Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. MARZ 1991 45 hún mikið veik. En kom þó fljótt af sjúkrahúsinu til hans aftur. Var þó mikill sjúklingur, en klæddist alltaf. Hann hefur verið heilsugóður að kalla síðan. Hann eldaði matinn sjálfur fyrir þau og reyndi að hafa það sem hún gæti haft lyst á. Einhvern tíma fyrir nokkuð löngu sagði hann við mig: „Hún hefur alltaf staðið örugg við hlið mér og mest ef á móti blés. Ég vil launa henni það á meðan ég get.“ Heimili þeirra á Dalbraut er sérstakt. Allir hlutir eru þar sérlega fallegir og minna á fyrri tíð, þótt flest sé nú af hendi látið sem var , áður á heimili þeirra í einbýlishúsi. En píanó húsmóðurinnar setur enn svip á stofuna á Dalbraut 21. Eins og gengur þá var honum stundum ráðlagt að láta konu sína á sjúkrahús af ótta við að hann þyldi ekki þá áreynslu og svefntrufl- anir sem oft voru samfara því, að hann varð að snúa henni í rúminu á nóttunni í seinni tíð. Hann vildi aldrei heyra það nefnt að hún færi frá sér. Fremur mun það sjaldgæft að karlmenn og það á níræðisaldri, séu svo sjálfbjarga í slíkri þjónustu. Hann sagði að hún brosti til sín, þegar hann hjálpaði henni, alltaf jafn þakklát og ef hann spyrði hvað hún vildi, þá segði hún: „Ég geri eins og þú vilt.“ Þessi síðustu þrjú ár hallaði verulega undan fæti. Og þar við bættist að í október síðast- liðnum varð að leggja hana inn á sjúkrahús og nema annað bijóstið í burtu. Hún kom aftur heim til manns síns síðasta október eftir hálfan mánuð frá aðgerð. Hún hresstist ótrúlega fljótt eftir að- gerðina en var þó miklu máttfarn- ari en áður. Hún 'naut allrar umönn- unar hjá Karli manni sínum, nema hvað hjúkrunarkona hjálpaði við að þvo henni og klæða hana á morgn- ana. I marsbyrjun í vetur missti hún allt í einu alveg máttinn og við að hjálpa henni, þegar þannig var komið, varð hann sjálfur veikur. Þau voru fjórða mars flutt sitt í hvort sjúkrahúsið. Hún yfir götuna á sjúkradeild Dalbrautar 27 en hann á hjartadeild Borgarspítalans. Hann kom heim aftur eftir fáa daga og sat löngum hjá rúmi konu sinnar þar á sjúkradeildinni. Hann er öllu hjúkrunarfólki þakklátur fyrir einstæða umhyggju. Hann sendir einnig þakkir til vinkonu konu sinnar, sem kom í heimsókn á tveimur hækjum, Ragnheiðar Guðbrandsdóttur. Eins vill hann þakka sonum sínum ogtengdadætr- um, Gerði Guðjónsdóttur og Dagnýju Karlsdóttur, fyrir að þær tóku að sér að vaka yfir konunni á móti honum á sjúkradeild. Eins vill hann þakka allar þær helgar og hátíðir, sem þær buðu þeim hjónum til skiptis, og var alltaf fast. Karl sagði að þakka mætti það að kona hans virtist ekki hafa verið þjáð,- hún hefði brosað veikt og hvíslað „ágætlega" þegar hún var spurðum líðan sína. Frú Guðríður G. Bang kom mér fyrir sjónir sem sérlega ljúf og elsk- uleg kona. Jón Gunnlaugsson lækn- ir, mágur Karls, sagði mér að þann- ig hefði hún alltaf verið, einstaklega prúð og grandvör. Frú Guðríður var síðast flutt á Landspítalann. Hún andaðist þar að kveldi hins 16. mars. Þann dag sat eiginmaður hennar hjá henni frá því kl. 9 um morguninn. Sonur þeirra og tengdadóttir voru nýkom- in þangað þegar hún dó. Karl ÓluL veittist að ná þeirri ákvörðun sinni, að halda í hönd konu sinnar til hinstu stundar. Hún fékk sakramenti og smurningu hinnar kaþólsku kirkju um hádegi á dánardegi sínum. Von mín er sú, að nú hafí hún mætt Kristi sjálfum og þeirri hugg- un, sem hann einn hefur lofað syrgj- endum, „að blómstrið eina, sem lit og blöð niður lagði“, hafi nú verið fengið henni með lífsins lit og feg- urð eilífs lífs. Meiri gleði getur tæpast verið til, en að fá aftur á lífi þann ástvin sem dáinn var. Þar sem harmur né vein er ekki framar til. Með kveðju frá húsi mínu til að- standenda. Og sér í lagi til okkar kæra vinar, Karls Ó. Bang. Rósa B. Blöndals Skarphéðinn Jónas son - Kveðjuorð Hinn 5. janúar sl. var Skarphéðinn Jónasson til moldar borinn frá Húsavíkurkirkju að viðstöddu fjöl- menni, enda þá kvaddur óvanalegur maður, sem nánast var þjóðsagna- persóna í lifenda lífi. Eigi hafði hann gengið heill til skógar upp á síðkast- ið og bar andlát hans brátt að. Hann var einn þeirra sem svo sannarlega hafði gleymt sér í dagsins önn, enda ósérhlífínn að eðlisfari og virtist kunna þvi best að vera þar, sem mest á mæddi, því elja og dugnaður voru honum í blóð borin. Skarphéðinn var maður eyfirskra ætta og einn af níu börnum þeirra Kristjönu Þorsteinsdóttur og Jónasar Bjarnasonar sem lengi var vegaverk- stjóri og landpóstur um Þingeyjar- sýslur. Þau hjónin hófu búskap í Bakkaseli í Öxnadal og munu hafa búið á fleiri jörðum þar í dalnum áður en þau fluttust til Húsavíkur, en þar fæddist Skarphéðinn 11. jan- úar 1917. Skarphéðinn mun ekki hafa notið skólagöngu umfram það, sem skyldan bauð í ungdæmi hans, en mikil náttúrugreind, óvanaleg at- hyglisgáfa, óbilandi kjarkur og ró- lyndi reyndust honum haldgott vega- nesti á lífsins leið. Hann var ekki borinn til veraldar- auðs og hafði ekki mikið meðlæti í æsku, því sú lífsbarátta, sem hann snemma tók þátt í, var rammasta alvara svo ekki sé meira sagt. Aðeins 15 ára fór hann úr foreldrahúsum við erfiðar aðstæður og aðeins ári síðar, er foreldrar hans slitu samvist- um, gerðist hann fyrirvinna og for- svarsmaður móður sinnar og þriggja systra sinna, sem yngri voru honum. Sú skipan hélst þar til hann stofnaði sitt eigið heimili og raunar lengur, enda mun móðir hans lengst af hafa staðið í skjóli hans meðan hún lifði. Aðeins 16 ára að aldri tók hann bílpróf og þurfti til þess sérstakt leyfi sakir æsku sinnar. Strax að því loknu hóf hann sitt ævistarf sem at- vinnubílstjóri og varð starfið fjöl- breytt í höndum hans, m.a. var hann með öðru bæði mjólkurbílstjóri og sérleyfishafí á fleiri en einni leið í Þingeyjarsýslum. Segja má að Skarphéðinn væri bílstjóri af lífi og sál, enda aksturinn oft fast sóttur, en ævinlega með forsjá svo ekki var öðrum betur treyst. Eigi var um það deilt að hann fór þær ferðir sem aðrir töldu eigi færar og ægði honum þá hvorki veður né ófærð, ef hann taldi nauðsyn til bera, auk þess sem hann gart aldrei neitað nokkurs manns bón. Slíkar ferðir voru oft svaðilfarir og ósjaldan á tvísýnu teflt, sjálfsagt oftar en nokkur veit, og lánið virtist alltaf vera með honum í þeim tilfellum. Nokkrum sinnum sá ég hann koma örþreyttan úr slíkum ferðum og þá jafnan með bros á vör og jafnvel með spaug á takteinum. Það út af fyrir sig segir nokkuð um skaplyndi hans og svo hitt, að hann kom alltaf sem sigur- vegari. Ég var einn þeirra fjölmörgu sem hann kenndi á bíl og bjó undir bílpróf, og er ég hef verið einn á ferð við erfíðar aðstæður hefur mér oft kom- ið í hug sem hann sagði þá við mig, en það var þetta: „Það er um að gera að flýta sér ekki of mikið, því þá kemst maður ekki langt, en hins vegar fer maður allt á rólegheitun- um.“ Snar þáttur í lífi Skarphéðins var hestamennskan, sem hann þó stund- aði mest sér til gamans á seinni árum. Hann var glöggur á hesta og óragur að temja þá þótt baldnir væru og hafði gaman af að standa í hestakaupum. Hestar hans voru ævinlega stríðaldir og var það ekki út í bláinn, því oft stóð hann í erfið- um vetrarferðum, sem oftast voru póstferðir um langvegu og lét þá hvorki veður né færð breyta áætlun- um sínum. Þótt hestamennskan væri snar þáttur í lífi Skarphéðins, þá var þó annar snarari og það voru bílavið- skiptin, sem voru með hreinum ólík- indum, og langmest í formi skipta- kaupa. Sjálfur mun hann alls ekki hafa vitað, hversu marga bila hann eignaðist um dagana, enda dæmi þess að hann skipti fimm sinnum um bíl sama daginn. Þeir, sem best mega vita, telja að hann hafi hlotið að eign- ast a.m.k. 700 stykki, ef ekki tals- vert fleiri. Hvort hann hefur grætt á öllum sínum bílakaupum skal ósagt látið, e.t.v. stundum og stundum ekki. Það hefur sjálfsagt gengið á ýmsu og smámunum stundum sleppt á báða bóga. Hann var aldrei skaða- sár, og laus við smámunasemi og ágirnd í viðskiptum. Aðalatriðið hjá honum var að hlutirnir gengju upp og allt flyti áfram. 26. júlí 1942 steig Skarphéðinn tvímælalaust sitt mesta gæfuspor-í lífinu, en þá gekk hann að eiga konu sína, Hólmfríði Aðalsteinsdóttur frá Hvammi í Þistilfirði, sem var glæsi- leg kona, harðdugleg og miklum mannkostum búin. Þau ungu hjónin stofnuðu þá þegar sitt eigið heimili og var sama hvar það stóð síðan, hvort heldur var í Skálabrekku, Vall- holti eða við Garðarsbraut, þá var það jafnan sem skáli um þjóðbraut þvera. Heimilishald þein-a hjóna varð brátt umfangsmikið og það svo mjög er fram í sótti að með fádæmum var. Eins og áður segir var móðir Skarphéðins löngum á heimilinu meðan hún lifði, þá tóku þau á fyrstu búskaparárum Sigríði systur Skarp- héðins með tvær ungar dætur sínar inn á heimilið, en hún hafíð misst mann sinn hastarlega. Þær mæð- gurnar dvöldu hjá þeim hjónum í einhver ár og nutu meiri og minni forsjár þeirra. Einnig tóku þau að sér 12 eða 13 ára systurdóttur Hólmfríðar, Jennýju Ólafsdóttur, og var hún hjá þeim til fullorðinsára og mun hún hafa borið hug til þeirra sem foreldrar væru. Börnunum fjölgaði líka ört og urðu þau tíu að lokum. Það var þétt setinn bekkurinn þar á bæ, en hjartarúmið hafði engin takmörk. Auk alls þessa var geysimikill gestagangur á heimil- inu og dvaldi þar oft hið ólíklegasta fólk til lengri eða skemmri tíma. Þegar svo barnabörnin komu til sög- unnar, sem nú eru 27, þá sóttu þau mjög til afa og ömmu, því bæði voru í meira lagi barngóð, og báru mikla umhyggju fyrir ijölskyldunni. Það sló eitthvað í bijóstum þeirra beggja, Hólmfríðar og S.karphéðins, fyrir þá, sem lítils máttu sín í lífínu. Heimilið líktist stundum hóteli að öðru en því, að enginn þurfti að borga fyrir sig. Nærri má geta hver verka- hringur húsfreyjunnar hefur verið á slíku heimili, en samt missti hún aldr- ei brosið og sitt hlýja viðmót. Þess má nærri geta að það var ærið verk- efni einum manni, að sjá þvílíku heimili farborða. En Skarphéðinn var bjartsýnismaður, sem ekki taldi eftir sér að leggja nótt við dag, enda hafði hann mörg járn í eldinum, og það skrýtna var að ekkert þeirra brann svo illa færi. Hann hafði löngum skepnuhald og viðskiptavinir voru í öllum áttum bæði nær og íjær og svo var kannski skroppið á sjó til aðdrátta. Það var auðvitað ekkert undr- unarefni þótt Skarphéðinn þyrfti stundum að slá víxla til að redda sér fyrir horn eins og hann sagði. Ekki hef ég hugmynd um, hvað ég skrif- aði upp á marga víxla fyrir hann, en eitt er víst og það er það, að aldr- ei hafði ég hin minnstu óþægindi af. Það var gaman að skipta við Skarp- héðin og bar margt til, en í minning- unni ber það hæst að greiðasemi hans gekk eins og rauður þráður í gegnum allt. Ég sá þann aldrei skrifa neitt niður í sambandi við viðskipti og aldrei minnist ég þess að hafa borgað honum samkvæmt reikningi. Hann bara virtist muna allt, sem máli skipti og það var allt í lagi. Dæmigert um viðskiptahætti Skarphéðins þótti mér, er faðir minn eitt sinn bað hann að útvega sér hest, sem hann og gerði. Faðir minn ætlaði að sjálfsögðu að borga hestinn út í hönd eins og sagt er, en þá sagði Skarphéðinn: „Blessaður, hafðu ekki áhyggjur af þessu. Þú áttir hann hjá mér.“ „Heldurðu að það geti verið?“ sagði þá pabbi. „Já, það er ábyggilegt Jón minn,“ svaraði Skarphéðinn og þar með var það klappað og klárt. Að sjálfsögðu var Skarphéðinn maður án tómstunda þar til á seinni árum og voru þó ekki margar, en þær voru notaðar því hann lét tímann aldrei fara til einskis. Hann hafði gaman af að dunda við hestana sína, grípa í spil og koma innan um fólk og naut sín þá vel, því bæði var hann spaugsamur og skopskyggn í besta íagi. Algjör hófsmaður var hann á áfenga drykki, en hafði gam- an af að veita þá öðrum. Er fram í sótti þá gaf hann sig að félagsmálum bílstjóra og var ýmis trúnaður falinn í því sambandi. Allt frá því um 1970 og til dauða- dags veitti hann Bifreiðastöð Húsavíkur forstöðu og gerði það af trúmennsku. Sé litið yfir lífsslóð Skarphéðins þá er hún sérstæð og auðvitað hafa þar skipst á skin og skúrir eins og hjá svo mörgum öðrum en eitt ber þó hæst, hvílíkur gæfu- maður hann var í fjölskyldulífi sínu. Kona hans var honum allt í senn, góður félagi, vinur og óbrigðull föru- nautur sem öllu deildi með honum, hvort heldur sem var sorg eða gleði, meðlæti eða mótlæti. Barnalán þeirra var mikið að öðru en því að eitt bama þeirra fæddist vanheilt og lést í æsku. Hann hét Gunnareins ogyngri bróðir hans. Börn þeirra sem upp komust em flest búsett á Húsavík, allt vel gefíð dugnaðar- og mann- kostafólk, en þau era sem hér segir: Jónasína Sigrún, gift Garðari Þórðar- syni, Aðalsteinn Jóhann, giftur In- giríði Þórisdóttur, Hulda Ósk, gift Ömari Vagnssyni, Kristjana Guð- björg, gift Víglundi Þorsteinssyni,’ Pétur Oskar, giftur Sólveigu Jóns- dóttur, Lilja, gift Eymundi Kristjáns- syni, Asdís, gift Stefáni Helgasyni, Hólmfríður Lára, gift Ólafi Inga Ól- afssyni, og Gunnar, ókvæntur, við nám. Auk þess átti Skarphéðinn tvö böm utan hjónabands, en á þeim kann ég ekki skil. Fyrir rúmu ári varð Skarphéðinn fyrir þeirri sorg að missa konu sína eftir átakanleg veikindi. Það var fjöl- skyldunni állri þungt áfall, en þó einkum Skarphéðni, sem vart mun hafa litið fullglaðan dag eftir það og tapaði hann þá mjög allri lífslöngun eða svo fannst mér. Reyndar gat hann verið dulur og bar tilfinningar sínar ekki á torg og ógjörla vissi ég um trúarskoðanir hans, en hitt vissi ég, að honum fannst hann aldrei vera einn á ferð og svo berdreyminn að oft gat hann sagt fyrir óorðna hluti, en slíkt segir nokkuð um sálarlíf hans. Ég ætlaði nú reyndar aldrei að skrifa ævisögu Skarphéðins enda slíkt ekki fært með einni stuttri blaðagrein. Meiningin með þessum fáu orðum var fyrst og fremst sú að þakka honum langa og minnis- stæða samfylgd og margan góðan greiða, einnig kærar stundir og kynni góð. Nú er hann farinn í sína hinstu för, og rétt eins og hann kom úr sínum svaðilförum þessa heims sem sigurvegari, þá finnst mér hann hafi farið sem slíkur. Og ég óttast ekkert um hann, því fararefnin voru góð. Hann lifði þeim sem hann unni og skilaði öllu heilu í höfn. Hvar sem farviðu hans ber að landi á ókunnri strönd hygg ég, að honum verði vel tekið. Að lokum sendi ég öllum aðstand- endum hans síðbúnar samúðarkveðj- ur. Vigfús B. Jónsson t Elskuleg systir okkar, PETRÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Birkimel 8, lést í Landakotsspítala 20. mars sl. Borghildur Magnúsdóttir, Guðbrandur Magnússon. t Sambýlismaður minn, SVAVMUNDUR JÓNSSON frá Skagnesi, Mýrdal, Eyrarvegi 24, Selfossi, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 23. mars kl. 14.00. Sesselja Þorkelsdóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tegndamóður og ömmu, ÁSTU VALDIMARSDÓTTUR, Grænukinn 28, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki á deild 2-A, Landakotsspítala. ReynirV. Dagbjartsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Skipasundi 21, Reykjavik. Dagur Óskarsson, Hildur Dagsdóttir, Snjólaug Dagsdóttir, Þorsteinn Þorleifsson, Óskar Dagsson, íris Artúrsdóttir, Jón Dagsson, Víðir Þorgeirsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.