Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 54
54 PfttSSAN Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Mjódd REDDADIÓSI LÁNUM Á MEÐAN EIGINKONAN RAK STEYPUDÍLA HJÁ FYRIRTÆKINU Maríus & Palli álœcia, útnáÁantu* 4tý í oy yenaát cOwttoÚHya* <£ áwileUft? HJÚKRUNARKONURNAR GANGA ÚT VEGNA TILGANGSLÍTILIA MARAÞONUPPSKURÐA Á hverri nóttu eru þrettán þúsund hjón að gera það og aðrir einskis nýtir fróðleiksmolar PRESSAN fullt blað af slúðri MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 SNOKER Fjölnir og Atli Már fyrstu íslensku atvinnumennimir FJÖLNIR Þorgeirsson og Atli Már Bjarnason, snókerspilarar, halda út til Englands um helgina og ætla að dvelja þar í 5 mán- uði við keppni og æfingar. Þeir munu m.a. keppa í 10 snókermót- um atvinnumanna á þessum tíma. Þeir eru fyrstu íslendingarnir sem gerast atvinnumenn í billjard. Fyrstu atvinnumenn íslands Bjarnason. Morgunblaðið/RAX snóker, Fjölnir Þorgeirsson (t.v.) og Atli Már Fjölnir og Atli Már tóku þátt í síðasta heimsmeistaramóti unglinga sem_ fram fór Ástralíu og stóðu sig vel. í framhaldi af frammi- stöðunni þar sóttu þeir um að fá að taka þátt í mótum atvinnu- manna. Þeir segja það nýjung að tveimur íslendingum sé heimil þátt- taka í þessum sterkum mótum því aðeins 500 snókerspilarar í heimin- um komast inn. HANDKNATTLEIKUR / C-KEPPNI KVENNA ísland leikur um 5. sætið við Spán ISLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik á enn von um að komast í B-keppnina. Liðið leikur um 5. sætið í C-heimsmeistara- keppninni, gegn Spánverjum, á morgun. Liðið vann það belgíska ígær, 15:14, og ótrúleg úrslit — sigur Portúgalá Hollandi — oerðu það að verkum að ísland náði þriðja sæti f sínum riðli. Italía sigraði Finnland í riðlinum í gær, 17:16, sem talið var að myndi ekki nægja en fyrst hið ótrú- lega gerðist, að Portúgal sigraði Holland, varð ísland í þriðja sæti. Portúgal, sem tapaði með fimmtán marka mun fyrir íslandi, vann Holl- and 9:8. Sannarlega óvæntar loka- tölur, því Holland vann ísland með tíu marka mun! Portúgal fékk því þijú stig, náði þar með meira en 25% árangri í riðlinum, og leikir liðsins teljast með í lokastöðunni. ísland nær því þriðja sæti á betra marka- hlutfalli en Finnland og Portúgal. Holland varð í efsta sæti B-riðils og mætir Ungveijalandi í leik um fyrsta sæti keppninnar, en Ungveij- ar burstuðu Tékka 28:12 í gær. ítal- ir og Tékkar keppa um þriðja sætið og síðan ísland og Spánn um það fímmta. Efstu fimm þjóðirnar kom- ast í næstu B-keppni. Jafnvel sex, ef eitthvert efstu landanna fimm heldur mótið, sem fram fer haustið 1992. Þá fengi íslenska liðið (ef það lendir í sjötta sæti) engu að síður þátttökurétt sem næsta Evrópuþjóð. „Við þekkjum Spánveija og eigum að geta unnið lið þeirra," sagði Margrét Theódórsdóttir, fararstjóri, SUND við Morgunblaðið í gærkvöldi. „A- liðið okkar spilaði við Spán í Bac- alao-keppninni fyrir jól heima og tapaði, en þar voru reynslumiklu stelpurnar, sem nú eru komnar í lið- ið, ekki með. En Spánveijar eru yfir- leitt mjög góðir á mótum sem þessu, og gerðu til dæmis jafntefli við Ung- veija hér. í síðustu C-keppni urðu spænsku stelpumar í þriðja sæti, eftir að við höfðum unnið þær nokkr- um sinnum áður, bæði heima og á móti í Portúgal. Þær eru með gott tímaplan, og eru á toppnum á réttum tíma. En ef við komumst í næstu B-keppni, eftir tæp tvö ár, verður allt annað fyrir okkur að vinna fyrir hana en nú. Fyrir þetta mót hér . voru öll hin liðin búin að fara milli landa og spila 15-20 leiki með HM fyrir augum. En við erum með nýjan þjálfara og lið sem ekkert spilaði saman,“ sagði Margrét. En þá er það leikur Islands í gær. Liðið sigraði Belgíu, sem fyrr segir, 15:14, í síðasta leik sínum í B-riðli C-keppninnar. Staðan í leik- hléi var jöfn, 7:7. íslenska liðið hafði frumkvæðið í síðari hálfleik og náði mest þriggja marka forskoti, 15:12, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Helgabætir sig í skriðsundi Helgu Sigurðardóttur, úr Vestra á ísafirði, gekk mjög vel á háskólamóti í Aiabama um sl. helgi; bætti sig verulega bæði í 50 og 100 m skriðsundi. Synt var í 25 stiku [jarda] laug í undanrásum að morgni, en í úr- slitasundinu á kvöldin var aftur á móti synt í 50 m laug. Helga synti fyrst 50 stiku skrið- sund, komst í B-úrslit á 24,50 sek. í 25 stiku lauginni, en tíminn sam- svarar 26,95 sek. í 25 metra laug. í úrslitasundinu, í 50 m laug- inni, synti Helga á 27,55 sek. sem er lang besti tími hennar til þessa og 14/100 úr sek. lakari tími en íslandsmet Bryndísar Olafsdóttur. Þetta var þriðji besti tími mótsins, en þar sem hún var í B-úrslitum lenti hún í fjórða sæti en ekki þriðja. í 100 stiku skriðsundi synti hún fyrst á 52,60 sek. í 25 stiku laug- inni. Það samsvarar 57,79 sek. í 25 m laug. Hún komst í A-úrslit í greininni og náði þriðja sæti — synti á 59,64 sek. sem er besti tími henn- ar til þessa. í 200 stiku skriðsundi synti Helga á 1:55,00 mín. í stuttu laug- inni, sem samsvarar 2:06,26 mín. í 25 m braut. Það er nálægt hennar besta tíma, en Helga náði sér hins vegar ekki á strik í A-úrslitunum; synti þá 200 m á 2:11,30 mín. í 50 m lauginni. íslensku stúlkurnar reyndu þá lang- ar sóknir og freista þess að halda fengnum hlut. Þær belgísku skorðu síðan tvö síðustu mörkin. Margrét Theódórsdóttir sagði að dómararnir, sem eru ungverskir, hafi ekki verið hæfir til að dæma. „Þetta var algjör „dómaraskandall" sem bitnaði þó jafnt á báðum liðum. Við fengum tólf sinnum dæmd á okkur sóknarbrot, sem var alveg út í hött. En við sigruðum og það er fyrri öllu. Það var mikil taugaspenna í lokin,“ sagði Margrét. Margrét sagði það há íslenska lið- inu hve lítið stúlkurnar hafa leikið saman. Önnur lið hafa undirbúið sig mjög vel fyrir þessa keppni og leikið fjölmarga landsleiki og það gerir gæfumuninn, sagði Margrét. Erla Rafnsdóttir, sem var tekin úr umferð lengst af, og Rut Baldurs- dóttir voru bestu leikmenn íslands. Kolbrún Jóhannsdóttir var í markinu og náði að verja samtals fimm skot í leiknum. Islenska liðið misnotaði 5 vítaköst. Mörk íslands: Erla Rafnsdóttir 4, Guðríður Guðjónsdóttir 4/1, Rut Baldursdóttir 4/1, Svava Sigurðar- dóttir 1, Erna Lúðvíksdóttir 1 og Guðný Gunnsteinsdóttir 1. Fj. leikja u j T Mörk Stig HOLLAND 5 4 0 1 101: 56 8 ÍTALÍA 5 3 1 1 71: 72 7 ÍSLAND 5 2 0 3 93: 93 4 FINNLAND 5 2 0 3 76: 89 4 PORTÚGAL 5 2 0 3 67: 84 4 BELGÍA 5 1 1 3 64: 78 3 SKIÐI Unglingameistara- mótið sett í kvöld Unglingameistaramót Islands á skíðum verður sett í Glerárkirkju á Akureyri kl. 20 í kvöld. Rúmlega 200 keppendur taka þátt og eru þeir á aldrinum 13 - 16 ára. Keppt verður í alpa- og norrænum greinum. Á morgun hefst keppni í göngu, stökki og alpagreinum. Mótinu verður síðan fram haldið á sunnudag og mánudag. Leiðrétting Guðbjörg Þorvaldsdóttir úr FH, sem varð þrefaldur sigurvegari á meistara- móti 14 ára og yngri í fijálsíþróttum, var sögð Viðarsdóttir í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Atli Már er 21 árs og Fjölnir einu ári yngri. Þeir eru fyrstu íslending- arnir sem reyna fyrir sér sem at- vinnumenn í snóker. „Við höfum verið að safna upp í þessa ferð og svo treystum við á að vinna okkur inn peninga í mótum í Englandi," sögðu þeir félagar. toúm FOLK ■ ÖRNÓLFUR Valdimarsson varð í 12. sæti í svigi og 28. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti stúdenta í alpagreinum sem fram fór í Japan fyrir skömmu. Kristj- án, bróðir Örnólfs, tók einnig þátt í mótinu og hafnaði í '51. sæti í stórsviginu en varð úr leik í svig- inu. Alls tóku 70 keppendur þátt í mótinu. ■ JOHN Barnes, enski landliðs- maðurinn í knattspyrnu, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Liverpool um eitt ár. Hann rennur út í vor, og sögusagnir voru í gangi um að Barnes færi til ein- hvers stórliðsins á meginlandinu. ■ PETER Schmeichel, mark- vörður danska meistaraliðsins Bröndby, er undir smásjánni hjá Manehester United. Hann lék frá- bærlega í Evrópuleiknum gegn Torpedo í Moskvu í fyrrakvöld, og átti mestan þátt í að danska liðið komst í undanúrslit. ■ MORTEN Olsen, þjálfari Bröndby, lýsti því yfir í gær að óskamótheiji hans í undanúrslitun- um væri ítalska liðið AS Roma. Hin liðin í undanúrslitum UEFA- keppninnar eru Sporting Lissabon og Inter Mílanó. Dregið verður í dag. ■ CHRIS Waddle, sem gerði sig- urmark Marseille gegn AC Mílanó í fyrrakvöld, fékk snert af heila- hristingi undir lok leiksins, er einn mótheijanna sló hann aftan á háls- inn og eftir leikinn mundi hann ekki að hann hefði skorað. Honum leið illa í móttöku eftir leikinn og var ekið heim í sjúkrabifreið. ■ BERNARD Tapie, forseti Marseille, var sigurreifur í leikslok. Sagði þetta mikilvægasta sigur liðs- ins síðan hann tók við félaginu. Það hefur verið æðsta takmark hans hvað félagið varðar að það verði Evrópumeistari — fyrst franskra liða. ■ BREIDDIN er mikil hjá Mar- seille. Landsliðsmaðurinn Bernard Pardo er meiddur og lék ekki með í gær, og á varamannabekknum sátu m.a. Júgóslavinn Dragan Stojkovic og frönsku landsliðs- mennirnir Eric Cantona og Philippe Vercruysse. Gamla kempan Jean Tigana komst ekki einu sinni í hópinn. ■ EINN forráðamanna AC Mílanó lýsti því yfir í fyrrakvöld, strax eftir leik liðsins í Marseille, að félagið myndi kæra leikinn og krefjast þess að liðin mættust á ný. Ástæðurnar voi-u þær að á síðustu mínútunni slökknaði á einu fjögurra flóðljósa á vellinum, þannig að gera varð hlé, og einnig sagði hann ör- yggi leikmanna ekki hafa verið nægilega gott. í gær kom síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem sagði að hætt væri við að kæra og Marseille var óskað til hamingju með sigurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.