Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 36

Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 36
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Greger Hansen „ Rekkar, rún- ir, risakvendi“ á Galdraloftinu GERMANÍA og Goethe-Inst- itut standa fyrir leiksýningu á Galdraloftinu í Hafnar- stræti 9 fimmtudag og föstu- dag, 21. og 22. mars. Undir heitinu „Rekkar, rún- ir, risakvendi" (Recken, Run- en, Riesenweiber) flytur Þjóð- veijinn Greger Hansen þætti úr Eddukvæðum, svo sem Völuspá, Þrymskviðu, Skímis- málum og Lokasennu. Þessi túlkun Gregers Hans- en á Eddukvæðum í leikrænum búningi hefur fengið góðar við- tökur í Berlín, bæði hjá áhorf- endum og gagnrýnendum. Aðeins verða þessar tvær sýningar hér á landi og hefjst þær báðar kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur um regnskóga hitabeltisins DR. ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir mun fimmtudaginn 21. mars nk. flytja erindi um regnskóga á vegum Líffræðifélagsins en hún var m.a. fararstjóri í námsferð- um líffræðinema til Malasíu sumrin 1988 og 1989. Mikið er nú rætt um eyðingu regnskóga en færri vita í hverju mikilvægi þeirra er fólgið. í fyrir- Iestrinum mun Þóra EUen fjalla al- mennt í máli og myndum um regn- skóga, að hvaða leyti þeir eru svo einstæðir og hvaða afleiðingar eyð- ing þeirra mun hafa í för með sér. Þá verður sérstaklega rætt um flóru suðaustur Asíu og sagt frá helstu ættum og nokkrum athyglisverðum tegundum plantna. Fyrirlesturinn verður almenns eðlis og er öllum opinn. Hann verður í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi háskólans, og hefst ki. 20.30. ---------------- Vitinn: Fræðslufund- ur fyrir tví- buraforeldra FRÆÐSLUFUNDUR fyrir tví- buraforeldra verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Vitanum, Strandgötu 1 í Hafnarfirði, fimmtudagskvöldið 21. mars. Guðfínna Eydal sálfræðingur og tvíburamóðir ræðir þróun persónu- leika tvíbura. Fundurinn hefst kl. 21.00 og eru allir foreldrar tvíbura boðnir sérstaklega velkomnir. (Fréttatilkynning) Landsmálafélagið Fram í Hafnarfirði: Hef aldrei áður séð jafn mikið sundurlyndi milli stj ór nar liða - sagði Olafur G. Einarsson á fundi með frambjóðend um Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi „ÉG HEF ALDREI áður orðið vitni að jafn miklu sundurlyndi milli stjórnarliða á Alþingi eins og undanfarna daga og er þó búinn að eiga sæti á Alþingi frá árinu 1971,“ sagði Ólafur G. Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi landsmálafélagsins Fram í Hafnarfirði með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi í veitingahúsinu Skútunni í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Yfir- skrift fundarins var „Við erum framtíðin". Frummælendur á fundinum voru Ólafur G. Einarsson, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir Alþingiskosningarnar í vor, Árni M. Mathiesen, sem skipar 3. sætið, Árni R. Arnason, sem skipar 4. sætið og Sigríður A. Þórðar- dóttir, sem skipar 5. sætið. Kosningabaráttan nú verður stutt en snörp „Segja má að við séum við upphaf- ið á endasprettinum á kosningabar- áttunni,“ sagði Ólafur G. Einarsson á fundinum í Skútunni. Ólafur sagði að kosningabaráttan nú yrði stutt en snörp. Sjálfstæðisflokkurinn hafi opnað kosningaskrifstofur í Reykj- aneskjördæmi en höfuðstöðvamar yrðu í Sjálfstæðishúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Ólafur sagði að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins þyrfti á viða- miklum stuðningi Sjálfstæðismanna að halda. Hann sagði að flest í uppá- komum á Alþingi undanfarna daga hafi orðið til að styrkja Sjálfstæðis- flokkinn. Vinimir í ríkisstjórninni hafí til dæmis skotið hver á annan í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyr- ir skömmu en ætli sér þó að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningarn- ar í vor. Ólafur sagði að þeir lifðu í þeirri von að ná Kvennalistann méð sér í ríkisstjóm eða einhveijum Stef- ánum Valgeirssonum skolaði inn á þing, enda þótt þeir hétu eitthvað annað. Hann sagði að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefði tal- að um að áltappi hefði verið í þing- inu. Hins vegar sé enginn vafi á því að forsætisráðherra hefði sjálfur rek- ið þennan áltappa. Hann hefði haft forystu um að álverið yrði reist ann- ars staðar en í Reykjaneskjördæmi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefði sagt að sumir hefðu ætlað að slá sig til riddara með því að koma honum til hjálpar í álmálinu og auð- séð væri að hann hefði þar átt við Sjálfstæðismenn. „Við höfum styrkt stöðu okkar í álmálinu og þurfum ekki að bera kinnroða vegna þess sem við höfum sagt eða gert í því máli.“ Höfum orðið vitni að fjörbrot- um núverandi ríkisstjórnar Sigríður A. Þórðardóttir sagði að fólk hefði orðið vitni að fjörbrotum ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar síðustu dægrin. Það hafí sann- ast að fjölflokkastjórnir dugi ekki hér og Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn, sem geti myndað ríkis- stjórn með einum flokki eftir kosn- ingarnar í vor. „íslenska ríkið er rekið með fjár- lagahalla ár eftir ár. Það er stundum haft á orði að virðing fyrir alþingis- mönnum fari þverrandi og sé það rétt hlýtur það að einhveiju leyti að skrifast á reikning stjómmálamann- anna sjálfra. Stjórnmálin eru eins og við viljum hafa þau og við þurfum heiðarlegt fólk til þátttöku í stjórn- málum. Sá áróður er hættulegur að allir stjómmálamenn séu eins,“ sagði Sigríður. Hún sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn væri sú kjölfesta, sem við þyrft- um nú á að halda. Við byggjum í fögm og hreinu landi og þyrftum að standa vörð um þá gjöf. „Við þurfum einnig heilbrigða og góða mennta- stefnu," sagði Sigríður. Nú eru engar framfarir og skapa þarf tækifæri Árni Ragnar Ámason sagði að nú ríkti stöðnun. Engin hreyfing væri á málum og engar framfarir. Brýnasta verkefnið í efnahagsmálum sé að skapa þá undirstöðu, sem heiti stöð- ugleiki. Skapa þurfí viðunandi lífs- kjör og tækifæri til að fólk geti lifað mannsæmandi menningarlífi. Núver- andi rikisstjórn hafi verið kynnt orð- ið hófsemi af aðilum vinnumarkaðar- ins og hófsemi hafi komið í stað þeirrar óbilgirni, sem ríkt hefði um langan aldur. Árni Ragnar sagði að skattar væru nú tvöfalt hærri en fyrir tveim- ur og hálfu ári, þegar núverandi rík- isstjóm var mynduð. „Samdráttur hefur orðið í almennri starfsemi en ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað og í forsætisráðuneytinu hafa fundist ríkisstarfsmenn án heimildar." Árni Ragnar sagði að lífskjör hér hefðu rýmað á undanförnum fjórum árum samanborið við nágrannalönd okkar. Ungt fólk muni flýja land vegna lé- legs efnahagsástands ef svo haldi fram sem horfi. Við þyrftum að lækka skatta og auka framleiðslu. Það bæti ekki lífskjörin að fjölga rík- isstarfsmönnum í opinberri þjónustu. Hann sagði að ekki sé nóg að reisa álver. Einnig þurfi að auka útflutning með víðtækri uppbyggingu í meðal- stórum og smáum iðnaði. Við þyrft- um samstarf við aðrar Evrópuþjóðir og ættum að ganga til viðræðna við þær með opnum huga. Hins vegar þyrftu slíkar viðræður ekki endilega að enda með samningum. „Auðlindir okkar hafa ekki verið nýttar sem skyldi og Framsóknaráratugurinn er í raun tveir áratugir stöðnunar." Núverandi ríkisstjórn dregnr kjark úr þjóðinni Árni M. Mathiesen sagði að við byggjum við vonda ríkisstjórn, sem við ættum ekki skilið. Hún hafi þrif- ist á ósannindum og lygum og hefði þá einu stefnu að sitja áfram og hækka skatta. Þessi ríkisstjórn drægi kjark úr þjóðinni. „Ríkisstjórnin er sjálfri sundurþykk og kemur engu fram. Hér eiga sér stað stjórnar- myndunarviðræður upp á hvern ein- asta dag. Við viljum ekki iðnaðarráð- herra, sem skreytir sig með stolnum álfjöðrum. Við viljum ekki fjármála- ráðherra, sem stofnar sérsveitir til að innheimta skattana okkar. Við viljum ekki vinstri stjóm, heldur nýja stjórn, _ sem hefur framtíðarsýn," sagði Árni. Hann sagði að Sjálfstæðismenn vildu gera húsnæðiskérfið þannig úr garði að fólk gæti komið sér upp þaki yfír höfuðið og að einstaklingar gætu notið erfíðis síns. Til þess þyrfti að lækka skatta. „Sjálfstæðisflokk- urinn ber umhyggju fyrir náttúru landsins. Við viljum auka möguleika einstaklingsins til verðmætasköpun- ar og hvergi eru jafn miklir mögu- leikar til verðmætasköpunar og í Reykj aneskjördæmi." Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi landsmálafélagsins Fram í Hafnarfirði með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi í veitingahúsinu Skútunni í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Lánsfjárþörf fjármögnuð inn- anlands og utan Seðlabanka - segir í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins Péturssonar FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að fylgst sé með framkvæmd fjárlaga í hverri ríkisstofnun og forstöðumönnum þeirra sé almennt ljóst að ekki sé hægt að fara fram úr (járlagaheimildum. Ráðherra gerir ráð fyrir að lánsfjárþörf ríkissjóðs verði fjármögnuð innanlands og utan Seðlabanka. Yfirdráttur í Seðlabanka verði hins vegar nýttur til að fjármagna fjárþörf innan hvers mánaðar og innan ársins. Þetta kemur meðal annars fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Kristins Pétursson- ar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Krístinn Pétursson óskaði skrif- legra svara fjármálaráðherra á Al- þingi um yfirdrátt ríkissjóðs í Seðla- banka og greiðslur umfram heimildir fjárlaga. Vegna yfirdráttar hafði Kristinn tvær spurningar. „Eftír hvaða reglum hyggst ríkisstjórnin nýta sér yfirdrátt í Seðlabankanum á árinu 1991 til þess að ná markmið- uin þjóðarsáttar um varanlega hjöðn- un verðbólgu? Hvaða reglur gilda um yfirdrátt ríkissjóðs í seðlabanka við- komandi þjóðar á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkj- unum? Er slíkur yfirdráttur háður einhveijum takmörkunum? í svari fjármálaráðherra við fyrri spurningunni kemur fram að hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nemi 1,6% af landsframleiðslu, samanborið við 2,1% á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að þessi lánsfjárþörf verði að fullu fjármögnuð innanlands og utan Seðlabankans, en að yfirdráttur verði nýttur til að fjármagna fjárþörf innan hvers mánaðar og innan ársins. Greiðsluáætlun, sem gerð er mánað- arlega, verður byggð á þessum for- sendum. Verið er að afla, upplýsinga um hvaða reglur gilda í þeim löndum sem Kristinn spyr um en fjármálaráð- herrá segir að Noregsbanki hafi heimildir til að veita ríkissjóði árstíð- arbúndna fyrirgreiðslu og önnur skammtímalán upp að ákveðnu marki sem þingið ákveður, svo og langtímalán í sérstökum tilfellum. I Svíþjóð hefur seðlabankinn heimild til að veita yfirdráttarlán til skemmri tíma en 12 mánaða, upp að ákveð- inni upphæð. Seðlabankinn sænski hefur einnig heimild til að kaupa og selja sænsk ríkisskuldabréf. I Bretlandi hefur Englandsbanki heimild til að veita ríkissjóði skamm- tímafyrirgreiðslu innan ársins og í Bandaríkjunum hafa bankar seðla- bankakerfisins heimild til að kaupa nýútgáfur skuldabréfa sambandsrík- isstjórnar, ríkja og sveitarfélaga sem eru til skemmri tíma en 6 mánaða og eru gefín út á grundvelli væntan- legra tekna. Hámarksfyrirgreiðsla til ríkissjóðs í Þýskalandi er ákveðin árlega af löggjafanum. Kristinn spyr hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tekjur ársins 1991 dugi fyrir öllum útgjöldum árs- ins; í svari ráðherra segir m.a. að ekki sé gert ráð fyrir að tekjur ársins dugi fyrir útgjöldum enda hafi Al- þingi samþykkt ljárlögin með rekstr- arhalla sem nemi 4.069.372.000 krónum. Ekki hafí enn þurft að grípa til sérstakra ráðstafana en tekjuhlið fjárlaga, og um leið greiðsluáætlun um innheimtu teknanna, byggir á þeirri forsendu að Alþingi samþykki tilteknar lagabreytingatillögur sem það hefur til umfjöllunar. Kristinn spyr ennfremur hvaða bein fyrirmæli hafi verið gefin ríkis- stofnunum til að þær fari ekki fram úr fjárlagaheimildum. Ráðherra segir að reglulega sé fylgst með framkvæmd fjárlaga í ríkisstofnunum með aðstoð greiðslu- áætlunar. Hingað til hafí ekki verið þörf á að gefa sérstök fyrirmæli um þessi mál. Forstöðumönnum ríkis- stofnana sé almennt ljóst að ekki sé hægt að fara fram úr fjárlagaheim- ildum. Aukaíjárveitingar hafa verið aflagðar og sótt sé um knýjandi fjár- veitingar, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum, í íjáraukalagafrumvarpi. Reglan sé sú að fé sé ekki greitt úr ríkissjóði nema Alþingi hafi sam- þykkt ijárveitinguna í fjárlögum eða fjáraukalögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.