Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 40 t Eiginmaður minn, PÁLMI JÓNSSON, lést fimmtudaginn 4. apríl. Jónína S. Gísladóttir. t Eiginmaður minn og faðir, MARKÚS JÓHANN EIRÍKSSON, Ásvallagötu 40, lést í Borgarspítalanum 3. apríl sl. Salóme Mariasdóttir, Þórunn Stella Markúsdóttir. t Ástkær sambýlismaður minn og bróðir, HERMANN JÓHANNSSON, Hrafnistu, Reykjavfk, andáðist í Landspítalanum miðvikudaginn 3. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Kristjánsdóttir, Ragnheiður Jóhannsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ ÞORGILSDÓTTIR, Álfhólsvegi 84, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 3. apríl. Sigríður Þorsteinsdóttir, Óskar Þórðarson, Þorleifur Þorsteinsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Þorgerður Gestsdóttir, Inga Rósa Hallgrímsdóttir. t Faðir okkar og fósturfaðir, SNORRI BRYNJÓLFSSON, Eskihlíð 20a, andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 4. apríl. Bertha Snorradóttir, Brynjar Snorrason, Garðar Snorrason, Garðar Jóhannsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, STEFÁN ÞORVARÐSSON skipasmiður, Hrauntungu 63, Kópavogi, andaðist miðvikudaginn 3. apríl. Ragna Skúladóttir, Þorvarður Skúli Stefánsson, Sigriður Stefánsdóttir. Ásmundur J. Ás- mundsson - Mmnmg Fæddur 23. júlí 1919 Dáinn 28. mars 1991 Asmundur tengdafaðir minn hef- ur kvatt þennan heim. Langvarandi veikindi hafa leitt hann í burtu frá okkur. Eftir lifa minningar, alls kyns fallegar myndir frá liðnum árum. Ógleymanlegar stundir með þessum hógværa og fórnfúsa manni sem var okkur öllum svo kær. Ásmundur Jónatan Ásmundsson var fæddur vestur í Grundarfirði, á Hömrum árið 1919. Hann var yngstur barna Ásmundar Sigurðs- sonar og Kristínar Þorleifsdóttur. Hann plst upp hjá móður sinni, en Ásmundur faðir hans lést áður en Ásmundur J. fæddist. Ásmundur stundaði sjósókn og almenn sveitastöf á Hömrum þar til hann 17 ára fór í Héraðsskólann í Reykholti. Eftir skólagönguna lá leiðin suður til Reykjavíkur. Þar lærði hann bókhald og vann ýmis verslunarstörf þar til hann réðst til bókhaldsstarfa hjá Sindrafyrirtæk- inu 1953. Hjá Sindra starfaði hann til loka starfsferilsins 1986. Ás- mundur kvæntist Hönnu Helgadótt- ur 17. mars 1951, svo þau höfðu ný átt 40 ára brúðkaupsafmæli er hann lést. Það eru rúmlega 17 ár frá því að ég kom fyrst í Stigahlíðina og kynntist þeim Ásmundi og Hönnu og fallegu heímili þeirra. Húsið höfðu þau byggt upp frá grunni með dugnaði og eljusemi og ræktað fallega garðinn sinn. Kynni mín af Asmundi voru öll góð. Við áttum margar skemmtileg- ar stundir sem áhorfendur á knatt- spyrnuvellinum, hann sem gamall - KR-ingur en hallur undir Valsliðið eftir að synir hans fóru að keppa í knattspyrnu. Ég sem stuðnings- maður erkióvinanna ofan af Akra- nesi. Alltaf gátum við gert góðlát- legt'grín hvor að öðrum eftir því hvernig leikar fóru hveiju sinni. Þessar stundir rifjast nú upp ásamt stundunum í Stigahlíðinni þar sem við ræddum um ágæti ólíkra pólitískra skoðana okkar. Alltaf mátum við hvor annan að verðleikum og virtum þó við værum ekki alltaf sammála. Einnig rifjast upp minningar um ótal samveru- stundir, þar sem Ásmundur lék sér við afabörnin sín, sem hann unni svo mjög. Hann var óþreytandi við að hugsa um þau og leika við þau, enda undu þau vel hag sínum hjá afa og ömmu. Ásmundur var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til, hann var gæddur einstakri þjónustulund sem allir nutu góðs af. Allar eru minningarnar á einn veg, fallegar, jákvæðar, góðar og því margt sem ég á Ásmundi að þakka á þessari kveðjustund. Að baki er langt tímabil, þar sem hin styrka og vinnufúsa hönd þurfti í æ ríkara mæli að reiða sig á þjón- ustu annarra. Tímabil þar sem Ás- mundur hefur notið einstakrar natni og umönnunar konu sinnar, hennar Hönnu, sem hefur lagt óendanlega mikið á sig til að gera líf hans sem bærilegast. Fyrir u.þ.b. mánuði var Ásmund- ur fluttur á sjúkrahús en vera hans þar varð ekki löng. Hann lést þar að kvöldi skírdags, 28. mars sl. Ásmundur hefur kvatt okkur og eina huggun harmi gegn eru já- kvæðar minningar, fallegar myndir frá yndislegum samvistarstundum með honum. Elsku Hanna mín, ég votta þér mína dýpstu samúð á erfiðri stundu. Guðbjartur Hannesson Hinn 28. marz lézt í Reykjavík Ásmundur J. Ásmundsson, fyrrv. aðalbókari, 71 árs að aldri. Utför hans verður gerð í dag frá Dóm- kirkjunni. Ásmundur var fæddur á Hömrum í Grundarfirði 23. júlí 1919. For- eldrar hans voru Ásmundur Sig- urðsson útvegsbóndi og Kristín Þor- leifsdóttir síðari kona hans. Að loknu skyldunámi i heima- byggð sinni settist Ásmundur í hér- aðsskólann í Reykholti og lauk það- an brottfararprófi 1938. Hann stundaði ennfremur bókhaldsnám í tvo vetur hjá Þorleifi Þórðarsyni kennara í Reykjavík. Árið 1942 hóf Ásmundur störf hjá Veiðarfæra- verzluninni Verðandi í Reykjavík og starfaði þar til ársins 1953 er hann réðst til Sindrafyrirtækjanna í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma þrjá áratugi, lengst af sem aðalbókari. Kynni okkar Ásmundar hófust er hann kvæntist Hönnu Helgadótt- ur, skólasystur okkar Sigrúnar. Fór Ásmundur ekki dult með að þar hefði hann stigið mesta heillaspor lífs síns, enda fór það ekki fram hjá okkur vinum þeirra, hve far- sælt hjónaband þeirra var. Ásmundur var félagslyndur og skólafélagar mínir höfðu oft orð á því hve fljótt og vel hann féll inn í okkar hóp. Þessir kostir Ásmundar munu hafa komið snemma í ljós. Hann gerðist þegar á unglingsárun- um virkur þátttakandi í félagslífinu í heimabyggð sinni og var einn af stofnendum Ungmennafélags Eyr- arsveitar og í fyrstu stjórn þess. Eftir að hann fluttist til Reykjavík- ur gerðist hann m.a. félagi í far- fuglahreyfingunni og var í nokkur ár formaður Farfugladeildar Reykjavíkur. Ennfremur var hann í áratugi félagi í Frímúrarareglunni og Lionsklúbbnum Þór. Nú þegar leiðir skiljast hrannast t Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS ELÍASSON frá Nesi í Grunnavík, Aðalstræti 25, isafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Björney Björnsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ÞORBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Austurgörðum í Kelduhverfi, sem andaðist 31. mars sl., verður jarðsungin frá Garðskirkju laug- ardaginn 6. apríl kl. 14.00. Þórarinn Björnsson, Sigriður Björnsdóttir, Egill Friðleifsson, Guðný Björnsdóttir, Jónas Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. Minning: Bjarni Stefánsson Fæddur 13. september 1923 Dáinn 27. mars 1991 Bjarni Stefánsson var fæddur á Akureyri 1923 en foreldrar hans bjuggu þá í Steinholti í Glerár- þorpi. Skömmu síðar fluttu þau til Reykjavíkur með syni sína Braga og Bjarna. Yngri bræður Bjarna, Baldur og Höskuldur, fæddust síðar í Reykjavík. Bjarna kynntist ég sem drengur á heimiii systur minnar og mágs, þar sem Bjarni hafði herbergi. Eg hændist fljótt að þessum hlýlega og glaðlega manni og mér varð star- sýnt á skyggðar teikningar eftir hann er héngu uppi á vegg. Bjarni var maður, sem gott var að ræða við og uppörvandi að hitta. Síðar liðu mörg ár milli þess er við hitt- umst, en .alltaf var. hann sá sami og fagnaði því innilega að rekast á yngri kunningja. Listrænir hæfileikar Bjarna nýtt- ust honum við starf hans, sem form- listamanns við Þjóðleikhúsið en aldrei lék neinn vafi á því hvert áhugamál hans var. Það var óperu- söngur, sérstaklega einsöngur og aríur. Þar var hann sérfræðingur og kunni að njóta einstakra smáat- riða út í æsar. Ég minnist þeirra stunda er hann bauð mér, unglingn- um, heim til sín á Laugarnesveginn í aríuveislu. Ég hreifst af tónlistinni en ég hreifst ekki síður af Bjarna er hann fræddi mig af ákafa um einstaka söngvara, mismunandi upptökur og ólíka tjáningu á einni og sömu óperuaríunni. Við minnumst Bjarna með þakk- læti og söknuði. Mætti einhver . koma. fram með þeirri kynslóð, sem upp minningar frá liðnum árum. Ásmundur var bæði vinmargur og vinfastur. Hann var háttvís og eitt hið mesta prúðmenni, sem ég hefi kynnst um dagana. Minnisstæðar eru mér ýmsar ferðir, sem við Sig- rún fórum um landið með þeim Hönnu og Ásmundi og kom þá vel í ljós áhugi hans á íslenzkri náttúru og sögu landsins. Einkum var fróð- legt að hlusta á Ásmund rifja upp sögur frá heimabyggð sinni og ná- lægum héruðum. Fór þá ekki fram hjá þeim sem hlustuðu hve tryggð hans við æskustöðvarnar í Grundar- firði var mikil. Við hjónin minnumst hlýju þeirr- ar og gestrisni, er við ótal sinnum nutum á heimili þeirra Ásmundar og Hönnu en í rausn sinni og mynd-- arskap voru þau ætíð samstiga. Síðustu árin voru þeim erfið sök- um alvarlegra veikinda Ásmundar. Hanna gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta honum byrðina og var umhyggja hennar einstök. Með Ásmundi J. Ásmundssyni er fallinn frá mikill drengskapar- maður. Við Sigrún þökkum trygga vináttu hans og flytjum Hönnu, bömunum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Flóvenz Einn ljúfasti maður sem ég hef kynnst er látinn. Ásmundur föður- bróðir minn var þeirrar gerðar að öllum sem þekktu hann þótti vænt um hann. Umhyggja hans fyrir sín- um nánustu og tryggð hans og ræktarsemi við frændfólk sitt og vini var einstök. í dag munu marg- ir kveðja hann með söknuði. Ásmundur var fæddur á Hömrum í Eyrarsveit 23. júlí 1919. Foreldrar hans voru Ásmundur Sigurðsson bóndi á Suður-Bár og seinni kona hans, Kristín Þorleifsdóttir. Ás- mundur Sigurðsson var frá Vallá á Kjalarnesi og bjó þar fram að þrít- ugsaldri og var jafnframt kennari í sveitinni. Hann kvæntist fyrst Katrínu Einarsdóttur frá Skraut- hólum á Kjalarnesi. Þau fluttust 1898 vestur á Fróðá á Snæfellsnesi nú er að vaxa upp, með slíka eigin- leika er Bjarni hafði. Gísli H. Friðgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.