Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur: Næstu kjarasamningar verði á grundvelli starfsgreina FULLTÚAR Verslunarmannafélags Reykjavíkur áttu s.l. þriðju- dag fund með starfsmönnum Vinnuveitendasambandins þar sem kynntar voru hugmyndir stjórnar VR um nýjar leiðir við gerð næstu kjarasamninga. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, form- anns VR, vill félagið standa að samningum í haust með öðrum hætti en verið hefur. „Við förum fram á að kjarasamningar verði gerðir með tilliti til starfsgreina," segir Magnús. Þá gerir VR afgerandi kröfu um að horfið verði frá því fyrirkomulagi að nota launataxta verslunar- og skrifstofufólks sem viðmiðun þegar samið er um bónuskerfi í öðrum starfsgreinum. Á síðasta ári hefur verið unnið að því að skipta innra starfi VR Aðalfundur VR: Krafist hækk- unar skatt- leysismarka Á AÐALFUNDI Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, 18. mars sl. var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að skatt- ar láglaunafólks verði lækkað- ir, m.a. með verulegri hækkun skattleysismarka. í ályktun stjórnar VR segir, að kaupmáttur launafólks hafi minnkað stórlega á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að nú hafi loks tekist að stöðva kaupmáttarhrap- ið er ljóst að kaupmáttur láglaun- afólks er mjög lítill. Á sama tíma og launafólk hefur tekið á sig miklar fórnir með kjaraskerðingu með það að markmiði að ná verð- bólgunni niður og stuðla þannig að betri lífskjörum hefur ríkisvald- ið aukið skattheimru sína stór- lega,“ segir í ályktuninni. upp eftir einstökum starfsgrein- um og er markmiðið að það muni í framtíðinni skiptast í 12 starfsgreinar. Magnús sagði að þessi tilhög- un við kjarasamningagerð væri nýmæli. „Til þessa hafa nokkrir samningamenn sest niður og fundið út hvað fiskvinnslan í landinu þolir miklar launahækk- anir og það verið látið ráða öðrum launabreytingum í landinu burt- séð frá afkomu eða stöðu ein- stakra starfsgreina. Við gerum einnig kröfu um að horfið verði frá því að nota launataxta verslunar- og skrif- stofufólks sem reiknitaxta fyrir afkastahvetjandi launakerfi. Þetta launakerfi hefur stórskað- að verslunar- og skrifstofufólk á undanförnum árum og haldið launum þess og fleiri aðila, sem ekki búa við launahvetjandi kerfi, niðri. Við getum ekki sætt okkur við að launataxtar okkar séu notaðir sem sökklar fyrir önnur laun,“ sagði Magnús.’ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að vinnuveitendur vildu ekki útiloka þessar hugmyndir VR en meginá- hersla í komandi kjarasamning- um hlytu að snúast um að ná heildarmarkmiðum sem miði að því að viðhalda lágri verðbólgu og hækkandi kaupmætti. „Önnur markmið hljóta að verða að víkja fyrir þessu,“ sagði hann. Þórarinn sagði að Vinnu- veitendasambandið hefði ekki markað ákveðna afstöðu um hvernig staðið verður að samn- ingaviðræðum í haust. „Við fylgj- umst með því af áhuga að Alþýð- usambandið hefur sett á stofn fimm manna nefnd, sem ætlað er að gera tillögur um breytingar á launahlutföllum á starfssviði sambandsins með sérstakri áherslu á hækkun lægstu launa,“ sagði hann. Þórarinn sagði að launataxtar VR-félaga hefðu aldrei verið not- aðir sem grunntaxtar fyrir af- kastahvetjandi launakerfi ann- arra. „Á öðrum starfssviðum eru afkastahvetjandi launakerfi gjarna byggð á einhveijum við- miðunum við launataxta og það snýr ekki aðeins að okkur heldur öðrum viðsemjendum okkar þar sem slík kerfi eru í gangi,“ sagði Þórarinn. Hugmyndir Verslunarmanna- félagsins verða lagðar fyrir fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambandins í apríl. í samþykkt stjórnar VR, frá 6. mars sl., var áréttað að félag- ið myndi eftir sem áður taka þátt í undirbúningsvinnu með ASÍ til að finna leiðir hvernig hækka megi láglaunataxta. Magnús kvaðst hafa kynnt hug- myndir VR um starfsgreina- samninga fyrir forseta ASÍ sem hafi þótt þær eðlilegar. Mor^unblaðið/Ami Sæberg. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, heilsar Magn- úsi L. Sveinssyni, formanni Verslunarmannafélags Reykjavíkur, við upphaf fundar þar sem fulltrúar VR kynntu hugmyndir sínar um starfsgreinasamninga fyrir samtökum vinnuveitenda. Aðalfundur VR: Mótmælir tvískött- un lífeyrisgreiðslna Á AÐALFUNDI Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var 18. mars, voru samþykkt hörð mótmæli við tvísköttun í gegn- um lífeyriskerfið. Einnig var mótmælt þeirri skerðingu sem lífeyr- isþegar verða fyrir við greiðslu í tillögu sem samþykkt var á fundinum em þessi mál segir, að lífeyrissjóðirnir séu til komnir vegna sparnaðar þeirra sem í þá greiða. Við greiðslur í sjóðinn greiði sjóðfélagi skatta af þeim sparnaði. Þegar komi að greiðsl- um úr sjóðnum sé hann skattlagð- ur að nýju. Er þessu harðlega mótmælt og þess krafist að menn fái notið þess á efri árum sem sparast hafi. „Við greiðslur úr Almanna- tryggingakerfinu sem er sameig- inlegur sjóður allra landsmanna úr almannatryggingakerfinu. eru greiðslur til lífeyrisþega skert- ar sem nemur hluta af sparnaði þeirra. Hér er um slíkt óréttlæti að ræða að ekki verður unað við lengur og þess krafist að lífeyris- greiðslur skerði ekki rétt manna til greiðslna úr almannatrygging- akerfinu. Sparnaður í gegnum líf- eyrissjóði er ekki annars flokks sparnaður og þess er krafist að hætt verði að gera greinarmun á því hvort menn spara með greiðslu í lífeyrissjóð eða á annan hátt,“ segir í samþykkt aðalfundar VR. Inferno 5. ■ GERNINGAÞJÓNUSTA In- ferno 5 er nú að heija starfsemi sína á ný eftir vetrarfrí síðan í haust. í tilefni þess gengst hún fyrir gerningakvöldi á N1 bar við Klapparstíg föstudaginn 22. mars nk. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og fyrst má nefna nýjan gerning Inferno 5 sem þeir nefna Eitthvað er í hafinu. Eins og heiti *hans gefur til kynna er efni hans einhverskonar hugleiðing um haf- ið. Skemmtunin hefst kl. 23.00 og er öllum sem hafa aldur til heimill aðgangur. ■ NÚ ER staddur hér á landi kennari frá Kripalu-jóga og heilsumiðstöðinni í N-Ameríku. Coldon DeWees hefur búið og starfað á Kribalu síðastliðin 14 ár við jógakennslu, hugleiðslu og sem nuddkennari undir leiðsögn jógans Amrit Desai, betur þekktur sem - Gurudev. Nú þegar eru hafín kvöldnámskeið í hugleiðslu bæði fyrir byijendur og þá sem lengra eru komnir. Helgina 22.-25. mars verður framhaldsnemum og öllum þeim sem stundað hafa jóga boðið upp á námskeið. Lögð verður áhersla á að beita öndun samhliða teygjunum, þjálfun einbeitingar, umskapa spennu í jafnvægi og mynda frið hið innra. Námskeiðið fer fram í heilsu- og forvamarstöð- inni Mætti, Faxafeni 14. Áslaug Höskuldsdóttir ■ GALLERÍ 8, Austurstræti 8, stendur fyrir kynningu á leirvösum eftir Áslaugu Höskuldsdóttur í sýningarglugga gallerísins dagana 22. mars til 1. apríl nk. Vasarnir verða til sýnis og sölu í galleríinu á venjulegum verslunartíma og um helgar. Vasamir, sem unnir eru úr steinleir, eiga það sameiginlegt að vera unnir út frá kúluformi með ýmsum tilbrigðum í Iit og skreyt- ingum. Áslaug Höskuldsdóttir stundaði nám við keramíkdeild MHÍ á árunum 1971-75 og 1983-85 og hefur rekið eigið verk- stæði undanfarin 4 ár. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í Reykjavík á undanförnum árum. ■ 60 AR eru liðin föstudaginn 22. mars frá stofnun Verkalýðsfé- lags Borgarness. Það voru 39 verkamenn sem stofnuðu félagið. I dag em í félaginu um 700 manns; verkamenn, byggingamenn og járniðnaðarmenn. Félagið hefur á undanförnum ámm lagt áherslu á fjölbreytta starfsemi. Stjórn fé- lagsins árið 1991 er þannig skip- að: Jón Agnar Eggertsson, form- aður, Sigrún D. Elíasdóttir, Baldur Jónsson; Agnar Ólafs- son, Karl Á. Ólafsson, Svava Halldórsdóttir og Áslaug Páls- dóttir. Félagið minnist afmælisins með hátíðardagskrá á Hótel Bor- garnesi á afmælisdaginn. Kl. 20.15 leikur Lúðrasveit Borgar- ness. Stjómandi Björn Leifsson. Samkoman verður sett kl.20.30. Kvöldúlfskórinn syngur. Stjórn- andi Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Ræða: Jón Agnar Eggertsson formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness. Óperusmiðjan sér um bland- aða söngdagskrá. M.a. koma fram: Sigurður Bragason, Jóhanna Þórhallsdóttir og Inga Back- man. FIosi Ólafsson Ieikari flytur hugleiðingu. Gamanvísnasöngur Þorkell Guðbrandsson. Ávörp gesta. Nokkrir aldraðir félagsmenn heiðraðir. ■ SÍÐASTA sýning er föstu- dagskvöldið 22. mars á bandaríska leikritinu Bréf frá Sylvíu eða „Letters Home“ eftir Rose Lie- man Goldemberg á Litla sviði Þjóðleikhússins. Hún byggði verkið á fjölda sendibréfa sem skáldkonan Sylvia Plath skrifaði fjölskyldu sinni allt frá menntaskólaárum til dauðadags. Leikkonurnar Guð- björg Thoroddsen og Helga Bac- hmann fara með hlutverk Sylvíu og móður hennar Aureliu Plath. Edda Þórarinsdóttir leikstýrir nú Guðbjörg Thoroddsen og Helga Bachmann í hlutverkum sínum. í fyrsta skipti i Þjóðleikhúsinu en hún stundaði nám í kvikmyndaleik- stjórn í Hollywood 1987-1989. Guðrún J. Bachmann þýddi leikri- tið úr ensku og Sverrir Hólmars- son þýddi fjögur ljóð Sylviu Plath sem flutt eru í leiknum. Sviðshreyf- ingar annaðist Sylvia von Ko- spoth, tónlist samdi Finnur Torfi Stefánsson, Gunnar Bjarnason hannaði leikmynd og Ásmundur Karlsson lýsingu. ■ FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins í Reykjavík var sam- þykktur á flokksstjórnarfundi síð- astliðinn sunnudag. Þessir skipa listann: 1. Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra. 2. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra. 3. Ossur Skarphéðinsson, aðstoðarforstjóri. 4. Magnús Jóns- son, veðurfræðingur. 5. Valgerður Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari. 6. Ragnheiður Davíðsdóttir, blaða- maður. 7. Helgi Daníelsson, yfir- lögregluþjónn. 8. Lára Valgerður Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ. 9. Steindór Karvelsson, verzlunar- maður og form. FUJ. 10. Margrét Björnsdóttir, endurmenntunar- stjóri HÍ. 11. Vilhjálmur Þor- steinsson, kerfisfræðingur. 12. Ásta M. Eggertsdóttir, fram- kvæmdastjóri. 13. Þröstur Ólafs- son, hagfræðingur. 14. Hildur Kjartansdóttir, varaformaður Iðju. 15. Grettir Pálsson, meðferðarfull- trúi SÁÁ. 16. Valgerður Halldórs- dóttir, kennari og formaður kven- fél. Alþýðufl. 17. Jóhannes Guðna- son, verkamaður, 18. Hulda Krist- insdóttir, nemi. 19. Margrét Mar- teinsdóttir, nemi. 20. Skúli G. Johnsen, borgarlæknir. 21. Jóna Rúna Kvaran, miðill. 22. Jóhanna Vilhelmsdóttir, verzlunarmaður, í stjórn VR. 23. Sigurður Péturs- son, sagnfræðingur og form. SUJ. 24. Guðný Þóra Árnadóttir, hús- móðir. 25. Birgir Árnason, hag- fræðingur. 26. Herdís Þorvalds- dóttir, leikkona. 27. Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir. 28. Benóný Ásgrímsson, björgunarflugmaður. 29. Guðmundur Haraldsson, deildarstjóri. 30. Sjöfn Sigur- björnsdóttir, formaður Bandalags kvenna. 31. Atli Heimir Sveins- son, tónskáld. 32. Guðni Guð- mundsson, rektor. 33. Gunnar Eyjólfsson, leikari. 34. Ragna Bergmann Guðmundsdóttir, form. verkakvennafél. Framsóknar. 35. Emilía Samúelsdótlir, hús- móðir. 36. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. ráðherra. ■ HLJÓMSVEITIN Full Circle leikur í kvöld, föstudaginn 22. mars, á Púlsinum. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og standa fram undir miðnætti. Að þeim loknum tekur Hljómsveit Eddu Borg við en hún er skipuð tónlistarmönnum sem eru jafnvígir á djass-, blús- og rokksvið- inu. Hljómsveitina skipa: Edda Borg, söngur, Friðrik Karlsson, gítar, Þórir Baldursson, hljóm- borð, Bjarni Sveinbjörnsson, bassi og Pétur Grétarsson, trommur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.