Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 „Ég i/iL -eJcki tmgdasotL serg ernSgg heimskur t/L aSgiféast dótturrrjinni.'' Ást er... ... að renna á lyktina. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights rmerved • 1990 Los Angetes Timee Syndicate Þú veist hvað átt er við þegar Þarf byssuleyfi fyrir bauna- talað er um beltisstað? byssu? AHRIFAMIKIL SYNING Við fórum þijár vinkonumar á dögunum að sjá þessa nýju sýningu í Þjóðleikhúsinu, Bréf frá Sylvíu. Raunar þekkti enginn okkar neitt til þessarar skáldkonu, en það kom varla að sök. Því þetta er fyrst og fremst áhrifamikil lýsing á sam- bandi móður og dóttur. Okkur fannst leikkonurnar tvær standa sig hreint eins og hetjur við flutninginn á þessu verki. Hún Helga er nú alveg hreint einstök í meðferð leiktexta og getur farið þannig með einföldustu setningar að það verður sannkölluð reynsla. Og mikið vildum við líka fá meira að sjá til svo fallegrar ungrar leik- konu sem Guðbjargar Thoroddsen. Þar er ekki rembingurinn og skæl- urnar, heldur er leikið hreint og satt og með hjartans rausn. Hafi leikhúsið þökk fyrir eftirminnilegt kvöld. Okkur fannst sjálfsagt að vekja athygli á þessari sýningu, því eins og við stöllurnar ræddum með okk- ur eftir á, þá er eins og gerist allt- of sjaldan í leikhúsunum núorðið að þar sé boðið upp á eitthvað satt og mannbætandi. Því ef það er eitt- hvað sem þörf er á á þessum tímum niðurrifs og eyðileggingar, þá er það list þar sem sjálf manneskjan er dýrmæt og einstök. Laufey Er þetta rann- sóknablaða- mennska? Til Velvakanda. Rannsóknablaðamennska hefur aukist mjög á síðastliðnum 15-20 árum og er það að mínu mati til hins góða, sé vel að verki staðið. Aðalat- riði slíkrar blaðamennsku hlýtur að byggjast á því að almenningur fái aðgang að staðareyndum í viðkom- andi málum. Einkum eru það DV og Pressan sem telja sig stunda slíka blaðamennsku í dag. Svokölluð Ný- aldarhreyfing hefur verið undir smá- sjánni hjá þessum blöðum. Slík skrif um Nýaldarhreyfinguna væru svo sannarlega gagnleg ef vel væri til þeirra vandað þ.e. að menn fjölluðu um staðreyndir og skrifuðu málefna- lega bæði um jakvæðar og neikvæð- ar hliðar málanna. En þessu er svolítið öðruvísi varið. Menn sem ekki kynna sér nógu vel efnið og eru á móti Nýaldarhreyfing- unni, skrifa neikvætt um málið og fara æði frjálslega með staðreyndir. Þeir Páll Ásgeirsson hjá DV og Sigurður Már Jónsson hjá Pressunni hafa m.a. skrifað um starfsemi undir- ritaðrar og gefa báðir rangar og mjög villandi upplýsingar um starf- semina. I skrifum um einkatíma og námskeið hjá undirritaðri veiða kr. 0-1.500 að kr. 4.000, kr. 9.000 verða að kr. 20.000 o.s.frv. Hvorugur hafði leitað til undirritaðrar um upplýsing- ar varðandi starfsemina. Þessum aðilum vil ég benda á að í slíkum skrifum er það siðferðileg skylda þeirra að leita upplýsinga á réttum stöðum sem hlýtur hveiju sinni að vera sá aðili sem skrifað er um svo og þeir sem til þekkja. Með von um að betur verði gert í framtíðinni. Guðrún Olafsdóttir reikimeistari. Hjólreiðar eru skemmtilegar, en þær geta líka verið hættulegar. Hjólreiðamenn verða að fylgja öllum umferðarreglum, og sýna sérstaka gætni. Þannig geta þeir komið í veg fyrir alvarleg slys. HÖGNI HREKKVÍSI „SVBFNLETYSI ?" „SUMIR. TELJA KIMDUR." Víkverji skrifar Allt bendir til þess að hin eigin- lega kosningabarátta verði stutt. Eftir rúma viku eru páskar og frá því að þeim lýkur eru aðeins 19 dagartil kjördags, laugardaginn 20. apríl. Hvenær hefst kosninga- baráttan? hafa margir spurt undan- farna daga. Hófst hún með lands- fundi sjálfstæðismanna fyrir 10 dögum eða með eldhúsdagsumræð- unum á Alþingi í síðustu viku? Eða er hún kannski alls ekki hafin enn þá? Spurningar af þessu tagi hvetja til vangaveltna um það, hvort nokk- ur ástæða sé til langrar kosninga- baráttu. Þær leiða hugann einnig að því, hvaða baráttuaðferðum verði helst beitt. Víkveiji er þeirrar skoðunar, að minni þörf sé fyrir langan formleg- an aðdraganda að kosningunum en áður. Miðlun upplýsinga um þróun stjórnmála, stefnur og störf er allt önnur og meiri en áður. í allan vetur hafa flokkar og einstaklingar verið að búa sig undir kosningarnar pieð einum eða öðrum hætti. Innan flokkanna hefur víða verið efnt til prófkjara eða forvals og unnið hef- ur verið að stefnumótun. Sjálfstæð- ismenn létu sérstaklega að sér kveða með landsfundi sínum, al- þýðubandalagsmenn hafa tekið upp nýtt flokksmerki og þannig mætti áfram telja. XXX Kosningabaráttan fer einkum fram í fjölmiðlum. Áhugi á fundarhöldum er minnkandi og þar með fækkar tækifærum kjósenda til að komast í beina snertingu við frambjóðendur, ef þannig mætti orða það. Svo virðist sem vinnustað- afundir mælist ekki vel fyrir. Mörg- um finnst beinlínis óþægilegt, að frambjóðendur séu að ryðjast inn í matsali eða kaffistofur. Áhrifamestu og gagnlegustu fundirnir eru vafalaust þeir, þar sem fámennur hópur fólks hefur frumkvæði að því að kalla einhvern frambjóðanda til sín í þvi skyni að ræða við hann um eitthvert eitt mál eða almennt um stjórnmálavið- horfið. Ættu flokkarnir að bjóða slíkt og auglýsa, hvert menn skuli snúa sér til að ná sambandi við frambjóðendur. xxx Um síðustu helgi voru þingkosn- ingar í Finnlandi. Umræðum ar fyrir þær snerust minna um málefni en það hveijir ætluðu að starfa saman að kosningum lokn- um. Er ekki líklegt að hið sama gerist hér á næstu dögum og vik- um? Að athygli og umræður fari að beinast að því, hvernig stjórn verði mynduð eftir kosningar og hveijir skipi hana? Ef framvindan verður á þann veg hvílir mestur þungi kosningabarátt- unnar í raun á þeim, er sitja fyrir flokkana í umræðuþættinum, sem efnt er til í sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.