Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 35
_______________________MORGÍÍnBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR '22. AÍÁRZ1991 Kostnaður við símtöl ta útlanda eftirHrefnu Ingólfsdóttur Nýlega hefur í fjölmiðlum verið fjallað um gjaldskrá Pósts og síma fyrir utanlandssímtöl. Þar hefur komið fram að í mörgum tilfellum er ódýrara að hringja til íslands frá öðrum Evrópulöndum en frá íslandi til sömu landa. Margir eiga , erfitt með að skilja af hveiju sím- stjórarnir í mismunandi löndum taka ekki sama gjald fyrir svipaða þjónustu en á þessum verðmun eru nokkrar skýringar. Fyrst er rétt að taka fram að stundum er samanburður við önnur lönd okkur hagstæður og nærtækt dæmi er Svíþjóð en þangað kostar mínútusímtal 72 kr. og er þá innif- alinn virðisaukaskattur. Frá Sví- þjóð til íslands kostar mínútan hins vegar um 78 kr. A íslandi er 24,5% virðisauka- skattur innifalinn í verði símtal- anna en í mörgum löndum eru skattarnir lægri eða ekki til staðar eins og í Ástralíu. Eins hefur það áhrif að öll símtöl til og frá landinu fara í gegnum gervihnött en sú leið er kostnaðareamari en landlín- urnar sem löndin í Mið-Evrópu geta notað fyrir símtöl sín á milli. Gjaldskrá Pósts og síma fýrir utanlandssímtöl er unnin með hlið- sjón af alþjóðlegum viðmiðunar- reglum um kostnað við innlend fjarskiptanet og gervitungl. Hvert símtal þarf að standa undir kostn- aði fyrir not af fjarskiptanetinu innanlands og við að senda boð frá Skyggni upp í gervitungl. Þessi hluti af gjaldi fyrir utanlandssímtöl rennur til Pósts og síma. Hinn hluti þess er endurgreiddur til erlendra símastjórna sem taka á móti sím- tölum frá gervihnetti og koma þeim áleiðis til sinna viðskiptavina. Á sama hátt fær Póstur og sími Hrefna Ingólfsdóttir „Innan Pósts og síma er skilningur á því að mikil samskipti við út- lönd í gegnum síma eru kostnaðarsöm og að þann kostnað verður að minnka.“ greitt fyrir að taka á móti símtölum frá útlöndum. Sum lönd eins og Ástralía og Þýskaland virðast ekki krefja viðskiptavini sína beint um fulla gi-eiðslu fyrir innlendan kostnað af utanlandssímtölum heldur fá tekjur sínar eftir öðrum leiðum. Þess vegna er mun ódýrara að hringja þaðan til íslands og flestra annarra landa en til baka. Hins vegar hefur Póstur og sími ekki lækkað gjaldið til þessara landa umfram annarra heldur beitt sömu reglum við verðútreikninga fyrir öll lönd. Um flest öll önnur Evrópulönd gildir það sama og ís- land, það er dýrara að hringja þaðan til Ástralíu og Þýskalands en öfugt. Tekjur Pósts og síma eru bundn- ar af fjárlögum og ekki er unnt að lækka verð utanlandssímtala nema að bæta tekjumissinn með öðrum hætti. Hins vegar hefur það hingað til verið stefna stjórnvalda að halda símakostnaði innanlands í lágmarki. í nóvember sl. var þó gerð umtalsverð breyting á gjald- skránni og þá lækkuðu símagjöld til ýmissa landa um 5-14,4%, auk þess að tekinn var upp 30% afslátt- ur til allra landa frá kl. 23-07. Á þessu sviði eins og svo mörg- _______________________________35 um öðrum gjalda íslendingar þess hve þjóðin er fámenn. Rekstur jarðstöðvarinnar er dýr en aðrar þjóðir geta deilt rekstrarkostnaði utanlandsfjarskiptakerfisins á margfalt fleiri símtöl. Til skamms tíma voru Noregur, Svíþjóð Ög Danmörk t.d. með sameiginlega jarðstöð í Tanum í Svíþjóð. Sí- maumferð til og frá þeim löndum sem við berum okkur saman við er margfalt meiri en á íslandi. Því er ekki óeðlilegt að símtöl frá þess- um löndum kosti minna þar sem mikið magn hefur í för með sér lægra verð. Innan Pósts og síma er skilningur á því að mikil sam- - skipti við útlönd í gegnum síma eru kostnaðarsöm og að þann kostnað verður að minnka. Mörg fyrirtæki hafa þó sjálf getað lækk-',r" að símreikningana með því að nota myndsenditæki fyrir formleg og óformleg samskipti við viðskipta- aðila sína en sú tækni er bæði hentug og ódýr í rekstri. Vonandi verður þó sívaxandi símanotkun til þess að unnt verði að lækka gjald- skrána fyrir utanlandssímtöl í ná- inni framtíð. Höfundur er blaðafulltrúi Pósts og síma. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð, símar 679902 - 679903 - 679904 Upplýsingar um kjörskrá og allt, sem lýtur aö kosningunum. Aöstoö við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæöisflokksins! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem ekki verða heima á kjördag. Austfirðingar Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Félagslundi, Reyðarfirði, föstudaginn 22. þessa mánaðar kl. 20.30. Á fundinum fjallar Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, um ísland í Evrópusam- starfi. Aörir málshefjendur verða Hrafnkell A. Jónsson og Kristinn Pétursson. Egill Jónsson setur fundinn og stjórnar honum. Allir velkomnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjarmálefni verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu, Heiðar- gerði 20, sunnudaginn 24. mars kl. 10.30. Gunnar Valur Gíslason kynnir tillögu Akranesverktaka um miðbæjar- skipulag. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta é fundinn. Allir velkomnir. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Arnessýsla Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í félagsheimlinu Árnesi, Gnúpverjahreppi, mánudaginn 25. mars kl. 21.00. Fjórir efstu menn á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi mæta á fundinn. Árnesingar eru hvattir til að fjölmenna. Sjálfstæðisflokkurinn. ísfirðingar Fundur verður haldinn í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna þriðjudaginn 26. mars kl. 20.00 i Hafnarstræti 12, 2. hæð. 1. Bæjarfulltrúar gera grein fyrir fjárhagsáætlun. 2. önnur mál. Stjórnin. Borgfirðingar Fundur með frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi vérður haldinn á Brúarási i Hvítársiðuhreppi, þriðjudaginn 26. mars kl. 21.00. Dagskrá: 1. Ávörp frambjóðenda. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Bjarni Helgason. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Kjördæmisráð. Sjálfstæðisflokkurinn gengurtil kosninga Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Suðureyri sunnudaginn 24. mars kl. 14.00. Frummælendur verða: Matthías Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson og Guðjón A. Kristjánsson. Sjálfstæðisfélag Súgandafjaröar. Sjálfstæðisflokkurinn gengurtil kosninga Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i félagsheimilinu á Þing- eyri sunnudaginn 24. mars kl. 20.30. Frummælendur verða: Matthias Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson og Guðjón A. Kristjánsson. Sjálfstæðisfélag Dýrafjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn gengurtil kosninga Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i kaffistofu Frosta hf. á Súðavík laugardaginn 23. mars kl. 16.00. Frummælendur verða: Matthías Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson, og Guðjón A. Kristjánsson. Sjálfstæðisfélag Súðavikur. FÉLAGSLÍF St.St. 59913234 VIII Sth. kl. 16.00 I.O.O.F. 1 = 1723228V2 = F1. I.O.O.F. 12 = 1723228V2 = FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Allir í páskafrí með Ferðafélaginu Fjölbreytt úrval páskaferða 1. Snæfeilsnes - Snæfellsnes- jökull, 3 dagar (28/3-30/3). Ein besta svefnpokagisting á Snæ- fellsnesi að Görðum í Staðar- sveit. Sundlaug i nágrenni. Jökul- gangan er hápunktur ferðarinn- ar, en Snæfellsnes býður upp á aðra og raunar ótæmandi mögu- leika til skoðunar- og göngu- ferða bæði um fjöll og strönd. Matsala á staðnum. í fyrra var uppselt, pantið þvi timanlega. Fararstjórar: Hilmar Þór Sig- urðsson og Kristján M. Baldurs- son. 2. Landmannalaugar, skíða- gönguferð 5 dagar (28/3-1/4). Gengið frá Sigöldu i Laugar. Séð verður um flutning á farangri. Einnig eru nokkur laus sæti i ökuferð (nýtt). Sivinsæl ferð. Gist í sæluhúsinu að Laugum. Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmars- son. 3. Þórsmörk 3 dagar (28/3-1/4). Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. Gönguferðir við allra hæfi. Góð færð. Þórsmerkur- ferð er tilvalin fjölskylduferð. Far- arstjóri: Sturla Jónsson. Brottför laugardagsmorgun kl. 08. 4. Miklafell - Lakagígar, skiða- ganga 5 dagar (28/3-1/4). Ný og spennandi skíðagönguferð. Gist i gangnamannaskálum. Séð um flutning á farangri milli skála. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 5. Skaftafell — Fljótshverfi (28/3-1/4). Gist að Hofi i Öræf- um og Tunguseli. Skoðunar- og gönguferðir. Brottför skírdag (fimmtud.) kl. 08. Góð farar- stjórn i öllum ferðunum. Kvöld- vökur. Ferðist með Ferðafélag- inu um páskana. Eitthvað fyrir alla. Pantið timanlega á skrifst. Öldugötu 3, simar: 19533 og 11798. Greiðslukortaþjónusta. Ferðafélag (slands, félag fyrir þig. NÝ-UNG Samvera fyrir fólk á aldrinum 20-40 ára i kvöld i Suðurhólum 35. Samveran hefst kl. 20.30. Náðargjafirnar. Séra Öm Bárð- ur Jónsson kemur og fjailar um efnið. Eftir samveruna verður boðið upp á fyrirbæn. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. VEGURINN V Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Kl. 20.30. Samkoma fyrir ungt fólk i kvöld. „Þér sem leitið Guðs - hjörtu yðar lifni við.“ Verið velkomin. wmmwM. Framhaldsnámskeið i Krip- alujóga verður haldið helgina 22., 23. og 24. mars fyrir alla þá, sem stundað hafa jóga. Kennari: Paritosh frá Kripalu. Upplýsingar og skráning í sima 611025, Lindaog 83192, Helga. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.