Morgunblaðið - 05.04.1991, Page 38

Morgunblaðið - 05.04.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 Minning: Hörður Svavarsson jarðfræðingur Fæddur 9. maí 1951 Dáinn 26. mars 1991 Kveðja frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga Hörður Svavarsson, jarðfræðing- ur, er látinn, aðeins 39 ára að aldri. Hörður útskrifaðist í jarðfræði frá Háskóla íslands haustið 1977, hóf störf á Orkustofnun í desember sama ár og var félagsmaður í Fé- lagi íslenskra náttúrufræðinga frá þeim tíma. Hörður tók dijúgan þátt í starfi félagsins, átti sæti í kjara- ráði þess frá 1985 til 1987 og var trúnaðarmaður náttúrufræðinga á vatnsorkudeild Orkustofnunar frá 1986 og fram í febrúar á þessu ári. Fyrstu' trúnaðarmenn félagsins voru kosnir til starfa í árslok 1986 og var Hörður einn þeirra. Á þess- um tíma var félagið að stíga sín fyrstu spor sem sjálfstætt stéttarfé- lag. Var því mikið starf fyrir hönd- um við skipulagningu félagsstarfs- ins. Lögðu trúnaðarmenn þar hönd á plóg og unnu á margan hátt mik- ið og gott brautryðjendastarf. Starf trúnaðarmanns er tvíþætt. Auk þess að gæta réttinda samstarfs- manna sinna, starfar hann sem tengiliður félagsmanna við félags- forystuna. Hörður hafði þá eigin- leika, sem nauðsynlegir eru til slíkra starfa, duglegur, hreinskiptinn, með ákveðnar skoðanir en þó tilbú- inn að hlusta á skoðanir annarra. Þessir kostir Harðar komu ekki hvað síst í ljós í 6 vikna löngu verk- falli vorið 1989, þegar hann, ásamt þorra annarra trúnaðarmanna fé- lagsins, mætti daglega til margvís- legrar vinnu tengdri verkfallinu. Þátttaka Harðar í starfi félagsins var félaginu mikill fengur. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Auður Antonsdóttir for- maður, Unnur Steingríms- dóttir fv. formaður. Menn setur hljóða þegar einstakl- ingar í blóma lífsins falla óvænt frá. Menn sem standa á hátindi starfsgetu og með erfiðleika frum- býlingsáranna að baki eru skyndi- lega kvaddir brott. Eftir standa samferðamenn 'og aðstandendur og spyija spurninga sem brenna á og engin svör eru við: Af hveiju? Hvers vegna nú? Hver er næstur? Við áttum þess kost að kynnast Herði í starfí og leik undanfarin tólf ár og viljum minnast hans eins og hann kom okkur fyrir sjónir. Fyrst tókum við eftir Herði á fundi starfsmanna á Orkqstofnun, vorið 1978, líklega í aprílmánuði. Þá höfðu nokkrir starfsmenn ekki fengið launin sín greidd á réttum tíma og var umræðuefnið á fundin- um það öryggisleysi í ráðningarmál- um sem allmargir starfsmenn stofn- unarinnar bjuggu þá við. Á þeim fundi féllu mörg orð og stór. Hörð- ur sagði fremur fátt, en orðum hans fylgdi festa og ábendingar um að orð og gerðir þurfa að fylgjast að — orð skulu standa. Þetta lífsvið- horf — orð skulu standa — virðist því miður ekki vera í hávegum haft nú á tímum, en Herði var það eðlis- lægt og því var honum treyst. Hörður Iærði til jarðfræði við Háskóla íslands, en störf hans voru að mestu bundin forritun og áætl- anagerð og tengdust því fremur lauslega jarðfræðinni. Hörður vann lengst af að frumáætlanagerð um nýjar vatnsaflsvirkjanir á Vatns- orkudeild O.rkustofnunar. Hann hafði ekki unnið langan tíma á Vatnsorkudeildinni áður en hann hafði sýnt og sannað að hann réð yfir þeirri fæmi sem þurfti til starfsins. Við frumáætlanirnar eru notuð umfangsmikil tölvuforrit og gögn um rennsli, landslag og fleira. Nákvæm og skipuleg vinnubrögð eru því nauðsynleg til að raunhæfar virkjanaáætlanir fáist. Hörður hafði hvort tveggja til að bera og einnig kom grunnnám hans, jarðfræðin, oft að góðum notum. Jafnframt hóf hann strax að einfalda forritin sem notuð voru og skjóta inn skýringum til að auðvelda öðrum að nýta þau. Hörður óx jafnt og þétt í þessu starfi og naut stöðugt vaxandi virð- ingar og trausts. Auk þess að gera frumáætlanir um virkjanir sinnti Hörður ýmsum öðrum störfum á Vatnsorkudeild- inni. Það var oft til hans leitað þeg- ar farið var í mælingarleiðangra og rannsóknaferðir. Minnisstæð er ferð sem farin var sumarið 1982. Fimm manna hópur fór að Tungnaá austan við Snjóöldu — við „Stórasjó" — til að rannsaka lekt jarðlaga á stífiustæði vegna hugmynda um miðlunarlón. Þetta var erfiður leiðangur, allar aðstæð- ur voru frumstæðar og langt til byggða. Hópurinn var að reyna aðferðir sem ekki var hægt að segja fyrirfram að skila mundu árangri. Vinnan var erfið og má segja að borað hafi verið með höndum niður á 20 metra dýpi. Vinnudagurinn var langur og lítið farið eftir klukk- unni, matmálstímar óreglulegir, matast þegar það hentaði því sem unnið var að hveiju sinni. Veðrið vaf fremur leiðinlegt og gjarnan var frosið í vatnsbrúsunum á morgnana og því hálf nöturlegt að koma út. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa rólegt fólk sem tekur mið af aðstæðum, en það þarf fleiri eig- inleika, einkum þrautseigju, og góð- ur andi verður líka að ríkja í hópn- um. Við þessar aðstæður naut Hörður sín vei. Ógleymanleg eru kvöldin sem við sátum öll fimm við gasluktina og fórum yfir dagsverk- in, sem oftar en ekkí skiluðu meira erfiði en árangri. Hörður sá skop- legu hliðina bæði á stritinu og umræðunni, við gengum því léttari til náða, staðráðin í að gera betur að morgni. Fullyrða má að æðru- leysí Harðar hafi hjálpað til að leysa hin erfiðu úrlausnarefni. Það voru heldur hreyknir menn sem héldu til byggða á 12. degi. Þá höfðum við, auk þess að Ijúka ætlunarverkinu, eignast meira hvert í öðru, því auð- vitað var oft rætt um fjölskyldum- ar, og verkefnin sem biðu heima, einkum að koma sér þaki yfír höfuð- ið. Nú hin síðari ár hafa störf okkar ekki verið eins nátengd og áður, Tiutcuicb Heílsuvörur nútímafólks við höfum þó hist reglulega m.a. í sameiginlegu áhugamáli, innan- hússfótbolta. Það duldist engum sem spilaði fótbolta með Herði að þar var hæfileikamaður á ferð. Hann hefði trúlega getað náð langt ef hann hefði ræktað þá hæfileika betur fýrr á ævinni. Það var gaman að fylgjast með Herði hvernig hann óx í starfí sínu. Hann gumaði ekki af árangri eða hæfileikum. Verkin sýndu einfald- lega að þar fór saman vinnusemi, natni og útsjónarsemi. Honum voru því stöðugt falin stærri og flóknari verkefni og aukin ábyrgð. Hann virtist finna sig enn betur í starfinu síðari árin, eftir að hann stýrði verk- efnunum sjálfur. Þegar menn eru kallaðir svo ótímabært og skyndilega sem Hörð- ur leita ýmsar spurningar á hugann fyrir þá sem eftir standa. Menn hljóta að endurmeta eigið líf í ljósi svo alvarlegra atburða. Við sumum spurninganna fást aldrei svör, öðr- um ræður hver fyrir sig. Það sem við þekktum til virtist okkur Hörður reyna að deila tímanum eins vel og hann gat milli fjölskyldu og vinnu. En hvað með okkur sjálf: Hvernig förum við með þann tíma sem okk- ur er skammtaður? Nýtum við hann í þágu okkar nánustu og samfélags- ins? í daglegum samskiptum á vinnu- stað verður fjölskyldan í bak- grunni. Þegar hana bar á góma var ljóst að honum var mjög umhugað um börnin og um konu sína talaði hann af mikilli umhyggju og virð- ingu. Við sendum eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Megi minning um góðan dreng styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Davíð og Jón Ennþá einu sinni erum við minnt á, hversu stutt er á milli lífs og dauða. Maður í blóma lífsins, fullur af lífsorku, verður fyrir manninum með ljáinn og er okkur horfinn fyr- ir fullt og allt. Þegar mér var til- kynnt þetta fyrir rúmri viku þurfti að endurtaka fregnina svo að ég skildi nokkurnveginn. Hörður Svavarsson hefur unnið á Orkustofnun nokkuð á annan ára- tug. Hann byijaði starf á Jarðhita- deild en fluttist fyrir um áratug yfir á Vatnsorkudeild og hefur starfað þar síðan. í háskóla lærði hann jarðfræði, en starf hans á Orkustofnun byggðist þó fyrst og fremst á því, hversu fljótur hann var að tileinka sér tölvur og tölvu- mál. Hann var einn af leiðandi mönnum stofnunarinnar á því sviði. Hann vann við forathuganir virkj- anakosta og að gerð gagnabanka um virkjanir. 1 þessu starfi þurfti hann að kenna uppteknum yfir- manni að nota forrit og taka með honum nauðsynlegar ákvarðanir til þess að virkjunarbanki Orkustofn- unar gæti litið dagsins ljós. Þetta var erfítt verk og vanmannað og vanþekking yfirmanna í tölvumál- um tafði verkið. Eg minnist þess þegar við, ásamt fleirum, fórum síðastliðið sumar í skoðunarferð á nýlega skilgreindan virkjunarstað á Áusturlandi. Stað- urinn er mjög óaðgengilegur og var ætlunin að nota þyrlu til vissra ákvörðunarstaða og ganga þar á milli. Þyrlunotkunin brást þegar mest lá við vegna þoku og bilana. Við gengum því miklu meiri göngur en áætlað var, allt upp í sólarhring. Sá eini sem óhaltur gekk allan tím- ann' var Hörður. Vínnan þróaðist og stefndi í rétta átt. Nú áttí að ráða nýjan mann til þessarar starfsemi. Á síðasta vinnu- degi kom hann nærri verkalokum inn til mín með tillögu að dálki í gagnasafn virkjana bankans. Það lá vel á honuin því að það hillti undir að virkjanabankinn yrði not- hæfur. Við ræddum starfið, viðbót- ar starfskraft og hann sagði mér frá fyrirhugaðri orlofsferð þeirra (Doturica) V HRUKKUBANINN V Heilsuval, Bárónsslíg 20, S 626275 oa 11275 hjóna í tilefni 40 ára afmæla þeirra í maí. Fjórum stundum síðar var hann allur. Hann skilur eftir sig mikið tómarúm. Eiginkonu, börnum, foreldrum og öðrum nánum venslamönnum vil ég tjá innilegustu samhryggð mína. Þau hafa mikið misst og skarð er þar sem aldrei verður fýllt. En huggun er þar harmi gegn að eftir lifir minning um góðan dreng. Haukur Tómasson Að morgni miðvikudagsins 27. mars barst mér sú sorgarfrétt að Hörður Svavarsson hefði látist kvöldið áður er hann var að leika knattspymu í íþróttahúsi Vörðu- skóla. Við Hörður höfum í um ára- tug spilað saman innanhússbolta einu sinni til tvisvar í viku yfir vet- urinn okkur til mikillar ánægju. Fyrst var það í íþróttatímum Orku- stofnunar. Fyrir um átta árum vant- aði menn í fótboltatíma sem ég hafði verið með í Hlíðaskóla. Þá kom Hörður strax upp í hugann og á hveijum vetri síðan höfum við spilað þar saman fótbolta, fyrst um miðjan dag en síðan á sunnudags- morgnum. Menn hafa mætt misvel í þennan tíma og nokkuð verið um mannaskipti en alltaf var hægt að treysta því að Hörður mætti. Upphaflega lágu leiðir okkar Harðar saman á Orkustofnun er ég hóf störf þar fýrir um áratug. Fljót- lega fékk ég skrifstofu rétt hjá Herði sem þá vann að gerð áætlana um vatnsaflsvirkjanir. Hann vann starf sitt af mikilli samviskusemi. Oft þurfti ég að leita til hans eftir upplýsingum um virkjunarkosti og fengust þá ætíð skjót og greið svör. Báðir notuðum við tölvu stofnunar- innar mikið við störf okkar og höfð- um einnig af þeim sökum nokkur samskipti. Sem deildarstjóri Orku- búskapardeildar kannaði ég einu sinni áhuga Harðar á að starfa á þeirri deild en hann vildi fremur starfa áfram á Vatnsorkudeild þar sem þau störf tengdust meira jarð- fræðimenntun hans en vinna á Orkubúskapardeild hefði gert. Eftir að ég hætti störfum hjá Orkustofn- un hef ég stundum þurft að leita til Harðar og þá fengið sömu góðu svörin og áður. Ég vil votta fjölskyldu Harðar samúð mína. Hans verður sárt saknað í Hlíðaskólanum á sunnu- dögum. Jón Vilhjálmsson Fyrir 17 árum stækkaði fjöl- skylda okkar þegar Þorgerður Sig- urgeirsdóttir og faðir okkar, Stefán Friðbjamarson, gengu ídijónaband. J>á kynntumst við sonum hennar, Herði og Gunnari, en þeir voru á líku reki og við systkinin, öll um og yfir tvítugt. Nú eru barnabörn Stefáns og Gerðu á annan tuginn og því fjölmenni er fjölskyldan kem- ur öll saman. Á einu augnabliki og án nokkurs fyrirboða er einn úr hópnum, Hörður Svavarsson, allur. Komið er ótímabært kall dauðans og sorgin grúfír yfir. Minningar um samverustundir í Drápuhlíðinni, í sumarbústaðnum í Kjósinni og á heimilum okkar birtast ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ljúfar minn- ingar sem nú eru blendnar trega og söknuði. Fregnin um andlát Harðar Svav- arssonar var þungbær. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og réttlátt og svo er nú þegar maður í blóma lífsins er burt kallaður frá eiginkonu og bömum. En við mennirnir ráðum hér engu um og verðum að sætta okkur við það sem að höndum ber hversu sárt sem okkur kann að þykja. Hörður lét ekki mikið yfir sér. Hægur og þægilegur í viðmóti og ræddi lítt um eigin hagi og tilfinn- ingar en hafði gaman af að spjalla um heima og geima. Þar kom glöggt fram hversu vel hann fylgd- ist með því sem efst var á baugi hveiju sinni og í málflutningi var hann bæði rökvís og fastur fyrir. Hann var alvörugefinn en átti þó auðvelt með að bregða fyrir sig góðlátlegri glettni og stríðni, sem ósjaldan kom fyrir þegar hann ræddi stjórnmál við föður okkar en í þeim efnum greindi þá nokkuð á. Auk traustrar greindar og yfir- vegunar bjó Hörður yfir miklum dugnaði og þrautseigju. Nánast með eigin höndum byggði hann fjöl- skyldu sinni myndarleg húsakynni samhliða löngum vinnudegi við jarðfræðistörf hjá Orkustofnun. Heimilið bar því vitni góðu hand- bragði húsbóndans og í nýliðnu páskafríi hafði hann ætlað sér þar verk að vinna en örlögin höfðu ákveðið annað. Ungur að árum kynntist Hörður elskulegri og fallegri stúlku, Ellen Ámadóttur, sem síðar varð eigin- kona hans. Eignuðust þau þijú böm, Hinrik, 17 ára, Árna Má, 12 ára, og Gerði Björku, 9 ára. Snemma á hjúskaparárum þeirra missti Ellen föður sinn á besta aldri. Og aftur er lögð á hana þung byrði. Milli Ellenar og annarra tengda- dætra föður okkar og Gerðu hefur verið náið samband og er hugur þeirra snortinn djúpri samúð. Líf Harðar snerist fýrst og fremst um að hlúa að heimilinu og annast velferð eiginkonu og barna. Hann var og móður sinni mikil stoð, bæði þegar hún bjó ein með synina tvo og alla tíð síðan. Hennar missir er því sár á erfiðum veikindatímum en dugnaður hennar og sálarstyrk- ur er aðdáunarverður. Margs er að minnast og margt að þakka eftir áralöng samskipti við góðan dreng. Það er óraunveru- leikablær yfir þeirri tilhugsun að eiga ekki eftir að hitta Hörð áftur hvort heldur sem er við spilaborðið þar sem við bræður áttum síðustu samverustundirnar með honum, heima hjá móður hans þar sem fundum bar hvað oftast saman eða við Móskóga þar sem ómar af ærsl- um bamanna og ilmur gróðurs og góðrar máltíðar á grillinu berst að vitum. I dag er kveðju- og minningar- stund um Hörð Svavarsson. Við kveðjum hann hinstu kveðju, þökk- um samfylgdina og biðjum honum blessunar. Ellen og bömunum, Gerðu og Gunnari svo og ástvinum öllum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Simmi, Kjartan og Sigga. Allt er í heiminum hverfult. Við erum á stundum minnt á það að manneskjan á í raun ekkert hér á jörðu, utan augnablikið sem hún lifir. Á örskotsstundu kemur kallið, sem allir verða að gegna fyrr eða síðar, stundum langt um aldur fram. Þannig var það með kæran frænda og vin, Hörð Svavarsson jarðfræðing, sem varð bráðkvaddur að kvöldi 26. mars sl. tæplega fer- tugur að aidri. Hörður Svavarsson fæddist 8. maí 1951. Hann ólst upp í Kópa- vogi og þar átti hann heima, nær óslitið, allt til hinstu stundar. For- eldrar hans eru Þorgerður Sigur- geirsdóttir frá ísafirði, fulltrúi á Raunvísindastofnun Háskólans, og fyrri maður hennar, Svavar Sig- urðsson, vélvirki. Albróðir Harðar er Gunnar Svavarsson, garðyrkju- fræðingur og verslunarmaður. Hálfbróðir hans er Örn Svavarsson, nemi við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Hörður varð stúdent frá Kenn- araskólanum árið 1972 og jarð- fræðingur frá Háskóla Islands 1977. Með námi vann hann ýmis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.