
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
samþykkti á fundi í gær að
ganga til samstarfs við Nátt-
úrulækningafélag Akur-
eyrar á grundvelli tillögu
sem samþykkt var í atvinnu-
málanefnd fyrir skömmu.
Nefndin lagði til að Akur-
eyrarbær leggi fram 50% af
áætluðum kostnaði við að
ljúka byggingu Kjartnalund-
ar, þó að hámarki 42 milljón-
ir króna, en áætlað er að um
84 milljónir króna vanti til
að ljúka byggingunni.
í samþykkt bæjarstjórnar
kemur fram að áður en til fjár-
veitinga kemur af hálfu bæjar-
ins sé nauðsynlegt að fyrir liggi
önnur fjáröflun, þannig að
verkinu ljúki og starfsemi geti
hafist. Þá telur bæjarstjórn
nauðsynlegt að niðurstaða fáist
varðandi verkaskiptingu milli
þessarar stofnunar og annarra
heilbrigðisstofnana á svæðinu.
Til að unnt verði að halda
áfram nú, samþykkir bæjar-
stjórn að veita einfalda ábyrgð
á 12 milljón króna láni, sem
Náttúrulækningafélag Akur-
eyrar tekur. Samningar um
framlög bæjarins verði gerðir
þegar önnur fjáröflun til að
ljúka verkinu liggi fyrir.
SJÓMENN á fimm ísfisktogurum
Útgerðarfélags Akureyringa
hafa sagt upp störfum hjá félag-
inu og búist er við að sjómenn á
Björgvin EA frá Dalvík og Súlna-
felli EA frá'Hrísey fylgi fordæmi
þeirra, en Björgúflur EA er í
slipp og því þegar búið að segja
áhöfn skipsins upp. Ekki er
reiknað með að sjómenn þiggi
endurráðningu. Um er að ræða
tæplega 150 manna hóp sjó-
manna sem þegar hefur sagt upp
eða mun gera það. Sjómenn
höfðu farið fram á viðræður um
hækkun heimalöndunarálags og
lagt fram kröfur þar um. ÚA
hækkaði álagið um 10% síðastlið-
inn föstudag og stjórn félagsins
telur ekki forsendur til frekari
hækkunar.
Konráð Alfreðsson formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar sagði að
áhöfn Svalbaks hefði lagt fram
uppsagnarbréf í gær og áhöfn
Hrímbaks mun væntanlega leggja
þau fram í dag, en sjómenn á öðrum
skipum hefðu afhent skipstjórá bréf
sín í gær. Hann sagðist fastlega
búast við að áhafnir Súlnafells og
Björgvins myndu einnig segja upp
störfum og áhöfn Björgúlfs sem er
í slipp myndi ekki þiggja endurráðn-
ingu.
Konráð sagði að hugmyndum sjó-
manna um hækkun á heimalöndun-
arálagi hefði ekki verið svarað.
„Við fengum aldrei neitt svar um
hvort það væri inni í myndinni að
ræða við okkur um þær hugmyndir
og lítum þar af leiðandi svo á, að
þær séu út úr myndinni," sagði
Konráð. Hugmyndir sjómanna nú
eru að greidd verði föst krónutala
fyrir hvert kíló. „Við erum fyrst og
fremst að beijast fyrir því að fá
skilaverð, þetta var þannig að menn
voru á strípuðu verðlagsráðsverði,
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hrimbakur EA kom að landi í gærkvöld, en áhöfn skipsins mun væntanlega leggja uppsagnarbréf sín inn
á skrifstofu Útgerðarfélags Akureyringa í dag. Áhafnir fimm ísfisktogara félagsins hafa sagt upp störf-
um vegna óánægju með kjör sín og er reiknað með að sjómenn á Dalvíkurtogurum og Súlnafelli frá
Hrísey fylgi á eftir, þannig að um er að ræða tæplega 150 manna hóp.
því kostnaðarhlutdeild upp á 30%
át upp 30% heimalöndunarálag,"
sagði Konráð.
Sjómenn vilja fá fram viðræður
við forsvarsmenn útgerðarfélag-
anna til að leggja fram sín sjónar-
mið. „Óánægjan er fyrst og fremst
til komin vegna þess að við fáum
ekki að ræða þessi mál, ákvörðun
er tekin einhliða án þess að rætt
sé við menn, en á þann hátt er sjó-
mönnum sýnd lítilsvirðing,“ sagði
Konráð.
Pétur Bjarnason formaður
stjórnar ÚA sagði að forsendur
væru ekki fyrir hendi til að hækka
laun sjómanna meir en gert var
þegar hækkun á heimalöndunar-
álagi var ákveðin fyrir helgi. „Það
er ekki vilji fyrir því að hækka álag-
ið meir, en við eru alltaf tilbúin til
að ræða við okkar starfsfólk. Það
er þó ljóst af okkar hálfu að um
eiginlegar samningaviðræður verð-
ur ekki að ,ræða, enda samningur
í gildi,“ sagði Pétur Bjarnason.
Uppsagnir sjómanna á
fimm ísfísktogurum ÚA
Morgunblaðið/Benjamín
Ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Á minni myndinni eru
þeir Þórhallur Sigurgeirsson og Kristján Jónasson
önnum kafnir við að breyta gamla barnaskólanum í
ráðhús.
Eyjafjarðarsveit:
Gamla barnaskólanum breytt
í ráðhús fyrir 7,9 milljónir kr.
Ytri-Tjörnum.
MIKLAR og gagngerar breytingar standa nú yfir á ráðhúsi Eyja-
fjarðarsveitar. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 7,9 milljónir króna.
Stefnt er að því að verkinu ljúki 1. maí næstkomandi en þá tek-
ur nýráðinn sveitarstjóri, Pétur Jónasson, til starfa.
Bótaábyrgð vegna vatnstjóns hafnað:
_
Ibúar við Grenilund
höfða mál gegn bænum
Núverandi ráðhús var byggt
sem bamaskóli fyrir Öngulsstaða-
hrepp árið 1950 og var skólinn
þar til húsa í aldarþriðjung, en
þá var hann fluttur í fyrrverandi
húsnæði Húsmæðraskólans á
Laugalandi.
Inni í þessari 7,9 milljóna króna
fjárhagsáætlun eru allar innrétt-
ingar endurnýjun á gluggum svo
og tengibygging með kjallara, en
þar verður skjalavarsla hreppsins.
— Beiyamín
ÍBÚAR við Grenilund, sem urðu
fyrir tjóni af völdutn vatnsflóðs í
maí á síðasta ári ætla að liöfða
mál á hendur Akureyrarbæ, en
bæjarstjórn hefur hafnað bóta-
ábyrgð vegna tjónsins sem þeir
urðu fyrir.
Bæjarstjórn lítur svo á að bærinn
Tónlistarskólinn:
Fyrirlestur
og opið hús
Kammermúsíkvika stendur nú
yfir í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri með fjölbreyttri dagskrá,
skólaheimsóknum og tónlcikum.
Prófessor Marek Podhajski flytur
fyrirlestur um tónlist pólska tón-
skáldsins Karol Szymanowsky á sal
skólans annað kvöld, fímmtudags-
kvöld, kl. 20.00. Fyrirlesturinn
verður fluttur á ensku, en þýddur
jafnóðum á íslensku.
Opið hús verður í skólanum á
föstudag frá kl. 15 til 17, flutt verð-
ur fjölbreytt tónlist, hægt verður
að skoða og kynna sér hljóðfæri,
ræða við kennara og veitingar verða
í boði. D-blásarasveit skólans leikur
í götunni framan skólans kl. 17 á
föstudag.
beri ekki ábyrgð á þessu tjóni, ekki
hafi verið um að ræða vangæslu,
heldur sé tjónið afleiðing af óvenju-
miklum snjóalögum á vormánuðum
og miklum leysingum. Bótaábyrgð
er því hafnað og sagði Sigurður J.
Sigurðsson formaður bæjarráðs að í
ljós kæmi fyrir dómi hvort bótakröf-
ur á hendur Akureyrarbæ eigi við
rök að styðjast. Tjón þetta sé þess
eðlis að engin rök hefðu verið fyrir
því að ganga til samninga við íbúana
um bætur áður en niðurstaða lægi
fyrir um hvort bænum bæri að greiða
það eður ei.
Kolbrún Þormóðsdóttir, Fram-
sóknarflokki, sagði að hún hefði
gjarnan viljað að bærinn hefði samið
um bætur við eigendur húsanna. Hún
teldi að starfsmenn bæjarins hefðu
getað staðið betur að málum er vat-
nið braut sér leið niður götuna og
flæddi inn í kjallara húsa.
-----m-------
Lóðaúthlutun:
Tveir á móti
SAMÞYKKT var á fundi bæjar-
sljórnar í gær að veita Aðalgeir
Finnssyni hf. lóðina við Skipagötu
9 i miðbæ Akureyrar.
Sex bæjarfulltrúar samþykktu að
veita Aðalgeir Finnssyni lóðina, tveir
voru á móti og þrír sátu hjá við af-
greiðslu málsins.