Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 33
83 Aðalfundur Veiðifélags Mývatns: Astæður sveiflna í líf- ríki vatnsins óljósar Björk, Mývatnssveit. AÐALFUNDUR Veiðifélags Mývatns var haldinn í Skjólbrekku 15. mars síðastliðinn. Guðni Guðbergsson kom á fundinn, hann hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á lífríki Mývatns og veiði í vatninu. Guðni flutti fróðlegt erindi á fundinum og sýndi jafnframt myndir. Talið er að mesta veiði í Mývatni .hafi verið um 1920 eða um 100 þúsund silungar. Árið 1988 veidd- Fundur með Davíð á þriðju- dagskvöld Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður á fundi sem Sjálfstæðisflokkur- inn heldur á Akureyri næst- komandi þriðjudagskvöld kl. 21, eins og sagt var frá í blað- inu í gær. Vegna mistaka féll tímasetning fundarins niður og er beðist velviröingar á því. Fundurinn verður haldinn á skemmtistaðnum 1929 og hefst hann kl. 21 áþriðjudags- kvöld, 26. mars. Háskólinn: Fyrirlestur um heims- myndina DR. PÁLL Skúlason flytur fyrirlestur í Háskólanum á Ak- ureyri við Þórunnarstræti næst- komandi miðvikudagskvöld, 27. mars, kl. 20.30. ust 6.000 bröndur úr vatninu. Guðni telur að það ár hafi verið mikið af smásilungi í Mývatni, en áta nánast engin nema hornsíli, sem ekki eru tqjin nýtast svo smáum silungi. Guðni álítur því að þessi silungur hafi horfið; með öðr- um orðum hreinlega drepist. Árið 1989 veiddust aðeins 3.000 bröndur úr vatninu, en þess má geta að þegar líða tók á árið fóru átuskilyrði verulega að batna og silungurinn þá líka að fitna. Á síð- asta ári veiddust um 15 þúsund bröndur, en þróunin frá árinu áður hélt áfram, átan óx og silungurinn var vel feitur. Ekki er enn vitað hvað veldur hinum tíðu sveiflum í lífríki Mývatns. Margir telja að þær stafí af óhagstæðu veðurfari og þá einkum köldum vorum. Vonandi verða menn einhverju nær innan tíðar í þeim efnum. Á fundinum var samþykkt til- laga þess efnis að frá 1. ágúst og til loka veiðitímabilsins verði óheimilt að láta net liggja í Mý- vatni á daginn frá kl. 10 að morgni til kl. 19 að kveldi vegna hættu á fugladauða. Reynslan er sú að fugl- inn ánetjist frekar á daginn en að næturlagi. Leyfð var veiði í net í Mývatni L febrúar síðastliðinn sem aðallega er stunduð undir ís. Veiðin hefur hingað til verið treg. Virðist ekki mikið af silungi í vatninu. Rann- sóknir Veiðimálastofnunar á hugs- anlegum áhrifum kísiltöku í Mý- vatni á lífríki vatnsins hófust 1986 og er stefnt að því að halda þeim áfram að minnsta kosti til ársins 1991. Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór Bifreiðaskoðun Islands opnaði nýja skoðunarstöð á Akureyri í gær, en það er fyrsta stöðin sem opnuð er utan Reykjavíkur. Á myndinni eru þeir Karl Ragnars forstjóri og Þorsteinn Friðriksson sem veitir stöðinni á Ákureyri forstöðu. Bifreiðaskoðun íslands: Ný tveggja brauta skoðunar- stöð tekin í notkun á Akureyri NÝ skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar íslands var opnuð á Akureyri í gær, en það er fyrsta stöðin sem opnuð er utan Reykjavíkur. Húsið er 450 fermétrar að stærð og kostaði fullbúið með tækjum um 50 milljónir króna. Tvær brautir eru í húsinu, önnur fyrir fólksbifreið- ir og hin fyrir stóra bíla. Karl Ragnars forstjóri Bifreiða- skoðunar íslands sagði að með til- komu stöðvarinnar bættist mjög aðstaða starfsmanna sem áður þurftu að skoða bifreiðir utanhúss hvernig sem viðraði. Stöð þessari er ætlað að þjóna Eyjafjarðarsvæðinu, en að auki er eins og áður sagði sérstök braut fyrir vörubíla og aðra stærri bíla og sagði Karl að slíkar brautir yrðu einungis á Akureyri og íReykjavík.„Við komum til með að beina eigendum stærri bíla til stöðv- anna á þessum stöðum, þetta eru gjarnan bílar sem eru á ferðinni á þessum stöðum hvort eð er og þarna fá þeir þá þjónustu sem hentar. Hins vegar geta eigendur bíla sem ekki eru á ferð utan heimahéraðs að sjálfsögðu fengið skoðun heima,“ sagði Karl. Bifreiðaskoðun íslands opnar í dag, föstudag, einnig nýja skoðun- arstöð í Fellabæ og í sumar verður hafist handa við framkvæmdir á þremur stöðum, á ísafii’ði, Borgar- nesi og Selfossi. Á þessum stöðum verður um að ræða skoðunarstöðvar með einni braut. Gert er ráð fyrir að kostnaður við byggingu þessara stöðva verði um 90 milljónir, þ.e. 30 milljónir við hverja stöð. „Með tilkomu stöðvarinnar á Akureyri verður óhjákvæmilega sú breyting á að bifreiðaskoðunar- menn fara ekki í sama mæli og áður út til minni staða, heldur er bifreiðaeigendum ætlað að koma hingað. Þó svo að sumir telji að um skerta þjónustu sé að ræða, þá kem- ur á móti að í þessari sérbúnu skoð- unarstöð fá þeir betri þjónustu,“ sagði Karl Ragnars. Rafmagnsleysi: Grj ót barst með krapa í tvær véla Laxárvirkjunar Viðgerðarflokkar til Grimseyjar og varaafl keyrt í Ólafsfirði Fyrirlesturinn nefnir Páll „Heimsmyndina" og mun hann leitast við að skýra mismunandi skilning og skoðanir varðandi heimsmynd samtímans. Fyrirlesturinn er viðleitni til að rökræða skipulega forsendur skynsamlegrar lífsskoðunar og lSfsreynslu bæði fyrir einstaklinga, hópa fólks og þjóðir, svo og til að greina vandkvæði sem tengjast mótun slíkrar skoðunar og stefnu. Páll Skúlason er prófessor í heimspeki við Háskóla íslands. Hann hefur m.a. gefið út bækurn- ar Pælingar og Pælingar II, auk bókar um siðfræði sem út kom í vetrarbyrjun. ----------------- Nemendur sýna í Myndlistar- skólanum í MÓTUN, 8 einkasýningar, er yfirskrift sýningar á verkum nemenda við Myndlistarskólann á Akureyri sem opnuð verður í skólanum á morgun, laugardag. Um er að ræða sýningu á verk- um nemenda í málunardeild og er þetta afrakstur vinnu þeirra á síð- ustu önn þar sem unnið var undir handleiðslu gestakennara. Sýningin verður aðeins opin um helgina, á laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18 báða dagana. Sýningin er í Myndlistarskólanum á Akureyri efst í Grófargili. VIÐGERÐ á Laxárlínu lauk síð- degis í gær og komst þá rafmagn á í Norður-Þingeyjarsýslu, en þar hafði verið rafmagnslaust frá því í fyrrakvöld. Krap í Laxá olli biluninni, en grjót fór í tvær vélar Laxárvirkjunar og skemmdi þær. Þá fóru flokkar frá Rafmagnsveitum ríkisins með Sæfara til Grímseyjar í gær MIKIL leit var gerð að 15 ára gamalli stúlku á Akureyri í fyrri- nótt og allt þar til hún kom fram um ld. 10 í gærmorgun. Hún hafði falið sig í stigagangi fjölbýlishúss um nóttina. Lögreglu var tilkynnt um hvarf stúlkunnar skömmu fyrir miðnætti, og þegar hún hafði ekki komið í leit- irnar nokkru fyrir kl. 3 um nóttina voru björgunarsveitir kallaðar út. og hófu viðgerð síðdegis, einnig voru menn á ferð Dalvíkurmegin í Olafsfjarðarmúla þar sem stórt snjóflóð féll í vonskuveðrinu sem gekk yfir í fyrradag. Óskar Árnason hjá Landsvirkjun á Akureyri sagði að Laxárlínan hefði bilað á þriðjudagskvöld, en vegna veðurs var ekki unnt að hefja viðgerðir fyrr en í gærmorgun. Um 30 félagar í sveitunum tóku þátt í leitinni um nóttina og 20 bættust í hópinn um morgunin. Matthías Einarsson varðstjóri lög- reglunnar á Akureyri sagði að víðtæk leit hefði verið gerð í fyrstu í ná- grenni heimils stúlkunnar og síðar um allan bæinn. Stúlkan kom í Gagn- fræðaskólann á Akureyri þar sem hún stundar nám um kl. 10 og kvaðst þá ekki hafa vitað af leit þeirri er að henni var gerð. Krap var í ánni sem aftur reif upp gijót af botninum og það fór í vél- arnar. Óskar sagði að ekki væri búið að meta skemmdir á þeim að fullu, en alla vega væru skemmdir á tveimur vélum, sem hvor um sig framleiðir um 9 megavött. Þá eru eftir tvær vélar sem samtals fram- leiða 4,5 megavött. „Aðalástæðan fyrir því að þetta gerist er sú, að ekki hefur fengist að hækka vatns- bólið, það er orðið mjög brýnt að það fáist hækkað til að hægt sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Við sleppum með skrekkinn hvað varðar fæðingu á orkuveitusvæðinu austan við Akureyri vegna þess að það náðist að tengja Laxárlínuna í tæka tíð,“ sagði Oskar. Tryggvi Aðalsteinsson hjá Rarik á Akureyri sagði að um eins kíló- metra snjóflóð hefði fallið Dalvíkur- megin í Ölafsfjarðarmúla með þeim afleiðingum að línan lá niðri. Flogið var yfir staðinn í gær til að skoða aðstæður, en þær eru heldur slæm- ar á þessum slóðum og erfitt yfir- ferðar. Varaafl var notað í Ólafs- firði og díselvélar keyrðan - Viðgerðarflokkur fór með Sæ- fara til Grímseyjar í gær og hóf viðgerðir þar, en hluti húsa í eynni var án rafmagns. Bjóst Tryggvi við að tækist að ljúka viðgerð í gær- kvöldi, þegar rætt var við hann undir kvöld. * Straumlaust var á Árskógsströnd um tíma og truflanir á Grenivík, Hjalteyri og víðar. ------»- ♦ ♦ Kvikmyndaklúbburinn: „Rosalie “ sýnd í Borgarbíói Kvikmyndaklúbbur Akureyrar og Borgarbíó sýna myndina „Rosalie Goes Shopping11 á niorg- un, laugardag, og fram til þriðju- dags, 26. mars, en sýningar verða kl. 17. um helgina og 19 á mánu- dag og þriðjudag. Þetta er ný mynd eftir leikstjórann Percy Adlon, sem m.a. gerði myndina „Bagdad Café“. Þetta er gaman- mynd sem gerist í Bandaríkjunum og er lunkin ádeilda á kaupæði sem víða viðgengst í hinum vestræna’ heimi: Leit gerð að 15 ára stúlku: Faldi si g í stigagangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.