Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 76. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins •» ♦ Reuter Talið er að 2-3 milljónir Kúrda hafi flúið heimkynni sín í Norður- Irak og séu nú á leið til Tyrklands og írans. Stærri myndin var tekin á mánudag og sýnir hún flóttamennina á leið til Tyrklands. Á inn- felldu myndinni sem tekin er á ótilgreindum stað í Norður-írak sjást kúrdísk börn sem komu sér fyrir í farangursrými bifreiðar áður en lagt var upp. Aukið vægi V-Evrópusambandsins: Vill her til íhlut- unar í A-Evrópu Haag. Reuter. WIM van Eekelen, framkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins, lagði til í gær að aðildarríki bandalagsins stofnuðu sjálfstæðan her sem gæti skorist í leikinn ef stríð brytist út í Austur-Evrópu. John Kornbl- um, varafastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), brást í gær harkalega við ummæluni van Eekelens og sagði að bandarísk stjórnvöld myndu aldrei fallast á að Vestur-Evrópu-ríki gripu upp á sitt eindæmi til hernaðaraðgerða í Austur-Evrópu. Eekelen sagði í útvarpsviðtali að spennan í samskiptum Ungvetja- lands og Rúmeníu annars vegar og Eystrasaltsríkjanna og Sovétríkj- anna hins vegar kynni að leiða til átaka, sem gerðu íhlutun Vestur- Evrópuríkja óhjákvæmilega. Æski- legt væri að við slíkar aðstæður væri til sjálfstæður her Evrópuríkja sem gæti skorist í leikinn án þátt- töku Atlantshafsbandalagsins. „Þar sem ávallt verður litið á NATO sem nokkurs konar útibú Bandaríkja- manna, stórveldis, gæti íhlutun bandalagsins leitt til harðra við- bragða Sovétmanna," sagði van Ee- kelen, sem er fyrrum varnarmálaráð- herra Hollands. Níu ríki eiga aðild að Vestur-Evr- ópusambandinu og hugsanlegt er að það verði í framtíðinni vettvangur varnarsamstarfs Evrópubandalags- ins (EB). Svíþjóð-EB: Ráðgumst viðEFTA umaðild Ráðum ekki við að taka á móti hálfri milljón Kúrda - segir Turgut Ozal, forseti Tyrklands London. Ankara. Reuter. TURGUT Ozal, forseti Tyrklands, sagði í gær að a.m.k. 100.000 Kúrd- um, sem flúið hafa heimkynni sín í Norður-írak, hefði verið hleypt inn í landið. Hins vegar hefðu Tyrkir ekki bolmagn til að taka við öllum þeim fjölda, hátfri milljón manna, sem væri við tyrknesku landamær- in. Sadako Ogata, yfirmaður Flóttaniannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, segist hafa fullvissað Tyrki um að þeir fái nauðsynlega aðstoð opni þeir landamærin. Ali S’adat, landstjóri í Vestur- Azerbajdzhan-héraði í íran, sagði í gær að rúmlega 40.000 Kúrdar væru komnir til landsins. Ein og hálf milljón manna til viðbótar væri á leiðinni. Fréttastofan IRNA sagði að Iranar væru reiðubúnir að taka við þeim öllum en þörf væri á mikl- um stuðningi erlendis frá. Breska sjónvarpsstöðin ITN sýndi í gærkvöld átakanlegar myndir af þjáningum Kúrda í Norður-írak. Sveltandi fólk í hijóstrugu fjalllendi sást þar slást um dauðan asna. Mæður gáfu börnum sínum mórautt vatn úr fjallalækjum. Á landamær- unum sáust öi’væntingarfullir Kúrd- ar varpa byssum sínum í haug til þess að sannfæra tyrkneska landa- mæraverði um að óhætt væri að hleypa þeim inn í landið. Flótta- mennirnir segja að margir hafi látist úr kulda og vosbúð á leiðinni eða orðið fyrir skotum úr þyrlum íraska hersins sem rekur flóttann. Vestrænar ríkisstjórnir hafa und- anfarna daga sætt ámæli úr ýmsum áttum fyrir aðgerðaleysi í málefnum Kúrda en margir tala um að þjóðar- morð eigi sér nú stað í írak. John Major, forsætisráðherra Bretlands, gerði George Bush Bandaríkjafor- seta orð í gær þar sem hann lýsir yfir miklum og vaxandi áhyggjum vegna þjáninga Kúrda í írak. Segir hann að þörf sé á umfangsmiklum alþjóðlegum ráðstöfunum til að hjálpa Kúrdum. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa hins vegar hafnað hernaðaríhlutun. Bandarísk stjórnvöld gáfu til kynna í gær að refsiaðgerðum gegn írak yrði ekki hætt á meðan Kúrdar sættu ofsókn- um. Einnig væri í undirbúningi ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um fordæmingu á fram- ferði íraska hersins og um aðstoð við Kúrda. Málgagn írösku stjórnarinnar, Al-Jumhouviyah, fordæmdi í gær vopnahlésskilmála öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna frá því í fyrra- kvöld. Abdul-Amir al-Anbari, sendiherra. íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, tók í sama streng en sagði að einhver bið gæti orðið eftir opinberum viðbrögðum. Fréttaskýrendur segja hins vegar að írökum sé nauðugur einn kostur að fara að skilyrðunum sem þeim eru sett. Colin Poweli, forseti bandaríska herráðsins, sagði að það ætti ekki að taka bandaríska herinn langan tíma að yfirgefa Suð- ur-írak eftir að írakar féllust á skil- málana. Sjá fréttir á bls. 24-25. Jeltsín veitt tilskip- anavald í Rússlandi Moskvu. Reuter. RUSSNESKA þingið samþykkti í gær í grundvallaratriðum tillögu um að forseta þess, Borís Jeltsín, yrði veitt víðtækt vald, sem gerði honum meðal annars kleift að stjórna ineð tilskipunum, til að binda enda á glundroðann í lýðveldinu. Ennfremur var samþykkt að bein- ar kosningar um nýtt embætti forseta Rússlands færu frain 12. júní. 588 voru fylgjandi tillögunni og 292 á móti í atkvæðagreiðslunni, sem fór fram í Fulltrúaþingi Rúss- lands, æðstu löggjafarsamkundu lýðveldisins. Sérstök nefnd var skip- uð til að íjalla frekar um tillöguna og kann hún að taka einhverjum breytingum. Nokkrir af stuðnings- mönnum Jeltsíns óttast að harðlínu- menn geti komið í veg fyrir að til- lagan nái fram að ganga. Fulltrúi Jeltsíns, Rúslan Khasbúlatov, sagði þó sýnt að þingforsetinn gæti treyst á að fá raunveruleg pólitísk völd til að binda enda á, efnahagsöng- þveitið og verkfall námamanna í lýðveldinu. Atkvæðagreiðslan markar tíma- mót í baráttu róttækra umbótasinna í Rússlandi fyrir því að stofnað verði embætti forseta Rússlands, sem yrði kjörinn í beinum kosning- um og fengi framkvæmdavald. Tal- ið er næsta öruggt að Borís Jeltsín fari með sigur af hólmi í sltkum kosningum, sem yrðu þær fyrstu í sögu Sovétríkjanna. Áður hafði Jeltsín sagt að ekki yrði hægt að binda enda á glundroð- ann í Rússlandi nema valdsvið þing- forsetans yrði aukið og hann fengi vald til að stjórna með tilskipunum. Hann lagði einnig til að valdsvið Æðsta ráðs Rússlands yrði aukið á kostnað fulltrúaráðsins, þar sem Jeltsín hefur mætt meiri mótspyrnu harðlínumanna. Fjárlaganefnd sovéska þingsins varaði í gær við aukinni ólgu í landinu á næstu vikunr og versn- andi efnahag. Nefndin kvaðst ætla að grípa til harðra aðgerða gegn lýðveldum, þar á meðal Rússlandi, sem hún sakaði um að standa ekki í skilurn við stjórnvöld í Kreml og valda þannig miklum fjárlagahalla. Málgagn sovéska varnarmála- ráðuneytisins, Krasnaja Zvezda, hafði í gær eftir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta að ekki kæmi til greina Stokkhólmi. Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í gær að Svíar myndu hafa samráð við Finna, Norðmenn og aðrar þjóðir sem aðild eiga að Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA) áður en þeir sæktu um aðild að Evr- ópubandalaginu. „Svíar hafa lýst því yfir að þeir vilji aðild að EB,“ sagði Carlsson í gær eftir að hafa rætt við Franz Vj-anitsky, kanslara Austurríkis. „Ég vona að bæði Norðmenn og Finnar fallist á þetta og við munum ráðfæra okkur við þá og aðrar EFTA-þjóðir áður en við tökum ákvörðun,“ sagði Carlsson. Iiins vegar væri meginmarkmiðið nú að ná hagstæðum samningum í við- ræðunum við EB um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Sænska þingið samþykkti í des- ember sl. að sækja um EB-aðild á þessu ári. Boris Jeltsín kveða niður andóf róttækra stjórn- arandstæðinga með valdi þar sem slíkt myndi einungis leiða til blóðs- úthellinga og borgarastyijaldar. Sjá „Kolanámamenn hafna til- boði..." á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.