Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 39 störf, lengst af hjá undirrituðum við margs konar garðyrkju- og verktakastörf. Þá þegar kom fram hve sýnt honum var um að skipu- leggja verk og laða fram árangur, bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Hann var nákvæmur, velvirkur og traustur. Ætíð var hægt að reiða sig á hann, bæði í orði og verki. Hann var því vinsæll stjórnandi enda lipur í lund og ákveðinn. Fyr- ir stuttu kom hann til mín þar sem ég lá á spítala til að kanna hvort hann gæti ekki veitt mér aðstoð. Þannig var Hörður, vinur vina sinna, ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Ég minnist samstarfs okkar og vináttu með þakklæti og sakna sárt míns góða vinar. Skömmu eftir háskólapróf hóf Hörður störf hjá Orkustofnun og þar var starfsvettvangur hans æ síðan. Hann hafði brennandi áhuga á störfum þeirrar stofnunar og framtíðarhlutverki hennar í orkubú- skap þjóðarinnar. Hörður var gæfumaður í einka- lífi. Ung gengu þau í hjónaband hann og Ellen Ingibjörg Árnadóttir. Foreldrar hennar eru Helga Henr- ýsdóttir Hálfdánarsonar og fyrri maður hennar Árni Hinriksson, for- stjóri Laugarásbíós, sem lézt árið 1975, langt um aldur fram. Ellen og Herði varð þriggja barna auðið. Þau eru Hinrik Þór, 17 ára, nemi við Verslunarskóla íslands, Árni Már, 12 ára, og Gerður Björk, 9 ára. Ellen og Hörður hófu búskap í Bröttugötu 5 í Kópavogi í húsi for- eldra hennar. Árið 1978 fluttu þau í eigin íbúð í Engihjalla 9. Arið 1985 flytja þau síðan í eigið einbýl- ishús í Bæjartúni 5. Það hús reis svo að segja í höndum Harðar. Þar er handbragð hans á hveijum hlut. Það leiðir af líkum að jafn starf- samur maður og Hörður var átti ekki margar frístundir. Þau hjón horfðu nú loks, eftir mörg annasöm ár, fram á „sólarferð“, tengda fer- tugsafmæli beggja. Sú ferð verður ekki farin. Hörður var kallaður til annarrar ferðar. Það er trú okkar að sú ferð liggi þangað sem sól lífs- ins rís að baki dauðans. Það er stundum sagt að þegar jarðlíf endar eigi maðurinn ekkert - nema það sem hann hefur gefið. Hörður Svavarsson gaf mikið um sína daga. Hann gaf sig allan í umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Og hann gaf sig allan í verk sín, að hvetju sem hann gekk. Ef menn uppskera eins og þeir hafa til sáð á landi lifenda verður uppskera hans ríkuleg. Blessuð veri minning Harðar Svavarssonar. Ástvinum hans öllum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Þór Snorrason Hörður Svavarsson, jarðfræðing- ur, deildarstjóri á Orkustofnun lést 26. mars sl. Hann hefði orðið fer- tugur í maí, og ekki annað vitað en að hann væri heilsuhraustur. Því meira áfall er lát hans okkur vinnu- félögum hans. Hörður hóf störf á Orkustofnun 1977, fyrst á efnafræðistofu. Þetta var á þeim tíma sem tölvuskráning og vinnsla var að ryðja sér til rúms, og kunnáttumenn á því sviði ekki hirtir upp af götunni. Hörður tók þátt í brautryðjendastarfí við gerð forrits til úrvinnslu efnagreininga á jarðhitavatni og gufu og er það enn notað víða um heim. Hann var meðhöfundur að tímamótagreinum um efnafræði jarðhitavatns, og einnig kom hann á laggirnar skrán- ingarkerfi fyrir efnagreiningar og er enn byggt á þeim grunni. Með þessu verkefni var starfssvið Harð- ar ráðið, og hefur hann síðan starf- að mest að verkefnum þar sem góðrar kunnáttu í forritun er þörf, lengst af við áætlanir um vatnsafls- virkjanir. Þótt Hörður hafi ekki haft sérstaka menntun í svonefnd- um tölvunarfræðum, veittist honum auðvelt að tileinka sér þekkingu á þessu sviði, og þróaði hann og end- urbætti virkjunarlíkan Orkustofn- unar í takt við þróun búnaðar stofn- unarinnar. Hörður hefur staðið að flestum forathugunum á virkjunar- möguleikum síðan 1981. Hin síðari ár vann Hörður einn við þessa líkanreikninga, og enn- fremur við að koma á fót gagna- safni yfir virkjunarhugmyndir og áætlanir. Þó að starf Harðar hafi á margan hátt verið skapandi, er allt- af erfitt að vinna meira eða minna einn. Við fundum það að Hörður hafði þörf fyrir að ræða margt varð- andi störf sín. í upphafi ársins var ákveðið að efla þessa starfsemi og átti Hörður að fá samstarfsmann um mitt ár, en það hefði breytt mjög starfsskilyrðum hans. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í stað þess að efla hið mikla verk- efni, sem Hörður hefur unnið að, þarf nú að fylla í það stóra skarð, sem hann lætur eftir sig. Hörður tranaði sér ekki fram, en skoraðist þó ekki undan trúnaðar- störfum fyrir samstarfsfólk sitt. Hann sat tvö ár í framkvæmdaráði Orkustofnunar, og tók virkan þátt í kjarabaráttu náttúrufræðinga, seinustu fjögur árin sem trúnaðar- maður FÍN á Orkustofnun. Hörður var fremur hlédrægur í margmenni og hafði sig lítt í frammi á fundum, en átti það til að koma með stuttar hnitmiðaðar athugasemdir. Hann var einkar þægilegur í umgengni og smellin innskot hans í samræð- um yfir morgunkaffinu eru minnis- stæð. Eins og títt er um þá sem eru skýrir í hugsun og yfirvegaðir, vildi Hörður hafa reglu á hlutunum, og að gerðir fylgdu orðum. Yrði misbrestur.á þessu átti hann það til að segja mönnum til syndanna og var þar ekki farið í manngrein- arálit, en hánn var ekki að hrópa athugasemdir sínar á torgum til að uppheija sjálfan sig. Starfsmenn á Orkustofnun sjá á bak góðum félaga. Eiginkonu hans, Ellen, börnum þeirra og öðrum vandamönnum vottum við hina dýpstu samúð. Starfsmannafélag Orku- stofnunar Helgi Guðlaugsson sjómaður - Minning Helgi Guðlaugsson fyrrum sjó- maður frá Hafnarfirði verður jarðs- unginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 26. maí sl. Helgi var á áttug- asta og þriðja aldursári. Helgi Guðlaugsson var fæddur 8. ágúst 1908 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Guðlaugur Hinriksson og Guðrún Þórðardóttir. Móðir hans Guðrún lést frá sex börnum þeirra hjóna þegar Helgi var á tíunda ald- ursári. Þá um sumarið kom faðir Helga honum til sumardvalar að Móakoti á Vatnsleysuströnd til hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Bjarna Sigurðssonar sem þar bjuggu. Dvölin hjá ijölskyldunni í Móakoti varð lengri en áformað var í upphafi en við lok sumardvalarinn- ar var ákveðið að þau hjón tækju Helga í fóstur og fylgdi hann fjöl- skyldu þeirra þar til hann stofnaði sitt eigið heimili. Þar mun ekki síst hafa ráðið ákvörðun húsmóðurinnar en einkar kært var á milli þeirra Helga og Kristínar alla tíð meðan hún lifði. Börn þeirra hjóna í Móa- koti voru dóttirin Margrét og syn- irnir Jón, Þórður og Sigurður sem öll eru látin. Starfsvettvangur Helga Guð- laugssonar var sjómennska. Rúm- lega tvítugur hóf hann sjómanns- feril sinn en lengst af starfaði hann á togurum Útgerðarfélags Einars Þorgilssonar hf. í Hafnarfirði sem háseti og kyndari. Síðustu starfsár- in vann hann við strandsiglingar hjá Skipaútgerð ríkisins og að lok- um á rannsóknarskipum Hafrann- sóknastofnunar. Helgi Guðlaugsson var heiðraður árið 1975 af samtök- um sjómanna fyrir löng og giftu- samleg starfsár á íslenskum fiski- skipum. Starfstækifæri þeirra sem fædd- ust um og eftir síðustu aldamót þar sem lífsbaráttan var fyrst og fremst fólgin í því að tryggja sér og sínu fólki fæði og húsnæði voru ekki mörg. Hins vegar ólst þetta fólk upp við það, að gera kröfur til sjálfs sín og standa á eigin fótum þegar á móti blés. Fólk sem kunni að njóta og nýta, það sem erfiði dagsins gaf. Helgi Guðlaugsson ólst upp við þessi lífsviðhorf, enda byijaði hann ungur að vinna og segja má að allt hans lífshlaup hafi gengið út á þrot- lausa vinnu og að skapa sínu fólki möguleika til að nýta þau tækifæri sem umhverfið á hveijum tíma bauð Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. og það sóttist eftir. Helgi Guðlaugsson giftist Ingi- gerði Eyjólfsdóttur frá Hafnarfirði árið 1935. Fljótlega eftir að þau giftust réðst Helgi í að stækka hús tengdaforeldra sinna á Jófríðar- staðavegi 7 hér í bæ en þar bjuggu þau alla sína búskapartíð, þangað til að þau fluttu að Hrafnistu í Ilafnarfirði fyrir 5 árum. Þeim lijón- um varð 10 barna auðið. Þau eru Guðrún alþingismaður, Ingólfur arkitekt, háskólakennari í Edin- borg; Jóhanna kaupkona, Gísli bankastarfsmaður, Únnur skrif- stofumaður, Arnar húsasmiður, Bjarni verslunarmaður, Viðar fiski- fræðingur, starfar nú í Namibíu, Leifur íþróttakennari og Gerður læknaritari. Árið 1980 verða þáttaskil í lífi Helga Guðlaugssonar þegar hann kenndi sér þess sjúkdóms sem kom honum til að hætta sjómennsku, en þá varð hann að taka pokann sinn og fara í land. Eflaust hafa þessi umskipti verið honum erfið en líf- sviðhorfið og uppeldið sem hafði kennt honum að njóta þess sem í hendi var kom einkar vel í ljós þá því nú var unnið hörðum höndum við að bæta eiginkonunni upp allar ijarverurnar að heiman. Helgi Guðlaugsson var skemmti- legur maður og fjörmikill. Ég held að seint gleymist þessi sérkennilegi glampi sem brá fyrir í augum hans þegar hann gerði að gamni sínu. Svipmót hans bar einkenni þeirrar ‘kynslóðar sem fæddist við bág kjör en barðist áfram af þrautseigju þar til hún skilaði af sér þeim arfi sem við njótum í dag. Það sem öðru fremur einkenndi þó Helga Guð- laugsson var jákvæð afstaða hans og góðvild til manna og málefna. Minningin um Helga Guðlaugs- son í huga okkar barna Þórðar Bjarnasonar, uppeldisbróður hans, tengjast fyrst og fremst glaðværð, frábærri frásagnargáfu og ekki síst vináttu þeirra hjóna við foreldra okkar. Þó svo að ekki vagri dvalið lengi í landi milli sjóferða var oft litið við, sagðar sögur og síðan horf- ið á braut, en eftir var setið og hent gaman að. Þá er minnast sam- verustunda á sjónum þar sem Helga var falið að hafa auga með drengn- um, sem nú er þakkað fyrir. Fjölskylda Þórðar Bjarnasonar kveður Helga Guðlaugsson og þökkuð er samfylgdin. Frú Ingi- gerði, börnum og fjölskyldum þeirra er vottuð samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Blessuð sé minning hans. Sigurður Þórðarson KYNNING A JARNIDNAÐARVELUM Dagana 5.-12. aprílsýnum við nýjar járnsmíðavélar Fjöfklippur frá Kingsland Járnsög fyrir ryðfrítt og venjulegt stál frá Bianco Prófílsög frá Eisele Rennibekkur 1270 mm milli odda I/erð frá kr. 460.000,- fímMWMJLMM & WÆME I & T hf., Smiðshöfða 6,112 Reykjavík, s. 674800. Flolclcur meb nýjar hugmyndir ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.