Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 íiCEAAim Að bíta höfuð af skömminni Til Velvakanda. Mánudaginn 25. mars hringdi stúlka í Þjóðarsálina á Rás 2 og sagði frá því að hún ásamt annarri stúlku hefði orðið fyrir því í Hag- kaup í Kringlunni, að vera sökuð um að stela páskaeggi. Móðir ann- arrar stúlkunnar hringdi út af sama atviki. Einnig hringdi Jón og vildi koma á framfæri sjónarmiði fyrir- tækisins. Hann beit þó- höfuðið af skömminni með því að tala um ár- vökulan starfsmann, sem alls ekki átti við í þessu tilviki, þar sem við- komandi starfsmaður hafði gert sig sekan um þau alvarlegu mistök að ásaka saklaust fólk um þjófnað og jafnframt þrýst mjög á að stúlkurn- ar játuðu á sig þjófnaðinn til að sleppa við lögregluna. Þegar sann- aðist að þær voru saklausar voru stúlkurnar beðnar afsökunar — kannski með hangandi hendi, hendi af þeim „árvökula". Ekki voru boðn- ar miskabætur sem hefði þó átt að vera sjálfsagt. Jón sagði aðspurður að þennan dag hefðu 7 verið gripnir fyrir þjófnað og að menn yrðu kaldrifjað- ir í þessu. í framhaldi af þessu spyr ég: Voru þessir 7 allir sekir eða játuðu kannski sumir til þess að sleppa við að lenda í lögreglumáli, en voru þó ef til vill saklausir án þess að geta sannað það! Ég hef verslað við Hagkaup frá stofnun þess og alltaf fengið fyrir- myndarþjónustu, einnig í þau skipti sem ég þurfti að kvarta. Ég vil því gjarnan trúa því að í þessu máli hafi orðið mistök, sem er undan- tekning, en ekki að þessar aðferðir séu að verða regla. Ékkert verslun- arfyrirtæki getur tekið þá afstöðu fyrirfram, að líta á alla viðskipta- vini sína sem hugsanlega þjófa. Að lokum óska ég Hagkaups- mönnum góðs gengis hér eftir sem hingað til. Haldið áfram að vera „kaldriíjaðir" gagnvart þjófum, en látið frekar einn og einn sleppa en að gerast sjálfir mannorðsþjófar. Viðurkennið hiklaust þegar ykkur verða á mistök, það getur hent alla, en reynið að bæta fyrir það að svo miklu leyti sem það er hægt. Það er góð auglýsing og ykkur til sóma. Yngvi Jónsson, 220230-7169. P.S. Það skal tekið fram að ég þekki ekki viðkomandi stúlkur, en vonandi fyrirgefa þær Hagkaups- mönnum og eiga við þá ánægjuleg viðskipti í framtíðinni. Með morgunkaffinu Ást er... I / ^ ... að láta hann halda að hann sé bjargvætturinn mikli. TM Reg. U.S. Pat 0«.—all rights reserved © 1991 LoaAngelesTimesSyndicate Við skulum bara borða nestið Verð að hætta. Það er beðið núna. eftir að komast að. Úr glataðist Móðir hringdi og sagði son sinn hafa týnt úri er hann var að koma af júdóæfingu í Ein- holti miðvikudaginn 27. mars. Þetta var svart Casioúr og er finnandi vinsamlega beðinn að láta af því vitá í síma 74106. Týndi verðlaunagrip Ester hringdi og sagðist hafa unnið til verðlauna á íþróttamóti fatlaðra 26. mars síðast liðinn. Annaðhvort innan dyra eða utan við Hátún 14 eða utandyra við Hátún 10 hefur hnútur á borða, sem verðlaunapeningurinn var þræddur upp á raknað, og pen- ingurinn fallið til jarðar. Þetta er gullpeningur með bogfimi- skildi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 28826 eða skili gripnum í Hátún 14. Myndir í óskilum Jóhanna hringdi og sagðist hafa fundið myndaumslag með milli 25 og 30 myndum rétt hjá Ikea í Kringlunni. Sá sem saknar þessára mynda getur vitjað þeirra í síma 50269 eftir klukkan 16. Vill einhver kettlinga? Kona ein hafði samband við Velvakanda og sagði að vegna flutninga vildi hún gefa tvo stálpaða vel vanda kettlinga. Hún sagðist vera í síma 45021 eftir klukkan 17 á daginn. Laufey Bjarnadóttir hringdi í Velvakanda og sagði farir sínar ekki sléttar. Ungur frændi henn- ar hafði brugðið sér í sundlau- gamar í Laugardal og var hann í nýjum Nike-íþróttaskóm. 7.000 króna skóm sem hann dró á fæturna við þetta tækifæri í ann- að sinn frá því skómir voru keyptir. Hann lagði skó sína á skóhillu eins og vani er, en er hann kom úr lauginni vom skórnir horfnir. Mátti hann halda til síns heima á sokkunum einum saman. Laufey vildi segja frá þessum þjófnaði ef hann mætti verða öðrum víti til varnaðar. Hvatti hún sundlaugagesti til að gæta vel að eigum sínum, því óprúttnir og fólskulegir þjófar væru greinilega í felum í fjöldan- um. Týndi tösku Ásta Sig. hringdi til okkar og hafði týnt svartri hliðartösku í miðbæ Akureyrar miðvikudag- inn fyrir páska. í töskunni voru öll skilríki og kort Ástu, en sára- lítið af peningum. Ásta bað þess að finnandi hefði samband í síma 621273. Burt með kg-gjaldið... Jón Tr. Halldórsson lét í sér heyra og taldi fulla ástæðu til að gera að kosningamáli kílóg- rammagjaldið sem sett var á bif- reiðaeigendur fyrir þremur árum. „Þetta átti að vera í eitt ár til reynslu til að bjarga vega- gerðinni fyrir horn, en hefur nú verið í þijú ár og hækkað þús- undfalt. Þetta er ósanngjarnt og þessu ættum við öll að mót- mæla. Ég skora á yfirvöld að taka þennan skatt til endurskoð- unar strax, og kjósendur ættu að gera þetta að kosningamáli," sagði Jón. Páfagaukurinn stakk af Hringt var og frá því greint að páfagaukur hefði stungið af frá heimili sínu á Skeljagranda 9 á annan í páskum. Þetta-er svokallaður dísarpáfagaukur, nokkuð stór með gult í höfði og vængjum, en grár að öðru leyti. Viti einhver um afdrif fuglsins er hinn sami beðinn að gera við- vart í síma 619262. Úr í óskilum Afgreiðslustúlka í verslun- inni Markinu í Ármúla 40’ hringdi og sagðist lýsa eftir konu. Nánar tiltekið konunni sem var að máta skíðagalla í búðinni 30. mars síðastliðinn. Hún skildi nefnilega úrið sitt eftir, úr með hvíta skífu og svarta leðuról. Þjófnaður HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrífar Víða erlendis spila dóms- og lög- gæslumál stóra rullu í bar áttu stjórnmálamanna fyrir kosn- ingar og loforð um herta dóma, úrbætur í fangelsismálum, bætta löggæslu og svo framvegis þykja vænleg beita þegar farið er á atkvæðaveiðar. En þrátt fyrir mikla umræðu um glæpi og refsingar undanfarnar vik- ur og mánuði í kjölfar hörmulegra ofbeldisverka hefur Víkveiji ekki orðið var við að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, hafi séð ástæðu til að kynna kjósendum með hvaða hætti þeir hyggist ta- kast á við þessi mál. Þó er hér um að ræða þá óum- deildu frumskyldu ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna og halda uppi lögum og reglu. xxx Nú þegar fjöldi fólks er, með réttu eða röngu, farinn að veigra sér við að ganga um mið- borgina að kvöld- og næturlagi, sýnist Víkveija málið komið á það stig að stjórnmálamenn, þeir sem hafa haft og sækjast eftir að kom- ast í aðstöðu til að útdeila skattpen- ingunum og ákveða forgangsröð verkefna, þurfi að taka þessi mál til athugunar af alvöru. Er til dæmis ástæða til að endur- skoða þá ákvörðun sem tekin var fyrir um tuttugu árum að löggæsla sé á verksviði ríkis en ekki sveitarfélaga? Hafa ekki sveitarstjórnir á hveij- um stað betri yfirsýn yfir það hver þörfin er og er ekki líklegt að með því móti verði þessi mál undir virk- ara aðhaldi borgaranna? Sýna ekki dæmin víðs vegar um landið þar sem vinnueftirlit hefur verið að loka ævagömlum, þröngum og tæpast veðurheldum lögreglu- stöðvum og fangageymslum, að miðstýringai’valdið í Reykjavík bregst ekki við fyrr en í óefni er komið? Nýting í fangelsum landsins er vel yfir 90%, að því er Harald ur Johannessen fangelsismálstjóri hefur upplýst. Hann sagði í sjón- varpsviðtali um daginn á þá leið að fangelsiskeifið væri í raun löngu sprungið og aðbúnaður fanga og starfsfólks standist ekki kröfur tímans. Aðeins elja og dugnaður starfsmanna geri kleift að reka þetta kerfi frá degi til dags við núverandi aðstæður. Hvernig ætla stjórnmálamenn að bæta úr? Fjölmörgum spurningum af þessu tagi er ósvarað í þessum málaflokki og Víkveija finnst fuil ástæða til að rifja upp ummæli Péturs Kr. Hafstein bæjarfógeta á Isafirði í viðtali hér í blaðinu hinn 17. júní síðastliðinn. Þar sagði hann að dómsmálaráðuneytið hefði verið afgangsstærð við stjórnarmyndanii undanfarin ár og mjög skorti þar á stefnumarkandi forystu. Af sam- tölum við fjölmarga embættismenr í dóms- og réttargæslukerfinu, veit Vikveiji að Pétur Kr. Hafstein ei alls ekki einn um þessa skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.