Morgunblaðið - 05.04.1991, Side 31

Morgunblaðið - 05.04.1991, Side 31
ieei jiim .5 nuoAauT8.ör‘i GiuAjaMuoflOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 0? “31 Afmæliskveðja: Guðmunda Jóna Péturs- dóttir, matráðskona Amma mín, Guðmunda Jóna Pét- ursdóttir, er níræð í dag, 5. apríl. Þegar slíks stórafmælis er minnst eru ættir fólks oft raktar í löngum runum, en það verður ekki gert hér. Ein aðalástæða þess er að amma mín er svo ættfróð sjálf, að ég hætti mér ekki út á þann hála ís þegar hún sjálf á í hlut. Þess í stað séndi ég henni kveðju mína, vegna þess að ég get ekki verið viðstaddur afmælisfagnaðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Amma fæddist árið 1901 og til- heyrir því aldamótakynslóðinni sem reif ísland með dugnaði sínum inn í nútímann. Þrautseigja þessarar kynslóðar, hógværð og óbilandi sig- urvissa lagði grunninn að því vel- ferðarþjóðfélagi sem fólk af minni kynslóð tekur sem sjálfsagðan hlut. Dugnaður þessarar kynslóðar á líka stóran þátt í því að íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt. Allt frá barnæsku og fram yfir sextugt vann amma erfiðan og langan vinnudag. Enginn sem þekkir hana heyrði hana þó nokkum tíma kvarta og hún var aldrei fátæk þó efnin væru ekki mikil. Amma kann nefni- lega þá kúnst að gera veislu og vönduð klæði úr litlum efnum. Það að henda mat þekkist ekki hjá Mundu Péturs, og raunar held ég að hún flokki það með verstu glæp- um. Á minni stuttu ævi hef ég hitt fólk á öllum aldri sem amma hefur gefið að borða. Hún var matráðs- kona í áratugi og rak meðal annars eigin matstofu á ísafirði sem hét Póllinn. Ég held að sú ætt sé varla til í landinu, sem ekki á meðlim sem Munda Péturs hefur gefið að borða. Hún eldaði fyrir byggingaverka- menn sem vom að byggja íbúðar- blokk í Túngötunni á ísafírði. Systkini mín heimsóttu hana í önn- ur eldhús. Þannig vomm við kyn- slóð eftir kynslóð í eldhúsi Mundu Péturs og það var gott og vinalegt eldhús. Skemmtilegast þótti mér þó að heimsækja hana á bakkana, þar sem hún bjó, og skoða steina- safnið hennar. Fyrir mér vom stein- amir gersemar. Þegar hún flutti frá ísafírði á Hrafnistu í Reykjavík, gaf hún mér steinana. Þar vom ekki bara gefnir steinar. Þeir voru tákn alls þess sem þessi mikla kona hef- ur gefíð mér á lífsleiðinni og er enn að gefa mér af örlæti sínu. Elsku amma mín, ég óska þér innilega til hamingju með daginn. Þó fjöll og firðir skiiji okkur að á afmælisdeginum þínum, dvei ég hjá þér í huganum eins og alla daga. Heimir Már Pétursson Börnin fyrir utan RARIK ásamt kennurum sínum, forstjótum RARIK og starfsliði. Stykkishólmur: Börn íhuga orkusparnað EINS OG menn muna varð rafmagnslaust um skeið á Snæfellsnesi í vetur. Og þá jafnvel gripið til gömlu dísilstöðvanna sem þóttu dýr- mæti fyrir 40 árum og bylting frá því sem á undan var og mörg þorp voru þá með lítið eða ekkert rafr Þetta varð til þess að grunnskóla- nemendur í Grundarfirði ákváðu að hafa sem verkefni, hvernig mætti nýta raforku betur. Vissu að olían var dýrari orkugjafi en rafmagnið. Þau sáu fljótt að vitanlega mætti nýta orkuna betur á flestum sviðum. Kynntu sér að olíubirgðir jarðar eru þverrandi og olíuverð hækkandi um heim allan. Því væri áríðandi að breyta orkunotkunarreglum okkar. Hve mikið er hægt að spara hér í dag? Og upp úr athugunum nemenda kom eftirfarandi fram: Með því að lækka meðalhita að næturlagi mætti spara 3,6%. Með því að hafa meðalhita í íbúð- unum sem mestan 6,7%. Með því að fylgjast með opnun dyra og glugga'8,6%. Bætt stýring hitakerfis 15-20%. Betri einangrun þaks 15-20%. Reglulegt viðhald og stilling olíu- kynditækja 5-15%. Tvöfalt gler í gluggum myndi spara frá einföldu gleri 5-20%. Góð einangrun gólfs og veggja myndi spara 5,25%. Bömin komu með teikningar af vinnu sinni og myndir og mál þessum rannsóknum sínum til staðfestu og voru plakötin sett upp á veggi RA- RIK, þegar þau komu í heimsókn í aðalstöðvar RARIK í Stykkishólmi einn daginn. Útskýrðu bömin niður- stöður könnunar sinnar fyrir starfs- fólki RARIK sem fannst hún mjög athyglisverð. Það vom 13 nemendur úr 4. bekk B í Grundarfirði sem komu ásamt kennara sínum til að kynna sér starf- semi RARIK. Ásgeir Ólafsson sagði fréttaritara að er hann hefði frétt um þessa at- hyglisverðu könnun-'bamanna og hversu þau hafi verið áhugasöm við að skýra könnunina út fyrir skóla- systkinum sínum, hafí hann boðið þeim að koma í Stykkishólm og ræða við starfsfölk og kynna sér málin betur. Starfsfólkið tók á móti börnunum og sýndi þeim allt hús RARIK og tæki og einnig vom gömlu vélamar í gamla rafstöðvarhúsinu skoðaðar og setti Grétar þær í gang fyrir við- stadda. Vélamar em enn tilbúnar til gangsetningar ef til þarf að taka. Þær eyða 400 lítram á hveijum klukkutíma, em háværar eins og þá var títt, enda teknar í notkun 1946 og þóttu þá bylting frá því sem áður var. Þetta var mjög ánægjuleg heim- sókn og nemendur gáfu sér góðan tíma til að skoða allt sem best. - Árni Utankjörstaðaskrifstofa Sjálf stæðisf lokksins, Valhöll, Héaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna efþið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. SIEMENS SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 57.900,- kr. SMITH& NORLAND NÓATÚNI4- SÍMI 28300 HITAMÆLASTÖDVAR Fáanlegarfyrir 1 til 26 mælistaði, með eða án aðvörunar. Mælisvið: -200 +850, 0+1200 og +400 +176° C. Hitanemar af mismunandi lengdum og með mismunandi gengjur. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur, hægt er að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, lest- um, sjóogfleira. ■L^L ^öfLoirCsiiLogKLDcr d>&tni©©®tn) & Vesturgötu 16 - símar 91-14680 - 13280 - Teletax 26331 NÚ ER KOMINN TÍMI FYRIR ÞÁ SEM VILJA RÆKTA SUMARBLÓMIN SJÁLFIR. HÖFUM MIKIÐ ÚRVAL AF FRÆI, BÖKKUM 0G ÖÐRU SEM ÞARF TIL AÐ K0MA PLÖNTUNUM Á LEGG. REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA SÖLUFELAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.