Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 NEYTENDAMAL Við ráðum ekki erfðaþáttum, en mataræðinu má breyta Rannsóknir á kólesteróli o g blóðfitu Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir á Borgarspítalanum hefur undanfarin ár rannsakað kólesteról og blóðfitu íslendinga. Kólest- eról er talið til áhættuþátta kransæðasjúkdóma, en í blóðfitu margra ætta hér á landi hafa einnig fundist arfgengir áhættuþætt- ir sem hann hefur rannsakað. Gunnar vinnur nú að rannsóknum í samvinnu við erlenda aðila á því hvers vegna sumir hafa mun hærra kólesterólgildi en aðrir. Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir: Breytingar á tiðni kransæða- stíflu hér á landi virðast benda til að snúa megi þróuninni við, eins og gerst hefur hér og víða erlendis. Gunnar sagði að rannsóknir á kólesteróli á vegum Hjartavernd- ar hafi staðið yfir frá árinu 1968- 1988 og á þeim tíma hafi komið í ljós marktæk Jækkun á kóleste- rólgildi í blóði Islendinga, um 6% hjá körlum og 10% hjá konum. Síðan hefur verið reiknað út hvaða áhrif þessi kólesteróllækkun hefur á hættu á kransæðasjúkdómum. Vitað er samkvæmt fyrri rann- sóknum Hjartaverndar, hver áhættan á að vera nú miðað við kólesterólmagnið árið 1968. Með- allækkun kólesteróls ætti að draga úr áhættu kransæðasjúk- dóma um 14% hjá körlum og um 17% hjá konum. Á sama hátt ætti lækkun áhættu vegna minnk- andi reykinga að vera 8% hjá konum og vegna lækkaðs blóð- þrýstings um 16%. Þessir þættir eru ekki einangraðir heldúr sam- verkandi. Frá 1968 er hægt að sjá marktæka lækkun á þessum áhættuþáttum, eða um þriðjungs lækkun áhættu meðal miðaldra fólks og er hún mjög svipuð hjá konum og körlum. A sama tíma hefur kransæðadauðsföllum fækkað verulega. Lækkun kólesteróls og breyttar lífsvenjur Vitað er hvernig ástandið var 1968 og hveijir áhættuþættirnir eru í dag og það gerir auðveldara að reikna út áhættuþættina, en raunveruleg lækkun áhættuþátta skýrir lækkun dánartíðni af völd- um kransæðasjúkdóma að tals- verðu leyti. Gunnar sagði að skýr- ingin væri talin liggja að hluta í breyttum neysluvenjum, byggðum á neyslu- og framleiðslutölum sem Laufey Steingrímsdóttir hefur reiknað út. Þar kemur fram að dregið hefur úr neyslu nýmjólkur og á mjólkurvörum frá 1970 til 1988 um 6 kg á mann á ári af dýrafitu og er álitið að þessi lækk- un geti hafa valdið um helmingi þeirrpr kólesteróllækkunar sem orðið hefur í blóði íslendinga. Kjötneyslan hefur aukist úr 51 kg/íbúa árið 1970 í 56 kg árið 1987. Gunnar sagði að þar hafi breytingin verið í kílógrömmum en hins vegar megi ætla að fitan í kjötinu hafi minnkað á þessum tíma. Það vekur athygli að á sama tíma og kólesterólið hefur lækkað og kransæðasjúkdómum -hefur fækkað, þá hefur meðalþyngd ís- lendinga á miðjum aldri aukist um 2-3 kg fyrir sömu líkamshæð. Gunnar sló fram þeirri skýringu til gamans, að gera megi ráð fyr- ir að fóikið hafi lifað á skynsam- legra fæði, þó neyslan hafi e.t.v. verið meiri eða hreyfingin minni. Góða og slæma kólesterólið - Nú er rætt um góða kólester- ólið og slæma kólesterólið og jafn- vel verra kólesterólið. Hver eru áhrif þessara kólesteróla? Gunnar sagði að niðurstöður Hjartavemdar byggðu aðallega á heildarmagni kólesteróls sem áhættuþætti. „En við höfum líka verið að líta á góða hluta kólester- óls,“ sagði hann, „það hefur kom- ið í ljós að góði hluti kólesteróls er jafn verndandi áhættuþáttur og hinn er slæmur. Þetta hafa rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi á körlum, leitt sterk- lega í ljós og eru þær niðurstöður í samræmi við erlendar rannsókn- ir. - Nú vill lesandinn gjarnan vita hvernig hann á að nálgast góða kólesterólið? Getur hann það með réttu mataræði? „Nú er það svo með góða kól- esterólið að mataræðið hefur til- tölulega lítil áhrif á það,“ svaraði Gunnar. „Aftur á móti hefur lík- amsáreynsla áhrif til hins betra og offita til hins verra. Erfðir og kyn skipta mestu máli og er góða kólesterólið mun hærra hjá konum en körlum. Það getur skýrt hinn kynbundna mun sem er á krans- æðasjúkdómum hjá konum og körlum, en konur hafa mun lægri tíðni kransæðasjúkdóma. Þeir karlar sem hafa minna af góða kólesterólinu hafa mun hærri tíðni kransæðasjúkdóma en hinir.“ Mismunandi hlutverk kólesteróla „Þessi kólesteról virðast hafa tvenns konar hlutverki að gegna. Þarna er um að ræða mismunandi agnir í blóðinu. Þær agnir sem bera góða hlutann af kólesteróli virðast hafa það hlutv'erk að draga kólesteról úr blóðinu og flytja það til lifrarinnar til útskilnaðar. Hinn hluti kólesterólsins hefur það hlut- verk að flytja líkamanum kó- lesterólið. Vefir líkamans þurfa á kólesteróli að halda, en í hinum vestræna heimi er tilhneiging til að neyta meira kólesteróls en lík- amsvefirnir þurfa á að halda. Verði of mikið til af því, sest það í frumur æðaveggja." Mikil fituneysla hér á landi - í sambandi við fituneyslu hér á landi og lækkun kólesteróls í blóði, er fituneysla hér sennilega mun meiri en fram kemur í neysl- utölum. Hér er mikil sælgæt- isneysla, hörð feiti er í súkkulaði og kókosfita er í jurtaís, steiktur matur á skyndibitastöðum er brasaður í harðfeiti. Flögur og nasl er gegnsósa í fitu. Gunnar var spurður hvort hér væri ekki meiri neysla á harðfeiti en neyslu- tölur hafa gefið til kynna. „Við þessa útreikninga 1970- 1988 var aðeins stuðst við þær vörur sem áreiðanlegar tölur eru til um, hvað varðar neyslú og framleiðslu," svaraði hann. „Sam- kvæmt íslenskri næringarfræði kemur stór hluti af mettaðri dýra- fitu úr neyslu mjólkurafurða. Þessar afurðir endurspegla því meira en helming af neyslu mett- aðrar dýrafitu, sem er sláandi fyrir mataræði íslendinga, en er greinilega að breytast." Blóðfita og erfðir „Við höfum verið að líta á ann- að fituprótein sem tengt hefur verið við kransæðasjúkdóma og er það að miklu leyti arfbundið,“ sagði Gunnar. „Þetta fituprótein virðist einnig auka áhættu á kransæðasjúkdómi og virðist það að hluta skýra ættarsögu sumra einstaklinga sem ekki hafa hækk- un á heildarkólesteróli, háum blóðþrýstingi eða eru í stórr- eykingahópi. Hluti af þessari ætt- arfylgju ætti að skýrast af frek- ari rannsóknum á þessum fitupró- teinum sem bera kólesteróla að hluta til. Einnig erum við að athuga áhrif erfða í ákvörðun kólesterólgildis- ins og erum við í samstarfi við rannsóknastofu í London, þar sem við erum að athuga ákveðna þætti í erfðaefninu og hvernig þeir dreifast hjá íslendingum. Við höf- um áhuga á að sjá hvort þeir geti valdið mismunandi háu kó- lesterólgildi hjá fólki. Við höfum í rannsóknum fundið að vissir erfðaþættir eru hér greinilega að verki og skýra talsverðan mun, þ.e. hvers vegna sumir eru með 5 í kólesteróli en aðrir með 8 (með- algildi er 6). Sumir sem eru með erfðaþætti fara allt upp í 10 í kólesteróli. Tilhneigingin virðist liggja sterkt í sumum ættum. Þessir ein- staklingar hafa ákveðin einkenni sem sjá má við skoðun, það eru kólesterólútfellingar sem sjást á höndum og á hásinum. Þessi ætt- arfýlgja er ríkjandi þáttur. Erfðagallar sanna blandaðan uppruna þjóðarinnar Við höfum kannað þessi arf- gengu fituprótein hjá íslendingum og okkur er kunnugt um að þau er að finna í meir en 20 ættum. Við höfum reynt að fínna erfða- gallann í erfðaefninu sjálfu og höfum komist að því að um fjóra mismunandi erfðagalla er að ræða, sem segir okkur að þeir eru komnir frá ijórum mismunandi einstaklingum. Þetta hefur komið okkur á óvart þar sem við héldum að við hefðum öll sama uppruna. Raunar segir þetta okkur það sama og aðrar erfðafræðirann- sóknir hafa gert, þ.e. að við erum mun blandaðri að uppruna en við teljum okkur vera. Einn af hveij- um 500 hefur þetta gen í sér. Þessar ættir eru með helmingi hærra kólesteról í blóði en gengur og gerist og þeirra áhætta er margföld. Einn þessara erfðagalla hefur ekki komið fram annars staðar í heiminum og gæti hafa orðið til fyrir stökkbreytingu í erfðaefninu." Gunnar gat þess líka til gamans að hjá frönskum innflytjendum í Kanada fyrirf- innst aðeins einn slíkur erfðagalli sem benti til þess að þeir væru af einum og sama uppruna, gagn- stætt því sem virðist vera með okkur. Gunnar sagði að þessi erfða- þáttur ætti ekki að trufla lífs- munstur fólks þar sem sjúkdóm- urinn kemur ekki fram fyrr en á fullorðinsaldri. „Það má auðveld- lega koma í veg fyrir afleiðingar hans með því að forðast reyking- ar, en einnig eru til lyf sem lækka kólesteróiið verulega. í rannsóknum sem nú eru í gangi er verið að athuga erfða- þættina í tengslum við manneldis- könnun Manneldisráðs. Þar er reynt að meta mikilvægi erfða- þátta í ákvörðun kólesterólgildis, til þess að finna hvort skima megi fyrir þeim með einföldum blóð- prufum eða kanna hvort ákveðnir þættir eru til staðar í erfðaefninu. Hafi viðkomandi einstaklingur þá eru meiri líkur á kransæðasjúk- dómum síðar meir og þá er hægt \ að veita honum ráðleggingar. Við erum að kanna þessa erfða- þætti, við vitum meira um matar- æðið nú en áður í gegnum neyslu- könnunina og það ætti að vera auðveldara að reikna út hlut mat- aræðis og erfðaþátta. Við ráðum ekki genunum en við ráðum mata- ræðinu og því má breyta. Þessar breytingar á tíðni kransæðastíflu hér á landi virðast benda til að snúa megi þróuninni við eins og gerst hefur hérna og víða erlend- is. Við teljum að með þessum rannsóknum hafi okkur að hluta tekist að finna skýringu á fækkun kransæðatilfella sem aðrir hafa ekki gert. Aðrir hafa ekki samtím- is verið með rannsóknir á þessum áhættuþáttum og getað fylgt eftir breytingum á þeim sem skýringu á breytingum á dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma," sagði Gunnar að lokum. Viðtal: M. Þorv. Námskeið í skyndihjálp NÚ Á allra síðustu dögum hafa orðið slys þar sem leikmenn hafa veitt skyndihjálp sem hefur bjargað lífi. Þetta er skyndihjálp sem allir geta lært auðveldlega á skyndihjálparnámskeiðum. __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag kvenna Nú er tveimur kvöldum af þremur lokið í parakeppninni, úrslit í riðlunum urðu þeáSi: A-riðill: Nanna Ágústsdóttir - Sigurður Ámundason 193 Aldís Schram - Elín 183 Sæbjörg Jónasd. - Bergsveinn Gíslason 180 B-riðill: Ragnheiður Tómasdóttir - Rúnar Lárusson 198 Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 180 Nína Hjaltadóttir - Lilja Petersen 180 C-riðilI: Erla Ellertsd. - Hálfdán Hermannsson 181 Ólafía Jónsd. — Baldur Ásgeirsson 179 Bryndís Þorsteinsd. - Sigurður Eysteinsd. 175 Dúa Ólafsdóttir—Guðlaugur Nielsen 173 Kristín Jónsdóttir - Valdemar Jóhannsson 173 Heildarstaðan: NannaÁgústsd.-SigurðurÁmundason 381 Guðrún Jörgensen - Þorsteinn Kristjánsson 380 Erla Ellertsdóttir - Hálfdán Hermannsson 376 Ólafía Jónsdóttir - Baldur Ásgeirsson 373 Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur Valdemarsson 369 Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 366 RagnheiðurTómasd.-RúnarLárusson 360 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 25. mars hefst Stef- ánsmótið sem verður síðasta keppni vetrarins. Þetta mót verður barómeter og 4-5 kvölda langt. Spilað er um veglegan farandbikar auk hefðbund- inna verðlauna. Spilarar. Heiðrum nú minningu góðs drengs með því að fjölmenna og spila vel og prúðmannlega. Spilað er í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði og spilamennskan hefst kl. 19.30. Bridsfélag Hornafjarðar Lokið er tveimur kvöldum af þrem- ur í svokölluðu vélsmiðjumóti og er staða efstu para þessi: GunnarPáll-Guðbrandur 101 Magnús - Gestur 100 Birgir—Gunnlaugur 57 JónNíelsson-Valdimar 44 Bjöm — Vífíll 41 Svava-Auður 31 Sigurpáll - Guðmundur 29 Ámi-JónSveins 29 Hluti keppninnar var jafnframt firmakeppni og sigraði saltfiskverkun KASK. Blómaland var í öðru sæti en Hótel Höfn, Hafnarskóli, Hafnarbúð- in, Málningarþjónusta J.R., Borgey hf., Ósinn, Shell o.fl. voru í toppbarátt- unni. Vélsmiðjumótinu lýkur nk. sunnu- dagskvöld. Bridsfélag byrjcnda Þriðjudaginn 19. mars sl. var þriðja kvöldið sem þetta nýja bridsfélag hélt. Þátttaka var mjög góð, en alls mættu 37 pör og er það besta mætingin hing- að til. Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur og urðu úrslit þessi: Norður - suður: Jóhannes Laxdal - Felix Sigurðsson 243 Jakob Haraldsson - Andrés Sigvaldason 221 KristínAndrewsd. -JónÞórKarlsson 219 Ingólfur Arnarson - Hafsteinn Einarsson 202 Aðalheiður Hákonard. - Gréta Guðmundsd. 202 Austur - vestur: María Haraldsd, - Lilja Halldórsd. 254 Elín Bjarnad. - Álfheiður Gíslad. 219 Agnar Hansson - Jóhann Hlíðar Harðarson 217 Eiríkur Þorsteinsson - Þórhallur Siguijónsson 208 Guðjón Magnússon - Ólafur Erlingsson 208 Næsta spilakvöld verður þriðjudag- inn 2. apríl nk. í Sigtúni 9 og er fólk eindregið kvatt til að mæta og eigi síðar en kl. 19.15. Byijað verður að spila kl. 19.30. Núna ætlar Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands að gefa al- menningi kost á því að læra þá skyndihjálp sem hefur verið notuð í þessum tilvikum. Námskeiðið hefst mánudaginn 25. mars kl. 20 og stendur 4 kvöld. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Öllum 15 ára og eldri er heim- il þátttaka. Skólafólki sem ætlar að láta meta námskeiðið í framhaldsskól- um skal bent á að þetta er síðasta námskeiðið sem haldið verður á þessari önn. Kennd verður skyndi- hjálp við helstu slysum m.a. endur- lífgun, stöðvun blæðinga, viðbrögð við bruna, kali, ofkælingu, skyndi- hjálp við beinbrotum, og síðast en ekki síst að ná aðskotahluti úr hálsi. Leitast verður við að heim- færa námskeiðið á slys bæði í byggð og óbyggð. Það hefur oft sannast að sú skyndihjálp sem nærstaddir veita getur haft afgerandi þýðingu þeg- ar mikið liggur við. Það er oftast einföld og fljótlærð hjálp sem þarf til að geta gert mikið gagn. (Fréttatilkynning) -------------------- ■ „ VINSTRI VÆNGURINN“ samþykkti eftirfarandi á félags- fundi. Félagsfundur Vinstri vængs- ins, haldinn 19. mars 1991, fagnar sjálfstæðu frumkvæði fiskvinnslu- fólks, sem birtist í boðuðum aðgerð- um víða um land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.