Morgunblaðið - 22.03.1991, Page 10
1£
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAfiUR, 2$, MARZ^ 199j
Karlakór
Reykja-
víkur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Karlakór Reykjavíkur hefur starf-
að í 65 ár. Vortónleikar kórsins fyr-
ir styrktarfélaga voru haldnir í
Langholtskirkju þessa vikuna, undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Friðrik er söngmenntaður og hefur
stjórnað blönduðum kórum og bam-
akórum og einnig gripið í það að
stjórna Karlakór Reykjavíkur og
raddæfa undanfarin ár. Þetta eru
fyrstu heilu tónleikamir sem hann
stýrir KR, í fjarveru Páls P. Pálsson-
ar, og verður ekki annað hægt að
segja að Friðrik fari vel af stað en
undirritaður var á miðvikúdagstón-
leikunum.
Efnisskráin samanstóð af gömlum
kunningjum, lögum eftir Oddgeir
Kristjánsson, Sigfús Halldórsson,
Sveinbjöm Sveinbjömsson og Sig-
valda Kaldalóns, auk þess sem frum-
flutt var lag eftir Pál P. Pálsson við
kvæðið Vegurinn hingað, eftir Þor-
stein Valdimarsson. Þetta er þokka-
fullt lag, byggt upp á víxlsöng lítils
sönghóps á móti stómm kór, sem
undir lokin sungu saman og endað
lagið á glæsilegum lokatóni.
Af erlendum höfundum skal helst
nefna Iíans Leo Hassler, Jacoubus
Gallus, er stundum kallaði sig Jakob
Handl og Mozart en bestu sungnu
lögin vom einmitt Ecce eftir Handl
(Gallus) og kór prestanna úr Töfra-
flautu Mozarts.
Lögin Ágústnótt og Sólbrúnir
Friðrik S. Kristinsson
vangar eftir Oddgeir Kristjánsson
og Hálfgleymd serenaða og Við eig-
um samleið, eftir Sigfús Halldórsson
tilheyra listgrein, sem yngri tónskáld
hafa ekki lagt mikla rækt við, svo
að nú er skarð fyrir skildi, því ís-
lenskri alþýðu gefst ekki tækifæri
til að viðhalda sönggleði sinni með
nýjum, fallegum og sönghæfum lög-
um íslenskum en verður að sækja
sér söngviðfangsefni í erlendum
dægurlögum. Þessi fallegu lög vom
sungin af þokka og sama má reynd-
ar segja um öll viðfangsefnin á tón-
leikunum.
Kórinn er í góðu formi og fylgdi
hinum ungu og efnilega stjórnanda
mjög vel. Tveir kórfélagar sungu
smá einsöngsstrófur; Guðmundur
Gíslason í tveimur rússneskum þjóð-
lögum, Serenöðunni eftir Sigfús og
Sveinkadans eftir Kaldalóns og Böð-
var Benjamínson í Borgin helga,
eftir St. Adams. Báðir sungu þeir
sínar strófur af þokka. Undirleikari
var Anna Guðný Guðmundsdóttir og
„féll þar ekki skugginn á“, þó ekki
reyndi mikið á hana sem píanista.
„Hugskot í Nýlistasafninu“
Myndlist
EiríkurÞorláksson
Það hefur oft bmgðið við þegar
haldin hefur verið sýning á hug-
myndalist af einhveiju tagi, að
fólk hefur fórnað höndum og leit-
að leiðsagnar. Fólk leitar leið-
sagnar vegna þess að það vill fá
einhvers konar staðfestingu á eig-
in viðbrögðum, eigin tilfinningum
gagnvart þeim verkum sem það
stendur andspænis. Hinn skyns-
ami maður er alinn upp til að
leita skilnings á umhverfi sínu
og þar með listinni; en þegar venj-
ulegar aðferðir duga ekki lengur
er leitað leiðbeininga um hvaða
brögðum skal beita til að öðlast
þann skilning sem talinn er nauð-
synlegur afrakstur listskoðunar
hveiju sinni. Þessi krafa um leið-
beiningar er sterk, og sé hún
hunsuð er tekin mikil áhætta —
því án leiðsagnar má búast við
að fyrirspyijandinn hverfi ein-
faldlega á braut og leiti ekki á
svipuð mið aftur í bráð.
En það er eðli góðrar myndlist-
ar að streitast á móti hinu sjálf-
sagða og hefðbundna, og að bera
í þess stað með sér eiginleika, sem
verða ekki skýrðir eftir hefðbund-
inni forskrift, en gera þá kröfu
að hver einstaklingur verði að
nema þá fyrir sig. Þetta einstakl-
ingsbundna mat verður þeim mun
erfiðara, sem viðkomandi mynd-
list leitar lengra frá forskriftinni
— og er ef til vill ein skýring
þess hversu margir hverfa ein-
faldlega á braut frá nýrri list-
stefnum, þar sem kröfurnar á
hendur listunnendum eru miklar.
Þessi hugleiðing er til komin
vegna sýningar á verkum Kristins
Guðbrands Harðarsonar, sem nú
stendur yfir í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg. Kristinn fyllir alla
fjóra sali safnsins með hinum fjöl-
breytilegustu verkum, sem eru
unnin með öllum mögulegum að-
ferðum úr öllum mögulegum og
ómögulegum efnum, sem eru
samviskusamlega talin upp við
hlið hvers verks. Krafan um leið-
beiningar verður sterk á sýningu
sem þessari, en jafnframt er ljóst
að öll leiðsögn myndi rýra gildi
hvers verks fyrir einstaklinginn,
sem fengi þá ekki að njóta eigin
mats í sama mæli.
Með efnisnotkun sinni vefengir
Kristinn flestar hefðir varðandi
efnivið listaverka. Að vísu eru
t.d. strigi, olíulitir, vatnslitir, text-
ar og þrykk af ýmsu tagi hefð-
bundin efni í listaverkum, en
steypustyrktaijárn, ló, lýsi, plást-
ur, útsaumur og límbönd eru
tæpaát hefðbundin efni í mynd-
list, svo eitthvað sé nefnt af þeim
fjölbreytta efnivið sem hér getur
að líta. Með þessu er listamaður-
inn óneitanlega að teygja talsvert
á mörkum listarinnar, og þar með
ætla gestinum meira hlutverk en
hann er vanur í að ákvarða um
gildi listaverka.
Öll myndlist er ögrun af ein-
hveiju tagi, og hér er ögrunin
óneitanlega mikil. Verk Kristins
mætti með nokkrum rétti kalla
hug-skot, því hvert og eitt þeirra,
í hlutum sínum og heild, skýtur
spumingum að áhorfandanum,
sem hann á erfitt með að forð-
ast. Hið sama má í raun líka segja
um boðskortin, sem einnig hanga
uppi, og hafa að geyma örlitlar
myndlýsingar. Eru málverk meira
listaverk en uppröðun efna mál-
verksins? Eru einstakir textar
tilvísanir í gildi verks, eða frávís-
anir frá innihaldi þess? Em tölu-
gildi einstakra hluta verkanna
mikilvæg? Hafa myndir unnar
eftir ljósmyndum meira gildi en
ljósmyndirnar sjálfar? Er steypu-
styrktaijárn, umvafið rusli sið-
menningarinnar, innsti kjarni
samfélagsins? Hvers vegna þykir
fólki vænt um ketti? Eru olía,
lýsi og plöntusafi undirstaða
mannlífsins, í þeirri röð? Hvað eru
„Bláar nætur“?
Þannig væri hægt að halda
áfram dijúga stund að velta upp
spurningum, sem þessi hug-skot
vekja. Og engin tvö svör verða
eins. Og til að gefa öllum gestum
sama frelsið hefur listamaðurinn
ekki boðið upp á neinar vísbend-
ingar aðrar en þær sem felast í
verkunum; engir titlar em settir
fram til að vísa veginn eða leiða
menn á villigötur, eftir því sem
verða vill. Hver og einn verður
að vinna sjálfur úr þeim efnivið,
sem listamaðurinn leggur fram.
Hug-skot Kristins eru vand-
lega unnin, og greinilega vel skip-
ulögð. Eins og oft vill verða um
góða hugmyndalist, þá em svörin
engan veginn sjálfgefin, og munu
Iíklega koma listamanninum jafn
mikið á óvart og öðmm.
Sýningu Kristins G. Harðar-
sonar í Nýlistasafninu lýkur
24. mars.
Danskir súirealistar
í Listasafni Islands
SÝNING á verkum danskra súrrealista verður opnuð í Listasafni
Islands laugardaginn 23. mars og er hún sú fyrsta sinnar tegund-
ar hér á landi.
Danskir vordagar:
• •
Niels Henning Orsted Peder-
sen heldur eina tónleika
DANSKIR vordagar nefnast menningardagar sem hefjast í Reykjavík
í byrjun apríl. Þar kennir ýmissa grasa og mun danski jazzistinn Ni-
els Henning Orsted Pedersen halda eina tónleika. Einnig verður dönsk
kvikmyndavika þar sem sex nýlegar myndir verða sýndar.
Á sýningunni verða 30 verk og
era þau öll í eigu Listasafns Suður-
Jótlands sem á mikið safn súrrealí-
■ RÁÐSTEFNA verður haldin
laugardaginn 23. mars á Hótel
Loftleiðum ld. 14 um framtíðar-
hlutverk íslands, sameiningu mann-
kyns og frið á jörð. Tilgangur ráð-
stefnunnar er að ræða mögulegt
framlag íslendinga í þessu máli, og
skoðanir nokkurra valinna íslend-
inga um þetta hlutverk. Fmmmæl-
endur á ráðstefnunni verða Rafn
Geirdal, skólastjóri, sr. Rögnvald-
ur Finnbogason, prófastur, Stein-
grímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra, Ulfur Ragnarsson, lækn-
ir, Olafur Ragnarsson, þýðandi og
bókaútgefandi, Hallgrímur Magn-
ússon, læknir, og Gunnlaugur
Guðmundsson, stjömuspekingur.
skra verka eftir danska listamenn.
Sýningin er liður í sýningaskiptum
milli safnanna og mun Listasafnið
senda á móti sýningar á landslags-
verkum eftir Júlíönnu Sveinsdótt-
ur og abstraktverkum frá þriðja
áratugnum eftir Finn Jónsson.
Verkin á sýningunni em eftir
nokkra þekktustu málara Dana frá
ámnum 1930-50. Þeir em Wilhelm
Freddie, Vilhelm Bjerke-Petersen,
Rita Kernn-Larsen, Harry Carls-
son og Elsa Thoresen. Sýningin
ætti því að geta gefið góða innsýn
í þetta einstæða tímabil danskrar
listasögu.
Sýningunni lýkur 5. maí. Hún
ér opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 12-18 og er kaffistofa
safnsins opin á sama tíma. Að-
gangur að sýningunni er ókeypis.
Niels Henning Örsted Pedersen
heldur tónleika í Háskólabíói sunnu-
daginn 7. apríl og þar leika með
honum sænski gítarleikarinn Ulf
Wakenius og bandaríski trymbillinn
Alvin Queen. Kvikmyndavikan
verður einnig í Háskólabíói nema
hvað Jeppi á fjalli verður sýnd í
Laugarásbíói.
Myndin Nútímakona sem Hanne
Vibeke Holst gerði handrit við er
frumsýningarmyndin. Hanne Vi-
beke kemur til landsins í boði Máls
og menningar og mun ræða um
bækur sínar í Norræna húsinu 8.
aprfl auk þess sem hún verður í
bókabúð Máls og menningar síðar
sama dag en þar verður kynning á
500 nýjum dönskum bókum.
Aðrar myndir sem sýndar verða
eru barnamyndin Veröld Busters,
ísbjarnadans, Við veginn og Árósar
um nótt.
Danski bókbindarinn Arne Moller
Pedersen sýnir verðlaunabækur úr
norrænu bókbandskeppninni frá 6.
apríl og stendur sýningin til 21.
apríl.
Kammermúsikklúbburinn heldur
tónleika með danska Damgárd-tríó-
inu í Bústaðakirkju sunnudaginn
7. apríl og verða flutt verk eftir
Mozart, Bentzon og Dvorak.
I listasalnum Nýhöfn verður sýn-
ing ellefu grafíklistamanna dagana
13.-23. apríl og Lars Kohler, for-
stöðumaður U.M. grafíkverkstæðis-
ins í Kaupmannahöfn flytur fyrir-
lestur um grafíklist í Norræna hús-
inu 8. apríl.
Danski rithöfundurinn og tónlist-
armaðurinn, Peter Bastians, heldur
tvo fyrirlestra. Hvað er tónslist?,
nefnist sá fyrri sem verður í Norr-
æna húsinu 13. apríl og 15. apríl
mun hann fjalla um vitsmuni og
tónlistargáfu.
0ysten Hjort, listfra:ðingur og
gagnrýnandi Politiken, ræðir um
danska myndlist 14. apríl og sama
dag verður danski píanóleikarinn
Peter Westenholz með tónleika í
Norræna húsinu. Daginn eftir verð-
ur hann með tónleika ásamt Blás-
arakvintett Reykjavíkur.
í Listasafni íslands verður sýn-
ingin „Danskir súrrealistar 1930-
1950“ opnuð laugardaginn 23.
mars og stendur hún fram til 5.
maí og er aðgangur ókeypis. Þar
verða sýnd 30 verk éftir fimm lista-
menn. Sýningin er opin alla daga,
nema mánudaga, milli klukkan 12
og 18 og á sunnudögum verður
hægt að fá leiðsögn við að skoða
hana.
Þeir sem standa að vordögum em
Listasafn íslands, Norræna húsið,
Jazzvakning, Blásarakvintett
Reykjavíkur, Listasalurinn Nýhöfn,
Mál og menning, Kammermúsik-
klúbburinn, Háskólabíó, Dansk-
íslenska félagið, félag dönskukenn-
ara og Sendiráð Danmerkur.
Til sölu útsýnislóð
í Grafarvogi
Skemmtilega .staðsett ca 950 fm lóð við Vesturfold.
Búið er að steypa sökkla að sérlega vel skipulögðu
húsi teiknuðu af Kjartani Sveinssyni. Skuldlaust. Upplýs-
ingar á skrifstofunni og einnig í síma 33147 á kvöldin.
[LAUFÁS
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
82744