Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 39 Hver á íslensku óperuna? Opið bréf til Garðars Cortes óperustjóra - frá stjórn Óperusmiðjunnar 7Zutana/ Heílsuvörur nútímafólks Ágæti Garðar. Það gladdi okkur innilega, þegar stjórn Islensku óperunnar tók vel í þá málaleitan okkar að fá leigt húsnæði íslensku óperunnar til sýn- ingar á fyrirhugaðri Mozart-dag- skrá okkar. Okkur fannst það sýna opinn hug óperunnar gagnvart öðr- um söngvurum, sem af eigin frum- kvæði hafa hrundið af stað svipaðri ‘ starfsemi. Framkvæmdastjóri og stjórn virtust fagna okkur og þótti jákvætt fyrir tónlistarlíf hússins, að íslenska óperan gæti skotið skjólshúsi yfir aðra óperustarfsemi. Upphaflega var um að ræða sýning- ar í mars af okkar hálfu. Síðar kom í ljós að sá tími hentaði okkurekki, enda hafði okkur heldur ekki verið boðinn skriflegur samningur fyrir það tímabil og riftum við því engum gerðum samningum. Operusmiðjan sótti því næst að fá inni í lok apríl og var þeirri ósk einnig vel tekið, þótt stjórnin hafi þá ekki vitað hvort sýningum á Rigólettó yrði fram haldið í aprílmánuði. Við ræddum þann möguleika að ef til fleiri sýn- inga kæmi hjá íslensku óperunni, værum við tilbúin til þess að sýna önnur ónotuð kvöld í húsinu. Við vorum þess fullviss að aukin nýting hússins myndi koma öllum til góða. Á þetta var fallist af hálfu fram- kvæmdastjóra, sem þó var háður samþykki stjórnar. Ákveðnir voru dagar í apríl og maí fyrir sýningar Óperusmiðjunnar og þeir bornir undir stjórnina. Þegar við svo vild- um fá skriflegan samning um þessa daga (en skriflegur samningur var okkur lífsnauðsynlegur til þess að geta undirbúið, æft og selt sýning- una), strandaði undirskrift samn- ingsins, að sögn framkvæmdastjór- ans, ekki á samþykki stjórnarinnar, heldur á andstöðu þinni. Þegar hér var komið sögu vorum við hvött til að gefast ekki upp, heldur reyna eina ferðina enn að fá húsið. En við gátum ekki látið draga okkur lengur á asnaeyrunum og þótti rétt- ara að leita til annarra aðila, þar sem við vildum ekki láta duttlunga þína ráða gerðum okkar. Við boðuð- um til blaðamannafundar og kynnt- um þar starfsemi Óperusmiðjunnar og skýrðum í leiðinni frá ástæðum þess að ekki yrði af Mozartdag- skránni að sinni, sem auglýst er í bæklingi okkar að flytja eigi i húsi Islensku óperunnar. I kjölfar blaðamannafundarins hafa átt sér stað þó nokkrar orða- hnippingar okkar í millum og viljum við gjarnan gera athugasemdir við þær. Við undrumst að þú kallir skýringar okkar ósannindi, sérstak- lega í ljósi þess sem hér hefur nú verið rakið. Satt best að segja erum við ekki þau fyrstu sem verðum fyrir barðinu á hentistefnu íslensku óperunnar, þegar kemur að skipu- lagningu og tímasetningu sýninga. Við getum tekið dæmi af öðrum leikhópum t.d. Revíuleikhúsinu, Hinu leikhúsinu, P-hópnum, Grí- niðjunni, sem allir hafa verið leigu- takar í húsi Islensku óperunnar og hafa svipaða sögu að segja af sam- skiptum sínum við óperuna og þig. Óg fyrst við á annað borð %erum byrjuð á bréfkorni til þín Garðar minn, þá eru nokkur fleiri atriði sem vekja furðu okkar t.d. ummæli þín í útvarpinu á Rás 2, fimmtudaginn Á milli vita eftir Ómar Smára Ármannsson Rauða ljósið Rautt á umferðarljósum táknar einfaldlega það að stöðva skuli við stöðvunarlínu á vegi eða gegnt umferðarljósastólpa og að ekki mega aka áfram. Allir vita að um- ferðarljósin eru sett upp til þess að auka öryggi vegfarenda og jafn- framt til þess að greiða fyrir um- ferð þar sem álagið er mikið. Geng- ið er út frá því sem vísu að allir þekki litina og viti hvað mismun- andi litur táknar. En ef svo er, hvað er þá að? Það er staðreynd að meira hefur verið um það nú en oft áður að ökumenn virði ekki rauða ljósið á umferðarvitunum við gatnamót. Afleiðingarnar tala sínu máli; slasað fólk og mikið eignatjón — saklausir verða fórnarlömb. Hver er ástæða þess að sumir virða ljósin verr an aðrir? Engar markvissar rannsóknir á orsökum umferðarslysa eða um- ferðarlagabrota hafa farið fram hér á landi. Víða erlendis hefur þó ver- ið lögð mikil vinna í að finna þess- ar orsakir með það fyrir augum að geta notað þær til þess að skapa betri grundvöll fyrir öruggri um- ferð. Nú er t.d. vitað að ein megi- norsök umferðarslysa er sálrænt og geðrænt ójafnvægi ökumanna. Hins vegar liggur orsök þessa ójafnvægis ekki ljós fyrir. Þá er athyglisvert að sýnt hefur verið fram á að beint fylgi sé á milli greindar fólks og umferðarlaga- „Satt best að segja er- um við ekki þau fyrstu sem verðum fyrir barð- inu á hentistefnu Is- lensku óperunnar, þeg- ar kemur að skipulagn- ingu og tímasetningu sýninga.“ 7. mars sl. varðandi fyrirsöng í ís- lensku óperunni. Við lásum öll aug- lýsinguna í blöðunum nýverið um væntanlegan fyrirsöng og þökkum fyrir hana og hlökkum til að sjá þig, en því miður rekur okkur ekki minni til, að slíkur fyrirsöngur hafi verið auglýstur opinberlega á ykkar vegum síðan 1986. Okkur þykir það sjálfsögð skylda íslensku óperunnar að bjóða upp á fyrirsöng a.m.k. árlega, ef ekki fyrir hverja einustu óperuuppsetningu. Söngvarar og aðrir listamenn eiga ekki að þurfa að „betla“ sig inn á gafl hjá óper- unni, eins og þér virðist þykja sjálf- sagt eða syngja í fleiri ár í kór óperunnar, áður en þeim er boðið 5-10 orða einsöngshlutverk. Hús íslensku óperunnar var upp- haflega keypt fyrir peninga þjóðar- gjafarinnar svokölluðu, sem var milljónagjöf frá vel þekktum kaup- sýslumanni í Reykjavík og var ætl- uð öllum íslenskum söngvurum. Þegar upp er staðið á íslenska óp- eran því alls ekki að vera rekin sem einkaeign eins manns, heldur hefur hún skyldum að gegna gagnvart öllum þeim söngvurum, sem'á ann- að borð syngja í þessu landi. Þann- ig þjónar óperan sönggyðjunni best og axlar listræna ábyrgð. Ágæti Garðar, það líður að lokum þessa bréfs. Þú og forsvarsmenn óperunnar ættuð að sjá sóma ykkar í því að fylgjast með öllum söngvur- um sem koma fram, ekki eingöngu þeim sem eru menntaðir undir þinni handleiðslu, heldur einnig þeim sem hafa margra ára nám að baki úr öðrum skólum bæði hér og erlend- is. Þannig rækir Islenska óperan best skyldur sínar og stuðlar að því að endurnýja kraftana reglulega. Stjórn Óperusmiðjunnnr skipa EstherH. Guðmundsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Sigurður Bragason. Fyrirþásemspá í verð og gæði RAUTT LJÓS RAUTT UÓS! Ómar Smári Ármannsson „Það skyldi þó aldrei vera að þeir sem aka yfir á rauðu séu ein- faldlega vitlausari en hinir, sem stoppa?“ brota jafnt sem greindar og þeirra sem eru orsakavaldar í umferðar- óhöppum. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem hafi hærri greindarvísi- tölu bijóti síður af sér og lendi þar af leiðandi miklu sjaldnar í óhöpp- um. Skýringin sé sú að þetta fólk þekki sjálft sig betur, það þekki sín takmörk og ætli sér ekki um of. Það skyldi þó aldrei vera að þeir sem aka yfir á rauðu séu einfald- lega vitlausari en hinir, sem stoppa? Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Cft| N *• Bjóddu fermingarbarninu framfiðareign Markmið NAD er að framieiða hágæða hljómtæki sem þjóna sínum tilgangi. Allar tónstillingar eru einfaldar í notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersla er lögð á tilgangslitla stiilitakka og ijósabúnað sem hækka verð tækjanna, heldur gæði sem heyrast. NAD hljómtækin hafa áunnið sér alheimsviðurkenningu í öllum helstu fagtímaritum fyrir gæði og gott verð. í þessu tilboði eru eftírtalin tæki: NAD 7020i Útvarpsmagnari 2x40 vött NAD 5320 Geislaspilari WHARFEDALE Delta 30, 100 vatta enskir verðlaunahátalarar Verðið er aðeins kr. 63.000 staðgreitt. þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149, 83176

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.