Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Skipbrot í ríkisfjármálum: ARFURINN eftir Pálma Jónsson Öllum er það ljóst hve mikilvægt það er að upplýsingar sem gefnar eru af hálfu stjórnvalda séu áreið- anlegar. Þetta á ekki síst við þegar um er að ræða flókin og viðamikil viðfangsefni eins og fjármál ríkis- ins. Núverandi fjármálaráðherra hefur gumað mjög af því að hann hafi staðfastlega unnið að því að auka og bæta upplýsingar um stöðu þessara mála. Að hans mati hafa þau tekið stakkaskiptum í hans tíð, ekki síst á síðasta ári. Reynslan sýnir okkur á hinn bóginn allt ann- að. Enginn ráðherra hefur að vísu haldið jafn marga blaðamannafundi o g sent frá sér jafn margar fréttatil- kynningar og Ólafur Ragnar Grímsson. En enginn ráðherra hef- ur gengið jafn langt í því að hag- ræða upplýsingum í áróðursskyni fyrir sjálfan sig, og enginn ráðherra hefur orðið uppvís að þvílíkum felu- leik og sjónhverfingum í tengslum við ríkisfjármál sem Ólafur Ragnar Grímsson. Þetta er ekki síst nauð- synlegt að hafa í huga þegar frétta- tilkynningar fjármálaráðherra eru lesnar. Þær upplýsingar sem ég hef dregið saman og birt í greinum í Morgunblaðinu sýna glöggt hrika- lega stöðu þessara mála. Þar hefur verið sýnt fram á skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, útgjaldaþenslu ríkiskerfísins og sífelldan halla- rekstur ríkissjóðs. Til viðbótar er nauðsynlegt að vekja athygli á þeim gífurlegu skuldbindingum, sem ríkisstjórnin hefur stofnað til, og er með einum eða öðrum hætti haldið utan við fjárlög og uppgjör á ríkissjóði, en gjaldfalla eigi að síður á næstu árum. Hér verða rak- in nokkur dæmi um þetta og til viðbótar hinn skráði halli ríkissjóðs. m. kr. 1. Halli rtkissjóðs 1988-1991 skv. yfirliti fjármálaráðherra 26.700 2. Greiðslur ríkissjóðs, sem ættu að vera í framanskráðu yfirliti v/Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn- aðarins og útflutningsuppbóta 2.500 3. Vantalinútgjöldifjárlögum 1991 1.400 4. Fjárskuldbindingar, útgáfa skuldabréfa o.fl., sem falla á ríkissjóð, þ. á m. vegna jarð- ræktarframlaga og skulda við sveitarfélögin 1.000 5. Ríkisábyrgðir, sem eigi verður annað séð en falli á ríkissjóð á næstu árum, m.a. vegna millifærslusjóða ríkisstjórnar- innar, Hlutafjársjóðs, fiskeldis og loðdýraræktar, Amarflugs og Skipaútgerðarinnar 3.500 6. Rýmun á eigin fé fjárfesting- arlánasjóða, sem ríkissjóður stendur ábyrgur fyrir 2.000 7. Byggðasjóðpr, til að standa straum af skuldbindingum þannig að sjóðurinn komist ekkiíþrot 1.500 8. Byggingarsjóðurríkisins, framlög til að standa undir skuldbindingum sjóðsins, án nýrra lánsloforða • 7.000 9. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Sjóðinn skortir nú tugi milljarða króna umfram eigin greiðslugetu á rúmum tveimur áratugum m.a. vegna þess að ríkisstjómin hefur vanrækt að leggja honum til fé samkvæmt lögum. Varlega metið á næstu fimm áram 5.000 . 10. Framlög ríkisins, sem ættu að vera á fjárlögum, en eru nú færð á lánsfjárlög og fé tekið að láni umfram framanskráð 2.900 Samtals 53.500 Í þessum 10 töluliðum eru dregn- ar fram í dagsljósið skuldbindingar sem ríkissjóður þarf að standa und- ir á allra næstu árum og nema sam- tals 53,5 milljörðum króna. Með þessu er þó ekki allt talið, t.d. er ekki metin staða Atvinnuleysis- tryggingasjóðs eða ýmsar heimildir fjárlaga, samkvæmt 6. gr. Þó er þetta eins og hálf fjárlögin, eða sem svarar verðgildi 10.000 íbúða (5,3 millj. kr. hver). Þessar skuldaklyfjar eru svo hrikalegar, að öllum á að vera ljóst, að engin ríkisstjórn hefur áður skil- ið við fjármál ríkisins í svo botn- lausu feni. Þetta er arfurinn sem þjóðin fær að taka við og kemst ekki hjá að axla á næstu árum. Og þetta skuldafen er það sem næsta Pálmi Jónsson „Fjármálaráðherra hefur í síbylju talað um nýja hornsteina, nýjan grundvöll, jafnvægi og stöðugleika í fjármál- um ríkisins undir hans stjórn. Því miður eru þetta orðin tóm. Þetta eru innantómar yfirlýs- ingar sem bera vott um sjálfbirgingshátt og yfirlæti.“ ríkisstjórn þarf að takast á við. Samtals er það meira en 1 milljón króna á hverja fimm manna fjöl- skyldu. Sálfstæðismenn hafa ávallt lagt mikla áherslu á að halda skatta- áiögum til ríkisins í lágmarki. Nú- verandi ríkisstjórn hefur aukið skatta um 16 milljarða en þrátt fyrir það blasir við sú geigvænlega staða, sem að framan er lýst. Fýrstu verkefni næstu ríkisstjórnar verða þau að stöðva þá útgjaldaþenslu sem geisar í ríkisbúskapnum og greiða niður skuldasúpuna, sem núverandi ríkisstjórn hefur stofnað til. Með þessum hætti verður að fást grundvöllur fyrir því að draga úr skattbyrðinni en einnig með því að taka ríkisfjármálin sem heild nýjum tökum. Spurningin, sem kjósendur standa frammi fyrir í komandi kosningum, er því fyrst og fremst sú, hvort núverandi vald- hafar fái tækifæri til þess að stór- hækka enn skatta til ríkisins, eins og þeir hafa boðað, eða tryggja að skipulega verði unnið að því að vinna bug á sóuninni, þenslunni og skuldasöfnuninni og fá þannig möguleika til að létta skattbyrðina. Við sjálfstæðismenn höfum gagniýnt' fjármálastjórnina harð- lega í tíð þessarar ríkisstjórnar. Fjármálaráðherra hefur í síbylju talað um nýja hornsteina, nýjan grundvöll, jafnvægi og stöðugleika í fjármálum ríkisins undir hans stjórn. Því miður eru þetta orðin tóm. Þetta eru innantómar yfirlýs- ingar sem bera vott um sjálfbirg- ingshátt og yfirlæti. Þau eru lítils virði þegar til kastanna kemur. Hitt liggur fyrir að nú stendur þjóð- in frammi fyrir meiri vanda en nokkru sinni áður í fjármálum ríkis- ins. Það er arfurinn, sem ríkisstjórn ráðleysis og sóunar skilur eftir sig. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. Er gervimatur úr gerviefnum? eftirJón Gíslason Að undanförnu hefur orðið mikil umræða um ostlíki eða „gerviost“ eins og varan er nefnd í blaðagrein fyrir skömmu. Umræða þessi hefur skapast vegna innflutnings á ostlíki og munu það helst vera pitsugerðar- menn sem renna hýru auga til þess- arar nýju matvöru hér á markaði. En er hér um nýjung að ræða og er „gerviostur" eða „gervimatur“ réttnefni í þessu og öðrum sam- bærilegum tilvikum? Lög um ostlíki Samkvæmt lögum frá árinu 1933, sem landbúnaðarráðherra sér omRon SJÓÐSVÉLAR Gera meira en a5 uppfylla kröfur fjármálaráöuneytisins. Yfír 15 gerðir fyrirliggjahdi Verð frá kr. 29.800.- SKRIFSTOFU VELAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -lækni og þjónuHtu á trauMtuiu grunni um að sé framfylgt, skal „ostur“ sem inniheldur jurtafitu kallaður ostlíki. í lögum þessum er fjallað um ýmsan „gervimat" og má auk ostlíkis nefna ijómalíki, mjólkurlíki og síðast en ekki síst smjörlíki. ís- lenskir neytendur líta almennt ekki á smjörlíki sem „gervismjör" og eins mun því farið með létt og lag- gott, sólblóma og létt sólblóma, en þær vörur þekkja flestir íslenskir neytendur. Rjómalíki hefur einnig verið notað án þess að til stór- tíðinda teldist, en öllu ólíklegra verður þó að telja að neytendum eigi eftir að bjóðast mjólkurlíki í stað gömlu góðu mjólkurinnar. Hverjar svo sem skoðanir okkar eru á vörutegundum, sem ætlað er að líka eftir og koma að hluta til í stað annarra hefðbundinna mat- væla, þá er ljóst að hér er ekki um „gervimat" að ræða. Sojabuff og sojaborgarar eru vörur sem fram- leiddar eru hér á landi úr sojaprót- eini og einnig fluttar tilbúnar til landsins. Sumir neytendur velja slíkar vörur fremur en kjötvörur, en engum dettur í hug að kalla þær „gervikjöt" eða „kjötlíki" og enginn virðist sjá ástæðu til að amast við innflutningi þeirra. Þar sem þessar línur eru ritaðar á þorra, er ekki síður úr vegi að víkja að þorramat. Skortur á hvalkjöti gerir það að verkum að stórlúða er nú sett í súr og einhveijum gæti þá hugkvæmst að kalla það „hvallíki" sem borið er á borð landsmanna í stað súra hvalkjötsins. Þó margur sakni hval- kjötsins og slík breyting þyki mið- ur, verður þorramaturinn vart nefndur „gervimatur", og hvalfrið- unarmenn geta tekið gleði sína og blótað þorra með vinum og vanda- mönnum. Ostlíki er iðnaðarvara Réttar upplýsingar um samsetn- ingu ostlíkis virðast ekki hafa kom- ist til skila. í innihaldslýsingum matvæla eru hráefni og aukefni til- greind í magnröð, þannig að fyrst er nefnt það sem mest er af, og er ostlíki unnið úr vatni, mjólkur- próteini, sojaolíu (hertri að hluta), umbreyttri maíssterkju, nokkrum aukefnum og salti. Varan inniheld- ur því meira af mjólkurpróteini en jurtaolíu og vekur þá nokkra undr- un þegar landbúnaðarráðherra lýsir því yfír að slíkt rusl láti hann ekki inn fyrir sínar varir. Á sama tíma lýsir viðskiptaráðherra því yfír að ostlíki sé jurtaafurð, þar sem varan sé eingöngu unnin úr jurtum og kryddi. Nokkurs misskilnings virð- ist því gæta hvað samsetningu vör- unnar varðar. Ostlíki er dæmigerð iðnaðarvara og má finna vörur hér á markaði sem og annars staðar, sem ekki eru ólíkar að samsetningu. Við setningu laga um smjörlíki og fleiri slíkar vörutegundir var gert ráð fýrir, að til framleiðslu eða innflutnings ostlíkis gæti komið, enda hefur raunin orðið sú. Á sama tíma og rætt er um fijálsari viðskipti með rnatvæli sem og aðrar vörur, ætti þessi staðreynd ekki að koma á óvart og má nefna að ostlíki er selt í ríkjum eins og Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hins vegar er hægt að skilja viðbrögð þeirra sem hafa lífsviðurværi af framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða og sem nú sjá fram á aukna samkeppni. En spyija má hvort þau viðbrögð sem fram hafa komið eru rétt eða röng, þegar hliðsjón er höfð af breyttum viðhorfum til viðskiptahátta og þess að ekki er víst að íslenskir matvæla- Jón Gíslason „Umfjöllun um ostlíki í fjölmiðlum hefur bæði valdið misskilning’i og tilefnislausum ótta meðal almennings.“ framleiðendur eða neytendur muni velja ostlíki í stað osta. Neytendur eiga valið í Bandaríkjunum hafa ostfram- leiðendur m.a. brugðist við sam- keppni af þessu tagi með því að hanna sérstakt merki, sem veitinga- staðir geta notað til að upplýsa neytendur um að ostlíki sé ekki notað í stað osta. Hvernig sem brugðist verður við hér á landi, er ljóst að neytendur eiga rétt á að vita hvort fyllingin á pitsunni er ostur eða ostlíki. Að sjálfsögðu á þetta að koma greinilega. fram í umbúðamerkingum fyrir pitsur og aðrar sambærilegar vörur sem seld- ar eru í neytendaumbúðum, enda hafa verið settar reglur þar um. í slíkum tilvikum er ekki fullnægj- andi að geta um ostlíki í innihalds- lýsingu, heldur verður að koma nákvæmlega fram hvernig ostlíkið er samsett. Neytendum er síðan í sjálfsvald sett hvort þeir velja pitsu með osti eða ostlíki. Aukefni eru í raun það eina i ostlíki sem_ réttilega má kalla „gerviefni". í nýlegri blaðagrein var þess getið að varan innihéldi „kemísk“ bragðefni og er þar átt við gervibragðefni, þ.e. efni sem ekki eiga sér hliðstæðu í náttú- runni. Slík bragðefni er hins vegar að fínna í fjölda vörutegunda og er þess oft ekki getið á umbúðum hvort um náttúruleg eða gervi- bragðefni er að ræða. Einnig verður að koma fram að ostlíki inniheldur sorbínsýru (E 200), sem sumir neyt- endur hafa óþol fyrir. Þetta sýnir að upplýsingar til neytenda verða að vera réttar, enda hvílir upplýs- ingaskylda á innflytjendum og mat- vælaframleiðendum sem kjósa að nota ostlíki. Þess má geta að sorb- ínsýru er einnig að finna í algengum vörum eins og smjörlíki, smurost- um, létt og laggott og sólblóma, þó svo þar sé um að ræða kalíum- salt efnisins, sem auðkennt er með númerinu E 202. Lokaorð Umfjöllun um ostlíki í fjölmiðlum hefur bæði valdið misskilningi og tilefnislausum ótta meðal almenn- ings. Þegar hefur komið fram kvört- un um að sjúkdómseinkenna hafi orðið vart eflir pitsuát, og fær „gerviosturinn“ þá sökina, og það jafnvel áður en ostlíki er komið á markað hérlendis. Við slíku má búast þegar umfjöllun um þetta mál er eins og verið hefur. Réttmæt umfjöllun um matvæli og gott upplýsingastreymi til neyt- enda mun hins vegar verða til þess að enginn þarf að efast um ágæti síns daglega brauðs og neytendur munu þá velja þá vöru sem þeim fellur best. Áhrif slíkrar umræðu eru eingöngu til góðs og gætu leitt til bættra viðskiptahátta með mat- væli, hvort heldur umræðan snýst um ostlíki eða aðra matvöru. Iíöfundur er næringarfræðingur og starfsmaður Hollustuverndar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.