Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. APRIL 1991 _i---—. . r -----1----—Hrí—;■ ■ M Afganskar þotur varpa klasaspr engj um á Khost Stj órnarherinn býr sig undir að endurheimta borgina Islamabad, Genf. Reuter. SPRENGJUÞOTUR afganska stjórnarhersins vörpuðu klasa- sprengjum á virkisborgina Khost í gær, annan daginn í röð. Ein flugvélanna hrapaði til jarðar í borginni í gær en talið er að það hafi fremur verið vegna bilunar en að hún hafi verið skotin nið- ur. Frelsissveitirnar náðu Khost úr höndum stjórnarhersins á páskadag eftir harða tveggja vikna bardaga. Fareed Mazdak, varaformaður afganska stjórn- arflokksins, sagði í samtölum við erlenda fréttamenn að taka borg- arinnar væri áfall fyrir Kabúl- sljórnina en hún hefur ekki enn leyft afgönskum fjölmiðlum að skýra frá því. Fulltrúar Mujahideen-skæruliða sögðu að afganski stjórnarherinn hefði .skotið þremur Scud-eldflaug- um á Khost á þriðjudag en þær hefðu fallið til jarðar utan hennar og ekki valdið neinu tjóni. Sömuleið- is héldu þeir fram að engan hefði sakað í loftárásunum á borgina í gær og fyrradag. Sendiherra Afganistans á Ind- landi sagði í gær að Khost yrði senn endurheimt úr höndum skæru- liða og vestrænir stjórnarerindrekar sögðu afganska stjórnarherinn und- irbúa meiriháttar árás á borgina. Fregnir fóru af því í gær að langar lestar vörubíla, sem hlaðnir hefðu verið vopnum, hefðu sest aka til borgarinnar Gardez, sem er miðja vegu milli Kabúl og Khost. Þaðan yrði gagnárás gerð. Sendiherrann ítrekaði fyrri yfír- lýsingar Kabúl-stjórnarinnar um að pakistanski herinn hefði aðstoðað frelsissveitirnar í bardögum um borgina. Borgin er um 25 kílómetra frá pakistönsku landamærunum. Fall hennar er mikill pólitískur ávinningur fyrir frelsissveitirnar en þingið í Kabúl lýsti því yfir á þriðju- dag að uppgjöf stjórnarhersins þar breytti engu um hernaðarstöðuna í Afganistan. Skæruliðar tóku a.m.k. 2.500 afganska stjórnarhermenn til fanga í Khost er hersveitirnar gáf- ust upp á sunnudag. Hermt var að skæruliðar hefðu unnið tjón á flugstöðinni á alþjóða- flugvellinum í Kabúl á þriðjudag og á mánudag hefðu þeir eyðilagt tvo skriðdreka og sjö aðra hervagna í árás á hergagnalest stjórnarhers- ins í norðurhluta Afganistans. Nauðgun í húsi Kennedys? Reuter Þrítug kona hefur kært nauðgun sem fram á að hafa farið í húsi í eigu Kennedy-fjölskyldunnar í Palm Beach í Florida sl. laugardag. Hefur hún gefið lögreglunni upp nafnið á hinum meinta nauðgara en lögreglan hefur neitað að gera það opinbert. Konan segist hafa hitt Edward Kennedy, öldungardeildarþingmann, son hans Patrick, og frænda þeirra, William Kennedy Smith, á bar og þeir hafi boðið henni heim að því loknu. Talsmenn Edwards og Patricks Kennedys hafa neitað að þeir væru viðriðnir verknaðinn. írösku fióttamennirnir telja dauðann vísan snúi þeir við Nikosía, Ankara, Damaskus. Reuter. The Daily Telegraph. TYRKNESK stjórnvöld neita enn að opna landamæri sín fullkomlega fyrir kúrdískum flóttamönnum sem þangað flykkjast svo hundruð þúsundum skiptir frá norðurhluta Iraks þrátt fyrir vaxandi alþjóðleg- an þrýsting. Tyrkir hafa þó hafist handa við að dreifa matvælum og fatnaði meðal hluta flóttamannanna sem margir hveijir eru nær dauða en lífi úr vosbúð og hungri. Embættismaður í tyrknesku að skjóta Kúrda. „Þetta er fólk sem landamæraborginni Hakkari sagði áform vera um að reisa tjaldbúðir fyrir 25.000 flóttamehn en ekki væri enn búið að ákveða hvar þær yrðu. Læknir í sömu borg sagði 31 særðan flóttamann, þar á meðal sex börn, nú hafast við á sjúkrahúsi borgarinnar sem hefðu flúið frá írak. „Við urðum að taka lim af átta mönnum sem höfðu stigið á jarðsprengjur og eru þeir í gjör- gæslu.“ Læknirinn sagði suma ír- ösku sjúklingana hafa flúið frá sjúkrahúsum í írak þegar íraskir hermenn réðust þar inn og byijuðu hefur flúið til að bjarga lífi sínu. Sumir sjúklinganna höfðu gengist undir skurðaðgerðir í Irak og höfðu sár margra tekið sig upp eða gröft- ur verið komin í þau er þeir komu hingað til okkar á spítalann." Hann sagði einnig að margir flóttamann- anna hefðu skotsár eftir árásir ír- askra hermanna á flóttamenn. „Fólk er að deyja unnvörpum á leiðinni milli Irhil og írönsku landa- mæranna. Lík fólks, sem hefur dáið úr kulda, hungri eða vegna þess að það hefur ekki fengið gert að sárum sínum, liggja á víð og dreif George Bush gagnrýnin við leiðaraskrif dag- blaða en nú hefur hún færst inn í umræðuþætti á besta útsend- ingatíma sjónvarpsstöðva. Tveir áhrifamiklir öldungadeildarmenn úr röðum demókrata hafa gengið fram fyrir skjöldu í gagnrýni á Bush, Albert Gore frá Tennessee og George Mitchell frá Maine en hann er leiðtogi flokksins í deildinni. Báðir hafa hvatt til þess að kom- ið verði í veg fyrir að íraski stjórn- arherinn geti beitt þyrlum gegn skæruliðum. „Forsetinn sem fékk þjóðir heims til að fara í siðferðiskross- ferð til þess að losa heimsbyggðina við nýjan Hitler er aftur kominn niður á stig valdajafnvægis þar sem fólki er fórnað með köldu blóði eins og peðum á skákborði,“ sagði Patrick Buchanan, stjórnandi um- ræðuþáttar á einni sjónvarpsstöð- inni en hann er kunnur fyrir íhaldssemi. Þrátt fyrir vaxandi gagnrýni segjast ráðgjafar forsetans efins um að hún nái eyrum margra og ólíklegt að hún þróist upp í alls- heijarmótmæli meðal lands- manna. á hundrað kílómetra löngum kafla,“ sagði talsmaður Kúrdíska lýðræðis- flokksins í Damaskus. Hann sagði þyrlur íraska stjórnarhersins skjóta á flóttafólkið og nefndi dæmi af tíu manna fjölskyldu þar sem níu hefðu verið drepnir. „Þyrlur ráðast á þá sem ekki deyja úr kulda eða hungri,“ sagði talsmaðurinn. Hann gagnrýndi Sameinuðu þjóðirnar harðlega fyrir að koma ekki Saddam Hussein íraksforseta frá völdum eftir stri'ðið. Bandarískir embættismenn sögðu á miðvikudag að Irakar hefðu bókstaflega jafnað borgina Toz Khormatu við jörðu. Hörmulegar aðstæður við írönsku landamærin írönsk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að um milljón kúrdískra flótt- amanna hefði safnast saman við landamæri írans. íranska frétta- stofan IRNA sagði flesta flótta- mennina búa við hörmulegar að- stæður í landamæraborginni Now- soud. Fjöldi barna hefði soltið í hel á leiðinni og fjölmörg til viðbótar væru. nær dauða en lífi. Þá væru þúsundir flóttamanna til viðbótar á leiðinni frá borginni Sulaymaniya sem íraski stjórnarherinn náði á sitt vald á miðvikudag. Kúrdísku flóttamennimir, einnig þeir sem liðsinntu ekki uppreisnar- mönnunum, þora ekki að snúa við af ótta við hefndaraðgerðir íraska stjórnarhersins. Blaðamaður The Daily Telegraph sem kom til Tyrk- lands á þriðjudag eftir að hafa ver- ið á ferð með flóttamönnum um Norður-írak sagði ýmis verksum- merki hryllilegra grimmdarverka íraka hafa fundist þann stutta tíma sem kúrdískir uppreisnarmenn réðu yfir norðurhluta landsins. Þar á meðal væru pyntingarklefar og myndir af pyntingum og morð- um. I kjallara húss í borginni Abril hefðu verið geymdir úlfar sem stjórnarandstæðingum var hent fyrir. SIEMENS-gæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! r-jí m ípíé Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvfsir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMfTH & NORLAND Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Ég vil gjarnan tá sendan bækling meö nánari upplýsingum um þessa athyglisverðu vél. Nafn Heimilisfang SMITH& NORLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.