Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991
Þressan
VIGGIRT
DQPGRENIÁ
HVERFISGÖTU
Rauðhærðar konur
Örlaganornir
og kjaftforar
kynbombur
Ólafur Ragnar, Svavar
og Steingrímur J.
HAFA NOTAÐ
10 MILLJÚNIR
AF ALMANNAFÉ
TIL ÖTGÁFU
KOSNINGA-
BÆKLINGA
Er ekki hægt
að treysta
neinum lengur?
Hvernig óhollustan hélt innreið
sína í íslenskt samfélag
Kirkjan í Flatey
FJARUEITING UR
KIRKJUGARBSSJÓBI
NOTUfl TIL Afl MÁUt
MYND AF SÚKNAR-
NEFNDINNIÁ
ALDUMSTÖFLUNA
PRESSAN
Fullt blað af slúðri
SKIÐAMOT ISLANDS A ISAFIRÐI
Göngukeppnin:
Haukur og Daníel
í sérflokki
HAUKUR Eiríksson frá Akureyri
Daníel Jakobsson frá ísafirði
höfðu mikla yfirburði í göngu
karla og pilta 17-19 ára. Karl-
arnir gengu 15 km en piltarnir
10 km með frjálsri aðferð.
aukur fór rólega af stað en jók
forskotið jafnt og þétt og kom
í mark einni mínútu á undan Sigur-
geiri Svavarssyni frá Ólafsfirði, sem
varð annar. Rögnvaldur Ingþórs-
son, Akureryri, varð þriðji.
„Sigurinn kom mér á óvart þar
sem ég hef ekki æft mikið í vetur.
Ég hef verið í skóla og er kominn
með fjölskyldu. Ég náði þó að að.
æfa vel síðustu þijár vikurnar fyrir
mótið og hef hitt á rétta formið á
réttum tíma,“ sagði Haukur, sem
hefur verið við nám í Umeá í
Svíþjóð.
Hann sagði að brautin hefði ver-
ið mjög erfið. „Snjórinn var þungur
og maður varð stanslaust að vinna
í brautinni. Lítið um brattar brekk-
ur og því ekki tími til að hvíla sig.“
Þetta var í annað sinn sem Haukur
verður meistari í 15 km göngu.
Daníel Jakobsson var tæpum
þremur mínútum á undan Tryggva
Sigurðssyni frá Ólafsfirði í flokki
17-19 ára og 4 mín. á undan Krist-
jáni Ólafssyni frá Ólafsfirði.
„Brautin var frekar erfið. Ég er líka
orðinn þreyttur þar sem ég hef
keppt hátt í 30 sinnum í vetur, en
á sama tíma í fyrra hafði ég aðeins
keppt 11 sinnum,“ sagði Daníel.
Daníel gat keppt uppfyrir sig, í
karlaflokki, en hann sagði að það
væri ekki tímabært. „Ég vissi ekki
alveg hvar ég stæði gagnvart þeim
eldri og því tók ég þá ákvörðun að
keppa í piltaflokknum. Ég mæti
þeim eldri í boðgöngunni og þá
kemur í ljós hver staða mín er gagn-
vart þeim,“ sagði Daníel, sem hefur
æft mjög vel í vetur í Jerpen í
Svíþjóð þar sem hann stundar nám.
11 keppendur tóku þátt í göngu
pilta 17-19 ára, en í karlaflokki
voru aðeins fjórir keppendur.
„Æðisleg tiKinning
að vinna stórsvig“
- sagði Ásta Halldórsdóttir, sem tvívegis hefur orðið meistari í svigi
„ÞAÐ er æðisleg tilfinning að
vinna íslandsmeistaratitilinn í
stórsvigi," sagði Ásta Hall-
dórsdóttir frá Isafirði, sem
tvívegis hefur orðið meistari í
svigi. Ásta var einni sekúndu á
undan íslandsmeistaranum frá
ífyrra, Guðrúnu H. Kristjáns-
dóttur frá Akureyri.
Asta sagðist hafa tekið á öllu
sem hún átti í síðari umferð
þar sem Guðrún hafði hálfrar sek-
úndu forskot á hana eftir fyrri
umferð. „Það var engu að tapa í
síðari umferð, enda var ég mjög
ánægð með hana. Fyrri umferðin
var ekki góð hjá mér. Hingað til
hefur svigið verið mín aðalgrein,
en nú hef ég fundið mig líka í stór-
sviginu," sagði Ásta.
Guðrún H. Kristjansdóttir, sem
hefur þrívegis orðið íslandsmeistari
í stórsvigi, náði ekki að halda for-
skotinu i síðari umferðinni. Hún fór
efri hluta brautarinnar vel, en slak-
aði á eftir það og gerði þá skyssu
að stoppa sig af áður en hún kom
í markið, misreiknaði marklínuna.
En það er þó óvíst að það hefði
ráðið úrslitum. Guðrún getur þó vel
við unað 'þar sem hún hefur ekki
getað æft eins mikið í vetur og
undanfarin ár vegna þess að hún
stundar nám í íþróttaskólanum að
Laugarvatni.
María Magnúsdóttir, Akureyri,
sem verið hefur einna best kvenna
í vetur, varð að gera sér bronsverð-
launin að góðu. Var með 3. besta
tímann í báðum umferðum.
Keppendur voru 19 og komust
15 þeirra í mark. Skyggni var frek-
ar slæmt þar sem töluverð snjó-
koma var á meðan keppni fór fram.
ÚRSUT
Skíðamót íslands
Stórsvig karla:
Kristinn Björnsson, Olafsfirði,.1.50,71
Valdemar Valdemarsson, Ak.......1.53,47
Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri, ..1.55,32
Haukur Arnórsson, Reykjavík..1.56,18
Arnór Gunnarsson, Isafirði...1.57,56
Jóhannes Ðaldursson, Akureyri, ..1.58,06
Daníel Hilmarsson, Dalvik,...1.58,70
Jóhann Gunnarsson, Isafirði,....1.59,62
Gunnlaugur Magnússon, Ak.,......2.01,45
Arnar Friðriksson, Akureyri..2.02,95
Keppendur í karlaflokki voru 36 og
komst 21 í mark. Keppnin átti að hefj-
ast kl. 10 en henni varð að fresta til kl.
14 vegna þess að stórsvigsbakkinn var
ekki tilbúinn vegna ofankomu nóttina á
undan.
Stórsvig kvenna:
Ásta Halldórsdóttir, ísafirði,......1.54,68
Guðrún Kristjánsdóttir, Akureyri, ....1.55,61
María Magnúsdóttir, Akureyri........1.55,66
Eva Jónasdóttir, Akureyri,..........1.57,65
Fanney Pálsdóttir, ísafirði.........1.59,30
Margrét Ingibergsdóttir, Reykjavík, 1.59,42
Hildur Þorsteinsdóttir, Akureyri,...2.00,13
Heiða Knútsdóttir, Reykjavík........2.01,22
Margrét Rúnarsdóttir, Reykjavik, ....2.02,90
Linda Pálsdóttir, Akureyri,.........2.03,17
15 km ganga 20 ára og eidri karla:
Haukur Eiríksson, Akureyri,...........49.20
Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði....50.16
RögnvaldurD. Ingþórsson, Akureyri,.. 51.31
ÓlafurH. Björnsson, Ólafsfirði......53.51
10 km ganga 17-19 ára pilta:
Daníel Jakobsson, ísafirði,...........32.39
Tryggvi Sigurðsson, Ólafsfirði........35.16
Kristján Ó. Ólafsson.Akureyri,......36.02
Gísli Einar Árnason, ísafirði,........36.05
Árni Freyr Elíasson, ísafirði.........37.38
Kristinn fyrsti
meistari
Ólafsfirðinga
OLAFSFIRÐINGURINN ungi
Kristinn Björnsson kom, sá og
sigraði á fyrsta keppnisdegi
Skiðamóts íslands á Selja-
landsdal við ísafjörð í gær.
Hann hafði mikla yfirburði í
stórsvigi karla og vann þar
fyrsta íslandsmeistaratitil
Olafsfirðinga i alpagreinum frá
upphafi.
Kristinn, sem er 18 ára, var
rúmlega tveimur sekúndum á
undan næsta keppanda í fyrri um-
ferð og lagði þar grunninn að sigrin-
■ um. „Ég tók enga
ValurB. áhættu í síðari um-
Jónatansson ferðinni þar sem for-
skrífartrá skotið eftir fyrri ferð
var mjög gott. Ég
var mjög undrandi þegar ég heyrði
tímann í fyrri umferðinni vegna
þess að ég átti í erfiðleikum efst í
brautinni. Fyrir mótið vissi ég ekk-
ert hvar ég stæði gagnvart hinum
strákunum. En það er greinilegt
að dvölin í Noregi hefur gert mér
gott,“ sagði Kristinn, sem hefur
verið í skíðamenntaskóla í Geilo í
vetur.
Örnólfur Valdimarsson úr
Reykjavík var næstur á eftir Krist-
ini í fyrri umferð, en féll ofarlega
í síðari umferð. „Ég tók áhættu
efst í brautinni því það var annað-
hvort að sigra eða ekkert. En ég
lenti of neðarlega þegar ég kom
niður úr brattanum og því fór sem
fór,“ sagði Örnólfur. Akureyrin-
garnir, Valdemar Valdemarsson og
Vilhelm Þorsteinsson höfnuðu í
öðru og þriðja sæti. Valdemar var
tæplega þremur sek. á eftir Kristni
samanlagt og Vilhelm rúmlega fjór-
um.
Kristinn sagðist stoltur yfir því
að vera fyrsti Ólafsfirðingurinn til
að vinna Islandsmeistaratitil í alpa-
greinum, en hingað til hafa Ólafs-
firðingar verið sterkastir í norræn-
um greinum. Hann sagðist hafa
æft í Noregi frá því í ágúst og væri
í góðri æfingu. „Það voru margir á
móti því að ég kæmi heim að keppa
því nú á sama tíma eru mörg góð
mót úti. En ég sé ekki eftir því að
hafa komið heim — það var þess
virði.“
Morgunblaðiö/KGA
Kristinn Björnsson, Óiafsfirði, í fyrri ferð stórsvigsins, en þá tryggði
hann s£r sigurinn.
ÍUiB! ' i'l ( fil