Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 37 Minning: Björn Magnús- son fulltrúi Að morgni pálmasunnudags lést Björn Magnússon sem hafði verið samstarfsmaður minn í tólf ár (1969-81). Fyrstu kynni okkar urðu 1943 á Hvanneyrarfitinni á bökkum Hvítár. A þessu eggslétta engja- landi var annað endurvakið Lands- mót UMFÍ haldið á Jónsmessu. Björn á Rangá, sem hann var oft kallaður þá, var einn tíu keppenda, sem UÍA sendi til mótsins um lang- an veg. Sambandsstjóri sr. Eiríkur J. Eiríksson taldi fram í setningar- ræðu sinni sókn 150 íþróttamanna frá ellefu héraðssamböndum, glæsi- legt vitni um óeigingirni íslenskrar æsku á tímum dýrtíðar og mikillar atvinnu. Þessir tíu austfirsku íþrótt- amenn, sem úr rnestri íjarlægð komu til landsmótsins, fóru heim til Austurlands með heildarverðlaun mótsins, sambandsskjöldinn (hlutu 45 stig af 189; 7 fyrstu verðlaunin af 19). Björn aflaði 5 stiga. Sigraði í stangarstökki. Stökk 3.04 m á bambusstöng, þung braut og fallið var niður í sandgrygu (ísl. met var þá 3,27 m). Afrekið var landsmóts- met og Austurlandsmet. Þessi tugur austfirskra pilta færði með sér glatt yfirbragð og léttleika í framkomu. Þeir voru allir klæddir samstæðum utanyfirbúningum, sem þá var enn fátítt. Hvar sem þeir fóru um móts- staðinn var eftir þeim tekið fyrir íþróttalegt og vasklegt svipmót. Björn fór vél í þessum flokki. Bjart- ur og sviphreinn, hávaxinn, Jang- leggjaður og mjúkur í hreyfingum. Þessu líkamsfari hélt Björn tneðan hann lifði, þó bæði bakveila og bilun í hné heftu á stundum hreyfifærni hans. Fæddur var Björn 23. ágúst 1923 á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, Norður-Múlasýslu. Svanfríður Björnsdóttir, fædd 27. maí 1894, frá Hólseli á Fjöllum, bóndar þar Finnbogasonar, var móðir Björns. Faðir Björns var Magnús, fæddur 18. september 1882, Björnsson bónda að Hnitbjörgum í Jökuls- árhlíð, Hannessonar. Foreldrar Björns voru vinnuhjú. Þeim fæddust þrír synir. Björn var elstur en yngst- ur Sigurður. Sá í miðið drukknaði ungabarn. Þau Svanfríður réðust með synina að Hauksstöðum á Jök- uldal. Björn var 7 ára er þeir feðg- ar fóru frá Hauksstöðum en móðir hans varð þar ráðskona og hafði Sigurð hjá sér. Björn eignaðist tvo hálfbræður, Guðmundssyni bónda að Hauksstöðum. Þó að Björn nyti góðs atlætis á Rangá í Hróarstungu þangað sem Magnús faðir hans réð sig sem vinnumann og fékk að hafa hann með sér, þá mun aðskilnaður- inn við móðurina hafa seint liðið honum úr minni. Þau hjónin á Rangá, Björn Hallsson og seinni kona hans Soffía reyndust hinum unga dreng vel. Tveimur árum yngri en aðkomudrengurinn var einkasonur þeirra hjóna, Björn Hólm. Með þeim nöfnum tókst náin vinátta. Aldrei fór Björn svo aust- ur, að hann heimsækti ekki nafna sinn bónda á Völlum. Eiríkur sonur Björns bónda á Rangá og fyrri konu hans gladdi oft hinn móðurlausa vinnumannsson með gjöfum. í far- skóla Hróarstungu naut Björn barn- afræðslu. Björn vann heimilinu að Rangá venjuleg sveitarstörf sem falin voru börnum. Að Rangá var umtalsverður myndarbúskapur. Ungur fór Björn að hjálpa til í vega- vinnu. Vandist er aldur leyfði á stjórn vinnuvéla og flutningsbif- reiða. Þessi störf öfluðu honum tekna ekki aðeins á námsárunum heldur einnig þegar hann hafði haf- ið kennslustörf. Björn var nemandi í Alþýðuskól- anum á Eiðum 1941-1943. Starfsár íþróttakennaraskóla 1943-1944 var Björn nemandi skólans ogjauk það- an íþróttakennaraprófi. Á árunum 1944-1946 var Björn við íþrótta- kennslu á Austurlandi, en annaðist 1946-47 forfallakennslu á ísafirði. Haustið 1946 fær hann leyfi sem sérkennari að búa sig undir al- mennt kennarapróf á tveimur vetr- um í Kennaraskóla Islands. Hann lauk því prófi með góðri einkunn 1948. Tímabilið 1948-50 var hann við forfallakennslu í Austurbæjar- skóla í Reykjavík, í Borgarnesi og við umferðarkennslu á Suðurlandi. Margur skólamaður og við sem þurftum að sjá ungmenna- og íþróttafélögum í dreifbýli fyrir íþróttakennslu, höfðum áhuga að festa Björn, en hugur hans beindist austur á Hérað. Haustið 1950 var Björn settur íþróttakennari að Al- þýðuskólanum og barnaskólanum á Eiðum. Haustið 1963 var Björn settur skólastjóri barnaskólans á Eiðum. Starfi skólastjóra gegndi hann, með orlofshléi 1967-68, til 1969, að hann flutti heimili sitt til Reykjavíkur. Starfsmaður varð hann á Fræðslumálaskrifstofunni og skipaður fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu 1972, eftir að skrifstof- an var gerð deild í ráðuneytinu. Störf hans helguðust einkum störf- um íþróttafulltrúa ríkisins. Komu þau í góðar þarfir íþróttamálum skóla, ungmenna- og íþróttafélaga, starfssviðum sem Bjöm hafði lengi unnið fyrir. Hann hafði um árabil kennt skólabörnum að sumarlagi víða að af Austurlandi sund í hinni fyrstu yfirbyggðu og upphituðu sundlaug í AustfirðingafjórðUngi. Framkvæmd sundskyldu var honum kappsmál. Hin síðari ár hefur margt breyst í samskiptum ríkis og sveit- arfélaga, Ijármálalega, og þá engu minna tilhögun náms í skólum, prófun þekkingar og færni nem- enda. Eigi eftirlit að vera virkt þarf það að hafa fjármagn að bakhjarli. Þegar framkvæmdafé til þátttöku í kostnaði sundkennslu var tekið frá embætti því sem Björn aðstoðaði og hætt við skýrslugerð skóla um nám og þekkingu hvers nemanda í árangri við lokapróf, þá var eigi lengur unnt að fylgjast með árangri sundskyldu. Þegar til þessara breyt- inga kom, hafði eftirlitið sýnt að er hver árgangur yfirgaf skyldunám sitt, höfðu 92-94% hans lokið til- skildu sundprófi og áætlað var að 75-80% íslendinga fæddir 1941- 1975 væru syndir og stefndi í að árið 2000 yrði sundfærni þjóðarinn- ar komin í 90%. Undan Jjessari al- þýðlegu viðleitni var fótum kippt að dómi Börns og lagðist þungt á hann. Sundkennsla íslenskrar al- þýðu má segja að hefjist um 1730. Á því tímabili síðustu aldar þegar engir bamaskólar voru hérlendis starfræktu bændur sundnámskeið. Á tveimur stöðum nefnd „'sundskól- ar“. Fyrstu Ijárútlát úr Landssjóði (1891) til íþrótta voru til sund- kennslu og lagfæringa sundlaugar. Samtímis þessum nefndu breyting- um á starfsháttum þess embættis, sem hann vann fyrir, voru numin frá því fjái'veitingar úr íþróttasjóði og félagsheimilasjóði. Bókhald sjóð- anna og ávísanir greiðslna úr þeim hafði Björn annast fyrir íþróttafull- trúa ríkisins. Þessi starfsrýrnun féll Birni illa svo að hann hafði fyrir nokkru sagt lausri stöðu sinni. — Ég, sem þetta skrifajnaut starfs- krafta Björns í 12 ár sem fyrr grein- ir. Trúmennska og samviskusemi voru honum helgar dyggðir. Frá- gangur ritaðs máls til fyrirmyndar. Þá var ekki ónýtt fyrir þann, sem þarf að koma frá ritsmíðum og bréf- um í önnum og á skömmum tíma, að eiga samstarfsmann, sem hefur góða íslenskukunnáttu á valdi sínu. Þó Björn gæti sagt hug sinn um meðferð málefna og framferði manna, var hann ekki framhleyp- inn. Ég hygg ég megi segja, að á stundum hafi hann um of lokað inni hug sinn og gat þá verið fá- máll og þungur. Oflátungsbrag gat hann illa liðið. Björn bjó yfir góðum frásagnarmáta, sem hann gat gætt glettnisvip og á stundum bætt inn í léttum hlátri. Söngmaður var hann ágætur. Björn var virkur í kórum kirkju og félaga. Röddin var bjartur tenór. Hann var við ýmis tækifæri fenginn til að syngja einsöng. í hreppsnefnd Eiðaþingháar var Björn 1958-1969,_ en í skattanefnd kom hann fyrr. I stjórn UIA var hann um tug ára. Þegar Björn settist að sem íþrót- takennari skólanna að Eiðum 1950 var hann kvæntur (15. okt. 1949) Guðrúnu íþróttakennara Haralds- dóttur Norðhahl (f. 8. ágúst 1926) og áttu þau heimili sitt þar í nær 20 ár. Börn þeirra eru Valgerður Guðbjörg (f. 13. janúar 1950), kennari hér í Reykjavík, gift Skarp- héðni kennara, P. Óskarssyni, eiga þau tvær dætur, — og Magnús (f. 20. rnars 1951) raftæknir, kvongað- ur Ástu Ásdísi kennara, Sæmunds- dóttur, eiga þau 3 dætur. Við vinir þeirra Guðrúnar og Björns heitins höfum oft haft ærnar ástæður til þess að dá þau hjón og börn þeirra fyrir samheldni, styrk og æðruleysi. Þessi r.iannkostir og fleiri fágætir eiginleikar hafa hjálp- að þeim að láta eigi' bugast fyrir langvinnum veikindum. Eiginkona Björns heitins Magn- ússonar og börn þeirra munu verða áskynja um virðingu þá sem Björn naut og þakkir okkar samstarfs- manna og vina honum til handa. Vonum við að slíkar kveðjur megi létta þeim sorgina. Minningar þessar um Björn Magnússon, birtar á útfarardegi hans, hófust á frásögn um keppni Björns og félaga í Landsmóti UMFÍ á Hvannéyri 1943. Tuttugu og fimm árum síðar varð Björn for- maður Landsmótsnefndar, sem skyldi undirbúa og framkvæma 13. Landsmót UÍA 1968 á Eiðum. Nefndin fól Birni að vera fram- kvæmdastjóri þess. Árið 1949 varð vegna harðinda og ótíðar að flytja fyrirhugað Landsmót á Eiðum til Hveragerðis og vorið 1968 var veð- urfar álíka. Kalskemmdir um allt land enda lá hafís að ströndum Norður- og Austurlands. Grasvöll- urinn á Eiðum kom kalinn undan vetri. Þær skemmdir þurfti að bæta og það sem meira var, tveir þurftu grasvellirnir að vera. Unnin var flöt í næsta nágrenni hins gamla vallar. Tekinn af henni halli og hún tyrft. Verkinu lauk 3 vikum fyrir mót. Plastdúkslaug 25 m ásamt tækjum til upphitunar varð að reisa. Tré- pall 4030 fyrir dans, leikfimi, glímu, hand- og körfubolta var krafist að ógleymdum tjaldsvæðum, hreinlæt- isaðstöðu, mötuneyti og söluskál- um. „Það tókst“ voru kveðjuorð, sem örþreyttur framkvæmdastjóri fékk að heyra í mótslok. Þetta var síðasta Landsmót UMFI þar sem alla aðstöðu til móthalds varð að vinna að mestu af þegnskap fáum vikum, jafnvel dögum, fyrir setn- ingu mótsins. Síðustu 7 Landsmót hafa farið fram í fullgerðum íþrótt- amannvirkjum kaupstaða, sem jafnvel hafa ráðið yfír stórum íþróttahúsum. Súld og kuldi af norðaustri var ríkjandi veður suma- rið 1968, nema landsmótsdagana, er brá til suðvestan hlýinda og sól- fars. Góður undirbúningur, vönduð dagskrárefni, góðviðri og glöð táp- mikil æska sem bætti 13 landsmóts- met og jafnaði tvö, héldust í hendur að gera mótið að unaðslegri hátíð. UÍA-félögum undir stjórn Björns tókst að búa, með aðstoð á þriðja hundruð starfsmanna, veglega að- stöðu að öllu undir berum himni á „vori sem brást“ fyrir keppni ís- lenskrar æsku, sem „þorði og vildi reyna sig“ rúmlega 900 talsins, auk hálfs fimmta hundraðs, sem þátt tóku í sýningum, fyrir augum 10 þúsunda mótsgesta. Björn kunni að njóta íslenskrar náttúru á öllum árstímun! og hlýddi kalli hennar. Snjóbreiðurnar heill- uðu hann til skíðagöngu. Moldin og gróandinn náðu honum úti á tún og í garð. Héðan í Reykjavík hélt hann til ræktunarstarfa í Mosfells- sveit. Fyrir físk í vötnum og ám kastaði hann. Á síðsumrum fór hann um heiðar og veiddi hreindýr. Fyrir gæsum sat hann í mýrum á haustin og þá var hann spordjúgur að leita uppi rjúpur um vetrarnæt- ur. Frásagnir Björns af ferðum úti í náttúrunni báru vott um skilning og þekkingu á því lífi sem þrífst úti í íslenskri víðáttu. Ft'á honum heyrði ég fyrst um heiðagæsavarp á Fljótdalsheiði, sem margir vart trúðu. Við Björn Magnússon et'u minn- ingar margra samskiptaþátta tengdat', sem á kveðjustund hrann- ast upp. Hann er því kvaddur með trega og virðingu. Þorsteinn Einarsson, fyrrver- andi íþróttafulltrúi ríkisins. verða kynntir Framsóknarvist á Hótel Sögu Framsóknarvist verður spiluð á Hótel Sögu sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 14.00. Glæsilegir vinningar m.a. ferðir til London með leiguflugi Sólarflugs sumarið 1991. Finnur Ingólfsson, efsti maður B-listans í Reykjavík, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500,- (Kaffiveitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.