Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 „Ég i/iL -eJcki tmgdasotL serg ernSgg heimskur t/L aSgiféast dótturrrjinni.'' Ást er... ... að renna á lyktina. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights rmerved • 1990 Los Angetes Timee Syndicate Þú veist hvað átt er við þegar Þarf byssuleyfi fyrir bauna- talað er um beltisstað? byssu? AHRIFAMIKIL SYNING Við fórum þijár vinkonumar á dögunum að sjá þessa nýju sýningu í Þjóðleikhúsinu, Bréf frá Sylvíu. Raunar þekkti enginn okkar neitt til þessarar skáldkonu, en það kom varla að sök. Því þetta er fyrst og fremst áhrifamikil lýsing á sam- bandi móður og dóttur. Okkur fannst leikkonurnar tvær standa sig hreint eins og hetjur við flutninginn á þessu verki. Hún Helga er nú alveg hreint einstök í meðferð leiktexta og getur farið þannig með einföldustu setningar að það verður sannkölluð reynsla. Og mikið vildum við líka fá meira að sjá til svo fallegrar ungrar leik- konu sem Guðbjargar Thoroddsen. Þar er ekki rembingurinn og skæl- urnar, heldur er leikið hreint og satt og með hjartans rausn. Hafi leikhúsið þökk fyrir eftirminnilegt kvöld. Okkur fannst sjálfsagt að vekja athygli á þessari sýningu, því eins og við stöllurnar ræddum með okk- ur eftir á, þá er eins og gerist allt- of sjaldan í leikhúsunum núorðið að þar sé boðið upp á eitthvað satt og mannbætandi. Því ef það er eitt- hvað sem þörf er á á þessum tímum niðurrifs og eyðileggingar, þá er það list þar sem sjálf manneskjan er dýrmæt og einstök. Laufey Er þetta rann- sóknablaða- mennska? Til Velvakanda. Rannsóknablaðamennska hefur aukist mjög á síðastliðnum 15-20 árum og er það að mínu mati til hins góða, sé vel að verki staðið. Aðalat- riði slíkrar blaðamennsku hlýtur að byggjast á því að almenningur fái aðgang að staðareyndum í viðkom- andi málum. Einkum eru það DV og Pressan sem telja sig stunda slíka blaðamennsku í dag. Svokölluð Ný- aldarhreyfing hefur verið undir smá- sjánni hjá þessum blöðum. Slík skrif um Nýaldarhreyfinguna væru svo sannarlega gagnleg ef vel væri til þeirra vandað þ.e. að menn fjölluðu um staðreyndir og skrifuðu málefna- lega bæði um jakvæðar og neikvæð- ar hliðar málanna. En þessu er svolítið öðruvísi varið. Menn sem ekki kynna sér nógu vel efnið og eru á móti Nýaldarhreyfing- unni, skrifa neikvætt um málið og fara æði frjálslega með staðreyndir. Þeir Páll Ásgeirsson hjá DV og Sigurður Már Jónsson hjá Pressunni hafa m.a. skrifað um starfsemi undir- ritaðrar og gefa báðir rangar og mjög villandi upplýsingar um starf- semina. I skrifum um einkatíma og námskeið hjá undirritaðri veiða kr. 0-1.500 að kr. 4.000, kr. 9.000 verða að kr. 20.000 o.s.frv. Hvorugur hafði leitað til undirritaðrar um upplýsing- ar varðandi starfsemina. Þessum aðilum vil ég benda á að í slíkum skrifum er það siðferðileg skylda þeirra að leita upplýsinga á réttum stöðum sem hlýtur hveiju sinni að vera sá aðili sem skrifað er um svo og þeir sem til þekkja. Með von um að betur verði gert í framtíðinni. Guðrún Olafsdóttir reikimeistari. Hjólreiðar eru skemmtilegar, en þær geta líka verið hættulegar. Hjólreiðamenn verða að fylgja öllum umferðarreglum, og sýna sérstaka gætni. Þannig geta þeir komið í veg fyrir alvarleg slys. HÖGNI HREKKVÍSI „SVBFNLETYSI ?" „SUMIR. TELJA KIMDUR." Víkverji skrifar Allt bendir til þess að hin eigin- lega kosningabarátta verði stutt. Eftir rúma viku eru páskar og frá því að þeim lýkur eru aðeins 19 dagartil kjördags, laugardaginn 20. apríl. Hvenær hefst kosninga- baráttan? hafa margir spurt undan- farna daga. Hófst hún með lands- fundi sjálfstæðismanna fyrir 10 dögum eða með eldhúsdagsumræð- unum á Alþingi í síðustu viku? Eða er hún kannski alls ekki hafin enn þá? Spurningar af þessu tagi hvetja til vangaveltna um það, hvort nokk- ur ástæða sé til langrar kosninga- baráttu. Þær leiða hugann einnig að því, hvaða baráttuaðferðum verði helst beitt. Víkveiji er þeirrar skoðunar, að minni þörf sé fyrir langan formleg- an aðdraganda að kosningunum en áður. Miðlun upplýsinga um þróun stjórnmála, stefnur og störf er allt önnur og meiri en áður. í allan vetur hafa flokkar og einstaklingar verið að búa sig undir kosningarnar pieð einum eða öðrum hætti. Innan flokkanna hefur víða verið efnt til prófkjara eða forvals og unnið hef- ur verið að stefnumótun. Sjálfstæð- ismenn létu sérstaklega að sér kveða með landsfundi sínum, al- þýðubandalagsmenn hafa tekið upp nýtt flokksmerki og þannig mætti áfram telja. XXX Kosningabaráttan fer einkum fram í fjölmiðlum. Áhugi á fundarhöldum er minnkandi og þar með fækkar tækifærum kjósenda til að komast í beina snertingu við frambjóðendur, ef þannig mætti orða það. Svo virðist sem vinnustað- afundir mælist ekki vel fyrir. Mörg- um finnst beinlínis óþægilegt, að frambjóðendur séu að ryðjast inn í matsali eða kaffistofur. Áhrifamestu og gagnlegustu fundirnir eru vafalaust þeir, þar sem fámennur hópur fólks hefur frumkvæði að því að kalla einhvern frambjóðanda til sín í þvi skyni að ræða við hann um eitthvert eitt mál eða almennt um stjórnmálavið- horfið. Ættu flokkarnir að bjóða slíkt og auglýsa, hvert menn skuli snúa sér til að ná sambandi við frambjóðendur. xxx Um síðustu helgi voru þingkosn- ingar í Finnlandi. Umræðum ar fyrir þær snerust minna um málefni en það hveijir ætluðu að starfa saman að kosningum lokn- um. Er ekki líklegt að hið sama gerist hér á næstu dögum og vik- um? Að athygli og umræður fari að beinast að því, hvernig stjórn verði mynduð eftir kosningar og hveijir skipi hana? Ef framvindan verður á þann veg hvílir mestur þungi kosningabarátt- unnar í raun á þeim, er sitja fyrir flokkana í umræðuþættinum, sem efnt er til í sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.