Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Norræna húsið: Verk eftir Grieg á Háskólatónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 20. mars kl. 12.20. Á tónlcikunum koma fram Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Ron Levy píanóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Edvard Grieg þ. á m. Sonata í C-moll fyrir fiðlu og píanó en Guðný Guðmundsdóttir og Ron Levy fluttu Grieg-sónötuna í Vermont í Bandaríkjunum síðast- liðið sumar. Þar hlutu þau frábær- ar undirtektir og lofsamlega dóma, segir í fi'éttatilkynningu. Guðný Guðmundsdóttir er fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og hefur verið það frá 1974. Ron Levy píanóleikari kom fyrst fram með hljómsveit í New York árið 1966 þá aðeins 15 ára gamall. Hann er ráðinn tónlist- arstjóri við Equinox Hotel í Man- chester í Vermont og eru þar haldnir reglulegir kammertónleik- ar árið um kring. Ron Levy píanóleikari. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari. 41 ■Á" GBC-innbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Þ. Þ0BBBÍMS50IÍI &C0 Ea0EJQHH0. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eigendur Gesthúsa hf. framan við smáhýsin þar sem þau voru í byggingu. Selfoss: Gesthús hf. reisir níu smáhýsi fyrir ferðamenn Selfossi. NÝTT fyrirtæki, Gesthús hf., hefur verið stofnað á Selfossi og mun það reka lítil gistihús í tengslum við rekstur tjaldsvæðisins á Sel- fossi. Hefur fyrirtækið gert samning við bæjarfélagið um uppbygg- ingu á aðstöðu fyrir ferðamenn á tjaldsvæðinu við Engjaveg. Fyrsta skrefið ú uppbyggingunni hjá Gesthúsum hf. er að reisa 9 smáhýsi. í hveiju húsi eru tvö tveggja manna herbergi með baði. I tengslum við húsin verður reist þjónustuhús þar sem verður mót- tökuaðstaða og aðstaða til að bera fram morgunverð fyrir gesti. Þá verður reist baðhús á svæðinu fyrir tjaldgesti og öll aðstaða fyrir þá endurbætt. Gesthús hf. er í eigu Sp eininga- húsa hf., Samtaks hf., Olafs Auð- unssonar leiðsögumanns, Hreiðars Hermannssonar byggingaverktaka og sænskrar ferðaskrifstofu, Is- lands resebyra. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Tveir áhugasamir golfarar að æfa sig í Félagsheimilinu. Golf æft á Þmgeyri Þingeyri. FRÁ áramótum hefur hópur manna komið saman síðdegis á sunnudögum í Félagsheimilinu á Þingeyri til að æfa golf. Það var að frumkvæði Þrastar Sigtryggssonar fyrrverandi skip- herra, sem nú er búsettur á Þing- eyri, að komið var upp aðstöðu í Félagsheimilinu, þar sem menn geta æft sig í golfi. Þar voru settar upp nokkrar púttbrautir og aðstaða til að æfa langskot. Það hefur farið fremur lítið fyrir golfáhuga á Þingeyri fram að þessu, enda langt í næsta golfvöll. Með þessari litlu aðstöðu, sem sett hefur verið upp, hefur komið í ljós að áhugi á þessari íþrótt er mun meiri en menn hugðu. Alls hafa komið saman fjórtán manns á öllum aldri, og væntanlega eru það fleiri sem hugsa sér til hreyfings. - Gunnar Eiríkur DAIHATSU 19 9 1 er kominn! OG NÚ MEÐ 3JA ÁRA ÁBVRGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.