Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 41

Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Norræna húsið: Verk eftir Grieg á Háskólatónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 20. mars kl. 12.20. Á tónlcikunum koma fram Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Ron Levy píanóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Edvard Grieg þ. á m. Sonata í C-moll fyrir fiðlu og píanó en Guðný Guðmundsdóttir og Ron Levy fluttu Grieg-sónötuna í Vermont í Bandaríkjunum síðast- liðið sumar. Þar hlutu þau frábær- ar undirtektir og lofsamlega dóma, segir í fi'éttatilkynningu. Guðný Guðmundsdóttir er fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og hefur verið það frá 1974. Ron Levy píanóleikari kom fyrst fram með hljómsveit í New York árið 1966 þá aðeins 15 ára gamall. Hann er ráðinn tónlist- arstjóri við Equinox Hotel í Man- chester í Vermont og eru þar haldnir reglulegir kammertónleik- ar árið um kring. Ron Levy píanóleikari. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari. 41 ■Á" GBC-innbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Þ. Þ0BBBÍMS50IÍI &C0 Ea0EJQHH0. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eigendur Gesthúsa hf. framan við smáhýsin þar sem þau voru í byggingu. Selfoss: Gesthús hf. reisir níu smáhýsi fyrir ferðamenn Selfossi. NÝTT fyrirtæki, Gesthús hf., hefur verið stofnað á Selfossi og mun það reka lítil gistihús í tengslum við rekstur tjaldsvæðisins á Sel- fossi. Hefur fyrirtækið gert samning við bæjarfélagið um uppbygg- ingu á aðstöðu fyrir ferðamenn á tjaldsvæðinu við Engjaveg. Fyrsta skrefið ú uppbyggingunni hjá Gesthúsum hf. er að reisa 9 smáhýsi. í hveiju húsi eru tvö tveggja manna herbergi með baði. I tengslum við húsin verður reist þjónustuhús þar sem verður mót- tökuaðstaða og aðstaða til að bera fram morgunverð fyrir gesti. Þá verður reist baðhús á svæðinu fyrir tjaldgesti og öll aðstaða fyrir þá endurbætt. Gesthús hf. er í eigu Sp eininga- húsa hf., Samtaks hf., Olafs Auð- unssonar leiðsögumanns, Hreiðars Hermannssonar byggingaverktaka og sænskrar ferðaskrifstofu, Is- lands resebyra. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Tveir áhugasamir golfarar að æfa sig í Félagsheimilinu. Golf æft á Þmgeyri Þingeyri. FRÁ áramótum hefur hópur manna komið saman síðdegis á sunnudögum í Félagsheimilinu á Þingeyri til að æfa golf. Það var að frumkvæði Þrastar Sigtryggssonar fyrrverandi skip- herra, sem nú er búsettur á Þing- eyri, að komið var upp aðstöðu í Félagsheimilinu, þar sem menn geta æft sig í golfi. Þar voru settar upp nokkrar púttbrautir og aðstaða til að æfa langskot. Það hefur farið fremur lítið fyrir golfáhuga á Þingeyri fram að þessu, enda langt í næsta golfvöll. Með þessari litlu aðstöðu, sem sett hefur verið upp, hefur komið í ljós að áhugi á þessari íþrótt er mun meiri en menn hugðu. Alls hafa komið saman fjórtán manns á öllum aldri, og væntanlega eru það fleiri sem hugsa sér til hreyfings. - Gunnar Eiríkur DAIHATSU 19 9 1 er kominn! OG NÚ MEÐ 3JA ÁRA ÁBVRGÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.