Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 2

Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Morgunblaðið/Sverrir Lampi iðnaðarmanna kominn íbaðstofuna Endursmíði Baðstofu iðnaðarmanna í Gamla iðn- skólahúsinu í Lækjargötu er lokið en hún eyðilagðist í bruna árið 1986. Það eina sem hægt var að nota úr gömlu baðstofunni eru fomar Ijósakrónur. Allt tréverk er nýtt en það markmið var sett að baðstof- an skyldi byggð alveg eins og hún var fyrir brun- ann, meðal annars hefur verið lögð mikil vinna í útskurð á húsgögnum. Þessi lampi sem Gissur Sínion- arson formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjvík heldur á er skorinn út af Ríkarði Jónssyni. Lampinn var ekki í baðstofunni þegar húsið brann en honum hefur nú verið komið fyrir á sínum stað. Samtök fiskvinnslustöðva: Fast verði staðið gegn hækkun fiskverðs og” annarra kostnaðarliða Botnfiskvinnslan rekin með 2,4% tapi STJÓRN Samtaka fiskvinnslustöðva ákvað á fundi sínum í gær að beina þeim eindregnu tilmælum til félagsmanna samtakanna að standa fast gegn frekari hækkunum fiskverðs og annarra kostnaðar- liða til að forða því að sjávarútvegurinn verði fyrir þeirri ógæfu að eyðileggja þann mikla árangur, sem náðst hafi með þjóðarsátt og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Til mikils sé að vinna, þar sem þjóðarsátt í kjaramálum eigi stóran þátt í að skapa fiskvinnslunni sambærileg skilyrði og hjá samkeppnisaðilum okkar erlendis. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, er í stjórn Samtaka fisk- vinnslustöðva. Hann segir að 10% hækkun á grunnlaun fiskvinnslu- fólks hjá Sæfangi hf. á Grundar- firði þýði 5,5% hækkun á launa- kostnaði fyrirtækisins. Þessi hækk- un stafí hins vegar af mikilli sam- keppni um vinnuafl á Grundarfirði. „Fiskvinnslan er stórskuldug og þarf að fá tækifæri til að greiða skuldirnar niður. í kjölfar gífurlegs hallareksturs fyrir rúmum tveimur árum var fiskvinnslunni útvegað Dómur fallimi í málum vegna gjaldþrots Töggs hf: Stj ómarformaður dæmd- ur í 18 mánaða fangelsi Starfsfólk SPRON var sýknað af öllum kröfum ákæruvaldsins. Fyrrverandi lögmaður fyrirtækisins dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. FYRRVERANDI stjórnarfor- maður og framkvæmdastj ór i Töggs hf., Ingvar Sveinsson, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Sakadómi Reykjavík- ur. Ingvar var meðal annars sekur fundinn um fjárdrátt og að hafa komið því til leiðar að gífurlegir fjármunir hafi ekki nýtzt þrotabúi Töggs er fyrir- tækið fór í gjaldþrot. Fyrrver- andi lögmaður Töggs var dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Ákvörðun Háskólinn kaupir Haga Á FUNDI Háskólaráðs í gær var samþykkt að Háskóli ís- lands kaupi Haga við Hofs- vallagötu af Vífilfelli hf., en þar eru skrifstofur fyrirtæk- isins til húsa. Að sögn Sig- mundar Guðbjarnasonar há- skólarektors verður húsið annað hvort notað undir jarðvísindadeUd eða lyfja- fræði lyfsala, en ákvörðun um það verður væntanlega tekin eftir hálfan mánuð. Að sögn Lýðs Friðjónssonar, forstjóra Vífilfells, verður fljótlega hafist handa við byggingu nýs skrifstofuhús- næðis fyrirtækisins við Stuðlaháls. Hagi er um 2.200 fermetrar að stærð, og fær háskólinn fyrsta hluta húsnæðisins af- hentan 1. júlí næstkomandi, en síðasti hlutinn verður afhentur á næsta ári. Húsið var reist árið 1912 af Félagi botnvörp- unga, en byggt var við það á síðari hluta sjötta áratugarins. Kaupverð hússins fékkst ekki uppgefið. um refsingu þriggja stjórnar- manna félagsins er frestað og fellur hún niður ef ákærðu halda skilorð í þijú ár. Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, og annar starfsmaður sparisjóðsins voru sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins á hendur þeim vegna málsins. Töggi hf. var veitt greiðslustöðv- un 30. janúar 1987. Greiðslustöðv- unin var framlengd tvívegis, en rann út 15. júní sama ár og var bú félagsins þá tekið til gjaldþrota- skipta. í dómi sakadóms segir að ákærði, Ingvar Sveinsson, hafi með ráðstöfunum sínum komið því til leiðar, að gífurlegir fjármunir nýtt- ust ekki þrotabúi Töggs við gjald- þrotið. Hann hafí í raun rekið fyrir- tækið sem einkafyrirtæki sitt. Ingv- ar er sviptur leyfi til verzlunarat- vinnu ævilangt, en verzlunarleyfí hans rann út 1984 og hafði hann ekki hirt um að endurnýja það. Fyrrverandi lögmaður Töggs hf. var sakfelldur fyrir að hafa misnot- að sér, samstarfsmanni sínum og bróður, aðstöðu sína sem aðstoðar- maður Töggs hf. á greiðslustöðvun- artíma. Lögmaðurinn, samstarfs- maður hans og bróðir, fengu bif- reiðir frá fyrirtækinu með miklum afslætti á greiðslustöðvunartíma, en lögmaðurinn taldist þá opinber sýslunarmaður og átti að sjá til þess að tilgangur með greiðslu- stöðvun næðist og að heimild til hennar yrði ekki misnotuð. Lög- maðurinn var dæmdur til sviptingar leyfis til málflutnings fyrir héraðs- dómi í sex mánuði. Þrír stjómarmenn í Töggi voru sekir fundnir um nokkur af atriðum ákærunnar, en eftir atvikum þótti megS fresta ákvörðun um refsingu þeirra og fellur hún niður að þrem- ur árum liðnum ef fólkið gerist ekki brotlegt á ný. I ákæru saksóknara var Baldvin Tryggvasyni, sparisjóðsstjóra "SþárisjoffsRéýkjávíkúrog nágrénn- * is, og öðrum starfsmanni spari- sjóðsins gefið að sök að hafa komið forsvarsmönnum Töggs til að ívilna sparisjóðnum og mismuna þannig kröfuhöfum hlutafélagsins með við- skiptúm þeim, sem SPRON og Töggur áttu á greiðslustöðvun- artíma. í dómsniðurstöðum segir hins vegar að um eðlileg og nauð- synleg viðskipti hafi verið að ræða, sem ekki verði séð að hafi skaðað þrotabúið eða verið til þess fallin. Ráðstafanir forsvarsmanna spari- sjóðsins hafi verið nauðsynlegar til að halda fyrirtækinu gangandi, og hafi ekki brotið í bága við gjald- þrotalög. Starfsfólk SPRON er því sýknað af öllum kröfum ákæru- valdsins og greiðir ríkissjóður laun veijanda þeirra. Dóm sakadóms kváðu upp dóm- ararnir Hjörtur 0. Aðalsteinsson, Stefán Daníel Franklín og Stefán Már Stefánsson. Féð fór ekki ein- göngu í minn vasa - segir Matthías Kjeld sérfræðingur um greiðslur frá Tryggingastofnun MATTHÍAS Kjeld, sérfræðingurinn sem fékk 51 milljón frá Trygg- ingastofnun árið 1988, rekur ekki venjulega læknastofu. Hann á og rekur Rannsóknarstofuna í Domus Medica og er þar með fólk í vinnu. Matthías segir að langur vegur sé frá því að þetta fé hafi eingöngu runnið í hans vasa. Matthías sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að árið 1988, sem vitnað er til í skýrslu Ríkisend- urskoðunar, hafi verið óvenju mikið að gera. Þá hafi sjúklingar komið um 13 þúsund sinnum á rannsókn- arstofuna. „Ég held að læknum líki vel sú þjónusta sem við veitum og íjöldi rannsókna sem við gerum sýnir það,“ segir Matthías. Heldur hefur hægst um á rannsóknarstofu Matthíasar síðan 1988 meðal ann- ars vegna þess að fleiri hafa opnað svipaðar rannsóknarstofur. „Ég opnaði stofuna, ásamt öðr- um, fyrir tólf árum en fram til þess tíma þurfti oft að senda sýni utan til rannsóknar. Við gerum rann- sóknir samkvæmt beiðni frá lækn- um og stofan er búin mjög fuli- komnum tækjum, sem kosta um 20-30‘milljoriir,' og þ‘ár stárfa úm 15 manns. Þess má geta að við getum framkvæmt um 90 mismun- andi tegundir rannsókna," segir Matthías, sem er sérfræðingur i efnameinafræði. Hann sagði að sú upphæð sem nefnd væri í skýrslu Ríkisendur- skoðunar væri nærri lagi, en það væri langur vegur frá því að hann fengi þetta fé í sinn eigin vasa. Tækjakostur væri mikill og dýr og rekstrarkostnaður einnig. Sem dæmi nefndi hann að þau efni sem notuð væru við rannsóknimar hefðu á síðasta ári kostað um 10 milljónir. „Það er út í hött að þetta fé fari bara í minn vasa. Þetta er fyrir- tæki sem ég á og er á launaskrá hjá. Ég fæ dágóð laun, en ég tel mig líka skila dágóðri vinnu á móti,“ sagði Matthías. margra milljarða lán til að hún gæti haldið áfram rekstri og fisk- vinnslan er enn ekki farin að greiða afborganir af þessum skuldum." Einar Oddur segir að launakerfi sjómanna byggist á aflahlut og sé allt annað kerfi en það, sem fisk- vinnslufólk vinni eftir. Aflahlutur eigi sér þúsund ára hefð hér á landi og enginn hafi komið með lausn á því hvemig breyta eigi launakerfi sjómanna. „Fiskverðið er að þróast úr stalínsku kerfi í fijálst fiskverð og þegar þjóðarsáttársamningarnir voru gerðir vissum við að það myndi valda óróleika,“ segir Einar Oddur. Botnfiskvinnslan er rekin með 2,4%, eða 939 milljóna króna, tapi, miðað 8% ávöxtun stofnfjár og 5% greiðslu af fob-verðmæti í Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins, sam- kvæmt mati Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð nema 1.883 milljónum á ári, miðað við 5% greiðslu af fob-verðmæti. Hráefniskostnaður botnfiskvinnsl- unnar er 57,1% af tekjum. Almenn fiskverðshækkun frá 31. október síðastliðnum er 8,69%. Verð á frystum afurðum hefur hækkað um 9,67% og söltuðum afurðum um 7,14% á tímabilinu. Launakostnaður hefur aftur á móti hækkað um 5,71% á tímabilinu, byggingavísitala um 4,62%, orku- verð um 9,96%, flutningskostnaður um 7,37% og umbúðaverð um 5,5%. Afiamiðlun: Fiskvinnslan getur boðið í allan afla AFLAMIÐLUN ætlar nú með formlegum hætti að gera inn- lendum fiskvinnslustöðvum kleift að bjóða í allan afla, sem ætlað er að íslensk fiski- skip muni að öðrum kosti selja í Bretlandi frá byijun maí næstkomandi og Þýska- landi frá byijun júní næst- komandi, segir í frétt frá stjórn Aflamiðlunar. Aflamiðlun sendir útgerðar- mönnum bréf í þessum mánuði, þar sem þeim verður boðið að sækja um löndunardag í Bret- landi í maí og júní næstkom- andi og í næsta mánuði verður útgerðarmönnum boðið að sækja um löndunardaga í Þýskalandi í júní, júlí og ágúst næstkomandi. Við þessi tækifæri verður útgerðarmönnum gerð grein fyrir því að þegar veiðum skipa þeirra er að ljúka fyrir fyrirhug- aða söluferð mun Aflamiðlun koma upplýsingum um afla- magn og samsetningu afla á framfæri og gefa innlendri fisk- vinnslu kost á að bjóða í aflann. Útgerðarmenn verða síðan að vega það og meta hvort skip þeirra sigli eða selji aflann inn- lendri fiskvinnslu, bjóði hún í aflann. Innlendar fiskvinnslu- stöðvar geta þó ekki boðið í aflann án bankaábyrgðar. Til- boðunum verður hægt að koma á framfæri hjá Aflamiðlun eða viðkomandi útgerð..__

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.